Urr

Er hálfpartinn fúl þessa dagana. Fór í tékk hjá bæklunarlækninum í gær. Hann var hress að vanda, það vantaði ekki upp á það. Fréttirnar sem hann færði mér voru hins vegar ekki þær sem ég hefði viljað fá. Brotið sem sé ekki gróið enn, óvinnufær að hans mati, endurmeta stöðuna um miðjan ágúst, takk fyrir! Hnjáliðurinn ,,skrollandi" laus, liðböndin ekki að virka þannig að doktorinn pantaði nýja spelku, í þetta skiptið til frambúðar skilst mér. Útséð með pils og stuttbuxur í sumar. Gvöð hvað ég verð lekker.W00t

Öllum neikvæðum fréttum fylgja þó einhverjar jákvæðar; ég má halda áfram að stíga í fót upp að sársaukamörkum og hreyfa mig eins og ég get. Geri það óspart þó ég sé kjagandi eins og hölt gæs. Grrrrrrrr! Verð að viðurkenna að þetta er ekki óskastaða og ég læt hana pirra mig, um stundarsakir alla vega.

Fékk reyndar skammir fyrir að vera ekki nógu dugleg við að þjálfa upp vöðvana og gera styrktaræfingar. Tek því og reyni að bæta mig í þeim efnum enda minn akkur að koma þeim í lag.

Þetta er auðvitað ekki það versta sem getur komið fyrir mann en fjandi er þetta lýjandi og hamlandi. Ég horfi á eftir öllum gangandi vegfarendum með öfundarglampa í augum; finnst allt göngulag fallegt nema eigið. Hvenær skyldi ég komast í göngutúr með tíkurnar? Urr hvað ég er svekkt.

Gardínurnar fínu reynast í öllu falli dýrkeyptar í öllum skilningi þess orðs enda nýt ég þeirra ekki sem skyldi. Kæmi mér ekki á óvart þó ég skipti þeim út einhvern daginn.

Pollýönnuleikurinn er ekki að virka í dag, veit að ég lít öðru vísi á málin á morgun. Er það ekki svo með mannfólkið að það aðlagast öllu?  Einungis spurning um tíma. Ætla rétt að vona að ég fái að velja lit á framtíðarspelkunni og helst annað útlit. Þyrfti að fá mér hækjur í lit í stíl.

Fegin að gærdagurinn er liðinn og þessi að kvöldi kominn. Lét iðnaðarmann plata mig ofan í allt annað sem ekki bætti úr skák. Ég er ekki hægt og bláeygð að vanda. Rosalega geta menn verið frakkir segi ég eftir þá reynslu. Tímakaup margra iðnaðarmanna er alla vega hærra en tímakaup lækna og lögfræðinga. Hvað skyldi pípari kosta á tíman?

Morgundagurinn verður betri, hef ég trú á. Það er ekki gott að vera lengi í fýlu, ætla að læra af reynslunni Tounge

dansandi á hækjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj ekki var það nógu gott. Vonandi verðurðu hressari á morgun, sko þá búin að sofa á þessu og allt lítur auðvitað betur út næsta dag.

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Leitt að heyra þetta.  Þetta hefur svo sannarlega verið slæmt brot.  Þú lætur einhverja aðra um að skipta um gardínurnar....ekki reyna það sjálf

Sigrún Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

spelka og hækjur í stíl engin spurning

Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Katrín

Elskan mín, spelkur og stutt pils er baaarrraaa flott

Þú heldur fætinum og lífinu og þá skiptir ein spelka til eða frá engu máli

Katrín, 27.6.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mundu nú að glasið er alltaf hálf fullt, ekki hálf tómt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.6.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

kvitt. kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.6.2008 kl. 17:42

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Slæmt ástand í bili, en lagast allt saman, e-haggi?

Sniðugt þetta með hálffulla glasið hjá Þorsteini.

Þröstur Unnar, 27.6.2008 kl. 19:33

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Auðvitað lagast þetta, búin að sofa fýluna úr mér og búin að ráðast í ný verkefni. Frábært comment hjá þér Þorstein með glasið, auðvitað er það alltaf hálf fullt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband