Rússibani

Síðustu sólahringar hafa veirð líkt og rússibani, hér á landi sem utan. Atburðarrásin svo hröð að allar fréttir eru í rau úreltar um leið og þær eru birtar. Finnst Bretar hafa gengið ansi langt í aðgerðum sínum í gær en vissulega má gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir framgöngu sína og klaufaskap (vankunnáttu).   Allar aðgerðir og yfirlýsingar virðast vera með þeim hætti að brugðist er við málum ,,á staðnum". Svo virðist sem stjórnvöld skorti með öllu yfirsýn á málin og engin aðgerðaráætlun tilbúin. Líkt og ráðherrarnir spili af fingrum fram, jafnóðum í eins konar spuna. Skal nokkurn undra þó misskilingur skapist og glundroði?

Ég gruna reyndar Bretana um að ætla að nýta sér aðstæður sínar í botn, ekki síst ráðamenn þjóðarinnar sem virðast vera að leita eftir prikum og rósum í hnappagatið.  Það hafa greinilega fleiri en íslensk stjórnvöld sofið á verðinum og stefnt þjóðarskútunni að feigðarósi.  Við Íslendingar náttúrlega manna fyrstir búnir að finna og skilgreina höfuð andstæðinginn, þ..e Davíð Oddsson. En þó maðurinn búi yfir ótrúlegum kröftum og valdi hef ég ekki trú á því að hann sé yfirnáttúrlegur og starfi af öðrum heimi en almúginn. Það er sama hversu illa okkur er við manninn, það verður ekki hægt að kenna honum um allt misjafnt, t.d.upphlaup forsætis- og utanríkisráðherra Breta.  Það stenst einfaldlega ekki í tíma né rúmi.

Við getum hins vegar kennt Davíð um æði margt, bæði gott og slæmt og það sama á við núverandi ríkisstjórn þó þáttur Sjálfstæðismanna sé öllu meiri en Samfylingamanna. Þeir fyrrnefndu tóku þátt í að færa ríkisbankana í hendur fámennrar auðmannsstéttar fyrir 5-6 árum og vissu alveg í hverju það fólst og hverja rafleiðingarnar yrðu. Leikurinn einmitt til þess gerður. Framsóknarmenn, sem nú berja á klökkir á brjóst sér, komu þar ekki síður að máli. Startegía sem gekk upp og útrásin mikla hófst, bæði meðal banka- og fjaðrfestingafélaga. Gullaldartíð hófst fyrir fáa útvalda. 

Núverandi ríkisstjórn ber ekki síður ábyrgð á núverandi ástandi. Ráðamönnum hennar hefur verið kunnugt um þá þróun sem varð,  í langan tíma. Hefðu getað stöðvað þessa alvarlegu þróun fyrir löngu síðan og þar með bjargað efnahag þjóðarskútunar, en kaus að gera það ekki. Það er ekki fyrr en ytri aðstæður koma til, sem þeir réðu ekki við, að ráðamenn rjúka upp til handa og fóta í hlutverki bjargvættarnins!  Algjör viðsnúningur í hlutverkaleik manna virðist ekki standa í mönnum, Geir á meira segja til að sýna sannfærandi leik á köflum.  Það er sennilga nýnæmi að núverandi forsætisráðherra skuli halda fund með blaða- og fjölmiðlamönnum að lágmarki einu sinni á dag.

Á sama tíma eru óskir stjórnarandstöðunnar virtar að vettugi, hún fær ekki einu sinni að fyljgast með gangi mála nema í gegnum fjölmiðla, líkt og almúginn. Það þarf ekki vitring til að átta sig á ástæðum fyrir slíkri framkomu. Ekki það að stjórnarandstaðan er ekki ýkja hávær, svo sem.

Ég er á þeirri skoðun að núverandi stjórnvöld eigi að klár þessi mál bankanna og koma þeim á réttan kjölinn. Ég óska engum svo illt að þurfa að koma að þeim verkum og axla ábyrgð. Því er rétt að ríkisstjórn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar ljúki þessu ferli og víki síðan. Varanlega, allir sem einn. Það er of auðveld undankoma að sleppa í gegnum þetta á töfrateppi.

Nú, á meðan ússibanaferða þjóðarinnar stóð í gær, átti ég sennilega einn hinn besta dag minn svo mánuðum skipti hvað varðar heilsufarið. Var reyndar bévíti slæm af mínum verkjum og draugaverkjum í morgunsári en tók ráðlagðan skammt af lyfjum sem nýbúið var að auka við mig og mér fannst himinnhár.  Hafði ekki ætlað mér að gera það, þessi hækkun svona helst til of mikil fyrir minn smekk en neyðin kennir naktri konu að spinna, stendur einhvers staðar og því lét ég mig hafa þetta enda undirbúningur fyrir geisla og einhverjar leikfmisæfingar framundan. Í stuttu máli græddi ég vel á þeirri ákvörðun. Allt í einu gat ég snúið mér við eins og ekkert var, náði að leggjast á bakið í fyrsta skiptið svo mánuðum skipti, gat klætt mig án þess að vera á öskrinu og sat bein í stólnum. Þvílík  himnasæla og allt þetta án þess að finna svo mikið til og ekki ,,lyfjuð".

Þrátt fyrir að hafa síðan lent í rúmlega 2 klst. langan  flöskuháls í geislaundirbúningunm á LSH, dugði það ekki til að eyðileggja þennan góðan  dag og árangur, svona fram eftir degi.Tók létt spor með moppuna þegar heim var komið og náði að þrífa mesta rykið í kringum mig með tilheyrandi sveiflum. Reyndar dró nú úr kæti minni svona undir kvöldmat í gærkvöldi og var ástandið nokkuð strembið í nótt en þó í áttina. Tók lyfin mín á réttum tíma og í réttu magni, svk. fyrimælum nú í morgunsárið  Ætla mér að láta á það reyna og sjá hverju sú hlýðni skilar mér.

Ætla rétt að vona að gjaldeyrisviðskipti og gengi fari að komast í viðunandi farveg, það er orðið ansi þröngt í búi hjá smáfuglunum í Debrecen og engar mótvægisaðgerðir þar fyrirhugaðar svo ég viti til. Vona að krakkarnir allir nái að þreyja þorran aðeins lengur.

Næsta skrefið er útivera og matarlyst, orðin ansi framlág af vannæringu, eins og doktorinn tók til orða. Einkennilegt hvað allur uppáhaldsmatur er orðinn vondur og klígjuvaldandi. Hef verið salltat- og ostafíkill og sælkeri frá því ég man eftir mér.  Alltaf átt barist við aukakílóin. Nú framkallar mín fyrrum sælkerafæða einungis klígju og ógleði  þannig að frúin er á byrjunarreit að þróa sig áfram á meðan kílóin fljúga af.  Fæturnir eins og sverir rafmagnsstaurar út af vannæringunni þó allt annað hafi rýrnað og sé óðum að hverfa. Myndi sennilega sæma mig vel við hliðina á Kate Moss og stöllum á pallninumW00t Ætla að birgja mig upp af próreinstöngum og einhverju íþróttaglundri sem hlýtur að skila sér fljótt en dýrt er það. Það er lúxus að vera í heilsurækt og átaki, greinilega. Verð bara að læra á nýtt ástand og aðlagast svo ég komi til með að þola meðferðina.  

Á meðan ríkisstjórnin reynir að bjarga því sem bjargað verður, ætlar mín að reyna að bæta sér upp svefnleysi síðustu nætur og verð vonandi í því formi sem ég þarf að vera í til að takast á við verkefni dagsins og útréttingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér allt í haginn í dag mín kæra

kv Sigþóra

Sigþóra (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góðar kveðjur inn í daginn

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gangi þér sem best jákvæða kona.

Kærleikur og ljós til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Brynja skordal

sendi þér kærleiksknús og hef þig í bænum mínum Elskuleg

Brynja skordal, 10.10.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Sigrún Óskars

góða helgi min kæra  

Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

  Takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband