Ein í kotinu

Þá er Katan farin, komin til Köben þar sem hún gistir hjá Degi, bekkjarbróður sínum í nótt. Ótrúlega tómlegt í húsinu,  meira að segja tíkurnar í lægð. Á morgun flýgur hún til Búdapest og tekur þaðan bíl til Debrecen sem tekur 2 klst.  Á þriðjudag byrjar skólinn hjá henni og hefst með 2 vikna námi í ungversku.  Hún rúllar því upp, stelpan.

Allt er búið að vera á fleygiferð síðustu dagana. Við mæðgur staðið í stóræðum og tiltektum.  Skvísan var nefnilega með kveðjupartý fyrir vini sína á föstudagskvöld.  Var "grand" á því, grill og guðaveigar í ótakmörkuðu magni.  Mikið fjör og mikið gaman, krakkarnir fóru á kostum, sungu, spiluðu á gítar og ég veit ekki hvað og hvað. Ótrúlega gaman og þeir allir til fyrirmyndar.  Frábær hópur.

Það var því lítið um svefn hjá okkur mæðgum síðustu sólahringana. Lögðum af stað upp á völl upp úr kl. 04 í nótt þannig að ég fór að sofa upp úr kl.08 í morgun.  Hef eiginlega verið að ná mér á strik fram á kvöld og rétt að koma til núna, svona rétt fyrir nóttina. Vorum með gesti um helgina; Hafsteinn bróðir og dóttir hans voru hjá okkur.  Ekki var gestrisinni fyrir að fara hjá okkur er ég hrædd um, orkan fór í annað.  Vona að ég geti bætt þeim þetta upp síðar.

Ég er ofboðslega sátt við ákvörðun Katrínar að drífa sig út, veit að hún á eftir að standa sig vel.  Auðvitað mun ég sakna krakkanna en þegar allt gengur vel og þau að gera það sem þau hafa stefnt að, er tilfinningin öðruvísi.  Hún mun ugglaust upplifa heimþrá og söknuð, ekki síst gagnvart vinum sínum en það kemur alltaf maður í manns stað og það mun örugglega fjölga í vinahópnum. Hún er "svoddan" stuðbolti, skísan og þau reyndar bæði.  Aðalatriðið er að hún gefi þessu tíma og helli sér út í laugina, óhrædd enda vel synd og fiðruðWink

Ég mun hins vegar vera dugleg að heimsækja  krakkana og "skipta mér af" eins og ungamömmu sæmir en þó allt í hófi og í samráði við þauWhistling  Haffinn  á fullu í póflestri fyrir erfðafræði en hann tekur próf í henni í vikunni.  Vona að það gangi allt vel.

Fram undan hjá mér er nóg að gera, meira en nóg, verð trúlega í vandræðum með að ljúka öllum verkum innan tilskilins tímaramma en ætla mér að vera bjartsýn.  Allt skal þetta hafast.  Mér mun alla vega ekki leiðast á næstunni, hef hreinlega ekki tíma til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Mikið ertu góð við krakkana þína, nennir að djamma með þeim líka, það finnst mér frábært. Það geri ég ekki nema þegar við erum í sveitinni. Þú munt rúlla þessum verkefnum upp og ekki leiðast hætishót.  Lífið er rétt að byrja.....aftur.

Gíslína Erlendsdóttir, 27.8.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband