Orðlaus!

Hvernig má það vera að eigendur hrossa skilja þau eftir fóðurlaus í girðingum? Í öllum veðrum, etv. með lítið eða ekkert skjól og enga beit. Hvað er að? Hvar eru stjórnvöld og eftirlitið??  

Sjálf hef ég þurft að láta hross mín ganga úti og tók út fyrir það. Við Katan sváfum ekki heilu næturnar fyrst eftir að hrossin okkar gengu úti og voru þau þó í besta atlæti, fengu nóg að éta, feit og sælleg. Amaði ekkert að þeim, við mægðurnar hins vegar ómögulegar að vita af hrossunum okkar út. Tepruskapur í okkur, vildum helst hafa hrossin inni hjá okkur, ef við hefðum fengið að ráða. Barnaskapur auðvitað enda ,,þroskuðumst" við fljótlega.

Það eru til reglugerðir og dýraverndunarlög sem eiga að fyrirbyggja slæma meðferð á hrossum og öðrum dýrum. Það virðist hins vegar standa á eftirfylgninni, á stundum. Ég hef vitað til þess að sauðfé hafi verið komið að niðurlotum af hor, hross vanrækt úti, vannærð og hrakin og hundar lokaðir inni svo vikum og mánuðum saman. Þó allir viti af illri meðferð dýra, eru menn ótrúlega ragir við að tilkynna slíkt til yfirvalda. Eru hræddir við nágrannan, óttast afleiðingarnar, vorkenna aumingja bóndanum sem vinnur svo mikið, er svo fátækur og þannig má endalaust halda áfram.  Meira hugsað um viðbrögð mannskepnunnar en dýranna. Ég hef einnig vitað til þess að viðeigandi stjórnvöld hafi ekki tekið á málum, gefið eigendum dýra endalausa sjénsa. Finnst erfitt að ganga hart að viðkomandi, finnst of mikil fyrirhöfn að standa í brasi og þurfa að sækja og hýsa dýrin, óttast að missa pólitísk áhrif vegna óvinsælla aðgerða o.sfrv. Ég er ansi hrædd um að margur dýralæknirinn þurfi að streða við þar til bær stjórnvöld, oftar en almenningur gerir sér grein fyrir, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem minni líkur eru á að svona ill meðferð á skepnum líðist.

Urr, ég get hreinlega misst mig við tilhugsunina, hvað þá umræðuna. Þetta er hrikalegt. Viðurlög þurfa að vera strangari, bæði gagvart eigendum sem haga sér svona og því stjórnvaldi sem ber að taka á illri meðferð dýra.

hrakinn hestur

 

 

 

 

 

 (mynd tekin af mbl.is)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sumar skepnur eiga ekki að hafa umráðarétt yfir dýrum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 00:34

2 identicon

Ég má ekki hugsa um þetta því þá verð ég svo reið. 

Knús til þín

Maddý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég verð líka reið þegar ég hugsa um þetta. Þetta er flott færsla hjá þér um þessi mál.

vona að þú hafir það ágætt. kveðja,

Sigrún Óskars, 5.2.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sammála Þorsteinn, skepnur er eiginlega réttnefni. Ég næ ekki upp í nefið á mér, ég verð svo reið. Þvílík meðferð.

Takk fyrir commentið Sigrún, virðist versna fremur en hitt ef marka má nóttina. 'Eg einfaldlega skil þetta ekki. Búin að leggja inn beiðni um tíma hjá meltingasérf. Verð víst að beygja mig og gera eitthvað í þessi. Er eins og draugur alla daga, óttalegt volæði, nenni þessu ekki

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:43

5 identicon

Fékkstu ekki e-mail frá mér í morgun?

Maddý (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:12

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef trú á að þú hafir þessa eftirkasta flensu undir Guðrún, spurning um smá tíma.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Var að svara Maddý, sorry hvað ég fór seint í póstinn. Svaf af mér kvöldið eftir strembinn dag

Gef þessu tíma Þorsteinn, orðin pínu leið á þessu

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: halkatla

það er villimannslegt að hugsa ekki um vel um dýr og verra þegar yfirvöld láta fólk komast upp með það

halkatla, 6.2.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband