Fékk það í bakið

Búin að hitta minn sjúkraþjálfara sem fór ekki beint mjúkum höndum um þá gömlu. Fékk staðreyndir umbúðalaust; búin að sitja of mikið við tölvuna í staðinn fyrir að vera rúmliggjandi drottning. Vökvasöfnunin þvílík að viðkomandi hafði ekki séð annað og eins.Tefur fyrir gróanda og nýmyndun beins. Hef svo sem orðið vör við þetta sjálf og hefði mátt vita betur. Hef ekki verið á fullum dampi upp á síðkastið, ekki verið fær um það. En er það ekki svo að maður vill klára hlutina sjálfur?? Erum við ekki öll þannig að vilja standa í lappirnar fram í rauðan............?

Hef reyndar fengið fleira í bakið á mér, ekki verið að gæta þess að hafa ,,back up" fyrir öll skjöl í tölvunni og annað sem tilheyrir mínu starfi. Tekur mikið pláss í tölvunni og treysti of mikið á þetta fyrirbæri. Maður er löngu hættur að hafa bókhald á pappír. Hefndist heldur betur fyrir það á dögunum. Tapaði mikilvægum gögnum og skjölum og næ ekki að kalla þau fram. Var nógu mikið á eftir áætlun fyrir. Hefur þýtt það að ég þurfi að vinna megnið af skjölunum upp á nýtt. Urrrrrrrrrrr, garg og hvæs! Hvernig getur maður endalaust réttlæt þessi álög fyrir öðrum??????

Allt tekur á enda, það gera þessi vandamál einnig. Get ekki beðið. Það verður mitt fyrsta verk að grafa mig djúpt niður í garðvinnu hér í Selinu og fara að sinna vorverkum um leið og ég fá mitt frelsi.  Mér finnst ég vera komin með vængi eftir að ég gat sest upp í minn bíl og keyrt. Verð hins vegar að kyngja því að lengri ferðir eru ekki raunhæfar ennþá og eins og ég var rækilega minnt á í dag; ég hef verið að vinna gegn batarferlinu sjálf síðustu vikur. Það var smá sjokk að fá það beint í æð. Hef verið að vinna gegn bataferlinu og sjálfri mér  ,,óvart".

Erum við ekki að læra allt lífið? Hvað sem öllu líður þá er augljóst að ég hef ekki enn verið ,,afkukluð". Er enn við sama heygarðshornið þegar kemur að óláni. Kalla eftir breytingu þar á. Electric


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Legg ég á og mæli um að þú eigir gott sumar með betri heilsu.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 01:58

2 identicon

Hafðu samband við einhvern sem er mjög flinkur á tölvur. Gæti reddast þannig.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki mikið fyrir að trúa á endurtekið ólán, frekar að maður eigi eitthvað ólært í lífinu og að erfiðleikarnir séu frekar sem námskeið í þeirri kennslu.

Hér er netfangið Guðrún valli57@hotmail.com

Sumar athugasemdir eiga ekki við á opnu netinu, eru kannski um of.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 07:44

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Ásta Björk Solis

godan bata

Ásta Björk Solis, 20.5.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu nú vel með þig Guðrún mín, svo þú getir notið sumarsins betur.

Annars finnst mér slóganið: Take my advise, I don´t use it!, alltaf gott.  Það á örugglega við í mörgum tilvikum.

Sigrún Jónsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Katrín

hello, var aðð reyna að ná í þig í gær.  hafðu samband!

Katrín, 21.5.2008 kl. 11:54

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk öll, hef lítið verið á blogginu, á bólakafi í vinnu og eigin próflestri. Læt í mér heyra fljótlega

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:17

9 Smámynd: Katan

8 dagar!!

Katan , 22.5.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband