Aldrei komst ég vestur

Það kom mér svo sem ekkert á óvart en vestur í Norðurárdalinn og Bifröst náði ég aldrei.  Ekki nýtt hjá frúnni að áætlanir standist ekki.

Var að versla mér námsbækurnar  í Bóksölu Stúdenta um kaffileitið mánudaginn þegar ósköðin dundu yfir. Hrikalegir kviðverkir með tilheyrandi, rétt náði að skríða inn í bíl, stynjandi og emjandi eins og fýisbelgur. Snéri mér hundrað sinnum við í sætinu til að finna ,,réttu stellinguna" og minnka verkina,færði það fram og aftur, rauk út bílnum og ég veit ekki hvað og hvað. Gafst upp eftir tæpan hálftíma, þá farið að gruna hvers kyns væri og hringdi í margumtalaða neyðarnúmer 112. Sjúkrabíll kominn á nóinu og mín upp á börur, stynandi ennþá meira og másandi. Lítt samvinnuþýð, gat hreinlega ekki lagst út af þannig að eitthvað hef ég reynst mönnum erfið, ekki í fyrsta sinnið.Whistling Katan var fljótari úr Seljahverfinu niður á Hringbraut en sú gamla frá Háskólanum.

Til að gera langa sögu stutta, fékk ég sem sé gat á görnina eins og margur kynni að segja eða blæðandi magasár. Fyrri kenning mín um maga- eða gall vesen reyndist sem sé rétt. Eftir ótal marga klukkutíma, bið og flöskuhálsa var mér tryllað inn á skurðstofu og í aðgerð. Var skelfingu lostin yfir því að þurfa í svæfingu, vitandi að það gæti verið erfitt að venja mig af öndunarvélinni.  En allt gekk upp, magasárinu lokað, kviðarholið skolað og vel tókst að vekja frúnna og ýta henni í gang. Komin náttúrega með bullandi lífhimnubólgu með tilheyrandi. 

Ég sannfærðist endanlega um það að flaggskip LSH sé skurstofu- og svæfingateymi spítalans. Móttökur, vinnubrögð, viðmót og meðferð ólýsanleg og fagleg.  Ýmsum öðrum þáttum verulega ábótavant í þjónustunni, eins og ég hef áður tjáð mig um meira um það síðar. Tel mig vita meira nú.

Var að skríða heim, allir gangar á legudeildum stútfullir, rúm í öllum skotum þannig að ég tók tækifæri til útskriftar í dag fegins hendi. Á minni deild hófst daglegur stofugangur ævinlega með sama söngnum sem allir kyrjuðu í kór; ,,getur þú farið heim, getur þú útskrifast, okkur vantar rúm". Rímlaus kveðskapur, á eftir að stúdera bragahætti nánar. Það mætti jafnvel rappa þetta svolítið, einhæft eins og það er núna og bragðdauft!

Góðu fréttirnar eru þær að nú liggur fyrir skýring á öllum verkjunum, bæði magasárið og síðan önnur vandamál sem hefði átt að vera búið að greina og meðhöndla fyrr. Ekki liggur allt endanlega fyrir og ýmislegt hefði mátt afgreiða á meðan dvöl minni stóð. Fékk þó konsult frá færum sérfræðing í verkjameðferð sem mun annast mig á næstu vikum og mánuðum. Suma verkina kem ég seint og illa til með að losna við, jafnvel aldrei enda miklar taugaskemmdir eftir lungnaskurðinn. Ég get þó verið viss um að unnið verði áfram með þau mál, þau eru komin í ákveðinn farveg sem er mikill léttir. Lét meira að segja mig hafa það að láta deyfa mig á ótal stöðum við rifjabogan sem var svo sem ,,helv...." út af fyrir sig en ég færi út á gras að bíta ef það er talið draga úr verkjunum þannig að mín fór í gegnum þetta, gáttuð af eigin kjarkiW00t

Er kannski ekki í fantaformi til að vera heima og býsna verkjuð ennþá en ákaflega glöð með heimkomuna.  Finnst hún vera þess virði. Joyful

Það verður enginn brekkusöngur hjá minni þessa þjóðhátíðina, átti pantað far í dag og til baka á morgun.  Það góða við þau vonbrigði er að ég veit að þjóðhátíðin verður á sínum stað að ári liðnu, maginn kominn í samt lag þannig að ég geti jafnvel leyft mér þann munað að fá mér einn bjór eða svo. Krakkarnir fengu ekki tækifæri til að hætta við þjóðhátíðina, skárra væri það nú þannig að ég linnti ekki látum fyrr en þau drifu sig. Eru búin að tékka vel á þeirri gömlu síðan og allt gengið upp.

Nú er það minn heittelskaði sófi, hef þráð hann alla vikuna.  ,,Here I come" loksins!Heart

Meira síðar ..........Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Leiðinlegt að heyra að þetta þurfti að ganga svona langt, kæmi bara gat. En vonandi gengur bataferlið vel og vona líka að verkjadeyfingin virki vel.

Gott að það var tekið vel á móti þér á skurðstofunni (minn vinnustaður), og bara frábært ef þú gætir sagt hvað betur má fara í okkar vinnubrögðum. Gagnrýni (rýni til gagns) frá fagmanneskju eins og þér er vel þegin.

Bata-kveðjur til þín í sófann.

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elsku kerlingin......þú ert ekki venjuleg. Gangi þér vel og góðar batakveðjur.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 18:10

3 identicon

Elsku kellingin mín !!!

Það á ekki af þér að ganga. Gott samt að þú sért þetta hress þrátt fyrir allt. Farðu vel með Guðrún mín og hafðu það gott

Sigþóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og "svarið" kom náttúrulega með hvelli hjá þér Guðrún mín.  Hrikalegt að þurfa að ganga í gegnum allar þessar kvalir eftir skoðanir og tékk undanfarna mánuði.

Góðan bata og hafðu það gott

Sigrún Jónsdóttir, 3.8.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Þrátt fyrir allt er þó gott að heyra að vel hafi gengið. Nú er bara um að gera að TAKA ÞVÍ RÓLEGA þannig að þú náir bata sem fyrst. Hvað brekkusönginn varðar þá skal ég syngja eitt lag fyrir þig á eftir og kannski fá mér einn sopa með, bara fyrir þig.

Aðalsteinn Baldursson, 3.8.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Ragnheiður

Ansans...það á ekki af þér að ganga Guðrún. Vonandi lýkur veikindasyrpunni hér og nú.

Góðan bata

Ragnheiður , 4.8.2008 kl. 21:33

7 identicon

Segi eins og kerlingin.  Ég á ekki ord í setningu.

Kvedja úr Hofninni.

I.

Ingibjorg (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband