Örkönnun

Hafði nægan tíma til að fylgjast með í apóteki Lyf og heilsu í gær. Straumur manna lá inn eins og gengur og óvenju margir voru að kaupa Ibúfen eða Paratabs fannst mér. Þar sem ég var upp við afgreiðsluborðið heyrði ég hvað lyfin kostuðu og mér sundlaði þegar ég heyrði verðin.

Þegar kom að Ibúfen 400 mg töflum kostaði pakkningin, sem ég held að innihaldi 10stk.  rúmar 1300 kr. Ég saup hveljur. Svipað verð var á Paratabsinu, rétt innan við 1300 kr. en pakkningin var með 30 stk. Vá hvað þetta hefur hækkað hugsaði ég með mér og gerði mér svo lítið fyrir og fór inn á vef Lyfjastofnunar í kvöld og kannaði verðið á þessum lyfjum.

Niðurstaðan var lamandi. 30 stk. pakkning af Ibúfen kostar 742 kr. eða 24,73 kr. per töflu. 100 stk, pakkning kostar 805 kr. eða rúmar 8 kr. taflan en einungis  er hægt að fá svo mikið magn í gegnum lyfseðil. Í lausasölu kostar10 stk. pakkning sem sé rúmar 1300 kr. eða meira en 130 kr. taflan.

Þegar ég skoðaði verðið á Paratabs voru niðurstöðurnar ekki síður sláandi, 100 stk. pakkning kostar 486 kr. eða 4,86 kr. hver tafla á móti 40-43 kr. per töflu í lausasölu miðað við 30 stk. pakkningu.

Hjartamagnýl var selt á um 1400 kr.  en ekki veit ég hversu stór sú pakkning var. 100 stk. kosta 1006 kr. eða rúmar 10 kr. stk. skv. upplýsingum hjá Lyfjastofnun

Það ríkir frjáls álagning hjá lyfsölunum á lausasölulyfjum sýnist mér og það sem meira er, það virðist engin samkeppni. Ansi er ég hrædd um að samráð sé víðar en hjá olíufélögunum. Mig skal ekki undra þó vel gangi í lyfjabransanum, álagningin er sviívirðileg, alla vega þegar kemur að lausasölulyfjum.  Hef þó tekið eftir umtalsverðum verðmun á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.

Þar sem ekki er um sama magn í þeim pakkningum sem ég skoðaði get ég ekki reiknað út álagninguna en hver maður sér að hún er stjarnfræðileg. Eina vitið er að leggja á sig ferð til læknis og biðja um lyfseðil með meira magni en selt er án lyfseðils til að gera hagkvæmari kaup, þurfi fólk á vægum bólgueyðandi og verkjalyfjum að halda.

Hvernig skyldi málum vera háttað með væg sterakrem, sveppalyf og nikotínlyf? Fólk verður að fara að meira á varðbergi, þetta er ekki hægt.  Lyfsölur selja t.d hóstamixtúrur í lítratali þegar pestar eru að hrjá landan sem eiga að vera slímlosandi svo ekki sé minnst á hóstastillandi. En eins og einn ,,frómur" læknir sagði við mig forðum daga þá virka það glundur ekki neitt, eina lyfið sem slær á hósta t.d. er kódein.  Trúin flytur hins vegar fjöll.

Fáið ykkur lyfseðil hjá læknum ykkar þegar þess er þörf og forðist lausasölulyfin eins og heitan eldinn,  esskurnar... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Okur,okur,okur. Þetta er ólíðandi.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.5.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Já þetta er okur. Takk fyrir þessar ábendingar.

Sigrún Óskars, 15.5.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ættir kannski að fara inn á síðu Dr Gunna með þetta, held að hún sé okur.is

Hér er linkur http://this.is/drgunni/okur.html

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Þorsteini, það er gott að safna svona dæmum saman á einn stað og aldrei að vita nema  eitthvað af  þessum dæmum skili sér í  fjölmiðla.

Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já þetta er andskoti dýrten knús á þig elskan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband