Haustlægðirnar

Mikið skelfing er ég orðin þreytt á eilífu roki, rigningu og leiðindum í veðrinu. Ekki hægt að hafa opna glugga án þess að það hrikti  í kofanum. Tíkurnar á orginu út í það endalausa enda stöðugt að vakta þá gömlu og húsið. Ef ég vissi ekki betur, teldi ég að draugagangur væri hér. Svo mikið gengur á, á köflum.  Ég held að við séum allar komnar með ,,inniveru syndrome" sem einkennist af fúlu skapi og almennum leiðindum.

Magspegluninni var frestað í dag. Þegar ég hafði beðið fram yfir hádegi var ljóst að doktorinn var kallaður á skrðstofu og óvíst um hvenær yrði laus aftur.  Því var ekkert annað að gera en að skríða heim og fara aftur á biðlistan. Get ekki sagt að ég hafi glaðst mikið yfir því.

Er einhvernvegin búin að vera handónýt það restina af deginum, ekki í stuði til að gera nokkurn skapaðan hlut.  Mér finnst biðlundin horfin og úthaldið farið. Hef aldrei þolað óvissu vel, komið mér reyndar á óvart síðustu vikur hvað ég hef látið mig hafa í þeim efnum en nú er það búð'. Búin að halda ró minni ótrúlega þó, miðað við fyrri reynslu í þeim efnum. En nú er einhvern veginn komið nóg, ég get ekki hugsað mér að vera svona deginum lengur. Vil hrista þessi bév... veikindi af mér og urra mig áfram í gegnum lífið. Búin að fá nóg af verkjum, slappleika og sleni. Tipla á tánum með hvað ég get borðað, láta mig hafa óþægindin og kyngja velgjunni.  Óteljandi vandamál hrannast upp með hverjum deginum sem líður sem er óþolandi að geta ekki ráðist í. Kannski ekki svo flókin í eðli sínu en verða það þegar getan er skert og manni er kippt út af atvinnumarkaðinum. 

Leyni því ekki að ég kvíði morgundeginum. Læt eins og smákrakki út af væntanlegri sýnatöku sem verður örugglega ekki neitt, neitt þegar á hólminn er komið en úff! Tilhugsunin er hrikaleg akkúrat núna. Veit að mín bíður viku til tíu daga bið til viðbótar í óvissu, hef ekki hugmynd hvernig ég höndla þá bið. Þolinmæðin svo gjörsamlega á þrotum, finnst ég ekki geta meir. 

Ef ég þekki sjálfa mig rétt, verða þessar hugsanir að baki á morgun og ég tekst á við það sem framundan er. Heilbrigðiskerfið er það seinvirkt að mér finnst að það ætti að beita dagsektum þegar fólk lendir í endalausri bið.  Kannski lausnin sé eftir allt saman einkavæðing og þar með samkeppni.   Ef kerfið væri að virka eðlilega væri ég komin með niðustöður fyrir mörgum vikum síðan og farin að kljást við þekkt vandamál í stað óvissunnar og einkenni hennar. Ég geri mér grein fyrir því að flestir innan kerfisins gera sitt besta en hafa takmörkuð úrræði úr að moða. Það strandar á pólitískum vilja, að mínu mati.

Nóg af þeim vangaveltum, ekkert annað en að koma sér í koju með mitt fúla skap.  Sofa það úr mér. Geri ráð fyrir áframhaldandi haustlægðum með tilheyrandi þannig að ég læt mig ekki dreyma um breytingar þar, einungis breytingar á því syndromi sem er að angra mig og ferfætlingana hér. Á morgun kemur nýr dagur......

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég er sjálf óskalega löt og þreytt í svona veðri......  Guðrún við vonum það besta með morgundaginn.  







Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já við skulum vona það besta elsku Guðrún mínþað er nauðsynlegt að halda í voninaþví hún heldur manni gangandiknús á þig elskulegust og farðu líka mjög vel með þigþú ert Einstök kona og mátt vera stolt með sjálfan þig elskulegust.

Ég leitaði einlægt

 utan sjálfrar mín

 að styrk og trausti

 en það kemur að innan.

Það er þar alla tíð.

ANNA FREUD.

(1895-1982)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.9.2008 kl. 04:29

3 identicon

Komdu bara til Oslo

Her er buid ad vera stafalogn sidastlidna 8 manudi

Sveinn i Oslo (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:43

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Vonandi verdur morgundagurinn betri hja ther vinan.Thu ert svo dugleg ad eg trui bara ekki odru

Ásta Björk Solis, 24.9.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 24.9.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta öll, ég tek þig á orðinu Sveinn!

Heilmikið til í þessar speki Linda, takk fyrir að deila henni með mér

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband