Barlómur og aumingjaskapur

 Bév.... verkir að hrjá mig, vekjandi mig upp alla nætur, yfirleitt á milli 5 og 6. Leyfi mér ekki að sofna eftir þá uppvakningu enda öruggt að ég sofi þá yfir mig. Er eins og draugur allan daginn, á erfitt með að halda mér vakandi upp úr hádeginu. Fólk örugglega farið að vera með einhverjar getgátur á þessari syfju minni. 

Þetta ástand er farið að há mér nokkuð og pirra mig svo um munar. Veit að engin alvara er á ferð en fjandi er þetta hvimleitt. Kemur í köstum, get þá ekki legið, setið né staðið, er gjörsamlega í keng.  Vont að borða en það er svo sem allt í lagi, á nægan forða. Svo virðist sem kuldinn auki á þessa verki þannig að ég er farin að skilja hvað gamla fólkið segir um gigtina sína sem versnar að þeirra mati í kulda. Finnur á sér veðrabreytingar á skrokknum á sér. Ég er farin að trúa því.

Ég hef ekki hugmynd í raun hvaða verkir þetta eru. Kannski það sé það versta við þá. Etv. að hluta til frá stoðkerfinu eftir aðgerðina og að hluta til frá maga/vélinda og galli. Það er bara ekki vitað annað en það að ekki eru þeir til komnir vegna illkynja vaxtar, að því er virðist. Ekkert að gera annað en að sætta sig við þetta ástand sem getur varað lengi enn. Fjandi er það erfitt samt.  Stunda sund og hreyfingu var mér ráðlagt í desember. Hef ekki látið verða að því að skella mér í poll ennþá. Þarf að taka mig á í þeim efnum sem öðrum.

Verð flott þegar ég er farin að éta alla blómafrævlana, sólhattana, olíurnar svo ekki sé minnst á sundið.  Ætti ekki að kvarta miðað við margan anna enda þetta  ástand smá mál miðað við ástandið margra annarra.  Er bara orðin pínu pirruð á þessu ofan í pestarfárið.Sick

Unga fólkið úti á lífinu, þannig á það að vera, skemmta sér í góðra manna hóp. Katan flýgur út í býtið á sunnudag. Tíminn búinn að æða áfram, í bókstaflegri merkingu. Reynum að verja deginum saman á morgun þegar heilsan leyfir. Vona að ástandið bjóði upp á að við gerum eitthvað skemmtilegt.

Verð að fara upphugsa góða viðskiptahugmynd og flytja til heitari landa. Þar myndi ég njóta mín í tætlur. Peran hefur ekki kviknað enn, verð seint talin hugmyndarík þó ég sé vog, í bókstaflegri merkingu. 

Ekkert annað í stöðunni en að leggjast á koddan snemma þetta kvöldið, hef lítið gert af viti enda ,,syfjuð" fram úr hófi. Búin að dotta ansi oft yfir tölvunni síðasta klukkutímanSleeping Ánægð þó að hafa náð að klára mína pligt síðustu 3 dagana.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líst vel á sundið, og ef þú etur alla þessa sólhatta og dót kemurðu þú til með að fljóta um í lauginni eins björgunarkútur.

Er ekki alltaf markaður fyrir ís þarna í sólinni, svona sem viðskiptahugmynd.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ææææææ datt út þarna eitt og eða hvað

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Ragnheiður

Í alvörunni virkar gigtin þannig að kuldi hefur verulega vond áhrif, ég þekki gigtina vel. Hún hefur fylgt mér alla tíð.

Njóttu þess að hvíla þig og sofa

Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 00:49

4 identicon

Guðrún mín, núna er myndaferlið að fara í gang, ég læt flýta einhverri myndinni til að hressa þig upp, ég veit að það hefur góð áhrif að hafa eitthvað fallegt að horfa á.  Reyni að vera dugleg á morgun, komdu við á blogginu mínu og lyftu þér aðeins upp, ég er alltaf með eitthvað sem gleður sálina....

Maddý (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur,vonandi fer nú að hlýna, þá minnka verkirnir,en það er líka gott að skella sér í ljós til að fá hitan í kroppin eða fara í gufu,það hjálpar mér og það er nauðsynlegt alla vega fyrir migmanni líður svo vel´á eftir bæði andlega og líkamlegakveðjur.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ps.Guðrún Jóna mín,þetta er ekki aumingjaskapur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 08:37

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábær hugmynd með ísinn Þorsteinn en hrædd um að einhverjir hafi verið á undan mér. Mér líst rosalega vel á að fljóta eins og kútur eftir alla frævlana, kannski er það ein viðskiptahugmyndin

Þið eruð öll yndileg, hjartans þakkir fyrir ráðleggingarnar, ég ætla mér að fylgja þeim öllum. Hunangið verður keypt á eftir og ég komin í fullan ,,myndagír", gjörsamlega í skýjunum. Er bæði að fá mér myndir frá Maddý og Helenu og læt langþráðan draum rætast. Er bókstaflega heilluð

Þar sem uppruni verkjanna reyndist ekki krabbameinsvöxtur var lítt aðhafst í þeim efnum annað en mér ráðlagt að draga úr álagi og drífa mér í sund. Mér skilst að verkir í rifjaboganum eigi eftir að fylgja mér lengi og er ég löngu búin að sætta mig við þá, þeir eru hins vegar mjög slæmir á köflum, minna mig á rifbeinsrot. Hinir verkirnir eru trúlega frá maga/vélinda/galli en auðvitað á ég ekki að sjúkdómsgreina mig sjálf. Fátt er til ráða í þeim verkjum enn sem komið er. Reyni hunangið í kvöld

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:09

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Mæli með sundinu, þ.e. heita pottinum. Þar eru líka svo skemmtilegar umræður oft og allir taka þátt, þó maður þekki engan. Andleg og líkamleg upplyfting. Gangi þér vel og vildi að það væri hægt að senda svona verki út á hafsauga. kveðja,

Sigrún Óskars, 2.2.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband