Dýraland

Hef ekki haft undan síðustu sólahringana, undirbúningur fyrir kennsluna sem sat á hakanum síðustu vikuna. Hef setið 10-12 klst. á dag í tölvunni við undirbúninginn. Annars frábært að vera komin í mitt umhverfi, hreinlega dýrka það að kenna. Ekki það að mér líður eins í hjúkruninni, ég gæti ekki gert upp á milli. Enda ætla ég mér að stunda hvorutveggja og jafnvel meira, hver veit? Joyful

Önnur verkefni hafa svo sem bæst á mína;  nú er ég ein með 3 tíkur, þ.a tvær sem ekki geta verið saman án þess að til blóðugra slagsmála komi.  Þau mál reyndar í vinnslu, eitthvað er að angra Lady Diönu, aldursforsetan sem stjórnar heimilinu með harðri hendi. Bíð eftir tíma á Dýraspítalanum þar sem framundan er allsherjartékk í svæfingu. Framhaldið ræðst náttúrlega af niðurstöðum.  Ungabarnið á heimilinu;Perla, er greinilega þrælsýkt í hálsi hægra megin og svo virðist sem aðgerð og penecillin sé ekki að virka sem skyldi. Trúlega aðgerð þar framundan, enn og aftur.  Ekki er þjónustan gefin á þeim bænum frekar en með okkur mannfólkið og ekki niðurgreidd með neinum hætti. Hika samt ekki við að gera allt sem hægt er til að koma þeim báðum til heilsu.

Það jákvæða við það að vera ein í "Dýralandi" er það að nú verður mín að standa sig og hreyfa tíkurnar og þar með sjálfa mig.  Auðvitað eftir kúnstarinnar reglum, ekki dugir að fara með þær allar saman og ekki sama hverjar fara í hverja ferð. Á meðan eitt hollið fer, grenjar hitt hástöfum þannig að tekur undir. Bíð eftir því að fá kvörtun frá nágrönnum. Ótrúlega sátt á meðan svo er ekkiWhistling      Í  öllu falli verður mín að fara að hreyfa sig og taka á því. Kominn tími til!  Skondin sjón ábyggilega; að sjá tíkurnar draga mig áfram, móða og másandi. Hef trú á því að þolið komi fljótt með þessu framhaldiCool

Hvað sem öðru líður þá er ég að drukkna úr verkefnum þessa dagana, hef ekki tíma til að vera einmanna og láta mér leiðast. Sakna auðvitað krakkana, ekki síst þegar um hægist  en svo ofboðslega sátt við það sem þau eru að gera að ég gef það ekki að sýta og væla.  Skárra væri það nú! Wink

Hlusta meira á útvarp núna þegar ég er komin í langkeyrsluna í vinnu,.. Hef þungar áhyggjur af afdrifum Íbúðalánasjóðs. Núverandi ráðherra búinn að skipa starfshóp sem á að fjalla um úrræði fyrir þá verst settu og þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð; þ.e. unga fólkið. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hvernig málum yrði háttað gagnvart meðal Jóninum og Gunnu. Mér segi svo hugur að þessi nefndarskipan sé fyrsta skrefið til að leggja Íbúðarlánasjóð niður en eftir standi úrræði fyrir þá verst settu. Aðrir verði að sækja sitt í bankana á "ránsvöxtum".  Vona innilega að mér skjátlist núna í þetta skiltið Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband