Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Of seint í haust

Mér sýnist bæjarstjórinn bregðast skynsamlega við málum. Vandinn hefur blasað við í nokkurn tíma og öllum hlutaðeigandi kunnugur.

Hins vegar er ansi langt að bíða til haustsins með aðgerðir, sbr. ummæli formanns fjárlaganefndar. Formaður heilbrigðisnefndar tekur í sama streng og formaðurinn, farið verið yfir málin í haust.  Full seint í rassinn gripið, væntanlega verður búið að skrúfa endanlega fyrir alla bráðaþjónustu þegar að því kemur. 

Ótrúlega óábyrg stefna og léleg stjórnsýsla af hálfu ríkisstjórnarflokkanna.  Menn verða að gera betur en þetta.W00t  Ætli einkavæðing eða samningur um einkaframkvæmd sé í farvatninu........Whistling


mbl.is Óviðunandi mismunun segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársvelti

Það er fokið í flest skjól þegar grípa þarf til örþrifaráða og leggja niður vaktþjónustu lækna. HSS þjónar  um 20.446  manns á sínu upptökusvæði, m.v. mannfjölda 1. des sl. og fer íbúum fjölgandi, ekki síst með tilkomu Keilis. Eru þá flugfarþegar ekki taldir með né þeir sem hafa búsetu á svæðinu án þess að hafa lögheimili þar.  Sennilega nemur fjölgun íbúa um 5000 manns á síðustu 10 árum m.v. gögn á heimasíðu Hagstofu Íslands eða gróflega áætlað um 33%.

Þegar litið er til fjárveitinga til stofnunarinnar bregður manni í brún, svo naumt eru þær skammtaðar og í hróplegri mótsögn við fjárveitingar annarra sambærilegra heilbrigðisstofnana.  Ekki þekki ég allar hliðar málsins en HSS þekki ég. Þar hefur farið fram gríðalega öflug þjónusta síðustu misserin þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á bráðaúrlausnir fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

Sett var á laggirnar hraðþjónusta á dagvinnutíma sem viðbót við slysa- og bráðamóttöku stofnunarinnar sem og fasta tíma til lækna. Vegna fjárskorts er búið að leggja hana niður og nú á sem sé að leggja niður vaktþjónustu eftir að dagvinnu lýkur. Einungis neyðartilvikum í gegnum 112 verður sinnt. 

Afleiðingarnar eru augljósar, þjónustan verulega skert og skjólstæðingar þurfa að koma sér í bæinn til að leita læknishjálpar utan dagvinnu. Læknavaktin og Slysa- og bráðamóttakan í Fossvoginum  eru þau úrræði sem íbúum býðst í rúmlega 40 km. fjarlægð. Það þarf ekki að spyrja hvernig þau mál þróast, ég sé ekki slysamóttökuna í Fossvoginum bæta við sig fleiri skjólstæðingum. Þegar er búið að loka skurðstofum vegna sumarleyfa og skorts á fjárveitingum, vænti ég.

Hvernig má það vera að fjárveitingarnar eru svona naumt skammtaðar? Eru stjórnarþingmenn kjördæmisins ekki að standa sig?  Fjárveitingar nema um 78.734 kr. á íbúa miðað við 20.446 íbúa á Suðurnesjum. Sambærilegar stofnanir eru að fá fjárveitingar upp á  101.013 kr. á íbúa og sú sem mest fékk var með 200.976 kr. á íbúa.  Mér þætti fróðlegt að vita um hvaða stofnanir eru að ræða í þessum tilvikum sem nefnd eru og hver skýringin er á þessum mikla mismun.

Þessi mismunun er mér með öllu óskiljanleg en ég viðurkenni að ég þekki ekki alla fleti málsins. Mér er sem ég sæi Skagamenn eða íbúa frá Hveragerði  keyra í bæinn í hvert sinn sem þeim vantar læknisþjónustu eftir kl. 16.00 á virkum dögum og um helgar. 

Mér virðist sama hvert er litið innan heilbrigðisgeirans; málin eru víða í ólestri. Ekki hafa fengist leiðréttingar, samningar í hnút, fólksfækkun innan heilbrigðisgeirans og svona má lengi telja. Einu stofnanirnar sem virðast vera að fá nægilegt fjármagn til reksturs eru þær einkareknu, að undangengnu útboði, einkum innan öldrunargeirans.  

Tveir ráðherrar koma úr kjördæminu, þ.á.m. fjármálaráðherran sjálfur og  a.mk. 4 stjórnarþingmenn. Á sama tíma og heilbrigðisráðherra sendir jaðartofnunum ákall um hjálp til að viðhalda lágmarks neyðarþjónustu í uppsögnum hjúkrunarfræðinga, er ein þeirra svelt. Búið að undirrita samninga um aukin verkefni jaðarstofnana en á sama tíma er skorið við nögl í grunnþjónustunni.

Að mínu mati  er þessi stefna ríkisstjórnarinnar með öllu óskiljanleg og óverjanleg eins og hún blasir við mér. Einhvern veginn finnst mér vandamálin hafa hrannast upp eftir að Sjálfstæðismenn tóku við heilbrigðisráðuneytinu. Staðan hefur alla vega lítt skánað þó menn fagni styttri biðlistum, aðgerðir hafa flust af LSH út jaðarbyggðirnar og á landbyggðina. Í flestum tilvikum hefur þeim flutningi fylgt fjármagn.

Heilsugæslan er grunnþjónusta við íbúa landsins og jafnframt sú ódýrasta. Það hefur löngum verið skoðun mín að leggja þurfi meira fjármagn í uppbyggingu hennar.  Hlutfallslega fær heilsugæslan mjög rýra sneið af kökunni, bullandi mótsögn miða við gildi hennar. 

Mér sýnist heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra þurfi að huga betur að málum og hlúa betur að íbúum Suðurnesja. Stjórnarþingmennirnir þurfa að hysja upp um sig buxurnar, vinna sína vinnu og  sinna hagsmunamálum íbúanna í kjördæminu. 


mbl.is Heilsugæsluvakt lokuð utan dagvinnu hjá HSS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Er ekki undrandi á þessum uppsögnum. Forstjórinn látinn axla ábyrgð á klúðri borgarfulltrúa og sagt upp. Meirhlutinn virðist stefnuráfandi  í málefnum REI og OR þannig að þessar uppsagnir eiga ekki að koma á óvart.

Það kemur mér hins vegar á óvart hversu fáir starfsmenn OR hafa sagt upp störfum. Hugsanlega hafa einhverjir gert það en  þær uppsagnir farið hljóðlega. Engan skal undra þó menn færi sig um set þegar óvissa og stefnuleysi einkennir starfsemina. Forstjóri OR virtist vel liðinn meðal starfsmanna og látinn fjúka til að bjarga kjörnum fulltrúum. Auðvitað hljóta menn að vera ósáttir.

Það sem veldur mér áhyggjum er sú staðreynd að gríðalega mikil sérfræðiþekking fer úr báðum fyrirtækjum með brottför þessara stjórnenda og starfsmanna svo ekki sé minnst á reynsluna og ómetanleg tengsl. Slíkar auðlindir er erfitt og kostnaðarsamt að bæta. Manni finnst liggja beinast við að þessir sérfræðingar stofni eigin fyrirtæki á sviði orkumála og fari þar með í bullandi samkeppni við REI og OR. Þeir hafa þekkinguna, reynsluna og mikilvæg sambönd og yrðu auk þess lausir við pólitísk afskipti sem skapar þeim óneitanlega forskot. Eðlilegt framhald en mikill skaði fyrir borgina.

Mig grunar að víðar en innar REI og OR ríki óvissa og ringulreið í rekstri fyrirtækja innan borgargeirans. Menn virðast ekki ganga í takt innan meirihlutans og segir mér hugur að kjörnir fulltrúar hafi ekki nauðsynlega yfirsýn yfir allar stofnanir borgarinnar og starfsemi þeirra. Stjórnsýslunni er ábótavant á ýmsum sviðum og embættismannakerfið virðist nokkuð valdamikið. Hvernig má annað vera eftir tíð meirihlutaskipti það sem af er af kjötímabilinu?  Einhverjir verða að halda utan um stjórnartaumana og reksturinn. Kjörnir fulltrúar ná ekki að setja sig inn í málin, hvað þá að ljúka stefnumótun af einhverju viti.

Sjálfstæðismenn virðast leggja ofuráherslu á þjónustusamninga og einkaframkvæmdir. Það þarf ekki að vera slæmt. Etv. væri t.d, rekstri Droplaugastaða betur borgið í höndum einkaaðila, ég skal ekki um það segja. Hins vegar finnst mér siðlaust að formaður Velferðaráðs skuli vera upphafsmaður af þeim tillögum vegna tengsla sinna við einkarekið fyrirtæki á sviði heilbrigðismála. Það sama er uppi á tengningnum með formann heilbrigðisnefndar Alþingis. Klárlega hagsmunaárekstur sem menn hirða ekki um að hylja. Orðið sjálfsagður hlutur að fara á sveig við stjórnsýslulög og reglur - eða hvað?

Hvað sem þeim vangaveltum líður er augljóst að REI, OR og borgin tapar af því að missa starfsmenn með mikla sérþekkingu úr fyrirtækjunum. Nokkuð sem er mikið áhyggjuefni.

 

 

 


mbl.is Fjórir segja upp hjá REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjör

Svo virðist sem fjör sé að færast í leikinn á stjórnarheimilinu. Meðlimir ríkisstjórnarflokkanna skjóta grimmt á hvorn annan, bak og fyrir.  Aðallega á vettvangi fjölmiðla.

Hlustaði aðeins og umhverfisráðherra í Kastljósinu, fannst hún ekki sannfærandi í röksemdum sínum né í vörnum gagnvart stefnu ríkisstjórnar í umhverfismálum. Samfylkingin hefur greinilega gefið eftir í þeim málum.  

Dómsmálaráðherra skammast opinberlega út í viðskiptaráðherra vegna yfirlýsingar hans um aðild að ESB. Bloggar um óánægju sína í þeim efnum sem öðrum. 

Illugi Gunnarsson viðurkennir að stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja hafi verið fullbrattir og etv. ekki nógu vel að sér í fjárfestingamálum og þannig tekið þátt í niðursveiflunni í efnahagsmálunum. Nokkuð sem er augljóst en framför að Sjálfstæðismenn viðurkenni.

Staða heilbrigðisráðherra þykir óljós, forsætisráðherra og formaður fjárlaganefndar ásamt fjármálaráðherra boða hugsanlegar aðhaldsaðgerðir sem er greinilegur vilji Samfylkingarmanna. Á það ekki síst við um byggingu nýs hátæknisjúkrahúss.  Hrópandi mótsögn við stefnu ráðherrans.

Heilbrigðisráðherra vill ekki skipta sér af alvarlegri stöðu í málefnum ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, ekki hans mál. Forsætisráðherra tekur í sama streng, verður auk þess fúll ef inntur eftir innihaldi stjórnarsáttmálans í þeim efnum.  Urrar eiginlega í hvert sinn sem tekið er við hann viðtal.

Íslenskir  atvinnurekendur og bankarnir kenna hins vegar Íbúðalánasjóði um allar ófarirnar. Hrósa nú happi yfir áliti ESA varðandi heimild sjóðsins til ríkisstyrkja. Ef að Íbúðalánasjóður má ekki sinna lánastarfsemi til einstaklinga með þeim hætti sem hefur tíðkast, hlýtur það sama að gilda um lán til bankanna. Þau hljóta að stríða gegn reglum um ríkisstyrkjum - eða hvað? Eftir því sem ég kemst næst er álitið ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina en ég á eftir að kynna mér málið betur.

Það virðast vera komnir brestir í stjórnarsamstarfið. Ég hlýt að velta því fyrir mér líkt og flestir aðrir hvort og þá hversu lengi ríkisstjórnin muni halda velli. Órlóleikinn virðist ekki síst vera meðal Samfylkingarmanna sem hafa verið býsna yfirlýsingaglaðir á opinberum vettvangi í stað þess að ræða ágreiningsmál innan eigin herbúða.  Boðar ekki gott og hálf leiðinlegt ,,einkenni" um meinsemdir. Það er spurning um hvort eitthvað sé til í fullyrðingum Roberts Wade, prófessors við London School of Economics, þess efnis að Samfylkingin muni slíta stjórnarsamstarfinu vegna efnahagsmála landsins?

Tíminn mun skera úr um það eins og margt annað..............Whistling


Nýr sveitarstjóri

Menn eru að ganga frá ráðningu nýs sveitarstjóra í minni fyrrum heimabyggð. Þroskaþjálfinn og bassaleikarinn valinn úr hópi 17 umsækjenda. Er búin að bíða eftir þessum fréttum um nokkurt skeið,ráðningin kemur mér ekki á óvart, hún lá strax í loftinu.

Grímur mun ugglaust ráða við starfið en hvernig ætla menn að réttlæta ráðningu hans í ljósi þess hve margir hæfari umsækjendur á sviði sveitarstjórnarmála voru um starfið?  Einhverjir þeirra munu ugglaust fara fram á rökstuðning fyrir ráðningunni enda um starf á vegum stjórnsýslunnar að ræða. Hæfi manna á að ráða en oftar en ekki eru slíkar ráðngar pólitískar

Hitt er svo annað mál að það mun gusta af nýja sveitarstjóranum og hann mun bretta upp ermarnar. En það munu einnig blása vindar; maðurinn umdeildur enda með sterkar skoðanir sem hann liggur sjaldnast á. Hann mun ugglaust poppa upp móralinn í samfélaginu og hugsanlega þyrla upp ryki sem veitir sjálfsagt ekkert af. Sé fyrir mér árekstra á milli hans og oddvitans en þó er aldrei að vita.

Ég verð að viðurkenna að nú skil ég ekki bóndan á Erpsstöðum né húsfreyjuna í Fagradal. Ekki átta ég mig á tengslunum ennþá en þau munu sjálfsagt skýrast fyrr en seinna. Þetta er niðurstaða hins nýja meirihluta, íbúar geta lítt annað gert en að sætta sig við hana og gefa mönnum tækifæri. Ekki þekki ég manninn nema af verkum hans fyrir vestan, hann verður að fá tækifæri til að sýna hvað í honum býr.

Nýji sveitarstjórinn hefur ákveðnar skoðanir á rekstri dvalarheimila skv. pistli á bloggi hans en þar leggur hann til að leggja niður núverandi þjónustu við aldraða skjólstæðinga sveitarfélagannna þar sem ríki greiði ekki í samræmi við ummönnunarþörf. Ekki get ég fallist á þá tillögu hans en hafa verður í huga að menn fengu úthlutuð hjúkrunarrýmum í minni fyrrum heimabyggð sem þeir nýttu ekki sem skyldi þrátt fyrir mikla þörf. Þótti erfitt að breyta dvalarýmum yfir í hjúkrunarrými þar sem slíkt myndi hafa óþægindi í för með sér fyrir skjólstæðingana. Mikill misskilingur en engu að síður niðustaðan. Sveitarfélagið missti að sjálfsögðu þau vannnýttu hjúkrunarrými. Það virtist ekki þröf fyrir þau. Sveitarstjórinn nær vonandi að snúa þeirri þróun við.

Nú er bara að óska mönnum góðs gengis og fylgjast með gangi mála. Kannski meirihlutasamstarfið haldi næstu 2 árin.

 


Það var og!

Á maður að hlæja eða gráta? Þvílík kaldhæðni. Ég er orðlaus og það gerist sjaldan.W00t

Hvað er málið?

tweety

 


mbl.is BHM styður ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pistill formanns BHM

Rakst á eftirfarandi pistil formanns BHM á heimasíðu bandalagsins;  http://bhm.is/Pistlarformanns/

Hann er að vísu ekki dagsettur en ég sé ekki betur en að núverandi formaður sé höfundurinn. 

,,Hvers vegna ekki krónutöluhækkun í samningum háskólamanna?"

prosent,,Hækkun launa um fasta krónutölu hefur tvenns konar áhrif á launaröðun. Annars vegar beinir hún hlutfallslega meiri hækkunum í neðri rimar launataflna og skekkir hins vegar innbyrðis afstöðu milli launaflokka.

Ef rifjað er upp vinnulag við síðustu kjarasamninga sem aðildarfélög BHM gerðu við ríkið, var meginmarkmið þeirra að hækka þá lægst launuðu. Á þeim tíma var helsta markmið BHM-félaga að hífa lægstu launatölur þessa svokallaða hátekjufólks upp fyrir 200 þúsund krónurnar.  Það kostaði talsvert átak.

Síðustu samningar miðuðu ekki síður að því að samræma launaumhverfið; skapa nýtt og heildstætt kerfi. 

Því voru ólíkir faghópar mátaðir inn í einsleitan ramma í nafni einföldunar og gegnsæis.

Í dag bregður svo við að afurð þessarar samræmingar er að mati stjórnvalda tilbúin til niðurrifs.  Á þeim mjög svo skamma tíma sem væntanlegum samningum er ætlað að gilda stendur til að gjörbylta launaumhverfinu. 

Framkvæmdin er kölluð krónutöluhækkun og sögð þjóna þeim tilgangi að hækka lægstu launin mest.

Háskólamenn spyrja:  Til hvers?

Til þess að endurtaka leikinn frá því síðast? Til þess að færa botn launatöflunnar enn nær toppi hennar?

Kerfið sem háskólamenn í ríkisþjónustu starfa nú eftir, einkennist meðal annars af því að  launabil á milli nýútskrifaðra einstaklinga, reyndra starfsmanna og yfirmanna er lítið.  Flestir þessir launamenn raðast á svipaðan stað innan launatöflunnar og viðbótarmenntun, reynsla og aukin ábyrgð í starfi hafa takmörkuð áhrif á launakjör.

Með meðvitaðri bjögun launatöflunnar og frekari samþjöppun launa, væri verið að viðhalda þróun sem ekki stenst skoðun af hálfu háskólamanna.

Slíkt gera heldur ekki stjórnvöld sem vilja meta menntun að verðleikum til launa. 

Háskólamenn túlka því krónutöluhækkun sem ógnun við stöðu sína á opinberum vinnumarkaði. 

Áður en lengra er haldið, er rétt er að halda tvennu til haga:

  • Laun nýútskrifaðra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eru allt of lág.
  • Ákveðnir hópar innan BHM eru tiltakanlega lágt launaðir.

Aðildarfélög BHM hafa óskað eftir leiðréttingum á þessum skekkjum í yfirstandandi kjarasamningum.

Miðað við efnahagsástandið í landinu í dag má það ljóst vera að stakkurinn í komandi kjarasamningum verður þröngur.

Háskólamenn gera þó þá kröfu að fá sjálfir að ráða sniði hins þrönga stakks sem þeim verður ætlað að klæðast, í þeirri von að hann hefti ekki vöxt til framtíðar.

Að mati aðildarfélaga BHM er ótækt að hækka allar tölur núgildandi launataflna um fasta krónutölu.  Síðustu samningar voru framlag þessa hóps til slíkrar framkvæmdar og því fara háskólamenn fram á prósentuhækkun launa."

 Annar pistill formannsins sem ber yfirskriftina; ,,Menntun skal meta að verðleikum til launa", er í sama dúr.

Svo mörg voru þau orð. Ég hlýt að spyrja; hvað gerðist hjá forystu BHM? Hún sótti umboð til félagsmanna til að semja um bættari kjör en brást. Leggja átti áherslu á vægi menntunar og laun reyndra í starfi. Í mínum huga er trúverðugleikinn horfinn.

Haft er eftir formanni samningarnefndar ríkisins að aldrei hafi staðið til að semja um annað en aðrir hafa fengið. Það stóð ekki til að una því og semja um sömu kjör af hálfu BHM.  

Það verður fróðlegt að fylgjast með atkvæðagreiðslu félagsmanna um þennan samning. Skyldu menn láta óánægju sína í ljós með því að nýta ekki rétt sinn líkt og gerst hefur í öðrum stéttarfélögum??


Slök byrjun nýrrar forystu

Ný forysta BHM undirritaði framlengingu á  kjarasamningum til loka mars 2009 sem hljóðar upp á 6% launahækkun, að meðaltali.  Formaður samninganefndar ríkisins segir hækkunina nema 4-8%.. Ekki fæst uppgefið hverjir hækka minnst eða mest.

Formaður BHM viðurkennir fúslega að með þessum samning séu félagsmenn að taka á sig kjaraskerðingu enda kemur þessi hækkun ekki til móts við verðbólguþróun næstu mánaða. Fórnarkostnaðurinn er Vísindasjóðurinn sem verður lagður niður. Er ekki í lagi með forystu BHM??? Þvílíkur afleikur af hálfu forystunnar!

Ég er eiginlega hálf hvumsa, beið spennt eftir bitastæðum samningum. Vonbrigðin gríðaleg, átti von á meiri styrk samninganefndar miðað við viðræður síðustu daga. Mig skal ekki undra þó enginn hafi viljað tjá sig um viðræðurnar á lokametrunum og ekki er ég hissa þó formaður BHM þegi þunnu hljóði,  samningarnir eru sennilega mun lakari en þeir sem þegar hafa verið samþykktir í þjóðfélaginu.

Ég skil eiginlega ekki hvað það er búið að taka langan tíma að þrefa um þennan samning. Ríkið vildi fasta krónutölu en BHM prósentuhækkun. Það hafðist að vísu en snautleg er hún. Þarna tekur ríkið á sig stílbrot en hafði betur í þessum samningum, BHM lét í minni pokan þegar upp er staðið.  Í raun er þetta svipaður samningur og þeir sem ríkið er þegar búið að landa, búið að umreikna föstu upphæðina í prósentur og þar með var samningurinn í höfn. Samningurinn er lakari í heildina ef eitthvað er. Sumir frá sem svarar 20.300 kr. hækkun, aðrir ekki.

Það hefur verið sagt um Ásmund að sennilega sé hann einn sterkasti ríkissáttasemjarinn fram til þessa. Stílbrotið virkaði vel.

Það ætti að vera öllum ljóst að samninganefndir og forysta stéttafélaganna eru arfaslakar. Ég myndi ugglaust vera sáttari við samningana ef ríkisstjórnin væri tilbúin að leggja eitthvað af mörkum til móts við launþega, það gerir hún ekki. Launþegarnir bera því hitan og þungan af efnahagskreppunni og verðbólgunni og taka á sig allan skellinn. Ríkisstjórnin hefur heljartök á þjóðinni, því er ekki að neita.

Hjó sérstaklega eftir því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er ekki talið upp með þeim aðildafélögum sem undirrituðu samninginn og er sátt við það enda í eigin viðræðum við ríkissáttasemjara.  Ég hef ekki trú á því að hjúkrunarfræðingar sætti sig við samning sem þennan. Taki ég mið af eigin launum eru þessi 6% sem samið var um, lægri upphæð en sú fasta krónutala sem flestar stéttir hafa samið um. Ljósmæður hafa sagt sig frá samstarfinu við BHM, skal mig ekki undra.

Menn réttlæta samninginn með þeim rökum að hann sé stuttur og að samið verði aftur í vor.  Heldur forysta stéttarfélaganna virkilega að staðan verði eitthvað betri í vor??? Eru menn virkilega raunveruleikafirrtir?   W00t

Það verður fróðlegt að fylgjast með launaþróun þeirra stétta þar sem Kjaradómur kemur að málum.

Í mínum huga hefur forysta BHM brugðist væntingum. Hvaða samningsmarkmiðum náði samninganefndin?? Mér sýnist sem farsælast sé fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að segja sig frá samstarfi við BHM með öllu eins og hefur komið til tals meðal félagsmanna. Stéttin nýtur ekki góðs af því samstarfi, hins vegar hefur það nýst BHM, ekki síst vegna fjölda félagsmanna okkar.

Nú eigum við að segja farvel og bless! 


mbl.is Samið til loka mars 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Enn eru mér í minni þær ,,sögur" sem ég heyrði í barnæskunni um urðuð dýr, miltisbrand og stífkrampa í jarðveginum á mínum bernskuslóðum. Því miður sannar, það vissi ég reyndar fyrir, einungis spurning hvenær kvikindin létu á sér kræla. Faðir minn fékk að kenna á stífkrampanum fyrir áratugum síðan við það eitt að taka upp rabbabara með skeinu á hendi.

Mér kemur hins vegar á óvart hversu ,,létt" menn taka á málum, ef marka má fréttir á vef Mbl. Set inn slóð af doktir.is með fróðleik um miltisbrandinn. Margir virðiast telja að um vírus sé að ræða. Sem betur fer ekki, segi ég, enn er hægt að nota sýklalyf gegn þessum óvætti.

http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=0&do=view_grein&id_grein=1803 


mbl.is Grunur leikur á miltisbrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Samninganefnd ríkisins virðist liðamótalaus í samningaferlinu og því ekkert annað að gera en að fylgja vilja hjúkrunarfræðinga. Ansi er ég hrædd um að yfirvinnubannið eigi eftir að setja strik í reikninginn viða, sumarleyfin á fullu ofan á manneklu víða.

Það þarf a.m.k. 2 aðila til að semja og báðir þurfa að horfast í augu við málalmiðlanir af einhverju tagi. En skilboð samningarnefndarinnar eru skýr. Það eru okkar skilaboð einnig þannig að stálin stinn mætast, sýnist mér.

Eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins í dag eru algeng mánaðarlaun hjúkrunarfræðings eftir 20 ár í starfi 288.006 kr. Hvaða stétt með 4 ára háskólanám að baki, langa starfsreynslu og gríðalega ábyrgð á líðan og lífi manna myndi sætta sig við slík kjör? Launin eru svo út í Q að það er grátlegt. Viðbótamenntun skila nánast engu þannig að kostnaðurinn við að afla sér hennar er hreinn fórnarkostnaður fyrir viðkomandi.   Ekki lifir hjúkrunarfræðingurinn af hugsjóninni einni saman enda fólksflótti úr stéttinni gríðalegur. Er einhver undrandi á því??


Sættir verkfræðingur sig við slík laun eftir 20 ára starf, viðskipta- og/eða markaðsfræðingur? Hvað með lögæðinga? Ég held ekki og ekki einu sinni nýútskrifaðir einstaklingar með slíka menntun myndi gera það heldur. Gjaldkeri í banka og  einstaklingur sem sinnir útkeyrslu fyrir verslanir eru með hærri laun. Ekki það að þeir séu öfundsverðir að sínum launum heldur hitt, launamisræmið er gríðalegt og menntun er einskins metin  þegar kemur að launaröðun sumra stétta. Svo einfalt er það.

Ég hef þá trú að fólk átti sig á því að hjúkrunarfræðingum er full alvara núna og þeir munu standa saman. Það verður erfitt fyrir hvern og einn að vita hverjar afleiðingarnar verða á starfsemi stofnana og á líðan skjólstæðinga en það sættir sig enginn við slíkt launamisrétti og nú ríkir. Þannig er það einfaldlega, það eru allir búnir að fá nóg.

 


mbl.is Formaður Fíh: „Mikil vonbrigði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband