Borgarmálin

Mikið skelfing er mér farið að leiðast umfjöllunin um borgarmálin. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað, fer á netið eða hlustar á fréttir, alltaf er umjföllun um borgarstjóra og/eða nýja borgarstjórnarmeirihlutan. Síðustu dagana er ekki rætt um annað en ráðningu Jakobs Frímannssonar. 

Það vill svo til að ég hef ekki nokkra einustu trú á þessum meirihluta og tel borgarstjóran of ,,brothættan" í þessu samstarfi. Fannst aðdragandinn ekki til þess að auka hróður hans né heldur Sjálfstæðismanna. Hins vegar er þetta meirihlutasamstarf staðreynd og menn verða að fara að skapa einhvern frið í borginni. Mér leiðist Stuðmaðurinn en ég get ekki gagnrýnt störf hans því ég þekki þau ekki. Það sama gildir með borgarstjóran, ég þekki hans störf ekkert en mér finnst hann ekki koma nógu vel fyrir, alltaf í varnarstöðu sem er kannski ekki óeðlilegt en kemur mér spánskt fyrir sjónir. Menn verða að hafa breitt bak í pókitíkinni en hins vegar fær maðurinn ansi harkalega meðferð. Þó þetta sé mín skoðun dugar hún ekki til þess að  ég flauti manninn algjörlega út af borðum og hlaupi á eftir dómum annarra. Ég vil fá að dæma menn sjálf á eigin forsendum og reynslu, ekki annarra. 

Ekki get ég sagt að mér hugnist þessi ráðning Stuðmannsins en hafa verður í huga að það hefur ævinlega tíðkast að pólitíkusar ráði til sín þá einstaklinga sem þeir treysta best til að koma þeirra málum í gegn. Pólitíkusar hafa ekki tök á því að sinna skyldum sínum og vinna sínum málum brautargengi á sama tíma, til þess vantar fleiri klukkutíma í sólahringinn. Á margan hátt er þetta fyrirkomulag skiljanlegt, ekki síst ef að koma á tilteknum verkefnum í verk á afmörkuðum tíma.

Strangt til tekið er ekkert athugavert við þessa ráðningu, það er ekki nauðsynlegt að auglýsa tímabundið starf sem hugsað er til skemmri tíma en 1 ár. Borgarstjóranum virðist heldur ekki veita af því að fá allan þann stuðning sem hægt er þennan tíma sem hann á eftir að sitja í borgarstjórastólnum. Baklandið er fámennt. Fordæmi eru fyrir stöðu Stuðmannsins.  Margur forrennari hans sem og ráðherrar og aðrir ráðamenn hafa stundað álíka mannaráðningar í gegnum tíðina sem oft hafa kallað á viðbrögð en mér finnst keyra um þverbak núna.

Mér segir svo hugur að það skipti ekki máli hvað borgarstjórinn og meirihlutinn munu segja og gera, allt verður tekið til umfjöllunnar og það á neikvæðu nótunum, ýmist með réttu eða ekki. Fjölmiðlar hafa sýnt að þeir eru þriðja valdið í þjóðfélaginu sem hefur bæði kosti og galla. Spurning um lýðræði í þeirra vinnubrögðum þar sem sumum er hampað og öðrum ekki.

Menn verða að gæta sín þegar kemur að gagnrýni á pólitíska andstæðinga, hún þarf að vera málefnaleg og laus við skítkast og persónuníð. Ég er innilega sammála stórum hluta þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram á hinn nýja meirihluta borgarstjórnar en mér líki ekki framsetning hennar oft á tíðum. 

Þeir sem verða undir í pólitíkinni verða auðvitað sárir og svekktir, það sjáum við best hér í borginni.  Það sama er uppi á teningnum í Bolungarvík þar sem meirihlutasamstarf slitnaði fyrir nokkru, nýr meirhluti myndaður og annar bæjarstjóri ráðinn. Eðlilega bregðast menn við undir slíkum kringumstæðum en fyrr má nú rota en dauðrota. Af viðbröðgum sumra mætti halda að slík uppákoma sé sú fyrsta í sögunni, svo mikil er dramatíkin. Reynslan sýnir það hins vegar að dramatík, skítkast og níð skilar sér ekki með auknum fjölda atkvæða í næstu kosningum.

Mér finnst alla vega komið nóg af þeirri umfjöllun sem dynur yfir manni nótt og dag í fjölmiðlum, kalla eftir málefnalegri gagnrýni og eftirfylgni á störfum borgarstjórnar. Það eru 2 ár eftir af kjörtímabilinu og ef að umjföllunin verður óbreytt allan þann tíma er hægt að ganga að því vísu að borgarbúar sitji heima í næstu sveitarstjórnarkosningum og láti ekki sjá sig á kjörstað. 

Rakst á frábæran pistil hjá Þorsteini bloggvini mínum í kvöld sem segir allt sem þarf að segja um  mannorðsmorðingja. Set slóðina hér inn og hvet alla til að lesa hann yfir. Vona að hann fyrirgefi mér framhleypni mína en ég stenst ekki mátið. 

http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/534386/#comment1369648 

 

 


mbl.is Segir aðstoðarmann borgarstjóra biðjast vægðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Farsinn endalausi. Borgarstjóri stendur einn, von að fái til sín stuðningsmann. Í næstu kosningum hlýtur að grisjast vel úr þessu liði. Góða helgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.5.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Guðrún mín og pistill Þorsteins líka.

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Góður pistill, Guðrún.

Sigrún Óskars, 10.5.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góður pistill Guðrún, er þér sammála.

Bloggið mitt er opið fyrir alla Guðrún og öllum heimilt að vísa á það að vild.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 09:07

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála  . kv .

Georg Eiður Arnarson, 11.5.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl fín grein hjá þér og hverju orði sannara það sem þú segir. Ég hef nú verið að láta þetta fara pínu í taugarnar á mér og mér finnst ekkert skrýtið þó borgarstjórinn sé í vörn þar sem all oft er verið að fjalla um hluti á neikvæðum nótum og í ásökunartóni. Hann leggur mikið upp úr heiðarleika og virðist viðkvæmur fyrir ásökunum um annað.  Ráðning stuðmannsins er stormur í vatnsglasi og hefur komið fram hjá honum að fleiri hafi verið til skoðunar og staðan ekki búin til handa honum. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.5.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband