Klukkuð

Mín hjartfólgna litla systir fékk þá hugmynd að "klukka" mig. Þurfti reyndar að fletta því hvað það þýðir og ef ég skil hugtakið rétt, þá á ég að segja 8 hluti um sjálfa mig.  Þvílíkur bjarnagreiði! Hún veit það nefnilega að ég get aldrei takmarkað mig svo mikið.

Að segja aðeins 8 hluti um sjálfan mig er mér næstum um megn en reyni mitt besta.  Auðvitað er litla systir fyrrmyndin mín í þeim efnum, við erum greinilega ekki mjög líkar eða hvað Whistling

Ég er útlægur  Dalamaður, upprunnin úr Garðahreppi

Ég er ofvirkur eilífðarstúdent

Ég á 2 óskabörn, 2 tíkur og 1 ömmuhvolp

Ég er 6. í röðinni af 8 systkinum og miðsystirin (sáttasemjarinn??W00t)

Ég er með algjöra símamaníu, sérstaklega seint á kvöldin Grin

Ég er rosalega pólitísk og skipti mér af öllu í þeim efnum í heimabyggð

Ég er með ríka réttlætiskennd, stundum einum of

Ég sef alltaf á vinstri hliðinni

Hana nú litla systir! Ótrúlega erfitt að takmarka sig svo, ég hefði getað haldið miklu lengur áfram enda svo "kyngimögnuð" konaBlush

Klukka dóttur mína og nöfnu litlu systir "med det samme"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Katrín, 19.7.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband