Hrakfalllabálkur

Ég hef löngum þótt seinheppin. Systurdóttin mín spurði oft þegar hún var lítil; "undir hvaða óheillasnörnu" ert þú fædd Gunna? Móðir mín heitin lofaði mér því að sú stjarna myndi hverfa þegar ég yrði fimmtug. Nú er að láta á það reyna.

Búin að vera í mesta basli í dag, brjálað að gera varðandi ýmsan undirbúning, á tölvutæku formi, Nota bene! Og hvað gerist? Vinnutölvan hrundi í miðjum klíðum! Ekkert "back up" hjá minni, öll vinnuskjöl og mín vinna læst inni í tölvu sem ekki fer í gang og óvist hvort og þá hvenær þau skjöl verða endurheimt. Áiiiiiiiiii, týpískt ég.

Auðvitað sjálfri mér að kenna, átti að vera búin að hugsa út í það að hafa varan á, gerði það samt ekki. Búinn að koma gamla jálkinum mínum í gang, sá hefur sjálfstæðan vilja. Ótrúlegt hvað orð þurrkast út eða bætast við, án þess að ég biðji um  það. Vista núna  skjalið eftir hverja setningu. Jálkurinn auðvitað barn síns tíma en þó fær um að vista.

Annars mikið búið að ganga á, miklu meira en ég hefði kosið. Alltaf jafnundrandi á því hve mannskepnan er grimm og ég alltaf jafnleitandi yfir svörum; af hverju? Bláeyg frá fæðingu , því  viðhaldið í uppeldinu enda göfugt að dæma engan nema á réttum forsendum, sem enginn hefur í raun. Það hefur lítt breyst þrátt fyrir b Hef nú oft verið kölluð "vælukjóinn" í mínum systkinahóp en ákvað að setja skráp á mig fyrir nokkrum árum. Sjaldan látið það eftir mér að "væla" en svo bregðast krosstré sem önnur. 

Er eignlega búin á því eftir daginn, ótrúlega mikið búið að ganga á og flest fremur neikvætt og niðurrífandi. 


Viðbrögð við greiningu

Mér hefur oft verið hugsað til þeirra viðbragða sem fólk sýnir þegar það greinist með alvarlega sjúkdóma. Hef pælt lengi í þessum málum í mínu starfi og í seinni tíð sem sá sem upplifir slíkt áfall. Menn bregðast auðvitað misjafnlega við en flestir sýna þó ákveðin merki og sama ferlið. Það er eitt að hafa þekkingun á því ferli sem fer af stað við slík áföll og annað að upplifa það sjálfur.

Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er ekki einhver einn stakur viðburður í lífi manns sem líður hjá án þess að hafa áhrif. Að öllu jöfnu er greiningin upphafið af löngu og sársaukafullt ferli sem hefur ekki einungis áhrif á þann sem veikur er heldur og alla sem standa honum nærri. 

Í upphafi verður einstaklingurinn fyrir áfalli og eins konar lostástand kemur upp. Margir upplifa doðatilfinningu, missa hæfnina til að heyra og skilja samhengi og allt rennur út í eitt. Útilokað að meðtaka allt upplýsingaflæðið sem dynur á þeim.  Sumir fyllast vantrú, örvæntingu eða heiftarlegri reiði en jafnvel um leið tómleikatilfinningu og þunglyndi. Í kjölfarið koma gjarnan tilfinningar eins og kvíði og eirðarleysi þannig að viðkomandi eirir ekki við neitt. Líkamleg einkenni geta komið fram eins og hraður hjartsláttur, ógleði og jafvel uppköst. Þetta ástand varir mislengi, allt frá nokkrum sekúndum og upp í klukkustundir. Sumir segjast reyndar ekki upplifa þessa líðan og er það auðvitað einstaklingsbundið.

Næsta skrefið einkennist af miklum tilfinningasveiflum og hinum ýmsum líkamlegu einkennum, það hálfa væri nóg.  Það er öll flóran. Upp eru komnar nýjar aðstæður í lífi viðkomandi sem ógna allri tilverunni og öryggistilfinningu, það er ekki hægt að treysta á neitt. Oft á tíðum er sú tilfinning erfiðari en að takast á við sjúkdóminn. Áhyggjurnar af því sem koma skal og er framundan blossa upp, rannsóknirnar, niðurstöðurnar og meðferðin. Viðkomandi kvíðir fyrir verkjum og vanlíðan og óttast hið óþekkta og ekki síst dauðan. Fæstir eru tilbúnir að horfast í augu við hann.  Nagandi óvissa um afdrif fjölskyldunnar, ekki síst barnanna, um fjárhagsleg áhrif og erfiðleika ætlar viðkomandi lifandi að éta.  

Sumir ná ekki að meðtaka allan pakkan strax og grípa til afneitunar til að verjast sársaukanum. Reiði og sektarkennd koma þarna einnig til sögunnar og reynt er að finna blóraböggul. Þunglyndi er síðan skammt undan sem getur einkennst af söknuði, einsemd og vonleysi. Allt er grátt og engin gleði í lífinu og getur ástandið verið það svart að sjálfsvígshugsanir dúki upp hér. Hughreystandi orð og klapp á öxlina dugar skammt hér. Líkamlegu einkennin magnast; hjartsláttarköstin, herpingurinn í brjóstinu og maganum hausverkurinn, munnþurrkurinn, sviminn, þróttleysið, síðþreytan og nefndu það. Svona getur þetta gengið vikum og mánuðum saman. Einkennin og líðanin versna auðvitað ef fleiri áhyggjur bætast við, það gefur auga leið.

Þetta ástand lýkur þó sem betur fer og tekur enduruppbyggingi síðan við. Loksins. Viðkomandi tekur á þeim málum sem hann var allsendis ófær um áður og  leitast við að koma á jafnvægi í sínu lífi á nýju. Meðferðinni trúlega lokið þegar hér kemur við sögu og jafnvel bjart framundan. En þá gerist það óvænta; depurðin getur helst yfir viðkomandi að nýju, akkúrat þegar allir ganga að því vísu að nú sé allt í lagi. Depurðin kemur því öllum í opna skjöldu enda virðist hún gjörsamlega vera í bullandi mótsögn við gang mála og staðreyndir.  En viðkomandi upplifir það sterkt og veit að ekkert verður eins og áður. Það hefur allt breyst og lífið hefur tekið kúvendingu.

Þetta tímabil einkennist af óeðlilegri þreytu sem er í raun andleg þreyta eftir öll átökin og ósköpin síðustu vikur og mánuði. Það skilja hins vegar fæstir, hvorki sjúklingurinn sjálfur né aðstandendur.  Viðkomandi þorir ekki að trúa á batan enda líkamleg einkenni svo sannarlega til staðar og menn túlka þau að sjálfsögðu á versta veg.  Þó meinið sé farið, standa fyrri heilsufarsvandar nefnilega eftir. Andlegri þreytu fylgja svo líkaleg einkenni sem birtast í ýmsum myndum.

Hringnum er síðan lokað með síðasta stiginu í þessu ferli þegar nýtt jafnvæfi hefur myndast. Mannskepnan leitast nefnilega alltaf við að ná aftur jafnvægi þegar því hefur verið raskað. Þeir sem sleppa í gegn telja sig þroskaðri og reynslunni ríkari, sjónarhornið og viðhorf til lífsins hafa gjörbreyst. Væntingar, forgangsröðun og áherslur verðar aðrar og ekki síst; lífsviljinn er sterkari en nokkurn tíman fyrr. Sumir kúvenda lífi sínu og taka upp breytta siði, aðrir láta gamla drauma rætast o.s.frv.

En órtinn hverfur hins vegar ekki og viðkomandi upplifir trúlega alltaf ákveðið óöryggi. Hann er alltaf á vaktinni, viðbúinn því versta. Hann hefur breyst og verður aldrei eins og áður. Getur sú breyting  verið neikvæð  en sem betur fer oftast jákvæð.  

 



 

 

.


Nýja ríkisstjórnin

Síðustu dagana hefur hin nýja ríkisskjórn verið iðin við að kynna stefnu sína og aðgerðir. Fjármálaráðherra hefur upplýst þjóðina að aldrei hefur staða í ríkisskassanum verið jafn góð og nú, við eru sem sé skuldlaus. Frábærar fréttir ef sannar eru og það hlýtur að vera.

Þó ríkisflokkarnir séu í æpandi mótsögn hvorn við annan í mörgum, ef ekki flestum málum virðast þeir ekki sjá ástæðu til að nýta þessa góðu fjárhagsstöðu ríkisins til að bæta kjör sjúkra, öryrkja og aldraðra. Svo virðist sem þeir sjái enga þörf til þess en enn ein nefndin var skipuð fyrir skömmu til að skoða þau mál.

Flokkarnir virðast þó hafa komið sér saman um það að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi og skal engan undra þegar litið er til þess hver heldur um stjórnartauminn í þeim málaflokki. Heilbrigðisráðherra hefur alla tíð verið hlynntur einkavæðingu enda markaðsmaður mikill. Formaður heilbrigðisnefndar setti á laggirnar einkarekið fyrirtæki fyrir all nokkru  og "leigir" hjúkrunarfræðinga og annað menntað heilbrigðisstarfsfólk til hinna ýmsu stofnana, þ.á.m. til LSH. Hefur reyndar dregið sig úr sviðsljósinu og etv. búin að selja sinn hlut í fyrirtækinu en ég er þó ekki viss um það. Nú LSH hefur keypt þjónustu hjúkrunarfræðinga og nemur kostnaðurinn við þá þjónustu mun meira en greiða þarf opinberum starfsmönnum ríkis. Hjúkrunarfræðingar frá þessu einkarekna fyrirtæki hafa sem sé umtalsvert hærri laun frá sínu fyrirtæki en sá sem er fastráðinn við spítalann og liggur í augum uppi að þessi þjónusta fyrirtækisins er ekki gefin. Nú er LSH búið að segja upp samningum við þetta einkarekna fyrirtæki og hyggst flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga til að manna stöður. 

Gott og vel, hef ekkert á móti erlendum hjúkrunarfræðingum en geri þá skýlausu kröfu um að þeir verði talandi á íslenska tungu. Annað kemur ekki til greina. Nóg er lagt á skjólstæðinga sjúkrahúsanna í öllum þeim hraða, manneklu og "kaosi" svo ekki bætist við samskiptaleysi vegna málleysis. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi leið hjúkrunarstjórnenda LSH verður æði kostnaðarsöm. Hingað koma ekki erlendir hjúkrunarfræðingar nema að einhver gulrót fylgi. Gulrótin hlýtur að felast í fríum ferðum til og frá landi, niðurgreiddu húsnæði, góðum launum og öðrum bytlingum. Svo bætist við kostnaður vegna tungumálakennslu sem líklega verður á vinnutíma. Ofan á þennan kostnað, bætist við aðlögun og starfsþjálfun í nýju starfi og ókunnu landi.

Það er í raun ótrúlegt að fylgjast með úrræðaleysi stjórnenda í þessu tilviki. Lang eðlilegast væri að greiða íslenskum hjúkrunarfræðingum sómasamleg laun, ekki síst til að laða þá mörg hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa sem hafa leitað í önnur störf. Flestir þeirra búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hefur verið æði kostnaðarsamt fyrir stofnanir að tapa.

Heilbrigðisráðherra sér enga ástæðu til að leggja þeim hugmyndum lið er lúta að því að greiða fyrir tímabundið álag. Það eru ekki margir mánuðir síðan hann dásamaði hjúkrunarfræðinga og lækna eftir brunameðferð sína, og tíundar í viðtali að hann hafi orðið var við mikið álag á þessum stéttum sem vinni óeigingjarnt og ómetanlegt starf og bæri að virða sem slíkt. Alveg rétt hjá Gulla.

En nú er Gulli með hugann við annað; hið nýja tvöfalda heilbrigðiskerfi þar sem þeir, sem geta borgað, fá betri þjónustu og njóta forgangs. Búið að vera kappsmál sjálfstæðismanna í mörg ár. Það máttu framsóknarmenn eiga, þeir stóðu í vegi fyrir slíkri þróun þó margir hefðu kosið annað á framsóknarheimilinu.

Hvað segja félagshyggjumenn nú? Þessi stefna algjörega í trússi við gildi félagshyggjunnar.

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er að veita landbyggðamönnum sem búa í sjávarplássum eða öðrum þar sem atvinnuleysi vofir yfir, 200 þús. kr. flutningsstyrk til að flytja til höfuðborgarinnar þar sem vantar fólk til starfa.  Göfug hugsun og kannski logísk eða hvað? Eignir manna sitja eftir, verðlausar, seldar sem sumarbústaðir fyrir slikk og menn byrja með 200 þús, kr í höndunum á nýjum stað. Sú upphæð rétt dugir fyrir flutning á búslóðinni og varla það. Mönnum  er hins vegar lofuð næg atvinna í borginni en það gleymist að hugsa út í þá menntun og reynslu sem menn hafa úr fyrri störfum.  

Ef þessi ríkisstjórn situr nút kjörtímabilið, iggur ljóst fyrir hver þróunin verður. Vestfirðir, Vestmannaeyjar, Snæfellsnesið, Norð-Vesturland og fleiri byggðir verða sumarbústaðabyggðir fyrir auðmennina. Það verður búið að þurrka byggðina út og landmenn búsettir á þremur landssvæðum; á höfðubrogarsvæðinu, Norðurlandi og Austfjörðum. Ríkisstjórnarflokkarnir munu keyra það í gegn á tímabilinu að landið verði eitt kjörvæði þannig að hver heldur sínu sæti enda augljóst að menn nái ekki endurkjöri við óbreytta skipan. 

Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar verður einkarekin, nokkrar stofnanir reknar undir ríki fyrir þá sem ekki getað borgar og heilbrigðisgeirinn orðinn gullnáma fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er kannski orðið tímabært að þeir verði launaðir í samræmi við menntun, þekkingu og ábyrgð en ég hefði viljað sá aðrar leiðir til að ná því markmiði. Hópur öryrkja mun stækka svo um munar því menn munu einfaldlega brotna niður, veikjast og gefast upp við hreppaflutningana.

Þetta kaus þjóðin yfir sig, úfffffffffSick  Eina vonin er sú að mismunandi áherslur ríkisstjórnaflokkanna sem þingmenn þeirra keppast við að kynna í fjölmiðlum, sprengi samstarfið.

Ótrúlegt ábyrgðarleysi að standa að hruni heilu sjávarbyggðana og reyna svo að koma með skyndiplástra  eftir að skaðinn er skeður. Þeir skyndiplástar eru varla með lími og gera því ekkert gagn.  Slíkt getur varla talist vöndu og ábyrg stjórnsýsla og stefnumótun. Nýja ríkisstjórnin hefur fengið falleinkunn hjá mér. 

Bendi á fínan pistil Kristins um nýjastu mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar

http://kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1151

 

 

 

 

 


Fikt

Það borgar sig ekki fyrir "amatöra" að fikta í stjórnborðinu, var að lagfæra síðust færslu og missti hana út. Það er svo sem allt í lagi, öllu verra var með fín comment sem ég fékk. Þau duttu út líka um leið. Þykir mér það leitt og bið hlutaðeigandi afsökunar á klaufaskapnumBlush

Búin að taka á því í dag og náð ansi langt í undirbúning fyrir næstu vikuna. Nú er að fara sinna gestum og gangandi. 


"Puncteruð"

Ein búin á því eftir vikuna, svaf fram að hádegi og hef nákvæmlega ekkert þrek. Er aðeins að skríða saman og byrjuð að taka mig saman í andlitinu. Næsta skref er að koma mér út í búð og síðan er það göngutrúr með hundana. Mín bíður töluverð vinna í sem ég þarf að ljúka í dag og síðan er það undirbúningur fyrir næstu viku. Verð að fara yfir eigin verkferla, er of lengi með verkefnin mín hverju sinni. Allt of lengi. 

Katan heldur að hressast af Salmonellunni, þvílíkt og annað eins að lenda í slíku, ekki síst þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki sjálfgefin. Stelpan allt of lík mömmu sinni, ég hef aldrei sloppið við heiftarlegar sýkingar þegar ég fer út fyrir landssteinana. Verst að hún skuli fá þessi "veikleikagen" frá mér, hefði viljað sjá hana fá eingöngu það sem er gott og nýtilegt. En hún stendur sig eins og hetja.
Er ákveðin í að skreppa til krakkana í miðannarfríinu í október, löng helgi þá og beint flug til Búdapest. Þá fer minni tími í tengiflug og ferðalög. Hlakka mikið til, er eiginlega kolfallin fyrir Debrecen af því sem ég hef séð á myndum og heyrt.

Úff, ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og koma sér af stað. Hressist trúlega þegar líður á daginn, skv. fyrri reynslu. Nenni ekki að vera svona og tími ekki að eyða tímanum í sófanum. Hef lítið annað getað gert í dag en dagurinn ekki búinn. Nú verður tekið á þvíAngry

 


Veikindi í Ungverjalandi

Ferlegt að vera langt í burtu frá ungunum sínum þegar eitthvað bjátar á. Hafsteinn búinn að vera fárveikur í rúma viku með kvef háan hita og önnur "flensueinkenni", heldur að rétta úr kútnum. Sem betur fer var hægt að senda honum einhver lyf. Það er ekki heiglum hent þarna úti, nemendur fara helst ekki til læknis þarna nema á börunum enda til þess ætlast. Harkan sex og þarna verða menn að mæta veikir í skólan, enginn væll  tekinn þar til greina. Ef nemendur skila sér ekki í þá kúrsa þar sem er skyldumæting, þá eru þeir einfaldlega fallnir.

Um leið og Hafsteini fór að skána, hrundi heilsan hjá Katrínu, trúlega Salmonella sýking með tilheyrandi hita og hvimleiðum einkennum. Hugsanlega hægt að kenna svínakjöti þar um. Búin að vera fárveik síðasta sólahringinn með heiftarlega kviðverki m.m. og ekkert lát á einkennum. Harkaði af sér í skólann í gær en koksaði á því morgun og endaði inni hjá ungverskum lækni í dag sem gaf henni sprautu með óskilgreindu efni og haug af töflum, að hennar sögn. Fyrirskipað að éta hrísgrjón, punktur og pasta sem henni fannst í lagi en þá vantaði kanlsykurinn til að setja ofan á hrisgrjónagrautinn. Lítið skárri í kvöld, kviðverkirnir skelfilegir en hitinn eitthvað lækkandi. Úff, nú er erfitt að vera fjarri en þau eru bæði hörkudugleg og hörð af sér. Ég þarf auglsjólega að koma hraðsendingu til krakkanna í einum grænum. Svakalega sakna ég þeirraCrying

Í tilfellum sem þessum sér maður kosti íslenska heilbrigðiskerfisins, þó ég sé dugleg að gagnrýna það. Við búum flest við þau skilyrði að geta sótt sólahringsvakt í læknisþjónustu þó vissulega sé langt að fara hjá sumum. Þarna úti þurfa krakkarnir að vera með alla pappíra á hreinu, annars vísað frá, aðgangur takmarkaður við tiltekinn tíma suma daga vikunnar og sætta sig við að fæstir ungverskir læknar eru talandi á ensku. 

Til að bæta gráu ofan á svart týndist labrador hvolpurinn hennar Kötu í gærkvöldi. Náði að losa sig og stakk af með keðjutaum áfastan og í eftirdragi. Ég fékk hina bestu hreyfingu út úr uppákomunni, hljóp, já ég meina hljóp, um allt hverfið að leita af tíkinni, keyrði eins og óð manneskja um alt án árangurs.  Uppskar hins vegar mæði og tilheyrandi enda ekki í formi. Whistling Ekkert annað í stöðunni en að tilkynna hvarfið; það var lögreglan, hundaeftirlitið, hundahótelið á Leirum sem tekur við óskilahundum og dýraspítalinn í Víðidal sem fær slest slösuð dýr sem finnast. Allir tóku erindinu vel og mér lofað að hringt yrði í mig, ef einhverjar fréttir bærust.

Enginn árangur, ég vakti hálfa nóttina, þóttist heyra gelt og ýlfur hér og þar en aðvitað var það bara vindurinn. Það var framlág Guðrún sem ók upp á Skaga í morgun. Ég tók ekki einu sinni eftir rokinu og fann ekki fyrir vindhviðunum, svo upptekin var ég við að hringja aftur í allar áttir og hugsa. Enginn hafði frétt af tíkinni. Þá fóru að renna á mig tvær grímur, hafði verið nokkuð bjartsýn að einvher hefði fundið tíkina og hýst hana yfir nóttina. Á suðurleið var ekkert enn að frétta, ég barmaði mér og kveinkað sáran við systurson minn sem er í lögreglunni, hann gat auðvitað lítið gert, engin tík í óskilum. Á þessum tímapunkti sá ég tíkina fyrir mér fasta í taumnum einhvers staðar í grindverki eða runnum, handviss um að dagar hennar væru taldir. Allt of kalt úti, hún hefði þetta ekki af.

Úff, það var erfitt að fara heim og bíða þar. Var komin í galla og alles til að leita í nærliggjandi runnum og grindverkum þegar ég verð vör við miða við bréfalúguna en á honum stóð: getur verið að þið hafið týnt gulri labrador tík í gærkvöldi? Unidrritað af nágrönnum sem búa 3 húsum fyrir neðan okkur! Mín ekki lengi að hlaupa til og sækja hana. Þar var hún blessunin í góðu yfirlæti, hjónin höfðu fundið hana í reiðileysi ca. 2 tímum eftir að hún hvarf og ekki vitað um eigandann. Höfðu hringt að Leirum, í lögregluna og upp í Víðidal; enginn kannaðist við týndan hund! En þau fengu einhvern  veginn upplýsingar um eigandan, hana Katarínu; tíkin náttúrlega örmerkt og þannig var hægt að fletta henni upp. Þeim fannst heldur langt í Dalina og því reynt að hafa upp á eigandanum með öðrum hætti, sem tókst.

Ótrúlegt ferli. Boðskapurinn: það virtist ekki virka að tilkynna hvarfið á tíkinni né fundinn á henni, langar boðleiðir og engin tjáskipti á milli vakta/einstaklinga??? Þetta minnir mig á heilbrigðiskerfið á góðri stundu! 

Tíkin fundin, víkur ekki frá mér og ég gat loks sagt krökkunum frá uppákomunni. Erfiðast var að þaga og valda þeim ekki hugarangri, mér leið eins og ég væri að fara á bak við þá. 

Örmagna eftir langan dag, hef varla undan í vinnunni og meðaltími í tölvunni ennþá yfir 12 tímum á dag. Ekki lagaði Perlumálið stöðuna Pinch Bíð spennt eftir helginni, þá get ég sooooooooofið út. Styttist í niðurstöður hjá mér, það virðist óhjákvæmilegt að fá hnút í magann á þeim tímamótum þó ég sé virkilega bjartsýnWink


Hegðun manna

Hegðun manna getur verið margvísleg og stundum óskiljanleg.  Ég hef að undanförnu orðið vitni af svolítið sérstakri hegðun sem varð til þes að ég velti vöngum yfir því hvað bjáti á hjá einstaklingum sem leggja það á sig að reyna að finna öðrum allt til foráttu. Sumir eru þeim ósköpum gæddir að leggja allt í sölurnar til að hrinda "andstæðingi" sínum úr vegi. Á ég þá við þá sem helga sig að því að finna veikleika hjá nánunganum með því að fylgjast svo grannt með honum að hann andi ofan í hálsmálið hjá honum. Allt er túlkað á versta veg og kapp lagt á að leggja gildrur fyrir "andstæðinginn" í þeirri von að hann hrasi og misstígi sig einhvern tíman. Nú, ef ekkert finnst bitastætt sem nota má til að koma höggi á "andstæðinginn" þá verður einfaldlega að búa eitthvað til.

Það hlýtur að taka ómælda orku hjá þeim sem stunda slíkt athæfi, lífið getur vart snúist um annað, svo mikið er álagið og eftirlitið. Sá hinn sami hlýtur að leggjast örmagna til hvílu að kveldi og vakna jafnvel þreyttari að morgni  enda stoppar undirmeðvitundin varla í svefninum sem verður annars í grynnri kantinum. Það má ekki slaka á í uppfinningum og hugmyndaauðgi.  

Oft hef ég verið miður mín út af slíkum einstaklingum en í "nýja" lífinu kýs ég að hafa ríka samúð með slíkum einstaklingum sem hljóta að þjást af mikilli vanlíðan ásamt tilheyrandi kvillum sem fylgja. Sá hinn samir hlýtur að líða illa, stöðugt heltekin af neikvæðum hugsunum og trúlega í vörn gagnvart öllum enda heldur margur mig sig.  Í stað þess að ergja mig á slíkum einstaklingum, kýs ég að senda þeim hlýja strauma, ekki veitir af enda oft um þá að ræða sem hafa þörf fyrir að mála yfir eitthvað hjá sjálfum sér eða láta beita sér fyrir aðra. 

Lífið er of stutt til að eyða tíma í neikvæðar hugsanir og athafnir.   Við eigum að njóta þess, hafa gaman af því sem við erum að kljást við hverju sinni og sleppa því sem er neikvætt og leiðinlegt þegar við höfum val.Wink

 


Mín hetja

Ég hef fylgst með baráttu Gíslínu sem ég hef áður nefnt hér í bloggi mínu og hef komist að þeirri niðurstöðu að hún er mín hetja og fyrimynd. Ótrúlega skörp, með sterkar skoðanir á málum og það sem meira er, hún segir sína meiningu. Óbilandi kjarkur og jákvæðni drífur hana áfram í erfiðri baráttu við krabbamein enda ekki til í hennar kokkabók að gefast upp. Oftar en ekki hefur hún gefið mér heilræði og komið mér niður á jörðina þegar á þarf að halda. 

Ég bíð spennt eftir færslu á bloggi hennar á hverjum degi og það virðist sama hvað á gengur; alltaf sér hún eitthvað jákvætt við stöðuna. Óneitanlega hefur það gerst að ég skammist mín fyrir bölsýnina sem hefur gripið mig á stundum. Það er því henni að þakka að ég lýk alltaf deginum með jákvæðu hugafari; meira að segja brosandi og skiptir þá engu máli hvað hefur gengið á undan. Frásagnargáfa Gíslínu er þvílík að hún fer á kostum og er ekki oft sem ég hlæ ein með sjálfum mér en þeim tilvikum hefur fjölgað, heldur betur.

Eftir að hafa lesið bloggið hennar fór ég að hugsa hvað ég, líkt og fleiri, eyði miklum tíma í að ergja mig á  einhverjum atriðum sem skipta í raun engu máli. Á það bæði við um dægurmálaþrasið, pólitíkina og ýmsa veraldlega hluti. Ég breyti ekki heiminum, pólitíkinni né óvildarmönnum. Ég get hins vegar breytt sjálfri mér og það hefur Gíslína margbent mér á, beint og óbeint. Ég get heldur ekki breytt því liðna, það er farið og kemur aldrei aftur, við það þarf ég að búa og sætta mig við. Það ætla ég líka að gera.

Það er eins og þegar eitt áfall skellur á í minni fjölskyldu, þurfa fleiri að koma í kjölfarið. Framundan erfið barátta hjá bróður mínum. Erfið í þeim skilningi að henni fylgja aukaverkanir sem við þekkjum öll sem höfum farið í gegnum meðferðir og aðgerðir. Ég tel hins vegar hofurnar góðar  miðað við þá vitneskju sem ég hef í dag og veit að afstaða hans til lífsins og jákvæðni munu fleyta honum langt. Það hefur margoft sýnt sig að í baráttunni við erfiða og illkynja sjúkdóma skiptir hugarfarið sköpum og afstaðan til baráttunnar. Þeir eiginleikar hans sem og fjölskyldunnar eiga eftir að auðvelda honum baráttuna. Að fenginni reynslu veit ég að framundan eru erfiðir tímar en sem betur fer ganga þeir yfir og þegar til mikils er að vinna, lætur maður sig hafa ýmislegt. Hugur minn mun verða hjá honum og fjölskyldunni á næstu vikum, vonandi get ég gert eitthvað gagn í baráttu hans.

Þegar fólk með sjúkdóm á háu stigi læknast, er oft engin skýring tiltæk fyrir batanum. Ég tel hugarfarið, jákvæðnina og bjartsýnina gegna þar stóru hlutverki auk fordómaleysis gagnvart óhefðbundnum lækningum og úrræðum. Ég hef óbilandi trú á hetjunni minni og máltækinu; "það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi" og á meðan hann er til staðar er alltaf meðbyr. Ég verð óspar á að hugsa til hennar og senda henni hlýja strauma og baráttukveðjur og ég trúi því að því fleiri sem gera það, því betra.

Ég tel að það sé öllum hollt að staldra aðeins við og meta eigin stöðu og líf betur. Það eru forréttindi að vera heilbrigður en ekki sjálfsagður hlutur.

  


Það hafðist

Náði loksins í skottið á mér, rétt í þessu þannig að vinnuálagið ætti að vera komið á rétt ról. Hefði seint trúað því hvað ég er lítill bógur þegar kemur að úthaldinu. Síðasta helgi fór algjörlega með mig og er í raun ekki búin að ná mér eftir hana. Fékk ég samt gríðalega aðstoð og hjálp, annars hefðu hlutirnir aldrei klárast.

Svo virðist sem ég þurfi að haga mér eins og einhver postulínsdúkka upp í glerskáp til að vera þokkalega verkjastillt. Það hugnast mér afskaplega illa. Ekki það að álagið var svo sem óhóflegt alla síðustu viku en mér gremst hversu lítið ég þoli og hve lengi ég virðist vera að jafna mig eftir álagspunkta. Urrrrrrrrrrr

Út af fyrir sig ætti ég alls ekki að kvarta, ég er orðin vinnufær á ný og það eru FORRÉTTINDI eins og ég hef áður sagt. Það eru ekki allir svo heppnir. Ég hef hins vegar alls ekki sama starfsþrekið og áður. Kannski vegna þess að ég er einungis með annað lungað, örugglega hefur það eitthvað að segja, a.m.k. ennþá þar sem ég hef einfaldlega ekki verið nógu dugleg að þjálfa mig upp. Göngutúrarnir með hundana eru góðir og mér lífsnauðsynlegir en þeir eru ekki nóg. Ég verð að vera duglegri í endurhæfingunni.

Veikindin sem slík tóku gríðalegan toll af heilsufarinu og ég búin að vera lengi veik áður en ég greindist. Var komin með þol gagnvart verkjum og eilífum sýkingum. Maður bölvaði í hljóði og lét sig hafa það að mæta í vinnu, hvernig sem líðanin var og gekk náttúrlega enn frekar á allar orkubirgðir og þrek með því að marg nýta á neyðarrafhlöðurnar.   Þau skipti sem ég fór til læknis var slitgigt kennt um verki og vanlíðan þannig að það var svo sem ekkert annað að gera í stöðunni en að reyna að lifa með verkjunum. Ég sé það betur eftir á hversu mikil heimska þetta var og ætla mér ekki að detta í sama pyttinn aftur. Verð að taka "nótis" af þessum staðreyndum í óþolinmæði minni.

Kosturinn við veikindin felst í reynslunni sem er dýrmæt i leik og starfi. Það sem ekki er síður mikilvæg og jákvæð reynsla er sú staðreynd að nú kann ég að meta lífið betur en áður. Hver dagur hefur meiri þýðingu en áður því lífið er ekkert sjálfgefið. Því á maður að njóta þess og það hef ég loksins lært. Það er ekki þar með sagt að það sé auðvelt að skipta um gír og kúvenda stefnunni. Satt best að segja tekur það á og skiptir þá engu máli þó maður geri sér grein fyrir því að sú kúvending er bæði rétt og nauðsynleg. Ég er ekki frá því að aðlögunarhæfnin gagnvart breytingum minnki með aldrinum eins og reyndar fræðin halda fram, jafnvel þó breytingarnar séu jákvæðar. 

Öll höfum við þær þarfir að ná framgangi í starfi og ná fram markmiðum okkar.  Við þurfum flest að tilheyra einhverjum og gegna ákveðnum hlutverkum í lífinu.  Ræturnar þurfa að liggja einhvers staðar og við þurfum að vera örugg í því umhverfi sem við lifum í. Á mínum aldri eru flestir búnir að ná flestum sínum markmiðum og uppfylla þessar þarfir. Reglulega kemur þó upp þörf fyrir breytingar sem við tökum oftast fagnandi. Ég upplifi mig ennþá bremsunni á grænu ljósi á krossgötunum, er ekki búin að finna mig í breyttu hlutverki sem ég er ekki alveg búin að skilgreina. Ég veit ekki alveg hvert ég vil stefna og hverju ég vil tilheyra. Kaflaskilin augljós og ég fagna þeim. Margt varð að breytast. 

Er ekki frá því að haustinu fylgi svolítið þungar hugsanir og söknuðurinn magnist.  Þau er haustið minn uppáhalds tími. Sorgin gerir eiginlega meira vart við sig og spurningarnar sem eru óteljandi vakna á ný, sumar kröftugri en fyrr.  Þó veit ég vel að sum svörin fæ ég aldrei. Síðasta helgi og vikan þar á eftir reif svolítið upp þessar tilfinningar og erfiða reynslu síðustu ára. Algjörlega eðlilegt ferli en kemur mér alltaf jafnmikið á óvart.Shocking

En áfram held ég auðvitað. Ekkert annað að gera og fagna því að fá tækifæri til að leggja áherslu á aðra þætti en ég hef gert síðustu árin. Það breytir því ekki að breytingar taka áPinch   Þoli ekki að safna verkefnum og þurfa stöðugt að vinna upp á mettíma. Finnst það langt frá því að vera eftirsóknarvert að eyða 2/3 af sólahringnum í vinnu og því verður það eitt það fyrsta sem tekur breytingu. Tímastjórnun, forgangsröðun og val á verkefnum verða endurskoðuð. Hef ótrúlega gaman að vinna en dett alltaf í þá gryfju að taka of mikið að mér. Framkvæmi þá hlutina undir allt of miklu álagi og etv. ekki eins vel og ég vildi. Smátt og smátt hlýt ég að ramba inn á hlutverk mitt, staðsetningu og framtíðarmarkmiðum.

 

 


Laugardagskvöld; enn og aftur

Enn og aftur laugardagskvöld; mér finnst svo ofboðslega stutt síðan það síðast var, þá stödd heima. Margt hefur breyst þá. Brjálað að gera, eiginlega allt of mikið, ég ætla ekki að endurtaka leikinn þó mér finnist rosalega gaman að vinna. Er ekki komin með þrekið sem þarf í 160-170% vinnu, auk þess sem ég er búin að læra það að lífið er ekkert sjálfgefið og það snýst um meira en vinnu; þó hún sé skemmtileg. Sjaldan hefur mér leiðst vinna og oftar en ekki hefur hún stjórnað mér líkt og örðum Íslendingum. Ég viðurkenni að ég þrifst best undir álagi hvort heldur sem það er hjúkrunin eða kennslan.

Ég átti ekki von á því að þessi dagur færi í annað en að sooooooooooofa út í það endalausa. Ég er hins vegar ekkert öðruvísi en meðal "Gunnan"; ég get ekki endalaust legið marflöt. Skrokkurinn segir til um það þannig að ég fór á fætur um hádegið; þá búin að reyna að kúra lengur síðan um kl.10 í morgun. Mér fannst árangurinn góður í þeim efnum en var búin að ætla mér að sofa mun lengur enda nóg af verkefnum og ég  í skuld hvað það varðar.Sleeping

Hef annars verið djúpt hugsi vegna stjórnmálamanns sem ég met mikils. Mér sýnist hann ætla að falla í sömu gryfju og ég og fleiri; þ.e að láta espa sig upp vegna meintrar ósanngirni, sem svo sannarlega getur verið rétt, en af hóp sem er eingöngu tilbúinn til að efla til æsinga en ekki til þess að fylgja sínum manni alla leið. Ég þekki slíkan þrýsting sjálf sem sprettur upp af réttmætum ástæðum en það er ekki sama hvernig maður spilar úr erfiðum málum. Það vill nefnilega svo til að þegar kemur að ögurstudu; stendur maður einn; allir aðrir sem æst hafa upp málin, eru skyndlilega ekki til staðar þegar á reynir. Það er fjandanum erfiðara og sárara. Tilefnið getur verið réttmætt en stuðningurinn hverfull, allir hafa hagsmuni að gæta og þeir fara ekki endilega saman við hagsmuni þess sem hefur kjarkinn til að tjá sig og freista þess að koma "skikkan" á málin.

Ég vona að umræddur stjórnmálamaður hugsi sig vel um áður en hann sker upp herör gagnvart sínu eigin liði.  Í fullri hreinskilni er það þannig að maður stendur einn þegar á hólminn er komið; baklandið sem þrýstir og þrýstir, lætur sig hverfa nema þá aðeins ef viðkomandi er þess meiri leiðtogi og með sannfæringarkraft. Það getur hins vegar verið erfitt meðal bænda og  og búaliðs. þannig er það einfaldlega hversu einkennilegt sem það hljómar.

Pólitiikin er vond tíik, það þekki ég býsna vel sjálf. Menn mana mann og þrýsta á að rjúka upp til handa og fóta, telji þeir aðrir brjóta af sér. Þeir, hinir sömu, eru sjaldnast tiltækir þegar harðbakkan slær þá stendur maður einn enda allir með hagsmuni sem þarf að gæta að. Maður á að vera sjálfum sér trúr og ef kjósendur standa við bak manns, ber manni að vera þeim trúr en að hleypa fjölmiðlum inn í þeim tilgangi að vekja athygli á meintri ósanngirni, kann aldrei góðri lukku að stríða. Aldrei er hægt að teysta á þeirra umfjöllum enda þeirra hlutverk að selja, fyrst og fremst . Skiptir þá engu máli hvort menn selji Skrattanum eigin sál eða einfaldlega sálu sína og aldrei aftur snúið, þeir eru og verða alltaf einir á íssköldum "toppnum" og bláköldum veruleikanum. Þannig getur pólitíkin verið. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband