Lífið í Selinu

Fátt eitt drífur á mína daga, grúfi mig yfir próf og verkefni, önnin búin og styttist í útskrift. Er á hraða snigilsins en þetta gengur og mun hafast í tæka tíð. Alltaf svolítill söknuður þegar maður kveður hópinn sinn en minn er að klára. Full ástæða samt til að gleðjast enda finnst mér forréttindi að fá að taka þátt í menntun þeirra. 

Hef auk þess sjálf verið í verkefnavinnu.  Draumarnir snúast um forystu og leiðtoga, stjórntæki hins opinbera enda hundruði blaðsíðna lesnar yfir. Búin með alþjóðavæðingu og  fyrirtækjagreingar en þarf að taka eitt sjúkrapróf í upplýsingatækni. Náði ekki að ljúka öllum verkefnum fyrir annarlok í desember, átti örfá eftir þannig að sumarið fer í það hjá mér. Er þá langt komin með diploma í opinberri stjórnsýslu. Á eftir að ákveða framhaldið. Mér finnst stjórnsýslan feiki skemmtileg en það er alltaf spurning hvort maður leggur á sig erfitt nám eingöngu vegna áhuga. Hingað til hefur aukin menntun ekki skilað mér bættum kjörum.

Það hefur gengið vel hjá krökkunum úti, bæði búin að vera í stífri törn og hlutaprófum. Skólanum lauk í dag, Kata tók 4 hlutapróf, Haffi eitt í gær og annað í dag, fullt stig húsa. Framundan er 10 vikna prófatörn hjá honum en Katan verður búin mikið fyrr, sennilega í byrjun júní. Sleppur við öll lokapróf sem hægt er að fá undanþágu í, fékk nógu hátt í öllum hlutaprófum. Þarf að taka tvö lokapróf sem ekki var hægt að fá undanþágu í. Haffi þarf að taka samtals 9 próf þetta vorið. Ekki veit ég hvernig hann verður að þeim tíma loknum annað en að hann verður þreyttur.

Ég hafði sett mér það markmið að fara út til þeirra í lok maí, sú ferð verður að bíða betri tíma. Fæ ekki fararleyfi út af fætinum. Hann hefst þó vonandi vel við. Enn rúmar 2 vikur þangað til ég má stíga í fótinn. Er farin að beygja hnéð nokkuð vel, á tíma hjá sjúkraþjálfara á mánudag. Þá kemur í ljós hvort ég sé á réttri leið. En ljótur er fóturinn. 

Er orðin viðþolslaus og langar að vera úti í garði enda full þörf á. Hefði viljað þiggja gott boð um að dvelja í sveitinni, hefði ekki slegið hendinni á móti sauðburði sem ég beinlínis dýrka. En ég verð að játa mig sigraða í þeim efnum. Harla ólíklegt að ég geti hökt um úti í fjárhúsum nema að slasa mig,  hvað þá að ég geri  eitthvert gagn.

Er farin að telja niður dagana þangað til ég get mætt til vinnu, er harðákveðin að láta á það reyna um leið og ég má stíga í fótinn. Geri ekki mikið gagn eins og er, en ansi er ég hrædd um að ég þurfi að byggja upp þrek á sem skemmstum tíma. Hef algjörlega tapað því niður.

Framundan er því nóg að gera á öllum vígstöðvum, þannig á það líka að vera. Er virkilega farin að sakna lafði Di, hún hefur aldrei verið svona lengi fjarverandi frá mér þau 10 ár sem hún hefur lifað, blessunin.  Vonandi hitti ég á einhvern sem er á leið vestur sem gæti kippt henni með sér á suðurleið. Ekki endalaust hægt að biðja aðra fyrir hana. Hún er hins vegar í góðum höndum og unir sér örugglega vel í sveitinni, það er ekki málið en fyrir eru all margir hundar og lafðin er ansi dyntótt í umgengni sinni við aðra hunda, hún ræður. 

Las á vef Vísis að stjórnvöld hyggðust breyta Íbúðalánasjóði. Ingibjörg Sólrún og Jóhanna leggja áherslu á félagslegt hlutverk hans. Ætli grunur minn sé á rökum reistur um að bankarnir fái annað hlutverk hans? Nógu bera þeir sig illa, þrátt fyrir milljarða veltu. Það verður spennandi að fylgjast meðWhistling

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Farðu vel með þig, þetta kemur jafnt og þétt.

Varðandi íbúðarlánasjóð er ég efins um að þetta boði gott fyrir landsbyggðina, nánast allar aðgerðir Sjálfstæðisflokks undanfarin ár hafa verið til bölvunar, og þeir sloppið undan skömminni með því að hafa samstarfsflokk til að klína skömminni á.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.5.2008 kl. 02:20

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Guðrún, sjá svar við athugasemd þinni hjá sögu minni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.5.2008 kl. 02:32

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Katan

Hlakka til að koma heim!!!

Katan , 17.5.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 17.5.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Katan

HAHA fyndinn kall hjá Helgu! haha

Katan , 18.5.2008 kl. 07:19

8 Smámynd: Brynja skordal

sendi þér bata kveðjur Elskuleg það er mikið að gera hjá ykkur fjölsk duglegt fólk hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 11:07

9 Smámynd: Sigrún Óskars

  

Sigrún Óskars, 18.5.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband