Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hér kemur fréttin

Tek undir með dóttur minni, réttast væri að úthluta superdoktorinum og hans skósveinum smá reit á Norðurpólnum. Þar geta þeir vart skaða aðra en sjálfa sig. Kannski mætti setja þar upp nýlendu fyrir hagsmunapotara í pólitíkinni? Ekki svo galin hugmynd.........

Mér var hugsað til svipaðrar uppákomu í júní 2003 þegar menn ætluðu að skipta um oddvita án þess að þau mál væru rædd innan listans. Sömu menn, sömu áhrif greinilega 

Menn voru enn að brjóta stjórnsýslulögin á síðasta sveitarstjórnarfundi, sátu beggja megin við borðið eins og oft áður, nú í sambandi við reiðvegi og hagsmuni Hestamannafélagsins. Hvenær skyldu menn rísa upp og senda kvörtun til ráðuneytisins? Það aðhefst ekkert í málum nema að til komi kvörtun eða kær.


mbl.is Brestur í meirihlutasamstarfi í Dalabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða brestur meirihlutasamstarf!

Þar kom að því fyrirsjáanlega í minni fyrrum heimabyggð. Ofurlæknirinn og valdamesti maður sveitarfélagsins í víðasta skilningi þessa orðs hefur slitið meirihlutasamstarf við samstarfsaðila sína. Honum hefur þótt sú ákvörðun það léttvæg að hann slítur samstarfinu undir liðnum ,,önnur mál" þannig að einungis útvaldir fengu tækifæri til að undirbúa sig.  Kannast ég eitthvað við þá aðferðafræði? Afdalamennska eða bara framsóknarmennska?

Rök ofurlæknisins fyrir slitum á meirihlutasamstarfinu er fremur léttvæg, samningur á milli lista um skipan sveitastjóra til tveggja ára er runninn út. Oddviti N-listans setti þau skilyrði að loknum síðustu sveitarstjórnakosningum að fá stólinn. Enginn málefnaágreiningur er gefinn upp fyrir þessum slitum sem kemur mér ekkert á óvart. Málið snýst um völd og titla, ekki íbúana, sveitarfélagið né málefni. Ofurlæknirinn toppar svo sjálfan sig með því að segja í viðtali við Skessuhorn að þreifingar séu hafnar við VG en ,,Við munum hins vegar ekkert fara í fýlu þótt hinir flokkarnir semji. Það sem skiptir máli er að áfram verði samstarfsfriður eins og verið hefur"

Bíddu nú við, það hefur ríkt samstarfsfriður. Af hverju þá að slíta þessu samstarfi??  Ái hvað menn eru að skjóta sig í fótinn, báða reyndar.  Hrikalegt að afhjúpa sig með þessum hætti! En engu að síður gott fyrir íbúana að fá staðfestingu á eðli manna. 

Ég get ekki sagt að þessi frétt komi mér á  óvart. Þetta var fyrirsjáanlegt strax í upphafi. Nú er boltinn í höndum VG manna og fróðlegt verður að fylgjast með framgangi mála. Ég veit að þeir voru ekki yfir sig spenntir fyrir núverandi sveitarstjóra. Það er sama við hvorn listan þeir myndu fara í viðræður, þeir geta seint treyst því að heildindi munu verða til staðar.  Samstarf við hvorugan listan yrði aldrei trúverðugt, þeir munu aldrei geta treyst þeim. Endalaus fléttan, kíkuskapurinn og náin  tengsl á milli einstakra fulltrúa H- og N-lista gera samstarf við hvorugan listan fýsilegt.

Fram til þessa hefur þótt sjálfsagt mál að sitja beggja megin við borðið við afgreiðslu ýmissa hagsmunamála sumra sveitarstjórnarmanna, þess vegna allan hringinn. Fráfarandi meirihluti hefur stundað þau stjórnsýslubrot linnulaust síðustu tvö árin. Allt hægt í krafti meirihlutans.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það í umræðunni í minni fyrrum heimabyggð að mikill samstarfsfriður ríki í sveitarstjórn og einhugur. Öll dýrin í skóginum bestu vinir. Það er hið besta mál. En hvernig er þeim frið háttað?  Íbúar hafa margir hverjir bent á það síðustu 2 árin að aldrei hafi verið jafn greinilegar ,,,blokkir" og ,,stéttaskipting" í samfélaginu. Klíkumyndanir aldrei jafn áberandi og nú. Menn finna greinilega fyrir því að vera ekki í réttu klíkunni og kemur það fram í öllum myndum mannlífsins. Hinir útvöldu eru sér á parti þegar kemur að tómstundum, áhugamálum og félagslífi, öðrum ekki hleypt að. ,,Hestamannaklíkan" er við völd, beggja megin við borðið þegar kemur að þeim hagsmunamálum og svona mætti lengi halda áfram að telja. 

Áhrifamenn hafa stundað það að bola þeim úr sveitarfélaginu sem eru þeim lítt þóknanlegir eða ógna þeim á einhvern hátt.  Hafa aðferðir þeirra verið þvílíkar og í anda fornmanna að hinn almenni Íslendingur myndi vart trúa þeim. Það hefur ekki þótt tiltökumál að kjúfa menn í herðar niður, svipta þá ærunni með málatilbúnaði, hvað þá að kippa undan þeim fótunum. Að sama skapi hafa áhrifamenn hyglað ,,sínum mönnum" á allan hugsanlegan hátt. 

Ef mönnum væri alvara með að halda áfram þeim ,,einhug" og innilega samstarfi sem hefur ríkt, þá myndu menn semja um stöðu sveitarstjóra. Ofurlæknirinn myndi sættast að áframhaldandi setu sveitarstjóra. Ef N-listinn vildi tryggja áframhaldandi ,,blómstrandi mannlíf" myndi hann fórna stólnum.  Þannig myndu málefnin og íbúarnir vera í forgangi.

VG  eru í erfiðri oddastöðu. Það er smuga að þeir geti samið með því að vera með skriflegan málefnasamning, niðurnjörvaðan en ekki tryggt að sá samningur myndi halda næstu 2 árin. Réttast væri að láta þá tvo lista sem hafa átt í meirihlutasamstarfi síðustu 2 árin leysa málin og ná síðan sjálfir  yfirburðastöðu í kosningum eftir 2 ár. Enn annar möguleikinn er að efstu menn þeirra lista myndu víkja til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins en ég þykist vita að það muni þeir aldrei gera. 

Hvort skyldi nú ráða á næstu dögum; völd, áhrif og titlatog eða hagsmunir íbúa og sveitarfélagsins? Það verður fróðlegt að fylgjast með, ofurlæknirinn ætti í öllu falli að víkja eftir þessa uppákomu Whistling

Nerd


Þar kom að því

Ég hef verið einn harðasti Eurovison aðdándi frá því að Íslendingar gátu fylgst með keppninni forðum daga. Síðustu árin var mín búin að missa trúna, enda alveg sama hvernig og hvaða lag við sendum, við komumst aldrei í gegnum blokkina.

En nú hafðist það og svei mér ef trúin glæðist ekki aftur. Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig frábærlega vel og það sem meira er, þau virtust njóta þess í botn að vera á sviðinu. Vissi um raddstyrk Regínu fyrir en svakalega er  Friðrik Ómar góður söngvari líka. Mér finnst hann svolítið falin perla hjá okkur Íslendingum.

Í öllu falli verður fylgst með á laugardaginn, í fyrsta sinn í 3-4 ár. Ég bíð spennt. Til hamningju Euroband! 

 

Regína og Friðrík


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk það í bakið

Búin að hitta minn sjúkraþjálfara sem fór ekki beint mjúkum höndum um þá gömlu. Fékk staðreyndir umbúðalaust; búin að sitja of mikið við tölvuna í staðinn fyrir að vera rúmliggjandi drottning. Vökvasöfnunin þvílík að viðkomandi hafði ekki séð annað og eins.Tefur fyrir gróanda og nýmyndun beins. Hef svo sem orðið vör við þetta sjálf og hefði mátt vita betur. Hef ekki verið á fullum dampi upp á síðkastið, ekki verið fær um það. En er það ekki svo að maður vill klára hlutina sjálfur?? Erum við ekki öll þannig að vilja standa í lappirnar fram í rauðan............?

Hef reyndar fengið fleira í bakið á mér, ekki verið að gæta þess að hafa ,,back up" fyrir öll skjöl í tölvunni og annað sem tilheyrir mínu starfi. Tekur mikið pláss í tölvunni og treysti of mikið á þetta fyrirbæri. Maður er löngu hættur að hafa bókhald á pappír. Hefndist heldur betur fyrir það á dögunum. Tapaði mikilvægum gögnum og skjölum og næ ekki að kalla þau fram. Var nógu mikið á eftir áætlun fyrir. Hefur þýtt það að ég þurfi að vinna megnið af skjölunum upp á nýtt. Urrrrrrrrrrr, garg og hvæs! Hvernig getur maður endalaust réttlæt þessi álög fyrir öðrum??????

Allt tekur á enda, það gera þessi vandamál einnig. Get ekki beðið. Það verður mitt fyrsta verk að grafa mig djúpt niður í garðvinnu hér í Selinu og fara að sinna vorverkum um leið og ég fá mitt frelsi.  Mér finnst ég vera komin með vængi eftir að ég gat sest upp í minn bíl og keyrt. Verð hins vegar að kyngja því að lengri ferðir eru ekki raunhæfar ennþá og eins og ég var rækilega minnt á í dag; ég hef verið að vinna gegn batarferlinu sjálf síðustu vikur. Það var smá sjokk að fá það beint í æð. Hef verið að vinna gegn bataferlinu og sjálfri mér  ,,óvart".

Erum við ekki að læra allt lífið? Hvað sem öllu líður þá er augljóst að ég hef ekki enn verið ,,afkukluð". Er enn við sama heygarðshornið þegar kemur að óláni. Kalla eftir breytingu þar á. Electric


Örkönnun

Hafði nægan tíma til að fylgjast með í apóteki Lyf og heilsu í gær. Straumur manna lá inn eins og gengur og óvenju margir voru að kaupa Ibúfen eða Paratabs fannst mér. Þar sem ég var upp við afgreiðsluborðið heyrði ég hvað lyfin kostuðu og mér sundlaði þegar ég heyrði verðin.

Þegar kom að Ibúfen 400 mg töflum kostaði pakkningin, sem ég held að innihaldi 10stk.  rúmar 1300 kr. Ég saup hveljur. Svipað verð var á Paratabsinu, rétt innan við 1300 kr. en pakkningin var með 30 stk. Vá hvað þetta hefur hækkað hugsaði ég með mér og gerði mér svo lítið fyrir og fór inn á vef Lyfjastofnunar í kvöld og kannaði verðið á þessum lyfjum.

Niðurstaðan var lamandi. 30 stk. pakkning af Ibúfen kostar 742 kr. eða 24,73 kr. per töflu. 100 stk, pakkning kostar 805 kr. eða rúmar 8 kr. taflan en einungis  er hægt að fá svo mikið magn í gegnum lyfseðil. Í lausasölu kostar10 stk. pakkning sem sé rúmar 1300 kr. eða meira en 130 kr. taflan.

Þegar ég skoðaði verðið á Paratabs voru niðurstöðurnar ekki síður sláandi, 100 stk. pakkning kostar 486 kr. eða 4,86 kr. hver tafla á móti 40-43 kr. per töflu í lausasölu miðað við 30 stk. pakkningu.

Hjartamagnýl var selt á um 1400 kr.  en ekki veit ég hversu stór sú pakkning var. 100 stk. kosta 1006 kr. eða rúmar 10 kr. stk. skv. upplýsingum hjá Lyfjastofnun

Það ríkir frjáls álagning hjá lyfsölunum á lausasölulyfjum sýnist mér og það sem meira er, það virðist engin samkeppni. Ansi er ég hrædd um að samráð sé víðar en hjá olíufélögunum. Mig skal ekki undra þó vel gangi í lyfjabransanum, álagningin er sviívirðileg, alla vega þegar kemur að lausasölulyfjum.  Hef þó tekið eftir umtalsverðum verðmun á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.

Þar sem ekki er um sama magn í þeim pakkningum sem ég skoðaði get ég ekki reiknað út álagninguna en hver maður sér að hún er stjarnfræðileg. Eina vitið er að leggja á sig ferð til læknis og biðja um lyfseðil með meira magni en selt er án lyfseðils til að gera hagkvæmari kaup, þurfi fólk á vægum bólgueyðandi og verkjalyfjum að halda.

Hvernig skyldi málum vera háttað með væg sterakrem, sveppalyf og nikotínlyf? Fólk verður að fara að meira á varðbergi, þetta er ekki hægt.  Lyfsölur selja t.d hóstamixtúrur í lítratali þegar pestar eru að hrjá landan sem eiga að vera slímlosandi svo ekki sé minnst á hóstastillandi. En eins og einn ,,frómur" læknir sagði við mig forðum daga þá virka það glundur ekki neitt, eina lyfið sem slær á hósta t.d. er kódein.  Trúin flytur hins vegar fjöll.

Fáið ykkur lyfseðil hjá læknum ykkar þegar þess er þörf og forðist lausasölulyfin eins og heitan eldinn,  esskurnar... Heart


Ekki í lagi!

Ástandið hríðversnandi fer hér á landi og lífskjörin versna og versna. Þegar maður heldur að þeim geti ekki versnað meir, versna þau.  Nýjasta hækkun eldsneytisverðs var birt á visir.is. og á ég ekki til orð.  Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Eldsneytisverð hjá N1 var hækkað fyrir stundu og kostar lítri af bensíni þar nú 158,9kr/l r en díselolíu 171,9 kr/l  miðað við sjálfsafgreiðslu". Menn birta ekki einu sinni tölur með þjónustu.

Eru svo menn undrandi á mótmælum vöruflutningabifreiðastjóra o.fl. í þeim geiranum? Þeir eru þó þeir einu í landinu sem mótmæla þessum hækkunum, það heyrist ekki boffs í öðrum neytendum! Skal hér ekki lagt mat á það hvort þeirra aðferðir séu hinar einu réttu en þeir hafa þó sýnt viðleitni.

Þjóðin sefur einhverjum Þyrnirósasvefni eða komin í það ástand sem kallað er ,,lært úrræðaleysi" sem felst í grófum dráttum í því að  þegar ekkert er hægt að gera, er gefist upp. Menn lympast niður og hreyfast ekki. Jarðskjálfti myndi ekki hagga mönnum. Ekki einu sinni fjölmiðlar ranka við sér. 

Mig skal ekki undra þó Samfylkingin hafi fundið sig knúna til að beina athygli þjóðarinnar frá þessum staðreyndum sem  og öðrum og færa þjóðinni ,,gleðifréttir".  Einkennilegt að á bak við yfirlýsingarnar liggur ekkert frumvarp til breytinga á eftirlaunafrumvarpinu fræga og þingi að ljúka innan skamms. Það svínvirkar greinilega, það heyrist ekki hljóð úr horni, menn eru búnir að gefast upp.

Ég var uggandi þegar Sjálfstæðismenn og Samfylking mynduðu ríkisstjórn á sínum tíma. Það hefur sýnt sig að sá ótti var á rökum reistur. Á meðan þeir fyrrnefndu einkavæða og tryggja hagsmunaaðilum ótakmarkaðan gróða og búsæld, hafa þeir síðarnefndu vappað um allan heiminn í því skyni að bjarga honum. Hugsjónin, stefnan og kosningaloforðin fóru fyrir lítið; stólana, titlana og ,,völdin" sem í raun eru engin. Titlar og embætti greinilega mikils virði.

Það hlýtur hver maður með meðvitund að sjá hvert stefnir. Þingvallastjórnin hefur þegar komist á blað sögunnar og spái ég því að störf hennar verði notuð sem kennslubókar´- og raundæmi í stjórnsýslufræðum um heim allan.

Og hún er rétt að byrja, 3 ár eftir af starfstíma hennar.................  

disaster

 

 

 

 

 

 

 

 Hvernig var kenningin um strútskheilkennið"?


mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarmálin

Mikið skelfing er mér farið að leiðast umfjöllunin um borgarmálin. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað, fer á netið eða hlustar á fréttir, alltaf er umjföllun um borgarstjóra og/eða nýja borgarstjórnarmeirihlutan. Síðustu dagana er ekki rætt um annað en ráðningu Jakobs Frímannssonar. 

Það vill svo til að ég hef ekki nokkra einustu trú á þessum meirihluta og tel borgarstjóran of ,,brothættan" í þessu samstarfi. Fannst aðdragandinn ekki til þess að auka hróður hans né heldur Sjálfstæðismanna. Hins vegar er þetta meirihlutasamstarf staðreynd og menn verða að fara að skapa einhvern frið í borginni. Mér leiðist Stuðmaðurinn en ég get ekki gagnrýnt störf hans því ég þekki þau ekki. Það sama gildir með borgarstjóran, ég þekki hans störf ekkert en mér finnst hann ekki koma nógu vel fyrir, alltaf í varnarstöðu sem er kannski ekki óeðlilegt en kemur mér spánskt fyrir sjónir. Menn verða að hafa breitt bak í pókitíkinni en hins vegar fær maðurinn ansi harkalega meðferð. Þó þetta sé mín skoðun dugar hún ekki til þess að  ég flauti manninn algjörlega út af borðum og hlaupi á eftir dómum annarra. Ég vil fá að dæma menn sjálf á eigin forsendum og reynslu, ekki annarra. 

Ekki get ég sagt að mér hugnist þessi ráðning Stuðmannsins en hafa verður í huga að það hefur ævinlega tíðkast að pólitíkusar ráði til sín þá einstaklinga sem þeir treysta best til að koma þeirra málum í gegn. Pólitíkusar hafa ekki tök á því að sinna skyldum sínum og vinna sínum málum brautargengi á sama tíma, til þess vantar fleiri klukkutíma í sólahringinn. Á margan hátt er þetta fyrirkomulag skiljanlegt, ekki síst ef að koma á tilteknum verkefnum í verk á afmörkuðum tíma.

Strangt til tekið er ekkert athugavert við þessa ráðningu, það er ekki nauðsynlegt að auglýsa tímabundið starf sem hugsað er til skemmri tíma en 1 ár. Borgarstjóranum virðist heldur ekki veita af því að fá allan þann stuðning sem hægt er þennan tíma sem hann á eftir að sitja í borgarstjórastólnum. Baklandið er fámennt. Fordæmi eru fyrir stöðu Stuðmannsins.  Margur forrennari hans sem og ráðherrar og aðrir ráðamenn hafa stundað álíka mannaráðningar í gegnum tíðina sem oft hafa kallað á viðbrögð en mér finnst keyra um þverbak núna.

Mér segir svo hugur að það skipti ekki máli hvað borgarstjórinn og meirihlutinn munu segja og gera, allt verður tekið til umfjöllunnar og það á neikvæðu nótunum, ýmist með réttu eða ekki. Fjölmiðlar hafa sýnt að þeir eru þriðja valdið í þjóðfélaginu sem hefur bæði kosti og galla. Spurning um lýðræði í þeirra vinnubrögðum þar sem sumum er hampað og öðrum ekki.

Menn verða að gæta sín þegar kemur að gagnrýni á pólitíska andstæðinga, hún þarf að vera málefnaleg og laus við skítkast og persónuníð. Ég er innilega sammála stórum hluta þeirrar gagnrýni sem hefur komið fram á hinn nýja meirihluta borgarstjórnar en mér líki ekki framsetning hennar oft á tíðum. 

Þeir sem verða undir í pólitíkinni verða auðvitað sárir og svekktir, það sjáum við best hér í borginni.  Það sama er uppi á teningnum í Bolungarvík þar sem meirihlutasamstarf slitnaði fyrir nokkru, nýr meirhluti myndaður og annar bæjarstjóri ráðinn. Eðlilega bregðast menn við undir slíkum kringumstæðum en fyrr má nú rota en dauðrota. Af viðbröðgum sumra mætti halda að slík uppákoma sé sú fyrsta í sögunni, svo mikil er dramatíkin. Reynslan sýnir það hins vegar að dramatík, skítkast og níð skilar sér ekki með auknum fjölda atkvæða í næstu kosningum.

Mér finnst alla vega komið nóg af þeirri umfjöllun sem dynur yfir manni nótt og dag í fjölmiðlum, kalla eftir málefnalegri gagnrýni og eftirfylgni á störfum borgarstjórnar. Það eru 2 ár eftir af kjörtímabilinu og ef að umjföllunin verður óbreytt allan þann tíma er hægt að ganga að því vísu að borgarbúar sitji heima í næstu sveitarstjórnarkosningum og láti ekki sjá sig á kjörstað. 

Rakst á frábæran pistil hjá Þorsteini bloggvini mínum í kvöld sem segir allt sem þarf að segja um  mannorðsmorðingja. Set slóðina hér inn og hvet alla til að lesa hann yfir. Vona að hann fyrirgefi mér framhleypni mína en ég stenst ekki mátið. 

http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/534386/#comment1369648 

 

 


mbl.is Segir aðstoðarmann borgarstjóra biðjast vægðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er ómissandi

Ég verð að kyngja því að ég er ekki ómissandi, auðvitað fékk Katan sína flottu afmælistertu í dag og gjöf við hæfi. InLove

Kata og slaufa perla diönudóttir

 

 

 

Þetta ku vera Slaufa Perla Díönudóttir 

 

 

 

 

 

afmæli kötu 2008

 

 Kári sambýlingur bakað þessi flottu tertu, Wizard

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sé, fékk bæði pakka og köku. Móðurhjartanu léttInLove


Einkennileg ,,Ella"

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins haggast ekki á meðan fylgi samstarfsflokka hans í gegnum tíðina lækkar? Framsóknarflokkurinn galt afhroð eftir samstarfið við Sjálfstæðismenn og núna dalar fylgi Samfylkingarmanna. Ekki það að það komi mér á óvart, Samfylkingarmenn eru ekki raunveruleikatengdir hér heima og taka bókstaflega engan þátt í málefnum þjóðarinnar, að undanskildum utanríkismálum og málefnum öryggisráðsins.

Við hljótum að túlka þessar niðurstöður sem svo að landinn sé hæstánægður með störf Sjálfstæðismanna.  Meiri hluti þjóðarinnar virðist sáttur við óðaverðbólguna og núverandi efnhagsástand, einkavæðinguna og þverrandi lýðræði. 

Ég tilheyri ekki þeim hópi mannaW00t


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða skilar sér

Er mjög sátt við þessar málalyktir. Hjó sérstaklega að í nýrri samninganefnd eru 2 fulltrúar hjúkrunarfræðingar, tveir tilnefndir af stjórnendum og einn oddamaður  frá ráðuneytinu. Þar með vonandi búið að byggja upp trúverðugleika og traust á milli deiluaðila.

Þessi deila snýst ekki einungis um kjör og laun hjúkrunarfræðinga, hún snýst einnig um öryggi skjólstæðinga okkar. Þrátt fyrir dapra reynslu mína af dvöl minni innan LSH undanfarin ár, hef ég trú á að nú sé vendipunktur og að hjúkrunarfræðingar verði áfram það sem þeir hafa ætíð verið; talsmenn sjúklinga.

Til hamingju stelpur! Það er allt hægt með samstöðunni, þessi árangur blæs krafti í yfirstandandi kjarabaráttu.  Wizard


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband