Í sól og sumaryl

Er komin út í sól og sumaryl skv. læknisráði. Við Katan flugum út sl. miðvikudag og komust á áfangastað heilar á höldnu eftir 10 tíma ferðalag með öllu. Ég verð að viðurkenna að frúin var ansi þrekuð þegar þangað var komin en er öll að koma til. Hafsteinn lauk prófum á þriðjudag og kom á svæðið á fimmtudagsmörgun eftir langt nætuferðalag.

Höfum það mjög rólegt og notarlegt, erum staðráðin í því að hafa það þannig.  Áreitið nánast ekkert ef undanskyldnar eru byggingaframkvæmdir í umhverfinu. Get varla sagt að ég hafi kveikt á tölvu fyrr en nú og þá rétt til að kíkja á fréttir.

Það er eins og við manninn mælt að þegar ég er komin í hitan, snarminnka öll hvimleið einkenni og vanlíðan. Er óneitanlega betri af verkjum.  Við stefnum að því að njóta hverrar mínútu í rólegheitum, engar skoðunarferðir eða annað brölt fyrirhugað. Hef svo sem ekki verið neinn sérstakur félagsskapur fyrir krakkana, sérstaklega á kvöldin en þarf að ýta krökkunum út á næturlífið. Sumarið fór fyrir lítið þegar kom að áætlunum og samverustundum þannig að nú verður það bætt upp áður en skólinn hefst hjá þeim á fullu.

Hitti minn lækni sl. þriðjudag sem var ekki of kátur með ástandið. Mig undrar það svo sem ekki eftir allt sem á undan er gengið. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki tvítug lengur þannig að það tekur tíma að jafna sig eftir sýkingar o.þ.h. Hef alla trú á því að ég muni koma til á næstu dögum. Fer síðan í tékk aftur eftir heimkomu og vonandi í framhaldi af því; í vinnu!

Sem sagt; rólegt á vígstöðvunum, en áhyggjufull yfir innbrotahrinu í Seljahverfinu. Vona að við sleppum, ekki það að það sé mikið af verðmætum hlutum á heimilinu en nóg af persónulegum eigum sem maður heldur upp á. Kötturin varla mikill ,,varðhundur" í sér en sem betur fer er hússins gætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá hvað ég samgleðst þér að vera komin út í hitann. Njóttu þín í botn Guðrún með "börnunum".

Þú ert kraftakona að drífa þig, ég er stolt af þér. Þú átt það svo sannarlega skilið að hafa það betra en í sumar.

Sigrún Óskars, 30.8.2008 kl. 09:12

2 identicon

Frábært hjá þér Guðrún mín !!!

Megir þú njóta tímans vel með krökkunum og byggja upp meiri orku, Þú átt það svo sannarlega inni

Hafðu það sem allra allra best og njóttu hverrar mínútu með þeim.

Sigþóra (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gott hjá þér.   

Anna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Hafðu það gott í sólinni.

Aðalsteinn Baldursson, 30.8.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að þú njótir þín í fríinu og samverunnar með börnunum

Sigrún Jónsdóttir, 30.8.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njóttu sólarinnar gæskan....bið að heilsa Kötu litlu

Hólmdís Hjartardóttir, 30.8.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:06

8 Smámynd: Ragnheiður

Frábært hjá þér að komast út í hitann..hafðu það gott.

Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Katrín

Njóttu sólar og barna systir góð.  Dreymdi þig í nótt..þú varst komin með erlent ríkisfang. Þú ættir að skoða með vinnu á t.d. Kanarí, ég er viss um að Íslendingarnar sem þar eru allan veturinn yrðu ánægðir

Kveðjur til Haffa og nöfnu 

Katrín, 31.8.2008 kl. 10:16

10 identicon

Hæ, var bara að kíkja eftir fréttum af ykkur.  Samgleðst ykkur að vera þarna úti.  Knús á liðið. kveðja Mary

Mary (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband