Laugardagskvöld

Þá er þessi vika liðinn og enn og aftur komið laugardagskvöld. Ég get ekki sagt að þau kvöld séu í uppáhaldi hjá mér, eyði þeim nær undantekningalaust ein með tíkunum. Hef alls ekkert á móti einverunni, þarf á henni að halda af og til og mér líður vel einni þegar því er að skipta. Hins vegar er sjónvarpsdagskráin nær alltaf hörmuleg á öllum stöðvum á laugardagskvöldum. Skiptir þá engu máli hver þeirra er, sjónvarpsefnið er dapurt. Ég eiginlega skil þetta ekki, í eina tíð var dagskráin alltaf fjölbreytt um helgar og bauð upp á afþreyingarefni sem flestir gátu unað við. Nú er öldin önnur, mér virðist sem það afþreyingarefni sem boðið er upp á vera bæði eldgamalt og "annars flokks".

Sú var tíðin sem ég var nánast aldrei heima á laugardagskvöldum, ýmist á helgarvakt eða að skemmta mér. Var dragúldin ef ég þurfti að dúsa heima, öðrum til armæðu. Ósjaldan bitnaði það á móður minni. Ótrúlegt hvað hún hafði mikið langlundargeð í þeim efnum.Whistling

Ég hef ekki verið svo dugleg að horfa á sjónvarp í sumar, hending ef ég horfi á fréttir enda sofna ég oftast í mínum hjartfólgna sófa. Um helgar get ég sofið lengur og vaki því á kvöldin. Þennan daginn þurfti ég auðvitað að sofa út í það endalausa, skreið út seinni partinn í arfann og sóleyjarnar sem eru að drepa allan grasvöxt hjá mér. Er ekki nógu sterk til að rífa illgresið uppAngry

Var ekki nógu vel upplögð til að fara vestur, bév..... verkirnir og hitavella enda með stútfullar kinn- og ennisholur.  Katan fyrir vestan í roki og kulda að harka af sér á Eiríksstaðarhátíðinni. Sú lætur sig hafa það!  Færði mér hins vegar fremur daprar fréttir, svo virðist sem brotist hafi verið inn í Seljaland, af ummerkjum á útidyrahurð að dæma. Það skyldu þó aldrei vera þeir á ferð sem telja sig eiga urmul af tólum og verkfærum þar? Bandit Það verður auðvelt að dæma um það þegar ég fer yfir svæðið.

Ekki það að ég veit að margir fara þarna um til að skoða jörðina sem er ekki tiltökumál en ég er undrandi á því að menn skuli vaða inn fyrir hlið og skoða útihús og hugsanlega inn fyrir dyr, án þess að gera vart við sig. Í öllu falli hefur enginn haft samband við mig vegna jarðarinnar en traffíkin ku vera nokkur. Ég er ekki viss um að áhugasamir kaupendur gætu ruðst inn í garða og hús í þéttbýli til að skoða sig um. Ég er ansi hrædd um að uppi yrðu fótur og fit og menn með pólitíið á hælunum  Police

Haffinn búinn að stunda sitt áhugamál um helgina; veiði! Aflinn rýr en haft gaman af enda flottur með flugustöngina. Tímin bókstaflega flýgur áfram og áður en maður veit af, er hann floginn út.

Ekkert annað að gera en að hátta snemma, fáir heima til að hringja í og spjalla sem er auðvitað uppáhaldsiðjan mín á kvöldin. Auðvitað notar fólk helgar og góða veðrið til að ferðast um og viðra sig. Það er annað ég ég......................  Dauðsé eftir því að hafa ekki hleypt í mig hörku í morgunn, grrrrrrrrr....................................

 

Nýr dagur á morgunn, sem betur fer, þessi kemur aldrei afturTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála þér með sjónvarpsefnið, það er yfirleitt mjög lélegt um helgar. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að allir séu úti á djamminu eða í sumarbústöðum og það taki því ekki að bjóða upp á eitthvað gott! 

Fann bloggið þitt í gærkvöldi og las líka gamla bloggið þitt. Rosalega er mikið lagt á sumt fólk, segi nú ekki annað. Sendi þér allar mínar bestu baráttukveðjur. Þú segist ekki vera hetja en í mínum augum ertu það, ég dáist virkilega mikið að þér! Kærar kveðjur af Skaganum!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.7.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hjartans þakkir fyrir kveðjurnar Guðríður.  Gaman að "heyra" frá Skagamanni

Það er mikið til í þessu með sjónvarpsefnið, forráðamenn stöðvanna ganga út frá því vísu að enginn sé heima fyrr en á sunnudagskvöldi enda skánar dagskráin þá.

Bkv. Guðrún Jóna

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 23:23

3 identicon

Gaman, við heitum næstum sama :)

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband