Kemur ekki á óvart

Er ekki undrandi á þessum uppsögnum. Forstjórinn látinn axla ábyrgð á klúðri borgarfulltrúa og sagt upp. Meirhlutinn virðist stefnuráfandi  í málefnum REI og OR þannig að þessar uppsagnir eiga ekki að koma á óvart.

Það kemur mér hins vegar á óvart hversu fáir starfsmenn OR hafa sagt upp störfum. Hugsanlega hafa einhverjir gert það en  þær uppsagnir farið hljóðlega. Engan skal undra þó menn færi sig um set þegar óvissa og stefnuleysi einkennir starfsemina. Forstjóri OR virtist vel liðinn meðal starfsmanna og látinn fjúka til að bjarga kjörnum fulltrúum. Auðvitað hljóta menn að vera ósáttir.

Það sem veldur mér áhyggjum er sú staðreynd að gríðalega mikil sérfræðiþekking fer úr báðum fyrirtækjum með brottför þessara stjórnenda og starfsmanna svo ekki sé minnst á reynsluna og ómetanleg tengsl. Slíkar auðlindir er erfitt og kostnaðarsamt að bæta. Manni finnst liggja beinast við að þessir sérfræðingar stofni eigin fyrirtæki á sviði orkumála og fari þar með í bullandi samkeppni við REI og OR. Þeir hafa þekkinguna, reynsluna og mikilvæg sambönd og yrðu auk þess lausir við pólitísk afskipti sem skapar þeim óneitanlega forskot. Eðlilegt framhald en mikill skaði fyrir borgina.

Mig grunar að víðar en innar REI og OR ríki óvissa og ringulreið í rekstri fyrirtækja innan borgargeirans. Menn virðast ekki ganga í takt innan meirihlutans og segir mér hugur að kjörnir fulltrúar hafi ekki nauðsynlega yfirsýn yfir allar stofnanir borgarinnar og starfsemi þeirra. Stjórnsýslunni er ábótavant á ýmsum sviðum og embættismannakerfið virðist nokkuð valdamikið. Hvernig má annað vera eftir tíð meirihlutaskipti það sem af er af kjötímabilinu?  Einhverjir verða að halda utan um stjórnartaumana og reksturinn. Kjörnir fulltrúar ná ekki að setja sig inn í málin, hvað þá að ljúka stefnumótun af einhverju viti.

Sjálfstæðismenn virðast leggja ofuráherslu á þjónustusamninga og einkaframkvæmdir. Það þarf ekki að vera slæmt. Etv. væri t.d, rekstri Droplaugastaða betur borgið í höndum einkaaðila, ég skal ekki um það segja. Hins vegar finnst mér siðlaust að formaður Velferðaráðs skuli vera upphafsmaður af þeim tillögum vegna tengsla sinna við einkarekið fyrirtæki á sviði heilbrigðismála. Það sama er uppi á tengningnum með formann heilbrigðisnefndar Alþingis. Klárlega hagsmunaárekstur sem menn hirða ekki um að hylja. Orðið sjálfsagður hlutur að fara á sveig við stjórnsýslulög og reglur - eða hvað?

Hvað sem þeim vangaveltum líður er augljóst að REI, OR og borgin tapar af því að missa starfsmenn með mikla sérþekkingu úr fyrirtækjunum. Nokkuð sem er mikið áhyggjuefni.

 

 

 


mbl.is Fjórir segja upp hjá REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þessi óstjórn verður borgarbúum dýr

Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband