Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afmæliskveðja

Elskuleg systurdóttir mín, Auðbjörg Brynja á afmæli í dag. Ég hefði ekki haft á móti því að ,,skutlast til hennar" í ,,suprise " kaffi en þykir heldur langt á Klaustur fyrir mig eins og staðan er nú hjá mér. Einhvern tíman hefði það ekki verið stórmál en koma tíma, koma ráð. Whistling

Aujan hefur verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar krakkanna frá því hún fæddist. Ég er ekki alveg að kyngja því hve tímin er fljótur að líða.  Hefur áorkað miklu á sinni ævi  og starfar í dag sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir auk þess að vera með sauðfjár- og rófubúskap.  Geri aðrir betur InLove

Elsku Aujan mín, innilegar hamingjuóskir með þrítugsafmælið. Ég er ofboðslega stolt af þér. Þú ert  fágætur gullmoli og átt þér enga líka. InLoveHeart

auka_og_strakarnir_715541.jpg

 

 

 

 

 

Aujan með frumburðinn og tvíburabræður sína

 

 


Afmæliskveðja - ein til viðbótar

Það kemur sér vel að það er hægt að gleðjast yfir einu og öðru þó mótvindur næði hér og þar.

Elsti bróðirinn á afmæli í dag, innilegar hamingjuóskir frá litlu famelíunni.Wizard 

gunnar_ingi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru elstu þrír elstu bræðurnir með foreldrum okkar á sínum æskuárum. Allir eiga það sameiginlegt að þó þeir standi í ströngu, gefast þeir aldrei upp. Eiginleikar sem foreldrar okkar lögðu ekki síst áherslu á í okkar uppeldi en fara gjarnan í taugarnar á einhverjum.

foreldrar_og_brae_urnir_thrir.jpg


Hann á afmæli.........

Kem orðið sjálfri mér á óvart á þessum síðustu og verstu tímum, svei mér þá! Gullfiskaminnið heldur á uppleið, man alla vega afmælisdaga systkina minna.  Næstur í röðinni er Karl bróðir sem á afmæli í dag og er að sjálfsögðu á besta aldri.  Innilegar hamingjuóskir með daginn, bro og bestur kveðjur heim í bæ. Hlýt að ná í gegn þegar um hægist. Við toppum næsta árið.  Wizard

 

lauga_og_kalli.jpg

 


Styttist í gleði

Eftir tæpar 2 klst. lendir frumburðurinn á Keflavíkurfylgvelli. Flaug frá Búdapest í gegnum Köln og er lagður af stað þaðan. Er búin að vera eins og smástelpa að snurfusa og gera klárt fyrir heimkomuna. Lagði þó ekki almennilega í að slá frímerkið fyrir framan húsið í ljósi fyrri reynslu. Hver veit nema að ég geti platað Haffan til þess að gera það á morgun eftir góðan og langan svefn. Hann er ansi langþreyttur vinurinn og verður trúlega nokkurn tíma að líkjast sjálfum sér. 

Allt tilbúið fyrir heimkomuna, stórt lambalæri í ísskápnum. Keypti hressilega inn í dag og rogaðist með pokana sjálf í hús, ekki lítið stolt. Þarf trúlega einhvers konar endurhæfingu í eldamennskunni, hef ekki soðið kartöflur síðan í janúar, hvað þá annað. Katan væntanleg um næstu helgi þannig að brátt verður líf og fjör í kotinu litla. InLove

systkinin   5

Systkinin á síðustu þjóðhátið, hvar annars staðar?

Mig langar ekkert lítið með þeim í ár, komin með fiðring Wizard

 

 

 

 


Afmæliskveðja

Katrín Björg, þessi mikli orkubolti og gleðigjafi á 21. árs afmæli í dag. Mér finnst náttúrlega ekki svona langt síðan þú fæddist en staðreyndirnar tala. Verst að maður skuli eldast jafnhratt og þúTounge

Innilegar hamingjuóskir með daginn, snúllan mín.  Nú er vont að vera fjarri góðu gamni en við bætum það upp, mín kæra. Þigg hið góða boð þitt um pöbbaröltið og tek þig á orðinu.

Katrín Björg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vonandi áttu góðan dag, treysti á súkkulaðiköku frá Kára!

Þú ert langflottustWizard


Brottför

Erfiður dagur, áfram verkir og vanlíðan. Komst ekki í barnaafmæli hjá systursyni mínum, finnst það eiginlega ófyrirgefanlegt. Er heldur skánandi eftir miðnætti.  Krakkarnir ekki of góðir til heilsunnar heldur en af öðrum ástæðum þóWhistling

Styttist í brottför hjá Kötunni, flýgur út til Köben kl. 7.20 þannig að hún verður að vera mætt á völlinn um kl. 5.30. Bíður í Kóngsins Kaupmannahöfn í 8-9 og flýgur þá til Búdapest. Kvöldið hefur tekið á hana, okkur báðar reyndar. Ég hef ætíð átt erfitt með að kveðja, hún virðist líkjast mér í þeim efnum. Auðvitað eigum við ekki að láta svona, stutt í vorið og við hittumst fljótlega aftur. Tíminn líður á ógnarhraða þannig að það verður komið sumar áður en maður veit af. Við erum ekki fyrstu mægður og mæðgin sem eru aðskilin og því síður þau síðustu. Aðskilnaður er hluti af lífinu og hluti af því að fullorðnast.

Ég held að brottförin hefði verið auðveldari fyrir Kötuna ef Haffi hefði farið samferða henni út. Hann getur það ekki, er í rannsóknum og bíður eftir niðurstöðum.  Verður að klára það prógram, ekkert vit í öðru. Hann fer næsta sunnudag á sama tíma ef allt gengur upp. Kata er þó heppin að því leytinu að skólafélagi hennar fer samferða henni út. Veit að allt verður í fínu standi um leið og út er komið. Það er brottförin og það að kveðjast sem fer í hana og migCrying

Við erum sennilega alltof háð hvort öðru þessi litla famelía enda reynt margt saman. Einkennilegt að líta til baka og hugsa um liðna tíð. Mótlætið hefur einhvern veginn verið fylgifiskur okkar lengi og litað okkar tilveru. Við erum vön að þurfa að berjast áfram og oft hefur verið hart í dalnum. Við höfum hins vegar átt okkar gleðistundir sem ber að þakka. Stundum þarf ég að minna sjálfa mig á það. 

Mér finnst reyndar það góð tilfinning hvað krökkunum gengur vel í sínu námi. Þau eru að plumma sig ótrúlega vel og eru sterkir karekterar. Vissulega ólík en samt lík. Ég veit að þau eiga eftir að standa sig frábærlega vel í starfi. Ég mun að sjálfsögðu láta þau snúast í kringum mig og kvabba miskunarlaust í þeim þegar fram í sækir. Er ekki dugleg að fara til læknis, er óttalega sérvitur í þeim efnum. Vil helst sjá um mig sjálf en verð stundum að láta í minni pokan og láta skynsemina ráða. Set öll veikindi á ,,hold" þangað til þau eru komin nógu langt í náminu til að sinna þeirri gömlu.Wizard

Síðustu vikur hafa flogið áfram, búið að vera frábær tími. Komumst ekki yfir allt sem var á dagskránni, verðum bara að gera betur næst í þeim efnum.  Rannsóknir Haffa hafa nokkuð skyggt á seinni hlutan, óvissa er alltaf nagandi en sem betur fer virðist krankleiki hans ekki alvarlegur ef gripið er í taumana tímanlega. Hann er hins vegar hvimleiður og eitthvað sem hann verður að læra að lifa með ef grunur reynist réttur. Reyndar finnst mér komið nóg af brasi hjá okkur, litlu famelíunni.

Ég hlakka a.ö.l. til komandi tíma. Er smátt og smátt að finna mína stefnu, er ekki lengur eins og korktappi úti á sjó. Komin með áttavita um borð og byrjuð á læra á hann þannig að tilveran er ólíkt léttari. Síðustu 2 ár hafa verið erfið, árin þar á undan líka, sífellt hefur fótunum verið kippt undan okkur, allt tekið frá manni, endurtekið. En við stöndum alltaf upp aftur, byrjum upp á nýtt enda ekkert annað í stöðunni. Kannski við eigum 9 líf í þeim efnum. Í öllu falli er ég ákveðin í því að njóta þess sem framundan er. Er með margt á prjónunum og hlakka til að framkvæmdastigsins. Leita þó enn á rauðum ljósum eftir viðskiptahugmyndinniW00t

flottust enn og aftur

 Prinsessan á góðri stundu með Heiðrúnu vinkonuSmile

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það verður óneitanlega tómlegra í  kotinu þegar orkuboltinn  er farin út en þess meira gaman að hittast á ný eftir nokkra mánuði. InLove


Strandaglópar

Þorrablótið tók sinn toll af krökkunum eins og við var að búast, eru strandaglópar í sinni fyrrum heimabyggð. Það væsir ekkert um þau, eru í góðu yfirlæti hjá vinum okkar. Ekkert annað að gera en að bíða veðrið af sér.  Keyri trúlega á móti þeim ef þau komast af stað í dag. Missum því miður af kvöldverðarboði hjá bróðurCrying

Eins og forvitinna manna siður er, hef ég reynt að toga upp úr þeim hvernig blótið var, vil auðvitað heyra öll skotin.  Það er enginn maður með mönnum nema að hann fái einhver skot. Hefur sveitarstjórn að öllu jöfnu legið vel við höggi, eins og skiljanlegt er. Ekki var mikið á krökkunum að græða, þau skildu ekki helminginn af því sem fram fór.  Þekktu í raun ekki marga, greinilegt um margt nýtt fólk í Dölum. Það er auðvitað hið besta mál, öllum samfélögum hollt á fá nýtt blóð. Það vakti hins vegar athygli þeirra að sveitarstjórn virtist hafa sloppið að mestu við öll skot. Það finnst mér fréttir og það miklar fréttir!Shocking

Oft hafa þau skemmt sér betur segja þau, þetta var allt í lagi. Katan fékk ekki frið fyrir hljómsveitarmönnum, hafði verið svo bíræfin á eigin bloggi að gagnrýna hljómsveitarvalið. Fannst hún fremur slöpp og vildi meira fjör. Fékk heldur betur að kenna á bíræfni sinni, tekin í nefið, fyrst á blogginu og síðan á ballinu.  Menn  greinilega eitthvað hörundssárir. Þeim tókst í öllu falli að skyggja á gleði hennar. Lýsir þeim náttúrlega og þess ber að geta að allt eru þetta fullorðnir menn, engir unglingar.W00t

Mér er sagt að samfélagsgerðin sé mjög breytt, einkennist af klíkum í kringum suma sveitarstjórnarmenn. Aðeins útvaldir eru vígðir inn í  þær klíkur.  Innfæddir Dalamenn fara ekkert gegn slíkum klíkum enda störf, álit og afkoma í húfi og mönnum er enn í minni útreiðin sem ég fékk. Fáir eru tilbúnir að leggja slíkt á sig þó skoðanafrelsi og lýðræðið sé í húfi. ,,Ef ég ætla að búa þarna, þá held ég mig á mottunni" sagði einn gamall vinur minn við mig um daginn.  Ekki nýjar fréttir fyrir mér  en er slegin af heyra hversu slæmt ástandið er. Búið að þagga niður í flestum mönnum. Sem betur fer stendur einn og einn við sannfæringu sína og tjáir sig. En þeir eru of fáir ennþá. Kaupverðið of hátt.

Margur heimamaðurinn sat því heima í gær, mætti ekki á blót. Samkoman með breyttu yfirbragði, andrúmsloftið stíft og ,,snobbað" var mér tjáð. Vantar gleðina og frjálslega framkomu, segja margir. Þeir sem  mæta,  gæta sín að vera innan rammans, með einstaka undantekningum þó. Einhverjum leyfist enn að vera í ,,annarlegu" ástandi. Mikið vildi ég að ég hefði drifið migBandit

Mér er spillingin ofarlega í huga. Það að sveitarstjórinn skuli selja sveitarsfélaginu glugga og ýmsilegt  til húsasmíða úr eigin fyrirtæki finnst mér forkastanlegt. Hvernig getur þetta gerst?  Reglur um útboð virtar að vettugi þegar hentar, samið við þá sem eru ,,inni" þá stundina og eru tengdir tilteknum sveitarstjórnamönnum.  Ég á ekkert að vera hissa, þegar sumir menn komast til valda, semja þeir sín eigin lög og reglur og framfylgja í krafti meirihlutans. Mér hefur oft verið tíðrætt um það á þessari síðu.

Spillingin teygir víða út anga sína. Hjúkrunarforstjórinnn ferðast ferðast vítt og breytt um að bifreið heilsugæslunnar, sem ætlaður er til vitjana eingöngu,  hvort heldur sem er í innkaupaferðir suður fyrir brekku, jafnvel til Reykjavíkur eða til og frá vinnu. Keyrir börnin sín til og frá skóla á sömu bifreið og fær aksturinn greiddan úr sveitarsjóði líkt og um eigin bifreið sé að ræða. Sést hefur til makans á heilsugæslubifreiðinni innan sveita þannig að augljóslega þykja þessi hlunnindi sjálfsögð. Stinga hins vegar í stúf við samninga og rekstrarleigu ríkisins á bifreiðum heilsugæslustöðva landsins. Þeim er ætlað að þjóna vakthafandi lækni, ungbarna- og heimahjúkrunarvitjunum. Menn eru frjálslegir í minni fyrrum heimabyggð. Hvar er eftirlitið með sveitarfélögunum og starfsemi þeirra???Police

En pólitísk spilling er víðar en í litlu samfélögunum eins og sjá má á pólitíkinni í Reykjavík. Aldrei hefði mér dottið í hug að slík spilling myndi komast upp á yfirborðið. Menn hafa hingað til falið hana og það vel. Menn eru hættir því, telja hana sjálfsagðan hlut enda lengi búnir að vera með pólitísk völd. Eigin leikreglur þykja því sjálfsagðar. Þegar ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og störfum fulltrúa hans, blasa þessar staðreyndir við. Þær æpa á okkur oog margur er miður sín. Kjörnum fulltrúum flokksins finnst þetta hins vegar eðlilegur hlutur. Samfylkingin í ríkisstjórn tekur beinan þátt.  Óafturkræfur fórnarkostnaður þar grunar mig. 

Mér heyrist margur vera reiður eftir áhorf Spaugstofunnar í gærkvöldi, aðrir eru hrifnir.  Missti af henni en bókstaflega verð að horfa á hana endursýnda seinni partinn ef ég er ekki komin af stað í björgunarleiðangur. Hef ekki verið dugleg að horfa á þá félaga, missti einhvern veginn áhugann fyrir þó nokkru síðan. Oft hefur þeim þó tekist að endurspegla pólitíkina á spaugilegan hátt. Það verður spennandi að fylgjast meðBlush


Jólanótt

Vel heppnað aðfangadagskvöld að baki, krakkarnir komnir í ró enda próflestur í fyrramálið. Allt gekk upp, hamborgarahryggurinn fullkominn, ekkert stress og nægur tími til að elda og gera klárt. Man ekki eftir svona afslöppuðum aðfangadegi, fór ekki á fætur fyrr en um kl.12 enda glaðvakandi núna. Jólatréð sett upp og er það fallegasta sem ég hef nokkurn tíma haft. Aldrei sé svona fallegt tré áður. Ég sé til þess að það verði myndað bak og fyrir. 

Sátum hér 6 saman, Haffi, Kata, Kári og vinir. Allir sáttir við sitt og engin vonbrigði virtust vera með gjafirnar. Samt vantaði stóran hluta af mínu lífi, það virðist engu máli skipta í hvaða landi maður er, söknuðinn er ekkert hægt að flýja, hann eltir mann hvert sem er. Blossar upp við aðstæður sem þessar, jólin sem eru hátíð ljóss og friðar kalla einnig fram minningarnar. Þær læðast aftan að manni og lítið hægt að gera til að verjast þeim, þær koma einfaldlega. Ekkert eðlilegra, ef ekki á stundum sem þessum þá aldrei. Ákveðið sæti er tómt.

Ungverjar skreyta ekki mikið í húsum sínum, hér eru seríur í einstaka gluggum, aðallegar í íbúðum sem námsmenn leigja og þá einkum norðurlandabúar. Þeir eru allmargir Íslendingarnir sem eru að heiman í fyrsta skiptið þessi jólin og það víðsfjarri frá Íslandi. Sem betur fer hafa þeir komið saman og eytt þessu aðfangadagskvöldi saman og gera gott úr aðstæðum. Hörkuduglegt, ungt fólk. Ég get ekki annað en dáðst af þeim.  

Margur á um sárt að binda á þessum tíma árs, ég get rétt ímyndað mér hvernig aðstandendum Gillíar líður þessi jólin svona skömmu eftir brottför hennar. Það er þó ákveðin huggun að vita til þess að fjölskyldumeðlimirnar eiga hvorn annan að en sársaukinn hlýtur að vera óbærilegur engu að síður. Sumir eiga enga að, sitja einir eftir. Sjálf þekki ég það úr starfi að margir eldri borgarar njóta ekki samvista við börn og aðra aðstandendur á jólum og áramótum. Of mikið að gera eða ,,of mikið vesen" að taka aldrað foreldri heim. Allt of oft hef ég orðið vitni af slíku og spyr mig í sífellu; hvernig getur svona lagað gerst? Að gleyma foreldrum sínum, finnast það of mikil fyrirhöfn að fá þau heim. Hvað hefur gerst hjá okkur? 'Eg vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa slíka höfnun.

Framundan er rólegur tími hjá mér, ætla mér að fara í þá verkefnavinnu sem ég fékk frest á fyrir jól. Hef góðan tíma og næði næstu daga enda verða krakkarnir  á kafi í lestri frá morgni til kvölds fram að prófum. Fyrra prófið hjá Kötunni þann 28. des og það seinna 3. jan ef allt gengur upp. Haffi fer í mjög strembið próf í meinafræði þann 3. jan.  Í raun of skammur fyrirvari, efnið mjög viðamikið en önnur dagsetning var ekki í boði, allt orðið fullt í æskilegar dagsetningar. Hann verður því að láta á það reyna hvort að þessi tími dugi en tæpt verður það. Ef það gengur ekki í fyrstu lotu er ljóst að hann vær stutt annarfrí heima í janúar. Við krossleggjum fingur og vonum það besta.

Ég vil óska öllum þeim sem líta hér við gleðilegra jóla og vona að allir njóti þeirra vel.  

 

Christmas Candle

 

 


Gleði og gaman í Debrecen

Krökkunum hefur gengið vonum framar, Kata fékk út úr sínu prófi í dag og niðurstaðan sú að nú hefur hún lokið 25% af námsefninu í lífeðlisfræðinni og þarf ekki að taka það aftur í lokaprófinu. Frábær árangur svona í fyrstu lotu, ekki síst í ljósi þess að hún er búin að vera með mikla heimþrá og ekki beinlínis legið yfir bókunum. Haffanum gekk vonum framar í ónæmisfræðinni í kvöld, er býsna sáttur en prófið þótti langt og erfitt. Hann er búinn að vera á blússandi ferð það sem af er annarinnar. Hann tekur þessu öllu með stóatískri ró og farinn að leggja sig á meðan tryppið er farið út á lífið með bekkjarfélögunum að fagna prófárangri eins og mér skilst að sé lenska á miðvikudagskvöldum. Helgarnar hins vegar notaðar til að bæta upp "glataðan" tíma.

Er ofboðslega sátt við frammistöðu krakkana og yndislegt að skynja það að þau eru á réttri hillu í lífinu. Þau eru það sem ég lifi fyrir en ég verð að passa mig að skipta mér ekki of mikið af, þau eru orðin fullorðin. Maður þykist svo ómissandi að það hálfa væri nóg. Ótrúlega rík tilhneiging í manni að vilja "miðla reynslu" sinni til þeirra. Þau verða að fá að reka sig á eins og ég og allir aðrir höfum þurft að gera. Það er hins vegar alveg gefið að þegar þeim gengur vel, líður ungamömmunni vel og vice versa.Heart

Held áfram leit minni af sjálfri mér, stefnunni og framtíðarsýninni. Ákvað að hætta að stressa mig á hlutunum og leyfa málum að gerjast og þróast. Vissulega er það vond tilfinning að vera stefnulaust rekald en á meðan sýnin er ekki skýr er réttast að láta sig reka áfram án þess þó að stefna að feigarðósi. Hef reyndar verið nokkuð nærri því í sumum málum en vona að ég hafi náð að taka U-beygju í tæka tíð.

Finn það vel að ég á langt eftir í land með að vinna mig úr málum en finnst ég sjá til lands í þeim efnum. Þá er bara að velja lendingarstaðinn. Kannski þetta séu hyllingar en leyfi mér þá að njóta þeirra. Finnst lítið spennandi að vera hér á höuðborgarsvæðinu í stressi og hávaða. Umferðin ein og sér er nóg til að æra óstöðugan svo ekki sé minnst á stöðugt áreiti frá bílum og mannfólki.  Finn mig í öllu falli alls ekki hér um slóðir og þrái ekkert heitara en að komast út úr skarkalanum. Það hefur komið sér vel að hafa meira en nóg fyrir stafni, minni tími hefur gefist til hugsana og það hefur verið fínt. 

Upplifi nú engan sérstakan létti yfir því að vera farin úr umhverfi "Sturlunga", upplifi frekar hitt að vera með "heimþrá". Það er nú einu sinni svo að á sumum stöðum skýtur maður rótum, meðvitað eða ómeðvitað og það tekur alltaf á þegar maður þarf að rífa þær upp, ekki síst gegn vilja sínum. Það hlýtur hins vegar að vera rólegt á vígstöðvunum núna, enginn til að hræra í "jafnvæginu". Einhverjum mönnum hlýtur að vera létt, a.m.k. um stundarsakirWhistling

Ekki það að það er ekki nýtt á nálinni að litlu þorpin á landsbyggðinni velja einstaklinga til búsetu en ekki öfugt. Sumir hljóta náð fyrir augum ráðamanna á meðan aðrir eru ofsóttir og hraktir á brott.  Svona er þetta einfaldega, hefur lengi verið og verður ugglaust þannig um ókomna framtíð, a.m.k. þar til byggðirnar leggjast í eyði sem siglir reyndar í hraðbyr í með óbreyttum áherslum stjórnvalda.

Hef ekki verið nógu sátt við heilsufarið en veit að þar er engin alvara á ferð, einungis viðbrögð við álagi. Hundfúlt engu að síður og hamlandi. Svaf lungan úr kvöldinu, tiltölulega ný skriðin framúr. Enn með verkina og brjóstsviðan  sem láta ekki undan neinum úrræðum. Það er ekki hlaupið að því að komast til læknis hér á höfuðborgarsvæðinu, læknavaktin er einungis skyndiplástur, eðlilega, þannig að það hefur lítið upp á sig að væla á þeim bænum. Önnin styttist í annan endan þannig að þetta ástand gengur yfir. Á næsta tékk í byrjun janúar og hef enga ástæðu til að ætla annað en að það komi vel út.  Það skiptir mestu máli. Kannski ég þurfi að læra jóga???? Aldrei að vita upp á hverju ég kann að taka.  W00t


Heimþrá

Orðin algjör morgunhæna, risin úr rekkju kl.05.30! Fannst það heldur snemmt og skreið aftur upp í, þurfti ekki framúr fyrr en 07.30. Gerði heiðarlegar tilraunir til að stilla klukkuna sem hringdi látlaust, sama hvað ég reyndi að koma henni á rétt ról. 'Eg slökkti því einfaldlega á henni en ákvað að halda á henni svona rétt á meðan ég leggði mig aftur. Allt gert til að blekkja sjálfan sig og friða samviskuna.Whistling

Það þarf ekki að spyrja um framhaldið, rétt náði í vinnu áður en bjallan hringdi og það var stigið á pinnan á leiðinni. Fannst reyndar stórmerkilegt að ég vaknaði skellihlæjandi. Hef ekki hugmynd hvað mig dreymdi, það hlýtur alla vega að haf verið fyndið. Ég hef ekki hlegið lengi jafn dátt. Er enn steinhissa á þessu atviki.

Haffi náði að brillera í sínu prófi í dag, var efstur ásamt félaga sínum í bekknum. EKkert smá ánægður með árangurinn. Öll vinnan farin að skila sér. Kötunni gengur líka vel en ég hef miklar áhyggjur af henni. Hún er þreytt, eiginlega örmagna og komin með upp í kok á námi. Tíminn verður að leiða í ljós hvað hún gerir. Sjálf þekki ég þessa tilfinningu og ég tók hlé á sínum tíma. Það var þrautin þyngri að byrja aftur og tók á en það hefst allt, ef maður ætlar sér. Þessi líðan Kötunnar er ósköp eðlileg, nýtt umhverfi, menningasjokk, gríðaleg samkeppni og ekki laust við illkvittni hjá nokkrum samferðarmönnum hennar. Það tekur tíma að aðlagast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum.

Síðustu 12 mánuðir ár hafa verið krökkunum gríðalega erfiðir, veikindin mín, andlát Guðjóns, lyfjameðferðin og síðan að "skilja mig eftir" hér á Fróni.  Mikið mæddi á Kötunni sem var hér heima og þurfti að sinna mér en ekki síður á Haffa sem þurfti að sætta sig við að vera víðs fjarri.  Þettar hefur ekkert verið neitt eðlilegt ástand. Haffinn orðinn "sjóaðri" og kominn yfir tilvistarkrísuna úti en alltaf vofir yfir óttinn um að krabbameinið taki sig upp aftur og erfitt að vera ekki á staðnum til að "fylgjast með" sjálfur hvort mamman sé að veikjast á ný.

Heimþrá og söknuður eftir dýrunum eru einnig að hrjá Kötuna, hún er blátt áfram háð því að umgangast dýr enda komin með flækingshund upp á sína arma í Debrecen. Farin að fóðra hann á íslensku lambalærisbeini, samlokum og ég veit ekki hvað og hvað.Halo

Lífið er töff og kröfurnar miklar. Stundum það miklar að manni finnst maður vera að sligast undan álaginu. Það eina sem heldur manni gangandi er framtíðarsýnin og markmiðin, á meðan maður missir ekki sjónar á þeim, er hægt að sigrast á ýmsum erfiðleikum. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á og læra af þeim. Uppgjöf er ekki endilega rétta lausnin, það verður maður að hafa í huga. Hvar væri ég ef ég hefði gefist upp fyrir 4 árum og aftur og aftur síðan? Einhvern veginn fær maður styrk til að halda áfram, stundum getur maður ekki útskýrt hvernig.

Ég verð að passa mig að stjórna þessum ungum mínum ekki um of, þau eru orðin fullorðin og mitt hlutverk að vera leiðbeinandi og styðjandi þegar þau leita til mín. Ég er einungis með börnin mín að láni en fyrir þau lifi ég í dag. Því fer ég í kremju þegar þeim líður illa. Pinch Það vill svo til að krakkarnir eru báðir einstaklega sterkir einstaklingar og munu ná að klífa sín fjöll.

Baráttu- og saknaðarkveðjur út til Debrecen, það styttist í jólafrí hjá mér og ég stefni út til að elda jólasteikina.InLove

orange rose

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband