Bloggheimar og þorrablót

Ákvað að sitja heima og sleppti þorrablóti fyrir vestan, enn annað skiptið. Er einhvern veginn ekki tilbúin til að skemmta mér, finn mig ekki í því. Þorrablót vekur upp erfiðar minningar frá því í fyrra. 

Hef þess í stað verið óvenju actív í minni heimavinnu og reynt að vinna mér í haginn fyrir næstu viku sem verður vægast sagt strembin.

Búin að vera ótrúlega dugleg að kíkja á bloggsíður. Sé ekki betur en að allt ætli um koll að keyra vegna borgastjórnarskiptanna og mönnum heitt í hamsi. Margir hverjir ótrúlega orðljótir og rætnir sem vekur mann til umhugsunar. Eru svo menn að hneykslast á því að plólitíkin sé rætin Whistling

Þó hafa einhverjir verið á léttu nótunum og ýmiss kveðskapur verið birtur. Leyfi mér að setja inn nokkur vísukorn sem mér finnst bera afTounge

Borgarblús
 
Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
 
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
 
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.

                                                      Höfundur óþekktur (því  miður)

Og næsta:

Græða á daginn og grilla á kvöldin,
Gróu þeir hitta og sögur út bera.
Hraðlygnir pésarnir hrifsa svo völdin,
hrossakaup mikil um stóla þeir gera.

Litlir og saklausir lúta þeir valdi
laun munu fá þó að biðin sé löng.
Ekkert það stoðar þó móinn í maldi
meiningin foringjans aldrei er röng.

Kristjana Bjarnadóttir  http://bubot.blog.is/blog/bubot/

Seinni kveðskapurinn minnir mig reyndar á ástandi í minni fyrri heimabyggð. Mér skilst að einhverjir séu svo heilaþvegnir gagnvart mér að hollast sé fyrir mig að vera heima þegar menn eru með áfengi um höndBandit Það er ekki tekið út með sældinni að vera ,,kyngimögnuð" kona.

Vona að krakkarnir fái frið til að skemmta sér og að þau komist heil á húfi heim á leið Undecided

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þennan frábæra kveðskap var ég búin að lesa hér á netinu. Þú hefðir átt að drífa þig á Þorrablót. Ég keypti eina sneið af súrum hval í Nóatúni í gær og varð fyrir miklum vonbrigðum.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er rétt hjá þér, það er oft hamrað á sterkum konum.  Minnimáttarkennd vil ég meina, í þeim er það gera. 

Anna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband