Einar Oddur látinn

Mér var all brugðið að lesa Fréttablaðið í morgun en þar kom fram á forsíðunni að hann hefði orðið bráðkvaddur í fjallgöngu á Kaldbak á Vestfjörðum. Þvílíkur sjónarsviptir fyrir fjölskyldu og okkur öll, ekki síst í Norðvestukjördæmi.  Einar Oddur var maður sem þorði að segja sínar skoðanir umbúðalaust. Hann var ekki fyrir rósamál og umbúðir, hreinskiptinn og það gustaði af honum. Kynntist honum persónulega og líkaði vel við hann. Við vorum ekki alltaf sammála en það var líka allt í lagi, hann virti skoðanir annarra.

Einar Oddur lét verkin tala, hamhleypa og hafði ég þá tilfinningu að hann lifði lífinu hratt. Hann fór snöggt að sama skapi.  Hugur minn og samúð er hjá eiginkonu, börnum og afkomendum þeirra. Tíminn framundan er erfiðari en orð fá lýst.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1280237

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband