Á rólinu

Ósköp tíðindalítð héðan af vígstöðvunum. Hef hangið í því að vera rólfær síðustu vikuna, sef eins og mér sé greitt fyrir það í yfirvinnu. Næ illa að sofa á næturnar vegna verkjanna sem þó eru heldur skárri eftir að ég fór að taka allra handa lyfjakokteila til að draga úr þeim.  Er allan daginn að fá mér kríu, ..leggja mig aðeins" klukkutíma hér og klukkutíma þar. Hef reyndar ekkert fyrir því, sest í stól eða í sófan og BANG! Fékk einverjar bév... magapest um helgina og vissi lítið af mér en er öll að koma til.

Mér hefur fundist tíminn fljótur að líða í sumar og haust, þrátt fyrir því að vera heima yfir engu nema sjálfri mér og tíkunm. Síðustu 2 vikurnar hafa þó varla mjakast áfram sem tengist trúlega þeirri staðreynd að ég er orðin ansi þreytt á því að bíða og bíða eftir því að fá botn í mín mál. Unnið er að því í rólegheitunum, allt tekur óratíma. Fer í magspeglun í fyrramálið til að tékka hvort sárið sé ekki gróið. Hef engar áhyggjur af spegluninni, hef ekki tölu yfir það hversu oft ég hef farið þannig ég kvíði engu þar. Hún tekur fljótt af.

Hef meiri áhyggjur af miðvikudeginum en þá er fyrirhuguð ástunga á brjóstholi til að ná sýni frá þeim stað sem einhverjar breytingar virðast vera að láta kræla á sér. Er bókstaflega ,,terrified" með mína nálarfóbíu að fara í ástunguna vakandi. Fannst það þó skárri kostur en berkjuspeglun, mér til sælla minninga haustið 2006. Auðvitað á ég ekki að láta svona en ég þoli ekki nálar, er eins og ósamvinnuýður krakki í þeim efnum. Ég reikna með að ástungan verði gerð í deyfingu, gæfi mikið fyrir létta svæfingu þar, takk fyrir. Mér skilst ég þurfi síðan að liggja eitthvað eftir ástunguna áður en ég fæ að fara heim. Ætli niðurstöðu sé nokkuð að vænta fyrr en eftir viku til tíu daga. Enn meiri bið sem sé en að henni lokinni ætti ég að vita hvað ég er að kljást við. Mér finnst allt þetta hafa verið á hraða sigilsins. Hefði ekki trúað þessu fyrirfram nema að þetta var nákvæmlega eins og fyrir 2 árum. Þá tók greingaferlið rúmar 8 vikur.

Það hefur verið fátt annað í stöðunni en að bíða og bíða, halda geðheilsunni og bölva í hljóði. Sætta sig við ástandið eins og það er. Mér hefur reynst það fjan... töff, vil drífa hlutina af strax, ekki seinna en í gær, þar sem því er komið við. Hef ekki verið það brött að geta haft eitthvað af viti fyrir stafni en held mig alltaf við það markmið að komast út í búð daglega, rétt til að viðra mig og búa mér til erindi út fyrir hússins dyr. Úthaldið býður ekki upp á heimsóknir, verslunarferðir o.s.frv.  Veðrið og kuldinn hafa gert þar strik í reikninginn. Vonandi fer það að skána. Ég skil nú gamla fólkið sem hugsar mikið um veðrið og virðist ekki tala um margt annað. Veðrið hefur nefnilega ekki einungis áhrif á sálartetrið heldur og einnig líkamlega líðan.  ,,Gigtin" versnar svo sannarlega þegar kalt er í veðri o.s.frv.  Ég fann mikin mun á mér úti á Krít í þeim efnum. Mjög notalegt, satt best að segja.

Í öllu falli vona ég að biðtíminn framundan verði styttri en sá sem liðinn er. Þetta er svooooo   drepleiðinlegtCrying  Við eigum gott heilbrigðiskerfi en einhvern veginn virkar það á hraða snigilsins. Ugglaust margar skýringar á því en engu að síður óásættanlegt. 

Reyni að einbeita mér að innanhúss vandræðum og gaurangi hjá ónefndum stjórnmálaflokkunum til að stytta næstu bið. Af nógu er að taka í þeim efnum Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

reyni að senda þér smáorku..........gangi þér vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég hugsa til þín með ást og hlýju elskulegust mín og óska þess að Guðsenglar og allar góðar vættir þig styrkja og vernda og þig líka senda ást og hlýju elsku Guðrún Jóna mínKnús kveðjur á þig mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

gangi allt vel hjá þér á morgun.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 23.9.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Ragnheiður

Guðrún mín, ég vildi óska þess að ég gæti sent þér nálakæruleysið mitt. Ég er svo stálheppin að vera alveg hjartanlega sama um nálarstungur. Annað en mamma sáluga sem var svo slæm að það lá við að þyrfti að mála skotskífu á rassinn á henni og reyna svo að hitta þegar gamla flúði af vettvangi.

Það er vont að vera illa við nálar en fólk getur lítið við því gert. Einbeittu þér að mér á morgun og vittu hvort það hjálpar til, ég skal reyna að standa mína plikt hugarorku megin á meðan

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband