Nýja ríkisstjórnin

Síðustu dagana hefur hin nýja ríkisskjórn verið iðin við að kynna stefnu sína og aðgerðir. Fjármálaráðherra hefur upplýst þjóðina að aldrei hefur staða í ríkisskassanum verið jafn góð og nú, við eru sem sé skuldlaus. Frábærar fréttir ef sannar eru og það hlýtur að vera.

Þó ríkisflokkarnir séu í æpandi mótsögn hvorn við annan í mörgum, ef ekki flestum málum virðast þeir ekki sjá ástæðu til að nýta þessa góðu fjárhagsstöðu ríkisins til að bæta kjör sjúkra, öryrkja og aldraðra. Svo virðist sem þeir sjái enga þörf til þess en enn ein nefndin var skipuð fyrir skömmu til að skoða þau mál.

Flokkarnir virðast þó hafa komið sér saman um það að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi og skal engan undra þegar litið er til þess hver heldur um stjórnartauminn í þeim málaflokki. Heilbrigðisráðherra hefur alla tíð verið hlynntur einkavæðingu enda markaðsmaður mikill. Formaður heilbrigðisnefndar setti á laggirnar einkarekið fyrirtæki fyrir all nokkru  og "leigir" hjúkrunarfræðinga og annað menntað heilbrigðisstarfsfólk til hinna ýmsu stofnana, þ.á.m. til LSH. Hefur reyndar dregið sig úr sviðsljósinu og etv. búin að selja sinn hlut í fyrirtækinu en ég er þó ekki viss um það. Nú LSH hefur keypt þjónustu hjúkrunarfræðinga og nemur kostnaðurinn við þá þjónustu mun meira en greiða þarf opinberum starfsmönnum ríkis. Hjúkrunarfræðingar frá þessu einkarekna fyrirtæki hafa sem sé umtalsvert hærri laun frá sínu fyrirtæki en sá sem er fastráðinn við spítalann og liggur í augum uppi að þessi þjónusta fyrirtækisins er ekki gefin. Nú er LSH búið að segja upp samningum við þetta einkarekna fyrirtæki og hyggst flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga til að manna stöður. 

Gott og vel, hef ekkert á móti erlendum hjúkrunarfræðingum en geri þá skýlausu kröfu um að þeir verði talandi á íslenska tungu. Annað kemur ekki til greina. Nóg er lagt á skjólstæðinga sjúkrahúsanna í öllum þeim hraða, manneklu og "kaosi" svo ekki bætist við samskiptaleysi vegna málleysis. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi leið hjúkrunarstjórnenda LSH verður æði kostnaðarsöm. Hingað koma ekki erlendir hjúkrunarfræðingar nema að einhver gulrót fylgi. Gulrótin hlýtur að felast í fríum ferðum til og frá landi, niðurgreiddu húsnæði, góðum launum og öðrum bytlingum. Svo bætist við kostnaður vegna tungumálakennslu sem líklega verður á vinnutíma. Ofan á þennan kostnað, bætist við aðlögun og starfsþjálfun í nýju starfi og ókunnu landi.

Það er í raun ótrúlegt að fylgjast með úrræðaleysi stjórnenda í þessu tilviki. Lang eðlilegast væri að greiða íslenskum hjúkrunarfræðingum sómasamleg laun, ekki síst til að laða þá mörg hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa sem hafa leitað í önnur störf. Flestir þeirra búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hefur verið æði kostnaðarsamt fyrir stofnanir að tapa.

Heilbrigðisráðherra sér enga ástæðu til að leggja þeim hugmyndum lið er lúta að því að greiða fyrir tímabundið álag. Það eru ekki margir mánuðir síðan hann dásamaði hjúkrunarfræðinga og lækna eftir brunameðferð sína, og tíundar í viðtali að hann hafi orðið var við mikið álag á þessum stéttum sem vinni óeigingjarnt og ómetanlegt starf og bæri að virða sem slíkt. Alveg rétt hjá Gulla.

En nú er Gulli með hugann við annað; hið nýja tvöfalda heilbrigðiskerfi þar sem þeir, sem geta borgað, fá betri þjónustu og njóta forgangs. Búið að vera kappsmál sjálfstæðismanna í mörg ár. Það máttu framsóknarmenn eiga, þeir stóðu í vegi fyrir slíkri þróun þó margir hefðu kosið annað á framsóknarheimilinu.

Hvað segja félagshyggjumenn nú? Þessi stefna algjörega í trússi við gildi félagshyggjunnar.

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er að veita landbyggðamönnum sem búa í sjávarplássum eða öðrum þar sem atvinnuleysi vofir yfir, 200 þús. kr. flutningsstyrk til að flytja til höfuðborgarinnar þar sem vantar fólk til starfa.  Göfug hugsun og kannski logísk eða hvað? Eignir manna sitja eftir, verðlausar, seldar sem sumarbústaðir fyrir slikk og menn byrja með 200 þús, kr í höndunum á nýjum stað. Sú upphæð rétt dugir fyrir flutning á búslóðinni og varla það. Mönnum  er hins vegar lofuð næg atvinna í borginni en það gleymist að hugsa út í þá menntun og reynslu sem menn hafa úr fyrri störfum.  

Ef þessi ríkisstjórn situr nút kjörtímabilið, iggur ljóst fyrir hver þróunin verður. Vestfirðir, Vestmannaeyjar, Snæfellsnesið, Norð-Vesturland og fleiri byggðir verða sumarbústaðabyggðir fyrir auðmennina. Það verður búið að þurrka byggðina út og landmenn búsettir á þremur landssvæðum; á höfðubrogarsvæðinu, Norðurlandi og Austfjörðum. Ríkisstjórnarflokkarnir munu keyra það í gegn á tímabilinu að landið verði eitt kjörvæði þannig að hver heldur sínu sæti enda augljóst að menn nái ekki endurkjöri við óbreytta skipan. 

Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar verður einkarekin, nokkrar stofnanir reknar undir ríki fyrir þá sem ekki getað borgar og heilbrigðisgeirinn orðinn gullnáma fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er kannski orðið tímabært að þeir verði launaðir í samræmi við menntun, þekkingu og ábyrgð en ég hefði viljað sá aðrar leiðir til að ná því markmiði. Hópur öryrkja mun stækka svo um munar því menn munu einfaldlega brotna niður, veikjast og gefast upp við hreppaflutningana.

Þetta kaus þjóðin yfir sig, úfffffffffSick  Eina vonin er sú að mismunandi áherslur ríkisstjórnaflokkanna sem þingmenn þeirra keppast við að kynna í fjölmiðlum, sprengi samstarfið.

Ótrúlegt ábyrgðarleysi að standa að hruni heilu sjávarbyggðana og reyna svo að koma með skyndiplástra  eftir að skaðinn er skeður. Þeir skyndiplástar eru varla með lími og gera því ekkert gagn.  Slíkt getur varla talist vöndu og ábyrg stjórnsýsla og stefnumótun. Nýja ríkisstjórnin hefur fengið falleinkunn hjá mér. 

Bendi á fínan pistil Kristins um nýjastu mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar

http://kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1151

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Sammála þessu öllu Guðrún Jóna. Pólitíkin er greinilega eitt af þínum áhugamálum. Þú ættir bara að fara á þing, þar vantar svona skörunga eins og þig.

Gíslína Erlendsdóttir, 1.10.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert æðisleg!

Frábært að "heyra" í þér, var farin að sakna þín. Fer beint í heimsókn á síðuna þína.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.10.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband