Katan bloggar

Vildi bara láta ykkur vita að ég ætla að reyna blogga smá hérna á www.katan.blog.is  ef þið getið ekki fylgst með á facebookinu!

Ég get ekki lofað að ég verði eins dugleg að blogga eins og móðir mín heitin en ég læt inn fréttir af og til =) 

 

Vonandi fylgist þið með! 

 

knús og kossar frá Kötunnni í Ungverjalandinu


Afmæli

Elsku mamma mín hefði orðið 52 ára í dag.  Ekki eru nema átta mánuðir síðan við kvöddum hana í faðmi okkar. 

 

Mamma var mín helsta hetja í lífinu. Ég skil ekki hvernig hún fór að því að vakna á degi hverjum, vera heimsins besta mamma og lifa lífinu eftir allt sem hún gekk í gegnum.  Persónulegar árásir í vinnu, einkalífinu og i pólitík tóku mjög á hana og okkur fjölskylduna en hún lét þó ei bugast og varð enn sterkari og ákveðnari en áður.   Fráfall Guðjóns, mannsins hennar, fór mjög illa með hana enda mjög óvænt og átakanlegt.  Eins og venjulega stóð hún þó bein í baki í gegnum þá erfiðleika sem fylgdu andláti hans og bloggaði hún mikið í gegnum sorgina.  Það má segja að bloggið hafi verið ákveðin hjálp í vinnslu sorgarinnar og eignaðist hún marga góða vini í gegnum það.  Þegar veikindin hrjáðu hana sótti hún styrk í kveðjurnar á blogginu og því voru þær ómetanlegar fyrir hana sem og okkur börnin.  Ég vil geta þess að Þórdís Tinna, bloggvinkona hennar heitin, hvílir einungis 4 leiðum fyrir neðan mömmu.  Áttu þær í sérstöku en yndislegu samandi.   En þessir erfiðleikar sem ég nefni  eru þó einungis dropi í djúpu hafi.   

 

Mamma synti á móti straumi allt sitt líf og var án efa fædd undir óheillastjörnu. Það má segja að þessi þrautarganga í gegnum lífið hafi mótað hana, gert hana eins frábæra og yndislega og hún var.    Hún var einstaklega frábær hjúkrunarfræðingur og ekki síðri kennari.  Náði hún að kenna mér margt faglegt sem ég mun búa við alla ævi.  Hún kom starfsfólki 11 E sífellt á óvart, neitaði að gefast upp og sýndi þvílíka þrautseigju.   Ótruleg hetja og mín helsta og besta fyrirmynd í lífinu.  Hún var mín mamma, besta vinkona, systir, frænka og undir það síðasta litla barnið mitt.  Í veikindunum hennar tengdumst við órjúfanlegum böndum.  Á Krít sofnuðum við hönd í hönd og höfðum aldrei sofið jafnvel. Við höfðum ,,sleep over” á deildinni og dekruðum við hvor aðra.   Ég sef nú með kápuna við hlið mér og finn enn mömmulykt. Enn stend ég mig að því að fara hringja í þig enda er þetta enn svo óraunverulegt.  Ég þrái ekkert heitar en að knúsa þig og kyssa.  Mig vantar svo mömmu mína, okkur Haffa vantar múttu okkar.  Þú varst tekin frá okkur alltof snemma. Við höfum reynt að aðlagast lífinu án þín en það hefur gengið brösulega en við munum þó halda áfram að reyna því það hefði þú gert.   Ég treysti því að amma knúsi þig og skáli við þig í dag með ABBA á fóninum því það verður allavega gert hér í Engjaselinu.  Skál.

Til hamingju með daginn elsku mamma,

 

Love you 2 elsku besta mamma mín. 


Jarðaför

Okkar elskulega móðir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00.

Blóm og kransar eru EKKI afþakkaðir að ósk mömmu enda mikil blómakona!  Smile 

 

Ykkar,

Katan og Haffi


Baráttunni lokið

Elsku besta mamma okkar kvaddi í faðmi okkar kl. 23.29 í gærkvöldi.  Hún barðist alveg til loka eins og henni var einni lagið. 

 

Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir allan stuðning og hlýhug í okkar garð. Kveðjurnar veittu henni og okkur ómetanlegan styrk í baráttunni.  

 

Kveðja, 

Haffi og Kata.

 


Þáttaskil

Katan bloggar frá 11-E.

Því miður eru ekki góðar fréttir héðan.  Ákveðin þáttaskil hafa orðið í dag í baráttunni hennar mömmu.  

Við viljum biðja ykkur að kveikja á kertum fyrir hana senda henni hlýja strauma.  

 

Við munum láta vita um framvindu mála.  

kveðjur, Katan og Haffi 


Fréttir af 11 E

Hæhæ, Katan bloggar frá 11 e, okkar ástkæru deild sem við köllum annað lögheimilið okkar. 

Hérna gengur allt frekar hægt eignlega of hægt að okkar mati.  Nokkur bakslög hafa komið upp sem við höfðu síður viljað sjá.  Það hafa komið nokkrir dagar sem hún hefur sofið eins og þyrnirós og læknum ekki litist á en alltaf stendur hún upp.  Síðast fékk hún lungnabólgu á mánudag og er á sýklalyfjum og virðist  virka vel.  Gengur brösulega að verkjastilla hana og virðist hún alltaf vera með verki 24/7.  Við vonum að það fari að lagast.   Hún er öll að koma til með hverjum degi og skellti sér í bíltúr með okkur í gær.  Við vonum bara að hún komist heim í næstu lotu! Smile

Við systkinin skiptumst á að vera hjá henni hérna og halda henni félagsskap.  Wink  Auja frænka hefur komið og verið hetjan okkar, Dagny og Systa hafa komið með smá gógæti fyrir okkur og Sigga hefur ekki sparað sporin alla leið úr Keflavík og stytt okkaur stundirnar.  Takk fyrir okkur! 

Þangað til næst biðjum við að heilsa og þökkum fyrir allar kveðjurnar,

Kveðja Katan


Fátt að frétta úr Engjaselinu

Hangi hér af gömlum vana og held velli líkt og ríkisstjórnin, líklega á sömu henglum.Tounge  Reyni að mótmæla stöðunni þó hljóðlega sé enda þýðir vart að öskra með potta og pönnur yfir ástandinu.  Fátt svo sem að fretta, verkjamynstur að breytast þó og gefur síðasti sólahringur vonir um einhverjar breytingar til batnaðar í þeim efnum.  Mér líður betur.  Hef tekið bæjarleyfi og skroppið heim en er líklega orðin einn af sjúklingum LSH, hátæknisjúkrahússins, sem það situr uppi með og kvartað er undan.  Vonast að sú þróun breytist á allra næstu dögum þannig að útskriftarprogram hefjist en ég fer svo sannarlega að verða baggi á hátæknisjúkrahúsinu.  Whistling

Bæjarleyfin kallar á aukna vinnu og vökunætur hjá krökkunum  enda verða þau að vaka yfir mér svo frúin fari sér ekki að voða enda með eindæmum spræk af sterum og aukaverkum þeirra. Nóg að gera í draumi þó minna sé að gera í veruleikanum, mynstur sem tekur virkilega á er orkukræft á ungana mína. Það tekur hellings á að snúa af sér andrúmslofti sem rýkti um miðja síðustu öld eða koma sér út úr torfbæjum eða gömlum húsakosti þarsíðustu aldar en hver dagur hefst á því að koma sér inn í þann raunveruleika sem ríkjandi er í dag.  Ég er ekki alltaf samvinnuþýð þegar kemur að hrista af mér drauma-martraðarslenið og snúa til veruleikans. Þessi daglegi pakki tekur verulega á krakkana og er ótrúlegt hvað þau sýna mikla seiglu í þeim efnum. Oft á tíðum er enginn greinarmunur á degi og nóttu þar sem dagur og nótt renna saman í eitt. Ég trúi að þetta ástand sé að breytast og ástandð mjakist smátt og smátt upp á við með þeirra hjálp, enda eru þau yndislegust.  InLoveInLove

Tónninn nokkuð þungur en full ástæða að horfa fram á við með bjartsýni. Uppgjöf er ekki inni í myndinni en þreyta og depurð einkenna andlega líðan sem ekki er óeðlilegt í vondri stöðu.  Ástandið gæti verið verra og við reynum að nyta vel þau spil sem við höfum í höndunum og tökum einn dag í einu. Áframhaldandi meðferð skal það vera og full barátta. 

 Þakka innilega öll innlitin og kveðjurnar og hlakka til að heyra frá ykkur. Megi þið eiga góða nótt!  InLove


Ekki á allt kosið

Ótrúlegt hve tíminn getur silast áfram en á sama tíma flogið áfram. Kannast einhver við slíka hróplega mótsögnW00t? Á sama tíma og jólin komu, og krakkarnir í jólafrí, snérust öll hjól á ógnarhraða. Stuttur tími til undirbúnings, trréð skreyttt á aðfagnadag, rétt fyrir kl. 20 og hátíðardsteikin snædd kl. 21.30, ,,well done" eins og einhvers staðar segir. Margt gekk upp, við áttum yndislegan tíma saman en óneitanlega lituðu tæknilegir örðugleikar nokkuð dagana og ófáar ferðir farnar niður á LSH til að laga dælur og verkjastilla garminnn. Slíkt er fljótt að gleymast þegar ánægjulegar stundir komu inn á milli.

Það að hafa fengið krakkana í jólafrí bætti í raun alla vanlíðan og  vonbrigði og tíminn leið á ógnarhraða. En á sama tíma silaðiðst hann áfram í vissum skilningi.  Ég komst varla upp stigana innanhúss, átti erfiðara að vera heima vegna verkja og krakkarnir á vöktum yfir þeirri gömlu til að hún færi sér ekki að  voða, einkum á næturnar. Virku dagarnir poppuðu uppð á milli rauðu daganna, fáir aðvísiu en engu að síður drungaalegir. Þeim fylgdu vandamál, þung mál sem þarf að leysa, ég ekki undandskilin öðrum í þeim efnum.  Ekki bætir efnahahagsástandið í landinu ásandið nema síður sé. Það verður töff að leysa þessi mál, úrræði fá og tími naumur. Sem betur fer á ég góða að til að leiðbeina mér en kerfið er þingt í vöfum og drungalgt eins og mér hefur oft verið tíðtætt um. Sjúklingar eiga fá talsmenn, ef þá nokkra. Það þekkja flestir sem hafa veikst alvarlega.

Hlutverk aðstanenda í veikindum sem þessum, vilja gjarnan gleymast, því miður. Það er gríðalega erfitt fyrir þá að horfa upp á náinn aðstandenda í gegnum erfið veikdindi, verki og önnur óþægindi, svo ekki sé minnst á óvissu, efa og kvíða. Geta í raun ekkert gert  í stöðunni annað en að vera til staðar og veitt móralskan stuðning eftir þörfum og reynt að taka ómak af ýmsu tagi af manni. Því eru þó takmörk sett, sumt geta þeir ekki gert og finna því til vanmáttar síns.  Því þurfa þeir oft ekki síður þétt stuðningsnet í kringum sig en sá sem er veikur. Þeirra líðan er oft ekki beysin, hef ég trú á. 

Fraumunda eru samanburðarraggóknircí dag, fór í segulómunina í gær og beonaskann í dag eftr hádeg þannig að það styttist í niðurstöður um árangur á þeirri  meðferð sem ég hef verið á síðustu vikur. Ekki nægjanlegur tími liðinn til að fá marktækar niðurstöður en þó nægjanlegur til að gefa eihhverjar vísbendingar  um stöðu mála.

Ég vil vita hvort við séum að puðra lyfjunum út í loftið eða hvort við erum að ná einhverjum árangri með þessu  brölti.  Vaxandi verkir eru vissulega áhyggjuefni en gætu átt við fleira en vaxandi vöxt meinsins; bjúgur og bólga geta hafa hlaðist upp o.s.frv. Við þessum spurningum fáum við sennilega svör við sem skiptir höfðumáli, ekki síst fyrir krakkana og aðra aðstandendur.  Vonandi ekki lengur en fram að helgi þangað til skal bitið á jaxlinn eins og vant er. Við erum orðinþja´lfuð í biðtím, efa og óvisssu.Það erhægt að verða meistari í flestu

Takk yndislegust fyrir kveðjurnar og innlitið, þið eruð langflottustHeart


Stabilt

Loks virðist eitthvert stablitet komið á verkjastjórnununa í gær og dag. Það hefur löngum þótt erfitt að finna rétta meðferð við verkjum frá taugakerfinu.  Í mínu tilviki er  það sem bévítans meinið sem þrýstir á mænu og taugar og fátt eitt dugar gegn verkjunum þrátt fyrir miklað yfirlegu verkjalyfjasérfræðinga.   Ég veit að menn hafa legið yfir samsetnengu lyfja og farið ýmsar leiðir sem loks virðast vera að skila sér með minnkandi verkjum og þar með meiri getu minni til höndla sjúkdóminn.  Öll orka mín hefur farið í allt að 12-14 klst. verkjaköst, ekkert eftir í aðra baráttu síðustu 2 vikurnar.

Þeir sem hafa sinnt mér í þessari baráttu hafa sýnt ótrúlegt þrek og þol, að menn skyldu ekki gefast  á stundum, skil ég ekki.  Þeir eru hetjur í mínum huga og  hefur stuðningur krakkanna og annarra aðstandenda ekki síður haft sitt að segja og sama bókstaflega fleytt mér upp úr þeim pytti sem ég hef legið föst í. Baráttuþrekið væri uppurið án þeirra, svo mikið er víst.

Ég tel mig sem sé komna upp á þurra syllu þar sem næstu skref verða tekin. Ég held áfram þeirri meðferð sem sett upp og útskriftaáætlun planlögð af skynsemi og í rólegheitunum. Í þetta skiptið liggur minni ekki á, tek þetta í litlu skrefunum. Ég er nefnilega ekki að flýta mér núna, ég er ekki á förum neitt.  Minn tími er ekki kominn.

Næstu dagar fara í að prófa nýju verkjalyfjablönduna og prófa okkur áfram. Ég er full bjartsýni um vel takist enda hafa krakkarnir staðið sig ótrúlega vel, andlega sem tæknilega við ummönnun, lyfjagjafir o.f.

Tek stutt bæjarleyfi yfir nótt og hef deildina í bakhöndindina ef vandamál koma upp. Hef koðnað nóg niður, nú er það einungis uppleiðin

Ég er ykkur, bloggvinum, óendanlega þakklát fyrir innlit og hlýjar kveðjur. Gleðilegt árið öll sömul og kærar þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða.  Wizard

 

 

 


..

Loksins komin í samband.  Það hefur verið á brattann að sækja síðustu daga vegna bévitans verkja og tæknilegra örðuleika.  Hef notið umönnunar frábærs starfsólks, á eiginlega ekki til orð til yfir því hversu vel þetta starfsfólk sinnir sínum störfum á krabbameinslækningadeildinni.  Þrátt fyrir erfiða tíma hef ég átt yndislega kafla með krökkunum og notið jólanna. Leið eins og prímadonnu á aðfangadagskvöld þar sem allt gekk upp, stemningin, ljósin, jólatréð, pakkarnir og umframallt börnin.  eina undantekningin var þó maturinn sem var "over done" sem þrátt fyrir allt bragðaðist vel. 

í dag fékk ég nýja deyfingu sem gekk vonum framan og naut fylgdar frumburðarins í gegnum allt ferlið sem var mér ómetanlegt.  Krakkarnir hafa lagt allt sitt í að fylgja mér hvert einasta skref í meðferðinni, sorgum og sigrum.  Án þeirra hefði ég nú misst baráttuþrekið.  Við skelltum okkur í fjölskylduboð á sunnudag þar sem stórfjölskyldan kom saman og naut ég mín í tætlur og átti góða kafla. 

Á morgun liggur fyrir fjölskyldufundur sem hefur endurtekið verið frestaður vegna ástands míns. Ég á ekki von á að neitt nýtt komi fram á þessum fundi annað en að staðan verði tekin út og framhald næstu daga ákveðið.  Ég er komin upp úr pittinum, krafsa í bleytunni á uppleið og ætla mér að vera komin í þurrt skjól í byrjun nýrs árs.  

Þungum málum mjakast áfram enda nýt ég góðra aðstoðar í þeim efnum.  Þó er ljóst að kerfið blýþungt og mér ekki hliðhollt að öllu leyti. 

En dagurinn í dag var mjög góður og leiðin er bara upp á við! Ég vil þakka fyrir allar kveðjurnar en þær hafa hjálpað mér mikið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband