Þoka, ófærð og væll!

Búið að vera einkennilegt veður um helgina. Lítið fór fyrir þeirri hitabylgju sem veðurfræðingar kepptust um að spá fyrir um, alla vega í höfðuborginni. Svartaþoka bróðurpartinn snemma í morgun, sólarglenna tvisvar og aftur þoka á milli.  Varð aldrei almennilega hlýtt heldur.

Katan veðurteppt úti í Eyjum. Einkennileg lögmál og viðskiptahættir virðast gilda hjá Flugfélagi Vestmannaeyja. Hún lenti í 2 rúmlega tíma seinkun á föstudag og virtist sem sumir væru teknir fram fyrir aðra sem áttu bókað flug á tilteknum tímum. Það sama gerðist í dag, loks þegar hægt var að fljúga og orðið fært vegna þokunnar. Þá gilti lögmálið; ,,fyrstur kemur, fyrstur fær" þannig að þeir sem mættu skv. álætlun og í samráði við starfsmenn flugfélagsins voru settir aftur fyrir þá sem bókaðir voru síðar, jafnvel seint í kvöld.  Þegar spurðir, var fátt um svör hjá starfsmönnum, vildu meina að flugturninn bannaði allt flug á meðan Flugfélag Íslands væri að fljúga, menn mættu ekki á tilsettum tíma sem gerði þeim erfitt fyrir. Get skilið þau rök en ekki af hverju Katan komst ekki með neinni vél áður en lokaðist fyrir flugið aftur. Hún mætti á tilsettum tíma og beið og beið, án árangurs. Farþegar sem áttu bókað far mun seinna en hún, komust á leiðarenda. Ég er hrædd um að eitthvað yrði sagt ef Flugfélag Íslands hagaði sér svona gangvart farþegum sínum. Ekki orð um þennan vandræðagang og erfiðleika með flug á milli lands og Eyja í fjölmiðlum, einungis fréttir af þungri umferð í átt að höfuðborginni.

Það er ekkert smá mál að lenda í slíkum uppákomum. Fólk þarf að keyra rúma 2 klst. vegalengd frá Bakka til að komast í bæinn. Engin aðstaða á flugvöllunum á Bakka og í Eyjum til að  bíða til lengri tíma. Felstir þurfa að mæta í vinnu o.s.frv. Hafsteinn komst með Flugfélagi Íslands í dag eftir seinkun enda vissulega ófært fyrir partinn en hann komst á leiðrarenda og á sína vakt.  Þau lögmál sem giltu hjá Flugfélagi Vestmannaeyja eru í öllu falli í mótsögn við hefðbundin markaðslögmál. Er hrædd um að margt athugavert kæmi í ljós ef þau mál væru skoðuð nánar af réttum aðilum. Meira um það síðar.

Katan kemst vonandi í fyrramálið, vonandi hefur þokunni létt eitthvað þá enda vinna seinni partinn. Þekki það þó frá fyrri tíð að þokan getur hangið yfir Eyjunum dögum saman líkt og hattur. Ef það gerist er ekkert annað í stöðunni en að huga að Herjólfi, bílinn verðum við á nálgast á Bakka við fyrsta tækifæri. Tökum á því ef og þegar að því kemur. 

Hvað sem öllum vandræðagangi líður, skemmtu krakkarnir sér vel á Goslokahátíðinni og auðvitað er það aðalatriðið. Til þess var leikurinn gerður.

Hér var lítið aðhafst um helgina, það viðraði ekki til sólbaða þannig að ég greip bók á milli þess sem ég hreiðraði um mig í sófanum. Gamalkunnugt maga- og/eða gallvesen að búið að gera vart við sig undanfarna viku til tíu daga þannig að ég hef verið óvíg að miklu leyti, ofan á annað. Dormað því mikið á milli verkjakasta. Mínir sérfræðingar í sumarfríi þannig að það er ekkert annað að gera en að harka af sér og þreyja þorran. Viðurkenni að ég er orðin býsna þreytt á þessum eilífu uppákomum, finnst lífsgæðin ekki beint til að hrópa húrra fyrir. Fátt slær á bév... verkina, get ekkert annað gert en að bíta á jaxlinn í þeirri von að ástandið gangi yfir. Sama fjörið byrjað og í vetur, erfitt að borða, lystarlaus og verkjuð þegar ég læt eitthvað ofan í mig. Hef löngum haft þá trú að þessar uppákomur tengist gallsteinum en þeir aldrei verið sannaðir á mig. Ekki ólíklegt að magasárið hafi tekið sig upp aftur miðað við einkennin en auðvitað veit ég það ekki. Ekki hafa fundist merki um meinvörp þannig að ég er svo sem ekkert að stressa mig á því, mér leiðast hins vegar eilíft vesen. Aukakílóin fjúka án fyrirhafnar.

Hefði átt að mæta í tékk hjá Sigga Bö á þriðjudag en tíminn frestast til 22. júli vegna sumarfría. Er reyndar að reyna að væla mig inn á tíma hjá honum þann 15.  sem ég vona að gangi. Það er ekki nóg að lifa fjandans krabban af, heilsan verður að vera skítsæmileg þannig að maður njóti þá þess lífs sem manni er ætlað. Það er ansi fátt sem maður getur aðhafst eins og staðan hefur verið.  Hef því verið býsna pirruð og leið. Eilíft bras og barlómur. 

Heilbrigðiskerifið þvílíkur frumskógur að mér dettur ekki einu sinni í hug að væla í heimilislækni eða labba mér inn á einhverja vaktina. Mér verður hvort eð er vísað á minn sérfræðing. Þannig hefur það alltaf verið. Ég nenni ekki að ergja mig á því að fara rúntinn enn og aftur, vitandi hvað kemur út úr því.

Fer því að sofa með það hugarfar að ástandið hljóti að verða eilíitið skárra á morgun og með hverjum deginum styttist í tékkið. Þá verður tekið á málum. Það verður flott að fá Kötuna heim á morgun, ætla mér að pína þau systkin svolítið á næstu dögum. Mörg aðkallandi verkefni þannig að ég reyni að fá þau til að hjálpa mér á milli vakta. Ekki mikið svigrúm, Hafsteinn að vinna meira og minna tvöfalt og þau bæði í vaktavinnu en það munar um hvert hænuskrefið. Verð að gæta mín á því að vera ekki of aðgangshörð við þauHeart
Stefni á að reyna að komast með krökkunum í sól og sumaryl áður en þau byrja í skólanum. Hef verið að skoða ferðir og aldrei slíku vant eru laus sæti hingað og þangað en rosalega hækka ferðaskrifstofurnar ferðirnar vegna hækkunar á eldsneyti og gengisfellingu krónunnar. Í einni ferð nam hækkunin um 70 þús krónur m.v. 2 farþega vegna þessa. Algjörlega út í Hróa miðað við raunverulegar hækkanir. Þarf að skoða þetta betur, hrikalegar hækkanir og ótrúverðugar skýringar.

Þangað til læt ég mig dreyma um strönd, sól, hita og verkjaleysi. Svo ekki sé minnst á kaldan bjór og Pina Colada án þess að fárveikjast.

Ekki fer ég að leggjast nður og láta 

erfiðleikana troða mig undir fótum.

(Ellen Glascow) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús á þig elsku ljúfust og bestu kveðjur inn í nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á þig Guðrún mín

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband