Margfaldur dagur

Þessi dagur margfaldur í víðasta skilning þess orðs. Slepppti matar- og kaffitímum til að klára mína pligt. Ekki beint sniðugt og endurtek ekki leikinn. Hvað er maður að hugsaCrying

Fæ ótrúlega mikið út úr starfinu en "come on" ;  þetta var "too much"!   Komin í fríiiiiiiiiiiiiiiiiii    eftir þennan daginn, fram á mánudag og ætla að njóta þess.

Skreið að sjálfsögðu beint upp í sófann að degi loknum, sofnaði seint og um síðir, heyrði meira segja eitthvað af fréttum en vaknaði illa eins og alltaf þegar ég legg mig enda líkamsklukkan ekki byggð fyrir síðbúið "Siesta"

Ætla mér ekki að sofa út í það endalausa á morgun, veit að ég vakna þó seint. Verð að taka mig á í þeim efnum enda fáir frídagar framundan, hellingur að verkefnum og Hafffinn að fara á þriðjudagShocking  Úff!!! hvað tíminn er fljótur að líða..........................................    Áiiiiiiiiiiii

Brosi áfram allan hringinn og mun gera það í framtíðinni, það sama hvað gengur á. En núna er mín  alveg búin á því í orðsinsfyllstu merkingu: BROSANDI, að sjálfsögðuSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Eitt ráð enn ef þú ert ekki búin að fá nóg af mér en það er að þegar maður er þreyttur og þá ekki síður andlega þreyttur, sem ég vil meina að sé miklu verri þreyta en sú líkamlega, er að fara í stuttan göngutúr eða einhverja létta hreyfingu. ÉG hef pínt mig í göngutúr þegar ég vildi helst leggjast niður af þreytu og mér hefur liðið svo miklu betur á eftir, sérstaklega andlega. Það er ekki að ósekju að þeir á spítalanum leggja mikið upp úr hreyfingu í svona veikindum. Svo er líka rosalega gott að hvíla sig vel á eftir.

Vona að þú hafir það gott í dag. Þetta er allt að koma.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.8.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég fæ aldrei nóg af góðum ráðum og hreinskilni frá þér, það er alveg á hreinu.

Þetta með göngutúrana er auðvitað hárrétt hjá þér, ég veit það en verð að viðurkenna staðreyndir; ég hef verið og löt til að drífa mig.  Finn mér yfirleitt einhverjar afsakanir hverju sinni.  Þau skipti sem ég hef drifið mig, hafa gert mér verulega gott, sjálfstraustið eykst og bjartsýnin að sama skapi, svo ég tali ekki um svefninn.

Þú mátt alveg vita það að oftar en ekki, hvetur þú mig til dáða, beint og óbeint og fyrir það er ég afskaplega þakklát. Ég lít á það sem forréttindi að fá að fylgjast með baráttu þinni og að fá ábendingar frá þér.

Bkv. Guðrún Jóna

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband