Allt upp á það besta

Mér gekk vel í dag. Mætti galvösk og hitti minn lækni sem hætti við að vera á ráðstefnunni, mér til ómældra ánægju. Við áttum langt og gott samtal þar sem við fórum yfir stöðu mála og áætlunina fram undan. Hún liggur reyndar ekki alveg fyrir ennþá en en reiknað er með því að ég fari daglega í geisla, fimm daga vikunnar, frá og með næstu viku og einu sinni í viku í lyfjagjöfina. Svona mun planið líta út, alla vega fyrstu 2-3 vikurnar en auðvitað ræðst þetta allt af því hvernig ég þoli meðferðina. Eftirlit með árangri verður þétt, skilst mér.  Var eins og malandi köttur eftir viðtalið, mér fannst ég búin að fá svör við öllum þeim spurningum sem ég var með á reiðum höndum. Mundi þó eftir ýmsu sem ég gleymdi þegar heim kom sem bíður betri tíma.

Á göngudeildinni er stunduð svokölluð einstaklingshæf hjúkrun sem felst m.a í því að sami hjúkrunafræðingurinn sinnir ,,sínum sjólstæðing" á meðan meðferð stendur. Ég varð ekki lítið glöð þegar hjúkrunarfræðingurinn ,,minn" sem sinnti mér í síðustu meðferð, tók á móti mér og kemur til með að vera minn meðferðaraðili á meðan lyfjagjöfinni stendur. Mér finnst þetta fyrirkomulag vera forréttindi, þarna er ég með minn tengilið sem þekkir mig út og inn, veit allt sem þarf að vita um mig og grípur fljótt inn í þegar þörf er á.  Að þurfa ekki að endurtaka allt, byrja upp á nýtt í hverri viku, aðlagast stöðugt nýjum tengilð er lúxus sem ekki má gera lítið úr. Alla vega upplifi ég mikið traust og trúnað gagnvart mínum hjúkrunarfræðing og lækni sem ég er líka farin að þekkja. 

Ég er ekki að gera lítið úr öðrum hjúkrunarfræðingum, veit að þeir eru upp til hópa framúrskarandi á deildinni, enda hvernig má annað vera? Það þarf nefnilega mjög heilsteypta og þroskaða einstaklinga til að annas starf eins og það sem fer fram á krabbameinsdeildum þar sem hjúkrunarfræðingar og aðrir standa daglega frammi fyrir erfiðum veikindum, lyfjagjöfum og aukaverkunum svo ekki sé minnst á nálægð dauðans og syrgjandi aðstadendur.  Það segir sig sjálft að til þess að geta sinnst slíku starfi af alúð, þarf einstakan karakter. LSH býr að miklum mannauð í þeim efnum. 

Fyrsta meðferðin gekk sem sé mjög vel í dag og aukvaverkanir engar, enn sem komið er. Fékk steragjöf í æð ásamt  fleiri lyf áður en hin eiginlega meðferð hófst. Var kannski ekki alveg upp á mitt besta þegar í mætti í dag, illa sofin eftir erfiða nótt og eiginlega fjandi verkjuð líkt og síðustu sólahringana. Eiginlega satt best að segja. Þurfti  ekki að bíða lengi eftir að fá verkjalyf í stunguformi sem gerði það að verkum að ég náði að sofa og svaf eins og prímadonna á meðan lyfið rann inn. Verkjalyfin hér heima aukin í samræmi við þessa versnun og svo krossleggjum við fingur og vonumst til að meðferðin skili sér fljótt í mini verkjum og betri líða almennt. Lyfjakostnaður dagsins nam tæpum 15. þús. kr. og dugar hluti hans í viku, annar í viku til tíu daga. Aðeins lægri upphæð en í síðustu viku enda færri lyf í þetta skiptið. Það munar.

Mæti í fyramálið í svokallaðan undirbúningstíma fyrir geislanna þar sem ég verð mæld og tússuð bak og fyrir til að tryggja að ég fái rétt magn af geislum, á réttan stað og á réttum tíma. Tekur einhvern tíma er mér sagt. Geislameðferð hefur fleygt mög fram síðustu árin. Áður fyrr var geislum ,,slumpað" á það svæði sem átti að ráðast á sem gerði það af verkum að sjúkligurinn var bæði að fá meira magn af geislum en þörf var og svo hitt að geislasvæðið var óþarfa stórt. Nú er geislum skotið nákvæmlega á það svæði sem um ræðir, ekkert umfram það. Þannig er hægt að halda aukaverkunum í lágmarki o.s.frv.

Er alveg skelfinleg með hátta- og svefntímann. Mér hættir alltof oft til að sofna yfir fréttum og langt fram á kvöldið með þeim afleiðingum að ég er glaðvakandi seinni part kvölds og fram eftir nóttu. Er ekki eins hress á daginn, það gefur auga leið.  Maður þarf víst að vaka eitthvað líka - eða hvaðW00t

Ég ætla því að gera tilraun til að henda mér útaf, er búin að endurnýja birðgir af krossgátum ef illa fer. Bráðvantar eintök af eldri krossgátum, er búin að spæna upp hvert útgefið eintak síðustu 2 árin þannig að mig er farið að vanta ,,ný/gömul" eintök. Veit einhver hvar slík blöð er hægt að kaupa?  Er búin að þræða bensínstöðvar og bókabúðir. Í harðindum hef ég strokað út þær krossgátur sem ég er búin með en það er leiðinlegt til lengdar og plássfrekt fyrirkomulag í þokkabótTounge

Nenni ekki að velta mér upp úr atburðum dagsins í efnahgslífinu. Geri fastlega ráð fyrir því að fréttamenn muni tilkynna okkur afdrif og áætlun Kaupthings. Það liggur í augum uppi hvað framundan er hjá þeim.  Ætla rétt að vona að gjaldeyrismál fari að skýrast og rétta úr kútnum áður en hundruðir nemenda í háskólanámi flosna upp. Hver yrði áhrifin á atvinnu- og efnahgsmálin þá ef svo illa færi?


Og þá hefst ballið.......

Þá hefjast herlegheitin á morgun niður á LSH. Fyrsta lyfjameðferð. Framundan síðar í vikunni undirbúningur fyrir geisla þannig að mér sýnist þeir byrja í næstu viku eins og doktorinn lagði upp með í síðustu viku. Hitti minn lækni ekki á morgun þar sem hann verður í fríi þannig að ég á ekki von á því að fá upgefið endanlegt prógram fyrr en í næstu viku. Veit því ekki enn hversu stíft þetta verður.

Ætla nú ekki að þykjast vera einhver ofurhetja og segjast ekki kvíða fyrir morgundeginum. Auðvitað kvíði ég fyrir honum, man allt of vel aukaverkanirnar á síðustu lyfjagjöf. Ég veit þó að ég á ekki von á þeim sömu nú, mun minni aukaverkanir af þeim lyfjum sem mér eru ætluð núna. Ég er hins vegar afar sjaldan heppin þannig að mér er það eðlislægt að búa mig undir það versta.  Bara tilhugsunin ein að mæta niður á göngudeild dugar til að vekja upp smá hnút. Þar verður hvert rúm og hver stóll skipaður af fólki í meðferð, á mismunandi aldri og misveikt en allir með vökva og dripp.  Það tekur alltaf svolítinn tíma fyrir fólk að kynnast innnbyrðis, flestir fljótir til  og  ófeimnir við að skiptast á þessum hefðbundnu spurningum; ,,hvernig hefur þú það",  ,,ertu með hárið ennþá",  ,,hvernig var vikan" o.s.frv.

Þrátt fyrir kvíðan, fylgir því ákveðinn léttir að byrja meðferðina. Er dauðfegin að þurfa ekki að bíða lengur en þessa viku sem liðin er síðan ég fékk minn stóradóm. Hef verið að byggja mig upp, m.a. fengið stera sem hafa óneitanlega valdið mér vonbrigðum. Hef ekki verið nógu hress og tuskuæðið látið standa á sér.  Verkirnir hafa aukist töluvert eins og tíðkast í svona veðurfari og ég almennt lélegri, sérstaklega síðustu 2-3 dagana.  Finn þó að það er algjört ,,must" fyrir mig að komast út einu sinni á dag, þó ekki nema út í búð. Það gerir kraftaverk. Fékk góða aðstoð við það í dag hjá Siggu sys sem gerði kraftaverk. Takk fyrir mig SigrúnHeart

Það er ekki laust við að maður sé hálf svartsýnn á tilveruna þessa dagana vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Hrikalegt ástand, vægast sagt. Ég fæ ekki skilið hvernig  fjárfestar, bankmenn og ríkisstjórnarflokkarnir gátu leynt ástandinu svo lengi sem raun bar vitni. Ýmsir áttuðu sig á því að margt væri  bogið  með útrás bankanna og annarra fjárfestingafélaga, enda verið þvílík að heimurinn hefur staðið á öndinni. Útrásin hefur staðið yfir í nokkur ár og er ekki nýtilkomin. Það sama á við vandann.  Sú þróun sem við landsmenn höfum horft upp á síðustu dagana gerðist ekki á nokkrum dögum og á sér mun lengri aðdraganda. Stjórnarandstðan hefur reynt að benda á ýmiss teikn á lofti en ríkisstjórn slegið jafnharðan á puttana á þeim og gert lítið úr áhyggjum þeirra. Mig skal ekki undra að henni var haldið utan við allar umræður og gjörninga nú um helgina.  Hvernig mun þjóðin koma sér út úr þessum vanda?

Jóhanna Sigurðardóttir, Björgvin, Össur og Geira hafa verið ötul síðustu dagana að sannfæra þjóðina um að heimili landsins verði varin og efast ég ekki um heillyndi þeirra í þeim efnum. Undir þetta hafa einhverjir þingmenn tekið sem flestir þegja þó þunnu hljóði.    En er það nóg til að friða eigin samvisku og nægir það til að geta horft framan í þjóðina án þess að vera með svört sólgleruagu og í felulitum?  Mér hryllir við þessu og skil ekki hvernig ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar geta yfir höfuð látið sjá sig, hvað þá að þeim sé svefnrótt. 

Íbúðalánssjóði verður gert kleift að kaupa upp húsnæðislán þau sem bankarnir högnuðust sem mest ár þannig að hægt verður að því leytinu að koma til móts við húseigendur. En hvað með öll önnur lán og hvað með sparnað einstaklingana?  Mesta púðrið verður ugglaust sett i fyrritækin og  rekstur sem er skiljanlegt þar sem  tryggja þarf atvinulíf í landinu en hversu mörg heimili munu leysast upp á næstu misserum? Ég veit að ég hef verið uggandi um minn hag fyrir vegna veikindanna , hvað þá núna í þeirri stöðu sem upp er komin.

Hvað gera landsmenn núna?  Skyldi ríkisstjórnin sem ber, a.m.k að hluta til ábyrgð á ástandinu, halda velli? Getum við ger eitthvað?  Ráðamenn segjast ætla að sitja og halda áfram ótrauðir þrátt fyrir allt. Er hægt að stöðva það?  Mér er það til efs, því miður og spái því að ríkisstjórnin muni standa þennan storm af sér og óbreytt stjórn fylla stólana hjá Seðlabanka Íslands. Geir Haarde bliknaði ekki aðfaranótt mánudags þegar hann lýsti því yfir að ekki væri þörf á aðgerðarpakka. Hann bliknaði heldur ekki þegar hann át það ofan í sig daginn eftir né í dag þegar hann skýrði þjóðinni frá staðreyndum mála eins og þær blasa við núna. Hann mun því ætla sér að stýra þjóðarskútunni áfram hikstalaust.

Það heyrist lítið í stjórnarandstöðunni sem mér þykir athyglivert. Vissulega verða allir kjörnir fulltrúar að vinna sameiginlega að því að bjarga því sem bjargað verður en það kemur mér samt á óvart hversu hljótt er í þeim herbúðum.  Ég er þess fullviss að hún býr yfir veigamiklum upplýsingum sem hugsanlega hafa ekki enn litið dagsins ljós. Hlutverk stjórnarandstöðunnar er að m.a að veita ríkisstjórninni aðhald, ég ætla rétt að vona að hún standi sig vel í því hlutverki. Oft er þörf en nú er nauðsyn.

Hvað sem mínum vangaveltum líður, þá hefst ballið á morgun. Er klár í slaginn og kem örugglega til að hugsa um eitthvað annað er efnahagsmál og pólitík svona framan af degi - eða hvað..Whistling


Veðrið og ,,gigtin"

Svei mér ef ég er ekki farin að silja eldri borgara sem tengja veðurfar við heilsufarið. Veðrið búið að vera rysjótt, hífandi rok, rigning og eiginlega skítakuldi. Heilsufarið á þessum bæ eftir því, verkirnir  með vesta móti, líkt og gerist með gigtverki í kulda.  Fátt eitt hefur bitið á fjandann.  Afrakstur dagsins því í samræmi við ástand.

Hef þó fylgst með atburðum helgarinnar og líkt og þjóðin, með öndina í hálsinum.  Því kemur yfirlýsing forsætisráðherra til þjóðarinnar rétt fyri svefinn á óvart; ,,ekki þörf á aðgerðapakka"... !  Hvað er eiginlega í gangi?  Hefur ríkisstjórnin verið með björgunarsveitaræfingu eða fimleikasýningu síðustu sólahringana? Henni hefur alla vega tekist að halda þjóðinni og fjölmiðlamönnum við efnið. Þvílík spenna.  Samkomugestir voru hafðir af fíflum, ef niðurstaða þeirrar vinnu sem fram hefur um helgina er sú að ekki er þörf fyrir frekari aðgerðir.

Mig skal ekki undra þó stjórnaradstöðuflokkunum hafi ekki verið boðið með í dans í þessum leik.  Ríkisstjórnin vill stjórna allri athyglinni og beina henni í þá átt sem hentar þykir. Hvað skyldi liggja hér að baki og hvað er það sem þolir ekki dagsins ljós að svo stöddu? Það verður forvitinlegt að fylgjast með í morgunsárið og á næstu dögum.

Ég er alla vega fegin að helgin er liðin, vona að veðrið og þar með heilsufarið verði betra á morgun. Nóg að gera enda í sterastuði.  Ekki veitir af til að ráðast á okkar ,,fullkomna" heilbrigðis- og velferðarkerfi.W00t

Hvað varðar ríkisstjórnina þá er hún fallin í mínum huga, trúverðugleiki enginn.


Stjórnarandstaðan útilokuð

Mikið gengur á þessa helgina og augljóst að vandi þjóðarinnar er meiri en ríkisstjórnin hefur viljað viðurkenna fram til þessa. Allir sem vettlingi geta valdið og eiga fjármagn eru tilkvaddir sem og forstumenn launþegana.

Einn hópur situr þó úti í kuldanum; stjórnarandstaðan. Hvernig í ósköpunum dettur ráðherrum það í hug að undanskilja forystumenn þingflokka stjórnarandstöðunnar í krísu sem þessari? Hvernig má það vera að þegar allir þurfa að snúa bökum saman, ræður pólitískur hroki för? Hvað hafa menn að fela sem ekki er þegar komið upp á yfirborðið?

Þessi vinnubrögð eru ekki beinlínis til þess fallin að skapa trúverðugleika og traust meðal þjóðarinnar. Þjóðin stendur á öndinni og fylgist með fréttum  af fundum hér og þar sem berast með reglulegu millibili í netfjölmiðlum og alltaf  fjölgar fundarmönnum og þeim hópum sem boðaðir eru að fundarborðinu.

Flestir gera sér grein fyrir því að hér er mikil alvara á ferð. Því ættu allir kjörnir fulltrúar Alþingis að sitja við fundarborðið til að finna sameiginlega lausn að málum. Það hlýtur að stuðla að þjóðarsátt ef allir umbjóðendur þjóðarinnar komi að málum og taki þátt í úrlausn þeirra.

Þvílík hneisa og afleikur ríkisstjórnarinnar, enn og aftur.  Nú var lag að skapa þjóðarsátt um lífsviðuværi þjóðarinnar og afkomu.


mbl.is Ráðherrar og þingmenn koma og fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stím á fulla ferð

Þá er ferlið hafið og stímað áfram á fullri ferð. Byrja í lyfjameðferð nk. miðvikdag (8. okt) og í geislum sennilega í vikunni þar á eftir. Mér skilst að ég fái nýtt lyf sem hefur mun minni aukaverkanir en þau lyf sem ég fékk síðast, mér til mikillar gleði. Átti mjög erfitt með að þola ógleðina, rugguveikina og allt sem þá fylgdi. Kem til með að mæta vikulega í lyfin en trúlega daglega í geislana þegar þeir byrja, markmiðið að minnka meinið það mikið að það verði skurðtækt. Til vara ,,að grilla það" þannig að það verði dautt.

Byrjaði á steraskammt í dag, reikna með því að verða tuskuóð á næstu dögum, upp um alla veggi að þrífa og gera fínt. Sterarnir lyfta mann náttúrlega upp á allt aðrar hæðir þannig að það verður fjör hjá minni. Matarlystin á eftir að aukast og almenn líðan að skána. Verð komin í topp stand á miðvikuidag, sem sé.

Litla famelían er  svona að ná að melta þessar fréttir sem í raun áttu ekki að koma neitt á óvart. Er búin að vera hundlasin í allt sumar, unnið að hluta til með þrjóskuna sem eldsneyti enda líður mér hverrgi betur en í vinnu. Síðustu vikur hafa verið skrautlegar, verkirnir oft óbærilegir og úthaldið nánast ekkert þannig að margur dagurinn hefur farið í það að reyna að koma sér á fætur til þess eins að snúa sér við í sófanum, hundsvekktur yfir aumingjaskapnum. Önnur veikindi hafa spilað þar inn í en þessi hafa ekki hjálpað. Það er nú einu sinni svo að maður finnur svona nokk á sér, eftir að hafa kynnst þessum ára sem krabbameinið er. 

Á meðan meinið er staðbundið og ekki stærra en það er, mælist nú 3,0 x 3,4 cm, er full ástæða til bjartsýni með þau meðferðarúræði sem mér standa til boða. Engin merki eru um meinvörp í þessu eina lunga sem ég á eftir en það er svo sem ekki á fullum dampi.  Menn eru fljótir að ræsa vélarnar núna þannig að sá tími sem fer nú í bið, lágmarkast.  Auðvitað erum við ekkert kát með þessa stöðu, krabbamein er alltaf krabbamein og lungnakrabbamein með því skæðasta sem hægt er að fá en ekkert er útilokað og til eru þeir einstaklingar sem komast í gegnum slík veikindi. Ég ætla mér einfaldlega að vera ein af þeim en óneitanlega hefði verið æskilegra að hafa byrjað meðferð nokkru fyrr en nú. Það stoðar hins vegar lítt að gráta það, svona er staðan.

Næstu vikur eiga eftir að taka á, mér finnst æði mikið lagt á krakkana.  Síðustu 4-5 árin  hafa verið æði skrautleg, ekki síst vegna þátttöku minnar í pólitík. Sú reynsla gekk nærri þeim, mér er til efs að þau jafni sig á þeim að fullu en þau hafa svo sannarlega náð að nýta sér reynsluna sem þessu brölti fylgdi og meiðandi áhrif á alla fjölslylduna.

Einhvern veginn hafa málin þróast þannig að þegar eitt vandamál er frá, kemur annað, hvert á fætur öðru án nokkurs láts. Ég er náttúrlega orðin mun sjóaðri en þau og hef meiri reynslu til að kljást við áföllin. En bæði hafa sýnt ótrúlegt ærðuleysi og mikinn þroska. Ég veit að ég gæti aldrei farið í gegnum þetta án stuðnings minna barna og óneitanlega hefði það verið styrkur að hafa hægri höndina til að styðjast við.  Við erum rækilega minnt á það að við erum ekki eilíf, ekkert okkar. Því þurfum við að lifa lífinu í samræmi við það. Morgundaginn getum við ekki tekið aftur en við getum nýtt hann til að byggja upp næsta dag.

Allir sem greinast með illkynja og langvinna sjúkdóma  hugleiða það sama; lífið og dauðan.  Ég er engin undantekning og er alls ekki tilbúin til að kveðja þessa jarðvist. Það má heita eigingirni en á á eftir svo margt ógert auk þess sem ég vil fylgja mínum börnum lengur. Sjá þau eignast eigin fjölskyldu, lúka námi og koma undir sig fótunum. Ég á eftir að ná ótal markmiðum, þrái ótrúlega margt, rétt eins og allir. Á eftir að leiðréttta ýmislegt,  fjölga gleðistundum í lífi krakkanna sem hafa þurft að reyna of mikið af völdum annarra og skapa þeim trygga framtíð.  Mér finnst ég ekki hafa farið nægilega vel með tíman minn í þeim efnum. Þessi uppákoma ýtir við mér.

Svo er það óttinn við það óþekkta, ég veit ekkert hvað tekur við eftir að lífi hér á jörðu lýkur. Trúin boðar að himnaríki og sæla bíði manns handan við landamærin og það má allt satt vera en allar slíkur boðskapur er huglægur og svo sannarlega ekki byggður af vísindalegum staðreyndum þannig að sumum gengur ver en öðrum að tileinka sér hann. Ég geri ekki lítið úr honum, tek honum örugglega fagnandi en vantar áþreifanlegar sannanir. Ég veit þó að við fáum öll styrk annars staðar frá og ekki er hægt að neita því að fyrirbænir og hlýjar hugsanir hjálpa.

Það verður nóg að gera næstu dagana, nú hef ég reynsluna varðandi kerfið sem ég mun svífa á strax á mánudag. Mér stendur til boða ýmiss aðstoð, þ.á.m. hjá félagsráðgjafa sem ég hyggst nýta mér og létta mér þannig róðurinn. Fröken Jósefína er enn á sínum stað, ónotuð blessunin, en mér skilst reyndar að hármissir sé ekki algengur fylgifiskur þeirrar meðferðar sem bíður mín.  Hef ekki þrek til að vera mikið á ferðinni en veit að sterarnir flytja mig upp á aðrar hæðir í þeim efnum þannig að ég hyggst nýta mér þá vítamínsprautu til framkvæmda. Það er nokkurt ferli sem býður varðandi Tryggingastofnum, s.s. örorkulífeyrir og afsláttur lyfja sem munar um þó upphæðir séu lágar. Hef einsett mér að reyna að komast í eins konar endurhæfingu eða þjálfun um leið og ástand leyfir þannig að nú verður tekið á málum með öðrum hætti en síðast. Það verður svo að koma í ljós hvernig gengur.

Það er því ákveðinn léttir að vera komin af stað, vita hver óvinurinn er og hvaða leiðir eru færar gegn honum. Ég er því nokkuð bjartsýn og ætla að láta þetta ganga með góðra manna hjáp. Ég er rosalega þakklát fyrir innlitið á bloggið og hlýjar kveðjur, þær hafa sannarlega sýnt mátt sinn, takk fyrir migHeart

 

 

 


Ekki á allt kosið

Þá liggja niðurstöður fyrir eftir allt bröltið. Hitti minn doktor í gær  sem var svo sem ekki boðberi góðra frétta. Meinið hefur tekið sig upp aftur eins og okkur hefur grunað síðustu mánuði. Öll teikn voru á lofti.  Við eltum reykinn en fundum aldrei eldinn.  Mér er það með öllu óskiljanlegt af hverju það kom ekki fram fyrr en ég lá inni í lok júlí, þá nýbúin að fá þær niðurstöður að allt væri hreint. En svona er þetta og ég get ekki sagt að ég sé undrandi en fúl er ég.

Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að meinið er staðbundið í sárbeðnum þar sem hæ.lungað var staðsett og fjarlægt. Engin merki eru um meinvörp sem gerir þetta einfaldara dæmi. Ekki er hægt að fjarlægja meinið með skurðaðgerð þar sem það er staðsett á bak við hjarta en það getur breyst þegar meðeferð er hafin. Framundan er því meðferð, bæði lyf og geislar en eftir að ákveða hvort ég fái annað hvort í einu eða bæði á sama tíma. Fæ vonandi fréttir af því á morgun.

Ég er auðvitað hundfúl yfir þessum fréttum en það er ákveðinn léttir að vita við hvað maður er að kljást, ekki síst þegar heilsufarið er búið að vera bágborið. Ég hef hvorki verið fugl né fiskur síðustu vikur og mánuði, þurft á öllu mínu að halda til að vera á fótum almennt, sérstaklega síðustu vikurnar. Nú verður hægt að ráðast í þetta og ég tel víst að verkir og önnur óþægindi munu minnka eftir því sem líður á meðferð.

Ég get ekki sagt að ég sé spennt fyrir lyfjameðferðinni, fannst hún algjört helvíti (afsakið orpbragðið) síðast en hef það forskot núna að vita hvað bíður mín þannig að ég kem örugglega til með að þola hana betur en síðast.  Ég hef þá trú að ég sé almennt í betra ástandi nú en þegar ég hóf meðferð fyrir tæpum 2 árum sem á eftir að auðvelda ferlið. Kvíði ekki geislameðferðinni enda aukaverkanir almennt mun minni. En þetta er á sig leggjandi þar sem sú tegund sem ég greinist með, svarar vel geisla- og lyfjameðferð. Ég myndi ekki leggja hana á mig nema að ávinningur sé nokkur, það er á hreinu.

Krakkarnir tóku þessum fréttum með miklu æðruleysi enda með ólíkindum hvað þau eru raunsæ. Auðvitað er þeim brugðið enda þessi uppákoma ekki endilega heppileg núna þegar þau eru í námi en svona er þetta bara og við tökumst á við þetta saman. Það er engan bilbug á okkur að finna né uppgjöf. Þessi uppákoma setur strik í reikninginn að mörgu leyti en við tökumst á við það.

Ég kvíði mest þeim erfiðleikum sem fylgja veikindunum og meðferðinni. Þau setja ekki bara strik í fjármálin og allt fer á hvínandi hvolf - aftur!  Þau setja einnig strik í  félagslífið og starfið. Er varla búin að rétta við úr kútnum eftir síðustu veikindin. Kerfið miskunarlaust og óvægið - bankarnir líka. Ekki bætir núverandi efnahagsástand og horfur úr skák. Áhyggjurnar vegna tekjutaps og tilheyrandi eru oft erfiðari en veikindin sjálf svo ekki sé minnst  á þá tilfinningu að vera óvinnufær. Ég á ekki endalausan veikindarétt og hef þegar eytt töluvert af honum í ,,hangs" og bið eftir greiningu sem hefði átt að liggja fyrir a.m.k. í byrjun ágúst en ég tel mig vera búna vera með einkenni síðan í mars, alla vega.  Það stemmir við niðurstöðurnar.

Maður fær víst ekki við allt ráðið við í lífinu. Sumir fá stærri skammt af erfiðleikum en aðrir eins og gengur og við mis vel í stakk búin til að takast á við mótlæti. Af hverju veit ég ekki og fæ sennilega aldrei svör við.  Fátt annað að gera en að spýta í lófana þegar á móti blæs.  Fæ vonandi fréttir af væntanlegri meðferð á morgun, reikna jafnvel með því að hefja meðferð í næstu viku. Þangað til þarf ég að nota tíman til að snúa  sólahringnum til betri vegar og undirbúa mig undir herlegheitin. Ætla mér að sækjast eftir allri þeirri þjónustu sem mér býðst í þetta skiptið enda meðvitaðri nú en síðast um rétt minn og reynslunni ríkari. Kerfið sem er algjört bákn, vex mér ekki lengur í augu, farin að kannast við það og það sem ég þekki ekki, afla ég mér upplýsinga um, þó það taki á að ræða við margan opinbera starfsmanninn. Kannski leikurinn verði auðveldari með hinni nýju stofnun sem ríkið var að setja á laggirnar?

Ég mun tryggja það að hafa nóg fyrir stafni á næstu vikum og mánuðum. Ætti að fá nægan tíma til að vinna í bókinni minni sem setið hefur á hakanum um stund. Alla vegar er af nógu að taka þegar kemur að verkefnum á þessum bæ. 

Við hér, litla famelíen, tökum þennan slag og setjum markið hátt enda teljum við okkur eiga innistæðu fyrir því. 


Dösuð

Það er ekki laus við að ég sé dösuð, líkt og öll þjóðin virðist vera eftir fréttir síðustu sólahringana. Seðlabankinn búinn að taka ákvarðanir fyrir Alþingi varðandi Glittni og samsæriskenningar um að með þeim gjörningum sé Davíð Oddsson að ná fram hefndum við Jón Ásgeir hjá Bónus. Háværar raddir eru uppi um að sagan sé ekki öll sögð enn, að meira sé í vændum, t.d. samruni Landsbanka og Glittnis. Menn stunda leynifundi í húmi nætur, hafa trúlega vanmetið fjölmiðlavaktina sem virðist, aldrei slíku vant, vera ágætlega vakandi. Spurning um hvort og hver annast upplýsingaflæði þar á milli. Ekkert kemur á óvart lengur, alla vega í þeim efnum.

Ég hef svo sem ekki misst svefn vegna atburða síðustu daga í íslensku efnahagslífi en hugur minn er óneitanlega hjá þeim fjölmörgu sem missa sparnað sinn og sjá á eftir fjárfestingum sínum út um gluggan. Slík reynsla hlýtur að vera ólýsanleg og erfið öllum, þó sumir séu meira bólstraðir en aðrir.  Áhrifin eru víðtæk, ekki einungis gagnvart einstaklingum heldur og einnig samfélaginu öllu. En hver græðir? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og enn ekki hægt að sjá það fyrir.

Mér koma hins vegar viðbrögð Samfylkingamanna mjög á óvart. Ef ég hef skilið fréttaflutning rétt, þá fengu froystumenn flokksins ekki að vera með í þeim leik sem fór fram í skjóli nætur síðustu sólahringana. Þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að sjálfsagt hafi þetta verið eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni gagnvart efnahagslegu lífi hér á landi. Formaður Samfylkingarinnar er af eðlilegum ástæðum afsökuð, þegar kemur að yfirlýsingum en ekki heyrist mikið í varaformanni og ráðherrum flokksins. Vangaveltur eru uppi um hvort að gjörningur ríkisstjórnar hafi verið löglegur. Svör við því liggja ekki enn fyrir en þau rök sem hafa heyrst í dag þess efnis að svo sé ekki, eru mjög sannfærandi. 

Ég hef verið hugsi yfir fleiri atburðum en þessu fjármálavafstri Seðlabankans að undanförnu. Ber þar hæst að nefna málin innan Frjálslynda flokksins. Þó að ég tengist þeim flokki ekki beint né sé ötull fylgismaður hans, ligg ég ekki á því að hafa stutt Kristinn í gegnum tíðina.  Átök innan flokksins hófust fyrir tæpum 2 árum þegar Jón M. vildi inngöngu í flokkinn en Margtét Sverris lagðist gegn því, ekki síst vegna hatramrar afstöðu Jóns í málefnum innflytjenda. Þjóðin þekki þá sögu alla, flokkurinn klofnaði, Margrét ákvað að bjóða sig gegn sitjandi varaformanni en laut lægra haldi og yfirgaf flokkinn ásamt stuðningmönnum sínum. Klofinn og í sárum gekk FF til kosninga og tapaði all nokkru fylgi. Fengu þó 2 þingmenn í Norðvestur kjördæmi sem ætti að vera áreiðanlegur mælikvarði á styrkleika þeirra frambjóðenda sem þar voru í kjöri. Annar þeirra var Kristinn og voru einhverjir innan FF ekki sáttir við inngöngu hans í flokkinn. 2 sitjandi þingmenn misstu sæti sín, Sigurjón Þórðar og Magnús Þór en 2 nýjir komu inn; Jón M og Grétar Mar. Þá sögu þekkja allir. 

Síðustu mánuðir hafa einkennst af ótrúlegu skítkasti og hatrömmum deilum af hálfu Jóns armsins inna FF í garð Kristins H. Deilurnar virðist lítið vera uppi á borðum innan flokksins heldur leiddar fram á stærra svið í fjölmiðlum. Deilurnar hafa, á yfirborðinu, snúist um það hvort Jóns-armurinn taki of djúpt í árina í málefnum innflytjenda en margir telja svo hafa verið, þ.á.m. Kristinn. Rótin á deilunum er his vegar í raun barátta um völd og togstreitu. Mér virðast deilurnar snúast í raun um það að Sigurjón er fúll yfir því að hafa ekki fenigð stöðu framkvæmdarstjóra sem formaðurinn hafði þó lofað fyrir kosningar, næði hann ekki inn á þing. Nú Magnús var ekki síður svekktur að komast ekki inn á þing, fékk starf hjá flokknum og formanninum. Síðan voru menn ráðnir til ýmissa verka hjá flokknum og fór Jón M þá í fýlu yfir því að hafa ekki haft neitt vægi í þeim ráðningum.Hvað eftir annað og sérstaklega upp á síðkastið hefur Jón kvartað yfir því að formaðurinn stæði sig ekki sem skyldi, vægi flokksmanna í Reykjavík og á höfuðvorgarsvæðinu væri of lítið o.s.frv. Sigurjón, Magnús og Viðar hjá ungum FF, hafa verið sérstakir hirðsveinar Jóns og breitt út boskapinn. Grétar Mar sá eini sem heldur sig utan við opinbera umræðu, alla vega ennþá.

Um þessi ágreiningsefni hafa innbirðis deilur innan FF snúist. Þeim hefur þó verið hleypt inn á allt annan farveg og á yfirborðinu snúist um einn mann sem bæði ku vera óalandi og óferjandi. Klappstýrur úr röðum Jóns armsins virðast hafa það eitt fyrir stafni að heimsækja bloggsíður til að breiða út boðskapinn um þann einstakling og hefur hvergi verið til sparað í lýsingum.   Það hefur verið fróðleg lesning að fara yfir öll þau ummæli sem Kristinn hefur fengið frá eigin flokksfélögum. Mörg þeirra erog Kristinn og þurft að sitja undir jafn miklu níðskrifum og hann. Kannski Jónas frá Hriflu?

Mér er það óskliljanlegt með öllu að sjá það út hvernig sá hópur manna sem lagst hefur gegn Kristni, ætlar sé að ná inn auknu fylgi flokks með því að beina fjölmiðlaumræðunn að rógherferð og níðskrifum um einn flokksmann umfram aðra. Slíkar uppákomur þurrka út allan trúverðugleika, bæði gagnvart þeim einstaklingum sem slíka háttsemi stundar og gagnvart flokknum sem heild. Hvaða skilaboð er þessi hópur að senda út til kjósenda? Að þeir megi ekki fylgja eftir opinberri stefnu flokksins? Að einungis útvaldir séu sumum þóknanlegir?   Stjórnmálamenn með skítlegt eðli og haga sér í samræmi við það, uppskera alltaf. Kjósendur nýta ekki atkæði sitt aftur til þeirra sem fara illa með umboð sitt.   Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er hlutdræg í umfjöllun minni en veit að hún er rétt hvað varðar rógburð og níðskrif þar sem ég styðst við það sem menn skilja eftir sig á bloggsíðum, bæði sínum eigin og annarra. 

Mikill er máttur Kristins, á því er enginn vafi.  En að menn óttuðust hann eins og raun ber vitni þannig að allt sé lagt í sölurnar til að ryðja honum frá svo Jón M komist nær formannsstólnu, kom mér kannski svolítið á óvart. Menn skulu hins vegar ekki verða undrandi á því að næstur verður formaðurinn sem fær útreið og verður látinn flúka.  Sigurjón og Magnús verða þar næstir, annað hvort gert bandalag við þá eða þeir látnir fara.  En ætli Frjálslyndi flokkurinn verði yfir höfuð til í næstu kosningum? Trúlega ekki ef menn halda áfram á þessari braut.

Það verður fróðlegt að fylgjast með störfum Alþingis og framvindu þessara mála á næstu dögum. Aþingi verður sett á morgun með pompi og pragt og ballið byrjar.  Hvaða afstöðu mun þingið taka gagnvart Seðlabankanum og Glittni? Hvernig verður skipan alþingismanna?

Er annars búin að hafa það náðug  í dag, gerði það viljandi. Svaf þegar mér sýndist, horfi á sjónvarpið þegar mér datt í hug og vafraði á netinu þegar ég nennti. Gaf mér tíma til næðis og hugsana. Ef allt gengur upp, liggja mínar niðurstöður og framhaldið fyrir á morgun, þ.e. minn dómsdagur. En slíkar staðreyndir fölna í samanburði við það sem dynur yfir þjóðina þessa dagana. Vonandi fer allt á sem besta veg.

 


Afmæliskveðja - ein til viðbótar

Það kemur sér vel að það er hægt að gleðjast yfir einu og öðru þó mótvindur næði hér og þar.

Elsti bróðirinn á afmæli í dag, innilegar hamingjuóskir frá litlu famelíunni.Wizard 

gunnar_ingi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru elstu þrír elstu bræðurnir með foreldrum okkar á sínum æskuárum. Allir eiga það sameiginlegt að þó þeir standi í ströngu, gefast þeir aldrei upp. Eiginleikar sem foreldrar okkar lögðu ekki síst áherslu á í okkar uppeldi en fara gjarnan í taugarnar á einhverjum.

foreldrar_og_brae_urnir_thrir.jpg


Hann á afmæli.........

Kem orðið sjálfri mér á óvart á þessum síðustu og verstu tímum, svei mér þá! Gullfiskaminnið heldur á uppleið, man alla vega afmælisdaga systkina minna.  Næstur í röðinni er Karl bróðir sem á afmæli í dag og er að sjálfsögðu á besta aldri.  Innilegar hamingjuóskir með daginn, bro og bestur kveðjur heim í bæ. Hlýt að ná í gegn þegar um hægist. Við toppum næsta árið.  Wizard

 

lauga_og_kalli.jpg

 


Krúsindúlla

Kata og Haffi gátu ekki lengur staðist mátið og fengu sér eina krúsindúllu. Þvílík fegurð! Að sjá loppurnar á henni, þvílíkt bangsaskottHeart

Veit að litlan kúrir hjá Kötu á nóttunni

kata_og_lotty.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Tegundin heitir Mountain Bernaise og kemur upphaflega frá svissnesku Ölpunum. Litla stýrið er tík og rúmlega 7 vikna. Ungverska nafnið er Lottý en leit stendur yfir varðandi framtíðar nafn hennar. Það verður að vera mjög flott og lýsandi fyrir þennan hnoðra. 

Krakkarnir þekkja vart annað en að hafa hund í famelíunni, því veit ég að þessi gullmoli á eftir að veita þeim tóma gleði, svona eftir að ,,uppvaxtarárunum" lýkur, alla vega.Tounge

Sú stutta kemur til með að þurfa mikla hreyfingu en aðstaðan á nýja staðnum þeirra býður einmitt upp af næga útiveru. Þau eru nánast uppi í sveit, með kornakra, vinnuvélar og hefðbundinn búskap allt í kring. Ótrúlega heppin. Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminHeart

 


 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband