Helgin liðin

Þá er þessi helgi liðin, finnst hún varla hafa verið neitt, neitt, svo fljót var hún að líða. Mér finnst eins og föstudagur hafi verið í gær. Nóg var sofið alla vega, bæði í gær og í dag. Seint skriðið á fætur í dag og litlu komið í verk af því sem ég ætlaði en eitthvað mjakaðist þó áfram.

Ótrúlegt hvað maður tekur líðan barnanna sinna inn á sig. Kötu líður ekki nógu vel úti, trúlega jók koma mín enn á hennar heimþrá og vanlíðan. Sjálf er ég með herping í maganum og kökkinn í hálsinum.Crying Veit ekki hvernig þetta kemur til með að þróast hjá henni, heimþrá er eðlilegasti hlutur í heimi sem ég þekki mæta vel. Spurningin hins vegar hvernig manni tekst að vinna úr slíkum tilfinningum. Öll upplifum við slíkar tilfinningar á lífsleiðinni og stundum bera þær manni ofurliði. Þá er ekkert annað að gera en að bregðast við þeim og vinna sig út úr málum. Oftar en ekki upplifði ég það að vilja hætta í því sem ég tók mér fyrir hendur á sínum tíma og þá var það móðir mín sem stappaði í mér stálinu.  Það er ansi oft sem ég hugsa til hennar og sakna þess að geta ekki fengið góð ráð.  

Annast finnst mér þetta líf vera býsna töff. Er orðin langþreytt á vonbrigðum, basli og mótlæti.  Þegar einu lýkur, tekur annað við. Auðvitað það ferli sem allir upplifa en í mismiklum mæli. Stundum langar mig að flýja þetta basl og byrja upp á nýtt einhvers staðar úti í buskanum í einskins manns landi. Týpísk flóttaviðbrögð sem sæmir ekki konu á mínum aldri en engu að síður hvarflar þessi hugsun oft að mér. 

Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim, það vitum við öll. Auðvitað tökumst við á þessa erfiðleika eins og aðra, þrekið gagnvart mótlæti hefur hins vegar dvínað hjá mér, það finn ég vel. Í öllu falli verð ég að fara vinna mig betur út úr hlutum og herða leitina af sjálfri mér. Það er hundleiðinlegt að vera fastur í einhverju fari sem maður vill ekki vera í og reyna að hjakka árangurslaust upp úr hjólförunum.  Skelfing er ég orðin leið á því, í öllu falli, þetta gengur ekki lengur. Maður lufsast í gegnum dagana og vikurnar sem eru fremur gleðisnauðar, af gömlum vana. Whistling

Þeir eru til sem hafa ýmislegt á samviskunni og ég mun seint fyrirgefa böðlum mínum sem hafa haft nánast rústað lífi okkar um tíma, þessarar litlu fjölskyldu. Ég upplifi mun meiri biturleika nú en nokkurn tíman fyrr, hætt að vera sár og brotin, er fremur reið. Ekki það að reiðin er vond tilfinning en hún er skárri en sársaukinn og vonbrigðin og gefur manni aukinn baráttukraft. Aðallega reið fyrir hönd fjölskyldunnar minnar sem engum gerði neitt. Hugurinn hefur reikað til þeirra þöglu áhorfenda sem stóðu til hliðar og gerðu í rauninni ekki neitt á meðan böðlarnir hömuðust á mér og mínum. Voru þeir eitthvað skárri? Það er alla vega deginum ljósar að við eigum langt í land með að vinna okkur út úr afleiðingum síðustu ára. Við erum einfaldlega skemmd eftir harkalega reynslu og sálartetrið er eftir því. Hvernig má annað vera? Það kemur mér hins vegar á óvart hversu þessar tilfinningar og hugsanir hafa sótt á mig að undanförnu en veit að þær eru komnar til vegna þeirra kaflaskila sem eru í mínu lífi.

Þessar hugsanir líða hjá eins og annað og maður mætir daglegu lífi eins og það er. Við erum ekki þekkt fyrir að gefast upp þessi litla fjölskylda en sumir dagar  eru dimmari en aðrir og verstir þegar börnin mín finna til eða líður illa. Kata hefur fundið meira fyrir mótlætinu en Haffi þar sem hún var meira á staðnum þegar það gekk yfir, veikindin mín bitnuðu þ.a.l. meira á henni en ella. Skal nokkurn undra að hún eigi erfiða daga. Þrátt fyrir allt er hún ótrúlegur stuðpúði og fljót að sjá jákvæðu hliðarnar í flestum aðstæðum. Vona að hún fái styrk til að komast yfir sína vondu daga.InLove

Heimurinn er fullur af vondu fólki og leiðinlegu. Okkar er að greina þá einstaklinga úr og sniðganga þá. Í öllu falli að hleypa þeim ekki inn í líf okkar til að valda usla og skaða. Þeir eru til sem eru það góðir leikarar að ekki er hægt að sjá í gegnum þá fyrr en um seinan. Því oftar sem maður lendir í slíkri reynslu, þeim mun tortryggnari verður maður í vali á sínum viðmælendum. Auðvitað á maður ekki að dæma alla eftir nokkrum svörtum sauðum en eðlishvötin er sú að vera varkár og taka sér lengri tíma en ella. Pinch

Við höldum áfram að urra okkur í gegnum lífið enda til mikils að vinna. Smátt og smátt verður ástandið betra og við sáttari við okkar hlutskipti. Við höfum oftast val um það hvert við viljum stefna og hvernig. Mestu skiptir að vanda valið vel og gefa sér góðan tíma. Öll él stytta upp um síðir, það er á hreinu og alltaf kemur sólin upp að nýju. Wizard Mikilvægast er að setja sér raunhæf markmið og finna leiðir til að ná þeim.  Það að hafa eitthvað til að stefna að, gefur manni kraftinn til að sigrast á mótlætinu. Við eigum að læra af reynslunni. Hins vegar hefur oft verið sagt um mig að ég sé "late bloomer" og eru það orð að sönnu. Læri seint af reynslunni og dett oft í sama pyttinn. Er smám saman að breyta áherslunum í lífinu og finna því nýjan farveg þó hægt gangi.  Allt hefst þetta með tíð og tíma, einhvern tíman lýkur uppgjörinu. Við klárum okkur í gegnum þetta tímabil, ég og mín litla fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrun min gæti ekki verið meira sammala þer þetta er nakvæmlega eins og eg hefði sagt það.Kærar kveðjur hafðu það gott og farðu varlega með þig

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:10

2 identicon

Sæl,ég kíki gjarnan á skrifin þín og fylgist með hvernig gengur. Kata þín var mitt uppáhald á Droplaugarstöðum. Það var mjög gott að hafa hana á vakt því hún er svo lífsglöð í eðlinu. Hún var alltaf kát,dugleg og mjög hugulsöm miðað við ungan aldur. Hún mun spjara sig. Ég veit hún hefur áhyggjur af þér. Tala svo ekki um að Kata talar íslensku en það tungumál er að hverfa á Dropanum. Ég er hætt þar gaf upp ´þá ástæðu að eg tala ekki pólsku sem er aðaltungumál Dr. Blessað gamla fólkið okkar. Skilaðu kveðju til K og gangi þér allt í haginn. Mbk.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir þetta báðar tvær.

Frábært að "heyra" í þér Hólmdís. Er mjög stolt af framgöngu þinni um daginn, löngu orðið tímabært að vekja athygli á aðstöðu eldri borgara á Droplauagstöðum, fæðinu og málleysinu. Ég hætti m.a. vegna þessa, líkt og þú. Það er erfitt að taka þátt í ummönnun sem ekki er fullnægjandi og vonlaust ef maður fær engu breytt. 

Það vill svo til að þú varst uppáhalds hjúkrunarfærðingurinn hennar Kötu, leynt og ljóst og þið augljóslega náðuð vel saman

Gangi þér sem best, ótrúlega gaman að þú skyldir kvitta. Kata er með bloggsíðu:

katan.bloggar.is. Henni myndi ekki leiðast að heyra frá þér

Bkv. Guðrún Jóna 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:12

4 identicon

Takk,takk. Er búin að kíkja á síðuna hennar Kötu. Hún hefur bróður sinn hjá sér sem er gott mál.Fyrstu   mánuðirnir eru erfiðastir. Margir íslendingar þarna svo hún ætti að kynnast fólki.  Þetta tekur tíma og þolinmæði. Allt nýtt, umhverfið,fólkið og námið á ensku. Aðstandendafélag Droplaugarstaða og skjóls fóru á fund heilbrigðisnefndar Alþingis að ræða úrbætur á þessum stofnunum en fengu víst lítil svör. En það er gott að þetta er í umræðunni, ég hef fengið mikil viðbrögð. Kveðja Hólmdís sem er að mála fram á nótt.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband