Könnun

Mikill tími fer í akstur hjá mér daglega á virkum dögum. Keyri stundum allt að 200 km. á dag og til að drepa tíman hlusta ég á útvarpið. Reyndar einu skiptin sem ég hlusta á útvarp. Útvarp Saga er oft sú stöð sem ég hlusta á enda hálpirrandi garg á hinum stöðvunum, að mínu mati. Á Sögu er mikið um innhringingar og verður að viðurkennast eins og er að sama fólkið hringir gjarnana aftur og aftur, sumir hella úr skálum reiði sinnar, aðrir eru málefnalegir eins og gengur.

Finnst reyndar ekki alltaf gaman að hlusta á þvaðrið í sumum en margt er ágætt á stöðinni. Í morgun voru lesnar upp niðurstöður könnunar sem hægt var að taka þátt í á heimasíðu Sögu. Spurt var um þann stjórnmálaflokk sem þátttakendur myndu kjósa í dag. Niðurstöður athyglisverðar, tæp 2000 manns svöruðu. Sjálfstæðismenn trjónuðu á toppnum með 25%, Samfylkingin með 24,6%, VG með 21%, Frjálslyndir með 20,4%, Framsóknarflokkurinn með 6,5% og Íslandshreyfingin með 0,9%, ef ég man rétt. Það sem mér þótti athyglisvert er að ríkisstjórnarflokkarnir skyldu ekki fá meira vægi og eins það að Frjálslyndir eru á hælunum á VG, hverfandi munur þar á. Mér kom vægi framsóknarmanna ekki á óvart, fengu þó 6,8% en eiga ansi langt í land miðað við þessar tölur. 

Ekki skal ég dæma um marktækni hér, hef engar forsendur til þess. Engu að síður fannst mér þessar niðurstöður athyglisverðar. Enginn fjölmiðill hrópar núna upp "rasismi", sú umræða virðist hafa fjarað út daginn eftir síðustu alþingiskosningar.Whistling

Í öllu falli ættu Frjálslyndir að vera sáttir við þessa niðurstöður.  Hve lengi skyldi núverandi ríkisstjórn halda velli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband