Engir samningar

Það á augljóslega ekki að semja við geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga á LSH. Þetta eru skýr skilaboð sem stjórnendur senda starfsfólki sínu. Hvaða áhrif skyldu þau hafa á aðrar stéttir?

Mér er sem ég sjái stjórnendur breyta vaktarfyrirkomulagi lækna í samræmi við EES samningin og hvíldarákvæðin. Sparnaðurinn myndi vera margfaldur á við sparnað vegna hjúkrunarfræðinganna og geislafræðinganna en trúlega óframkvæmanlegt þar sem fjölga þyrfti stöðugildum umtalsvert. Vaktir lækna fara upp í a.m.k. 36 klst. á sólahring að ég best veit. Trúlega eru sérfræðingarnir á lengri vöktum, þ.á.m. þeir sem starfa við svæfinga- og skurðlækningar.

Hins vegar hlýtur þessi stefna stjórnenda um að virða hvíldarákvæði EES samningsins ná  yfir allar stéttir LSH, engin stétt þar undanskilin.  Það hefur ekki verið gert í þau 12 ár sem liðin eru frá samningum hér á landi, vaktavinna keyrð á undanþágum í heilbrigðisgeiranum, löggæslunni og víðar.

Gæti þessi aðgerð stjórnenda vera liður í því að skapa hagstæð skilyrði fyrir einkavæðingu heilbrigðisráðherra? Domus gæti tekið að sér rekstur röntgendeildar LSH og starfsmannaleigur geta trúlega útvegað hjúkrunarfræðingana. Hvernig ætla þeir að semja við læknana? Bjóða þeim hlut í huganlegu hlutafélagi? Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni. 

Það sem gleymist í umræðinni og hörku í aðgerðum eru skjólstæðingar spítalans, þ.e. landsmenn. Við erum greinilega ekki hátt skrifaðir, öryggi okkar og þjónusta við okkur virðist aukaatriði. Allt snýst þetta um pólitík og völd.W00t


mbl.is Landspítalinn horfir til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei það er augljóst.....dálítið seint að auglýsa eftir fólki frá öðrum löndum.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega, tekur tíma að finna fólk, fá það hingað og koma því inn í stafið + tungumálið. Maður trúir varla þessu ábyrgðarleysi stjórnenda og stjórnvalda.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæl Guðrún Jóna

Fréttir varðandi uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga eru alvarlegar. Undarlegt þykir manni að stjórnvöld láti sig þetta ekkert varða en láta stjórnendur spítalans deila sparnaðinum niður á þennan hátt.

Ungir læknar vinna skv. hvíldarákvæðum ESB, og á LSH safna ungir læknar engum frítökurétt skv. núverandi vaktakerfi. Sérfræðingar eru flestir á bakvaktum nema hvað svæfingarlæknar eru ennþá með bundna vakt í húsi. Læknar á slysa og bráðadeild ganga vaktir líkt og hjúkrunarfræðingar. Læknar safna því litlum frítökurétt eins og málum er háttað nú og því til lítils að breyta vaktafyrirkomulagi þeirra amk til að ná fram sparnaði.

Mbk, Ragnar Ingvarsson formaður félags ungra lækna

Ragnar Freyr Ingvarsson, 28.4.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Næsta skref stjórnvalda, verður eflaust að senda heilbrigðisstéttir á "hlýðninámskeið".  Stéttarfélög verða bönnuð, ameríska módelið verður í hávegum haft, en með stjórnunar stíl STASI.  Þ.e. einkageirinn yfirtekur og lýðurinn skal þegja.

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Ragnar Freyr. Veit að vaktir ykkar hafa löngum verið langar en áttaði mig ekki á því að frítökuréttur ykkar væri svona skertur. Það þykir mér miður.

Tilgangur minn er einungis benda á hversu óframkvæmanlegar þessar breytingar væru, það vantar einfaldlega mannskap til að dekka þær. Gagrýnin beinist því fyrst og fremst að stjórnendum LSH og stórnmálamönnum sem bera fyrir sig hvíldarákvæðum EES samningingsins.

Sammála þér Sigrún,  amersíska módelið er í uppsiglingu hroki stjórnvalda yfirgengilegur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl bloggvina.Heilbrygðisráðherann er háll sem áll.

Guðjón H Finnbogason, 28.4.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband