Næsta skref

Tímamót framundan á morgun. Fæ úr því skorið hvort brotin séu að gróa eðlilega og óhætt verið að fjarlægja gipsið og fara hreyfa hnéð hjá sjúkraþjálfara. Ekki laust við tilhlökkun á bænum sem þó er kvíðablandin. Er ekki vön að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig. Hvað skyldi koma upp næst  LoL

Geri mér ekki grein fyrir stöðunni, safna gríðalegum bjúg á fótinn þegar ég sit við tölvuna og vinn mína vinnu sem rennur ekki af fætinum yfir nóttina þannig að ég hef þurft að stytta viðveruna við viðhaldið mitt upp á síðkastið. Bjúgurinn tefur allt ferli gróanda þannig að ég verð að reyna að draga úr honum. Er ekkert óskaplega verkjuð í fætinum, veit aðeins af hnénu, sérstaklega á næturnar þannig að það er ekkert nein ákveðin vísbending um að ferlið sé ekki eðlilegt.  

Ákvað það strax eftir brotið að ég skyldi halda mínu striki eins og ég gæti varðandi mína vinnu, hausinn í lagi og hendurnar þannig að mér fannst eðilegt að gera eins mikið og ég gæti. Hef þó ekki verið á fullum dampi, eiginlega langt frá því. Sem betur fer hef ég mætt miklum skilning vegna þessa frá flestum en þó ekki öllum. Sumir eru frekar pirraðir út í mig, finnst hlutirnir ekki í nógu góðum farvegi og að ég standa mig illa.  Tek það svolíitið nærri mér, ég verð að viðurkenna það. Kannski hefði verið hreinlegra að fá afleysingu fyrir mig. Það hefði engu að síður þýtt tafir á ýmsu þannig að ég mat stöðuna þannig að betra væri að ég kláraði. En það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, það vita allir. Meira að segja ég og verð að sætta mig við það.W00t

Ég er harðákveðin í því að fara að vinna um leið og ég get tyllt í fót og keyrt bílinn. Þvílíkur lúxus sem það verður, ég fæ vængi við tilhugsunina. Hef vissar  áhyggjur af úthaldinu sem er nákvæmlega ekkert síðustu 5 vikurnar. Komin þó á hraða skjaldbökunnar eftir að hafa skriðið eins og snigill um hríð.  Verð örugglega einhvern tíma að ná upp fyrra þreki, finnst eiginlega stórmerkilegt hversu mikið svona óhapp getur sett strik í reikninginn varðandi líkamlegt heilsufar. Hefði seint trúað því að óreyndu. Mér er þó sagt að óhapp sem þetta sé mikið áfall fyrir skrokkinn og því meira eftir því sem maður eldist. Ég yngist ekki fremur en aðrir þannig að ég verð að kyngja því að svona eru hlutirnir. 

Þó ég losni við gipsið á morgun er ég ekki laus úr prísundinni, það mun örugglega taka tíma að aðlagast nýjum þyngdar- og jafvægispunkti og framundan mikil vinna að þjálfa upp vöðva og liði. Vöðvarýrnunin er ótrúleg eftir 5-6 vikna gipsmeðferð hjá öllum þannig að þetta tekur einhvern tíma. Ekki mjög langan þó, fái ég einhverju um það ráðið.Whistling

Það verður eitt mitt fyrsta verk að endurheimta mína ástkæru lafði Díönu sem blómstar reyndar í sveitinni og vill örugglega ekki koma heim en ég ætla að ráða því. Get hreinlega ekki beðið eftir að fá hana heim.  En ég tek eitt skref í einu, best að fagna ekki sigri of snemma og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér áður en ég plana meira

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dugnaðarforkur. Það verður að taka þetta á bjartsýninni

Hólmdís Hjartardóttir, 7.5.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 07:31

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það eru alltaf einhverjir tilbúnir að "fóðra móralinn" hjá okkur.  Gangi þér vel í framhaldinu og mundu að þú ein þekkir þín mörk.

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Já þú ert dugnaðarfrorkur Guðrún og hefur örugglega lesið Pollýönnu nokkrum sinnum sýnist mér. Gangi þér vel í þessu öllu saman, sendi þér hlýja strauma.

Sigrún Óskars, 7.5.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gangi þér vel bloggvinkona.Áfram þú.

Guðjón H Finnbogason, 7.5.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.5.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband