Náði í skottið á mér!

Loksins hafðist að ná í rófuna á mér í uppsafnaðri verkefnavinnu, komin á slétt og "skulda" ekki lengur í þeim efnum. Ótrúleg sælutilfinning, sektarkenndin bókstaflega molnaði niður. Hef nú vaðið fyrir neðan mig og er með "back up" á öllu. Aldrei aftur tölvuslys með fyrrgreindum afleiðingum.

Fja... kaldara núna, náði að komast upp á Skaga á mínum slitnu dekkjum, ekki nokkurt viðlit að fá umfelgun þessa dagana í höfuðborginni, ekki nema að bíða í langri biðröð tímunum saman. Hvorki nenni því né hef tíma, keyri varlega þangað til um hægist. Alltaf sama panicin í höfuðborginni þegar jörðin hvítnar og kólnar.W00t

Er reyndar hörð á því að fá mér negld dekk. Engum hefur tekist að sannfæra mig um að "góð snjódekk" geri sama gagn. Búin að prófa slík dekk sem ég keypti dýrum dómum, var eins og belja á svelli  og þau óbrúkhæf eftir veturinn. Minnir að ég hafi greitt um 70.000 kr. fyrir þau "frábæru" dekk fyrir 2 árum og fann verulega fyrir því. Á meðan ég er í þessari langkeyrslu, verð ég á nelgdum, takk fyrirTounge

Ótrúlega gaman að sjá hvað tíkurnar skemmta sér vel í snjónum, eiginlega of vel því það er svo kalt. Brrrrrrr. Á það sérstaklega við þá yngri sem er að upplifa þessi ósköp í fyrsta skiptið. Mín þarf að vera duglegri að ganga með þær, hef ekki gefið mér mikinn tíma að undanförnu.

Lífið gengur sinn vanagang hér, harla lítið spennó. Vinna og tölvuvinnsla fram yfir kl.23.00 að vanda og ekkert svo sem að því. En er ákveðin í því að minnka aðeins vinnunna, fæ hvort eð er ekkert útborgað þar sem ég lenti í áætlun hjá skattinum. Mig langar að eiga aðeins tíma fyrir sjálfan mig, var að uppgötva það um daginn að ég hef ekki farið í klippingu síðan í byrjun ágúst! Hvað þá annað. Það kom sér vel að ég var ansi stuttklippt þá. Hausinn á mér eins og heysáta núna, hreint skelfileg. Lakkaði á mér neglurnar á leiðinni upp á Skaga í morgun. Líkt og oft áður, tel mig ekki hafa tíma til þess að setjast niður "aðgerðalaus" og dúlla við neglurnar!Shocking Halló!  Klukkurnar klingja á fullu!

Hef ekki farið í eina heimsókn hér á höfuðborgarsvæðinu síðan í ágúst, veit ekki hvernig kvikmyndahús lítur út, hvað þá skemmtistaðir. Var boðið að slást í för með systur minni á Kringlukránna á laugardagskvöld og ég of þreytt til að fara. Haldið að það sé nú! Þvílík vitleysa, það hálfa væri nóg. Ekki það að ég hef svo sem ekki tíma til að láta mér leiðast en finnst þetta engu að síður orðið ansi einhæft og litlaust allt saman. Mál til komið að poppa þessa tilveru eitthvað upp.

Bleik er brugðið þegar ég er hætt að minnast á pólitík. Reyndar finnst mér ekkert spennandi að gerast á þeim vettvangi. Spillingin óbreytt í minni, fyrrum heimabyggð og borin von að það ástand breytist. 'Menn þegja þunnu hljóði á þeim bæ. Hef ekki sett mig inn í málefni borgarinnar, fylgst auðvitað með hneykslinu í OR og eilífum utanlandsferðum ráðherranna. Ingibjörg Sólrún er trúlega búin að flytja lögheimili sitt út úr landi, Össur á fullu í útrásinni fyrir OR, man ekki betur en að þau hafi viljað sparnað í þeim efnum á síðustu kjörtímabilum. Gott ef þau kölluðu slíkar ferðir ekki sukk og svínarí. Kannski eitthvert líf glæðist á næstu vikum á þingi, hver veit. Í öllu falli er tíðindalaust á þeim vígstöðvum, líkt og mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband