Áfram hóst og gelt

Búin að vera hælismatur í dag, hóst, kitl og gelt út í það endalausa.  Hiti, beinverkir, kuldahrollur og hvaðeina.  Framtakssemin eftir því.  Skelfilegt að eyða fríinu sínu með þessum hætti.  Er ósköp fúl yfir þessari uppákomu.  Hún ætti ekki að koma mér á óvart, Haffi búin að vera með sömu pestina og það er orðið býsna kalt, alla vega á morgnana og á kvöldin.

Í dag stóð til að henda rusli og dóti.  Löngu orðið tímabært að snurfusa og losa sig við pappakassa, gamalt dót og annað sem á heima á haugunum.  Nú átti að taka á því áður en krakkarnir fara út.  Eitthvað fór lítið fyrir mínu framlagi í þeim efnum, fór í 2 skápa og þar með var það upptalið.  Haffi eins og herforingi fór tvær ferðir með fullan bíl í Sorpu en lítill munur sést enn.

Það er því blessaður sófinn í kvöld, sjónvarpið og poppið.  Hef ekki einu sinni heilsu til að grufla í kennsluáætlunum. Gjörsamlega andlaus en auðvitað brosandiSmile

Einn kosturinn við þennan krankleika er sá að nú hef ég fylgst með sjónvarpsfréttum. Ótrúlegt að fylgjast með Grímseyjarklúðrinu.  Ugglaust á ráðgjafinn stóran þátt í því klúðri en eru það ekki vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri, ráðherra og ríkisstjórn sem bera endanlega ábyrgðina (í þeirri röð)?  Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið?

Ég segi það enn og aftur, ég hef ekki trú á því að hveitibrauðsdagar þessarar nýju ríkisstjórnar verði langir.  Sjálfstæðismenn með óbreytta stefnu og vinnubrögð og ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki enn komið niður á jörðina.  Öll raunveruleikatengsl eru rofin á þeim bæ og það bókstaflega riginir upp í nefið á sumum þeirra.  Svo virðist sem völd og titlatog sé það sem sóst var eftir af þeirra hálfu.  Menn þvaðra út og suður í krafti embættis síns, í bullandi mótsögn við ríkisstjórnarsáttmálann.  Ég hef ekki trú á því að Ingibjörg Sólrún nái að hafa hemil á óstýrlátum froðusnökkum.

Verð vonandi hressari á morgun, mörg verkefni liggja fyrir, eiginlega út í það endalausa og kennsla að byrja eftir helgi.  Ætla rétt að vona að við náum að gera eitthvað skemmtilegt áður en Haffi fer út á þriðjudaginn.  Urrrrrrrrrrrr, þennan fja...... ætla ég mér að losna við hið snarasta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband