Í rétta átt

Heilsufarið á réttri leið, komin á ról um hádegið eftir leiðinlega nótt. Einkennilegt hvað maður velur næturnar til að vesenast í pestarfárinu. Er nokkuð viss um að þessi pest sé farin að syngja sitt síðasta. Afþakka með öllu fleiri pestar í bráð. Nóg komið af því góða.

Ekki nemar 4 dagar í brottför hjá Kötunni, búið að vera nóg að gera, tannlæknir og rannsóknir, reyndar hjá báðum krökkunum. Ekki laust við að hnúturinn sé  að herðast í mallanum en ég er ákveðin að reyna að kíkja til krakkanna þegar fer að vora og verða hlýtt. Fremur ódýrt að fljúga og enginn kostnaður vegna gistingar þannig að það ætti að vera hægt.

Verðum að nýta vel þessa daga sem eftir er, höfum náttúrlega ekki gert helminginn af því sem til stóð en svona er það bara. Búið að vera fínt og það skiptir meginmáli. 

Rólegt á pólitískum vígstöðvum, skyldi það vera lognið á undan storminum? Kannski það verði friður á næstunni????Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Örugglega tóm gleði framundan og stutt til vorsins.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.1.2008 kl. 00:26

2 identicon

Þið eruð samstíga í veikindunum frænkurnar. Kamilla komin með enn eina pestina og það ælupest í þokkabót!
Þú verður að fara vel með þig frænka

En Sifin kemur stundum upp hjá mér alveg óvart, hún er yfirleitt alltaf kölluð Kamilla Jafnvel verið að íhuga að breyta K-inu í C.

Verðum að fara að heyrast, sakna Gunnu spjallanna á kvöldin

Knús knús

Sara Björg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Katrín

Ekkert logn hér fyrir vestan, hvorki í háloftum né pólitík

Þú þarft að fara dæla einhverjum sólhöttum í þig til að þrauka fram á vorið en þá verður allt gott...sól,sól...

Endilega ættir þú að fara út í vor ef þú kemst, vorið í Evrópu er náttúrulega allt annað en hér á klakanum.

Sara mín láttu nú C- ið  alveg eiga sig, Kamilla með k-i er fallegt og fullgilt nafn

Ef fólk heldur áfram að breyta nöfnum til að hafa þau alþjóðlegri þá tek ég mig nú til og fer að kalla mig Catherine og strákana uppá útlensku: Halllllbogg, Gudmúnd og Auju kalla ég þá Öju og Öjbjog.   axel sleppur

 Kveðja út norðrinu

Katrín, 31.1.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kvitt, kveðja.

Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Ragnheiður

Sæl. Ég les oft hjá þér en hef ekki verið dugleg að kvitta. Ég er búin að loka á inntöku bloggvina í bili en þakka þér fyrir boðið.

Það er örugglega erfitt að hafa krakkana sína svona langt að heiman.

Hafðu það sem best

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband