Allt upp á það besta

Mér gekk vel í dag. Mætti galvösk og hitti minn lækni sem hætti við að vera á ráðstefnunni, mér til ómældra ánægju. Við áttum langt og gott samtal þar sem við fórum yfir stöðu mála og áætlunina fram undan. Hún liggur reyndar ekki alveg fyrir ennþá en en reiknað er með því að ég fari daglega í geisla, fimm daga vikunnar, frá og með næstu viku og einu sinni í viku í lyfjagjöfina. Svona mun planið líta út, alla vega fyrstu 2-3 vikurnar en auðvitað ræðst þetta allt af því hvernig ég þoli meðferðina. Eftirlit með árangri verður þétt, skilst mér.  Var eins og malandi köttur eftir viðtalið, mér fannst ég búin að fá svör við öllum þeim spurningum sem ég var með á reiðum höndum. Mundi þó eftir ýmsu sem ég gleymdi þegar heim kom sem bíður betri tíma.

Á göngudeildinni er stunduð svokölluð einstaklingshæf hjúkrun sem felst m.a í því að sami hjúkrunafræðingurinn sinnir ,,sínum sjólstæðing" á meðan meðferð stendur. Ég varð ekki lítið glöð þegar hjúkrunarfræðingurinn ,,minn" sem sinnti mér í síðustu meðferð, tók á móti mér og kemur til með að vera minn meðferðaraðili á meðan lyfjagjöfinni stendur. Mér finnst þetta fyrirkomulag vera forréttindi, þarna er ég með minn tengilið sem þekkir mig út og inn, veit allt sem þarf að vita um mig og grípur fljótt inn í þegar þörf er á.  Að þurfa ekki að endurtaka allt, byrja upp á nýtt í hverri viku, aðlagast stöðugt nýjum tengilð er lúxus sem ekki má gera lítið úr. Alla vega upplifi ég mikið traust og trúnað gagnvart mínum hjúkrunarfræðing og lækni sem ég er líka farin að þekkja. 

Ég er ekki að gera lítið úr öðrum hjúkrunarfræðingum, veit að þeir eru upp til hópa framúrskarandi á deildinni, enda hvernig má annað vera? Það þarf nefnilega mjög heilsteypta og þroskaða einstaklinga til að annas starf eins og það sem fer fram á krabbameinsdeildum þar sem hjúkrunarfræðingar og aðrir standa daglega frammi fyrir erfiðum veikindum, lyfjagjöfum og aukaverkunum svo ekki sé minnst á nálægð dauðans og syrgjandi aðstadendur.  Það segir sig sjálft að til þess að geta sinnst slíku starfi af alúð, þarf einstakan karakter. LSH býr að miklum mannauð í þeim efnum. 

Fyrsta meðferðin gekk sem sé mjög vel í dag og aukvaverkanir engar, enn sem komið er. Fékk steragjöf í æð ásamt  fleiri lyf áður en hin eiginlega meðferð hófst. Var kannski ekki alveg upp á mitt besta þegar í mætti í dag, illa sofin eftir erfiða nótt og eiginlega fjandi verkjuð líkt og síðustu sólahringana. Eiginlega satt best að segja. Þurfti  ekki að bíða lengi eftir að fá verkjalyf í stunguformi sem gerði það að verkum að ég náði að sofa og svaf eins og prímadonna á meðan lyfið rann inn. Verkjalyfin hér heima aukin í samræmi við þessa versnun og svo krossleggjum við fingur og vonumst til að meðferðin skili sér fljótt í mini verkjum og betri líða almennt. Lyfjakostnaður dagsins nam tæpum 15. þús. kr. og dugar hluti hans í viku, annar í viku til tíu daga. Aðeins lægri upphæð en í síðustu viku enda færri lyf í þetta skiptið. Það munar.

Mæti í fyramálið í svokallaðan undirbúningstíma fyrir geislanna þar sem ég verð mæld og tússuð bak og fyrir til að tryggja að ég fái rétt magn af geislum, á réttan stað og á réttum tíma. Tekur einhvern tíma er mér sagt. Geislameðferð hefur fleygt mög fram síðustu árin. Áður fyrr var geislum ,,slumpað" á það svæði sem átti að ráðast á sem gerði það af verkum að sjúkligurinn var bæði að fá meira magn af geislum en þörf var og svo hitt að geislasvæðið var óþarfa stórt. Nú er geislum skotið nákvæmlega á það svæði sem um ræðir, ekkert umfram það. Þannig er hægt að halda aukaverkunum í lágmarki o.s.frv.

Er alveg skelfinleg með hátta- og svefntímann. Mér hættir alltof oft til að sofna yfir fréttum og langt fram á kvöldið með þeim afleiðingum að ég er glaðvakandi seinni part kvölds og fram eftir nóttu. Er ekki eins hress á daginn, það gefur auga leið.  Maður þarf víst að vaka eitthvað líka - eða hvaðW00t

Ég ætla því að gera tilraun til að henda mér útaf, er búin að endurnýja birðgir af krossgátum ef illa fer. Bráðvantar eintök af eldri krossgátum, er búin að spæna upp hvert útgefið eintak síðustu 2 árin þannig að mig er farið að vanta ,,ný/gömul" eintök. Veit einhver hvar slík blöð er hægt að kaupa?  Er búin að þræða bensínstöðvar og bókabúðir. Í harðindum hef ég strokað út þær krossgátur sem ég er búin með en það er leiðinlegt til lengdar og plássfrekt fyrirkomulag í þokkabótTounge

Nenni ekki að velta mér upp úr atburðum dagsins í efnahgslífinu. Geri fastlega ráð fyrir því að fréttamenn muni tilkynna okkur afdrif og áætlun Kaupthings. Það liggur í augum uppi hvað framundan er hjá þeim.  Ætla rétt að vona að gjaldeyrismál fari að skýrast og rétta úr kútnum áður en hundruðir nemenda í háskólanámi flosna upp. Hver yrði áhrifin á atvinnu- og efnahgsmálin þá ef svo illa færi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Átt þú bókina Desembersvali eftir Hafliða Magnússon?  Ef ekki, þá get ég látið þig fá hana....Skemmtibók með stuttum smásögum, ferðasögu frá París og mörgum krossgátum

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að heyra að fyrsti dagur gekk vel. Frábært að þú færð "þína" hjúkku aftur, gerir allt mikið auðveldara. Sýnir bara enn og aftur hvað hjúkrunin skiptir máli. Gangi þér áfram vel, Guðrún og ég sendi þér áfram góðar hugsanir og kærleik

Hefur þú prófað SuDoKu? Hún er mjög skemmtileg finnst mér og maður getur algjörlega dottið oní hana.

Sigrún Óskars, 9.10.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:03

5 identicon

Gott Guðrún mín að ferlið er farið í gang og gott að lesa æðruleysispistilinn þinn.

Vonandi gengur þetta allt saman upp hjá þér. Allar mínar bestu hugsanir og bænir til þín

Hugsa mjög oft til þín mín kæra það varst þú sem peppaðir mig upp á sínum tíma og hafðir trú á mér og er ég þér æfinlega þakklát  fyrir það.  Það gaf mér mikið og efldi sjálfstraust mitt.

Þú ert mikil hvunndagshetja Guðrún mín

Guð og góðir vættir geymi þig og hjálpi þér í gegnum þessa erfiðleika ég hef SKO TRÚ Á AÐ ÞÚ KOMIR STANDANDI NIÐUR EINS OG ALLTAF ÁÐUR.

Koss og knús

Sigþóra á Skaganum

Sigþóra Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Athugaðu krossgátur hjá fyrirtæki sem heitir Ó.P. útgáfan á Hverfisgötunni.

Sofðu svo vel í nótt.   

Anna Einarsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir inlitið og kveðjurar

Það skiptir svo sannarlega máli að vera hjá sama teyminu og hjúkrunarfræðingnum, á því er enginn vafi. Það var einstaklega mikill léttir að hitta ,,minn hjúkrunarfræðig" og andlit sem mér þótti vænt um þegar ég mætti á deildina. Skiptir sköpum eins og þú þekkir væntanlega Helena.

Hef nú ekki komist upp á lag með  SuDoKu Sigrún, get vel ímyndað mér að ég gæti stytt mér stundir við slíkar gátur en hef ekki náð þeim, einvhern veginn. Kannski að prófa aftur.Mér líst vel á smásögurnar sem þú ráðleggur mér, ég kíki á bókina og læt þig vita ef ég hef ekki upp á henni. Takk fyrir það.

Reyni mitt besta Sigþóra, það er kannski ekki kominn enn sami krafturin  í mann og síðast, sennilega alltaf erfiðara að klífa fjallið í annað og þriðja sinn en ég ætla mér að paufast þetta, á því er enginn vafi. Svona baráttuvkeðjur eru ómetanlegar. Takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Frábært og mikilvægt að þú sért með sömu hjúkkuna. Hvað verðurðu í margar vikur í geislunum?  Þú ættir að biðja um  gott krem sem gott er að nota fyrir geisla sjúklinga. Þú gætir fengið smá bruna blett eins og eftir sólbruna og þá er gott að eiga gott krem. Þegar stóð til að senda mig í geisla var mér bent á  Aquafor frá Eucerin. Veit ekki hvort það sé til heima.

Það hefur hjálpað mér mikið að skrifa allt niður sem ég ætla að spyrja læknana mína. Þú veist hvernig þetta er þegar maður er komin inn á stofu til þeirra. Allt gengur svo hratt og mikið af upplýsingum og svo margt sem þýtur í gegnum heilabúið

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband