Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rangfærslur

Það fauk hressilega í mína þegar ég hlustaði á hádegisfréttir Stöðvar 2 í dag. Þvílík fréttamennska þar á bæ en þar halda menn því fram að íslenskir læknastútentar sem stunda nám í Ungverjalandi fái ekki íslenskt lækningaleyfi þar sem þeir standist ekki próf hér þá landi líkt og læknar frá Austantjaldslöndunum. Ég á ekki til orð, gjörsamlega kjaftstoppW00t

Það vill nefnilega svo til að Háskólinn í Debrecen telst til eins af 10 bestu háskólum í Evrópu, ólíkt Háskóla Íslands sem nær ekki inn á lista þeirra 100 bestu, hvað þá ofar. Ungverjaland tilheyrir auk þess Evrópska efnahagssvæðinu þannig að kandidatspróf í lækningum og tannlækningum eru fullgild hér á landi. Skólinn lýtur sömu gæðastöðlum og aðrir en hafa sett markið hærra en margur.

Samvinna er á milli Háskólans í Debrecen og H.Í þannig að íslenskir nemendur úti geta valið að taka eitt ár hér heima af námi sínu og á það við 4.,5. og 6 námsár. Nám íslensku nemendanna er fullgilt hér heima og metið til fulls, kjósi þeir að skipta alveg um skóla, verða að vísu að þreyta þetta blessaða inntökupróf líkt og aðrir. Standist þeir það, fara þeir beint inn í H.Í og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þess ber að geta að háskólinn úti metur ekki nám frá H.Í þannig að kjósi t.d. 3ja árs læknanemi hér heima að halda áfram sínu námi þar, verður hann að byrja á byrjunarreit. Svo stífar eru kröfurnar þar. Ég er ekki viss um að rangfærslur sem þessar hvetji þessa nemendur til að sækja heim til að taka hluta af sínu námi - kannski er það einmitt tilgangurinn. Hver veit?

Hitt er svo annað mál að erlendir læknar frá ýmsum Austantjaldslöndum, t.d. frá Póllandi hafa þurft að taka íslenskt lækningapróf til að fá lækningaleyfi hér á landi. Menntun þeirra þykir standa að baki náminu hér heima.  Margir starfa á ábyrgð annarra lækna á meðan þeir stunda sín störf hér, t.d. svæfingalæknar. Sumir reyna við íslenska prófið, aðrir ekki. Sumir ná prófinu - aðrir ekki.Hvort að slakur árangur þeirra sé vegna lélegrar undirstöðuþekkingar í fræðunum eða tungumálaörðugleika, skal ég ekki um segja.  Það er hins vega algjörlega óskylt mál.

Mér finnst þessi fréttaflutningur gjörsamlega út í hött, ófaglegur og illa unninn. Hann er til þess fallinn að varpa rýrð á það nám sem íslenskir nemendur stunda á erlendri grundu og ber keim af því að einhvers konar rígur sé til staðar af hálfu einhverra hér heima. Einhver kom fréttinni af stað, kveikjan kemur einhversstaðar frá. Umfjöllun sem þessi er ekki tilefnislaus. Öllum þeim sem hafa útskrifast frá Debrecen hefur vegnað mjög vel í starfi hér heima og ekki verið eftirbátar kollega sinna hér. Mér finnst fréttamenn Stöðvar 2 hafa rýrt hressilega trúverðugleika fréttaflutnings þeirr. Ég mun í öllu falli hlusta á þær framvegis með efasemda-og gagnrýnisgleraugum. Ninja

 


Skýr skilaboð

Þá liggja fyrir niðurstöður atkvæðagreiðslu aðildafélaga BHM, öll stéttarfélögin fyrir utan eitt, samþykktu samninginn.

Þátttakan í atkvæðagreiðslu hjá Kennarfélagi KHÍ nam  30% en  41,7% hjá Félagi háskólakennara sem þýðir að meðaltali 35,9% hjá þessum tveim stéttarfélögum. Þegar ég rýndi í þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá þeim 17 aðildafélögum sem samþykktu samninginn á undan kom svipuð þátttaka í ljós, þ.e allt frá 23,1% þátttöku og upp í 58,9% eða sem nemur um 37,1% að meðaltali.  Af þeim sem greiddu atkvæði voru flestir sem samþykktu samninginn.

Skilaboðin eru skýr, meira en helmingur félagsmanna í aðildarfélögum BHM hefur ekki áhuga á því að nýta sér atkvæðarétt sinn. Skilaboðin má túlka á ýmsa vegu. Annað hvort eru félagsmenn að lýsa andstöðu sinni við forystuna og samninganefndina með því að hunsa atkvæðagreiðsluna eða að það er hreinlega engin þörf fyrir atkvæðagreiðslu og þar með atkvæðarétt. Svipaðar niðurstöður er að finna í atkvæðagreiðslum annarra stéttarfélaga þetta árið. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skar sig greinilega úr en þar greiddur tæpl. 70% atkvæðabærra félagsmanna atkvæði með yfirvinnubanni. 

Ég hlýt að velta fyrir mér lögmæti 23% þátttöku atkvæðagreiðslu. Í flestum félögum, stjórnum og hjá hinu opinbera væri vart fundafært, hvað þá að atkvæðagreiðslan yrði lögmæt. 

Ég einfaldlega sé enga ástæðu til að halda úti atkvæðagreiðslu um kjarasamninga miðað við þessar niðurstöður.  Er einfaldlega ekki búið að kasta atkvæðaréttinum og færa öll völd til til forystunnar á hverjum stað og hverju sinni?


mbl.is Háskólakennarar samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í stoðum

Titringurinn á stjórnarheimilinu virðist vera að aukast svo um munar, ýmsir komnir á skjálftavaktina. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðismanna tala í kross og hver höndin uppi á móti annarri. Samfylkingarmenn taka undir það sem þeim líkar en skammast út í það og þá sem þeim líkar ekki. Stjórnarflokkarnir ekki beinlínis samstíga. Trúverðugleiki manna hefur snarminnkað.

Ég geri ráð fyrir því að þrýstingur um aðildaviðræður í ESB frá forkólfum atvinnulífsins, verslunarmönnum, fjárfestum og bönkum auk þrýstings frá auðmannsstéttinni sé farin að vera þrúgandi. Líklega er nýjasta útspil dómsmálaráðherra litað af þeim þrýsting, erfitt að segja hvaða hvatir liggja að baki tillögum hans. Það virðist óhugsandi að taka upp Evruna án aðildar í ESB en kannski er það strategían hans. Um leið og viðræður hefjast um Evruna er búið að opna á aðildaviðræður enda hanga þau mál saman.

Ég held að öllum sé ljóst að samstarf ríkissflokkanna er ekki snuðurlaust, það kraumar og ólgar undir yfirborðinu og gýs reglulega eins og vera ber þegar þrýstingurinn er orðinn of mikill. Spurningin virðist snúast um það hvenær slitnar upp úr samstarfinu.  

Lítið fer fyrir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar í þeirri efnahagskreppu sem ríkir. Einhverjir styrkir  til menninga- og menntamála til landsfjórðunganna. Sá hæsti nær ekki 30 milljónum. Etv. góð viðleitni en dugar skammt á móti skertum kvóta o.fl. Kannski málin séu í nefndum og nefndarnefndum og hafi því ekki litið dagsins ljós ennþá. Sumir segja að góðir hlutir gerist hægt, etv. þurfum við að sýna meiri þolinmæði. Hugsanlega getur ríkið úthlutað auknu  fjármagni þar sem þörf er á því fyrir ágóðan vegna hækkanna á eldsneytiskostnaði, hver veit?  Ríkisstjórnin er hugsanlega með einhver tromp uppi í erminni??

Hvað sem þeim vangaveltum líður, fer lítið fyrir mótvægisaðgerðum. Fátt eitt jákvætt virðist koma frá ríkisstjórninn. Landinn skammaður fyrir of mikla eyðslu og hvattur til að taka upp sparibaukinn. Skyldi skýringuna á aðgerðarleysi stjórnvalda vera að finna í innbyrðis ágreiningi á milli ríkisstjórnarflokkanna?  Sumir vilja aðild að ESB - aðrir ekki, einhverjir vilja friða Þjórsáver- öðrum finnst það ekki koma til greina.  Fer að líkjast lönguvitleysu. Annar flokkurinn fer hamförum vegna kosninga í öryggisráðið - hinn vill sem minnst um þau mál ræða. Einn ráðherran vill bjarga heiminum á meðan annar lætur sem hann viti ekki af þeirri viðleitni.  Svona er hægt að halda endalaust áfram.

Er ekki undrandi á minnkandi fylgi við ríkisstjórnina.  Hún virðist þó taka við sér þegar bakhjarlarnir fara að sýna klærnar. Það verður spennandi að fylgjast með umræðunni á næstunni.Whistling

 


Hlutur ríkisins

Ég hlýt að spyrja eins og flestir landsmenn; er ekki orðið tímabært að ríkið lækki sínar álögur á hvern líter bensíns og díselolíu til að draga örlítið úr skellinum fyrir fólk? Ríkisbuddan bólgnar stöðugt samfara hækunum á eldsneyti. Ég veit að fátt ræður við heimverðið en ríkið getur lagt sitt af mörkum.

Olís telur það skyldu sína að verð á markaði endurspegli heimverðið hverju sinni. Það sé skýringin á því að gamlar birgðir hækki jafnhliða nýjum. Eru það ásættanleg rök? 

Sé fyrir mér flótta úr stéttum atvinnubílstjóra og gjaldþrot hjá þeim sem þurfa að nota eldsneyti sem stóran hluta af rekstri sínum.

Við sjáum sæng okkar útbreidda þegar kemur að fluginu, það verður einungis á færi þeirra ríku að fljúga í náinni framtíð. Svo ekki sé minnst á sumarfrí á erlendri grundu. Það verður of dýrt fyrir meðal Jóninn að leyfa sér slíkan munað. Flugið verður mun dýrara en hótel og uppihald.

Mig grunar að ástandið eigi enn eftir að versna. Hvenær skyldi akstursgreiðslur til þeirra sem starfa hjá hinu opnbera hækka til móts við þær hækkanir sem hafa orðið á þessu ári?W00t


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt en satt!

Framhaldsskólakennarar samþykktu samninginn með 74% greiddra atkvæða. Þó fylgir ekki sögunni að einungis  732 félagsmenn af þeim 1620 sem voru, greiddu atkvæði. Þátttakan var því heldur dræm líkt og í mörgum öðrum stéttarfélögum eða sem nemur um 45,2%. Á móti voru rúm 22%. Niðurstaðan engu á síður afgerandi en atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendum atkvæðaseðlum. Ótrúlega forneskjuleg aðferð á upplýsingaöldinni enda hefur atkvæðagreiðslan og talning tekið sinn tíma.

Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að mér þykir þessi samningur arfaslakur og tel að framhaldsskólakennarar sem hafa dregist verulega aftur úr í launum, hefðu getað ná betri árangri. Mín grunnlaun hafa verið 274.000 kr. á mánuði þannig að líkt og hjá hjúkrunarfræðingum hafa framhaldsskólakennarar þurft að stóla mikið á yfirvinnu eða vinna önnur störf samhliða kennslunni. Ég botna ekkert í forystunni né stéttinni almennt að sætta sig við þessa samninga enda erum við í raun að taka á okkur kjaraskerðingu. Það sama gildir um BHM. 

Skv. þessum samning tosast grunnlaun mín upp í 294,300 krónur á mánuði. Misjafnt er eftir aðsókn nemenda í áfanga og framboði á kennurum hvort að einhver yfirvinna sé í boði. Hún var það t.d. ekki hjá mér á vorönninni þannig að það er auðvelt að sjá að hvorki ég né aðrir geta lifað af kennslunni einni saman. 

Gríðaleg vinna liggur að baki undirbúning kennslu, mun meiri en margur gerir sér grein fyrir. Ítroðsluaðferðin í formi þurra fyrirlestra og punkta á töflu er nánast liðin tíð, fjölbreytni í kennsluaðferðum er lykilatriði til að ná til nemenda. Í mínu starfi hef ég þurft að styðjast við erlent námsefni þar sem fátt er um fína drætti hvað varðar íslenskt efni. Margir nemendur eru tregir til að lesa námsefni á erlendu tungumáli þannig að gríðaleg vinna fer í að útbúa slæður og þýða glósur fyrir nemendur, finna myndbönd, ítarefni o.s.frv.. Ég er viss um  að fæstir átti sig á umfangi undirbúningsins, eðlilega.

En þetta samþykktum við, ótrúlegt en satt!W00t


mbl.is Kennarar samþykktu kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á kostnað neytenda

Hvalfjarðargöngin voru og eru bylting fyrir Vesturlandið, á því liggur engin vafi í mínum huga. Mikil framsýni á áræðni af þeirra hálfu sem fóru af stað með verkefnið á sínum tíma. Göngin hafa margsannað gildi sitt og fáir sem efast um mikilvægi þeirra.

Ég hef verið og er enn mjög ósátt við það að göngin skulu vera kostuð af neytendum í gegnum gjaldtökuna. Hróplegt misræmi í samgöngumálum almennt í landinu sem er einsdæmi fyrir utan þjóðvegina  til Eyja og Grímseyja sem liggja sjóleiðina og byggja á  gjaldtöku til neytenda. 

Enn hef ég ekki séð haldbær rök af hálfu stjórnvalda sem réttlæta þessa gjaldtökur. Við skattborgararnir greiðum okkar hlut til samgöngumála án þess að hafa nokkur áhrif á  forgangsröðun verkefna eða úthlutanir á milli landshluta. Við borgum þegjandi og hljóðalaust, getum ekki annað, höfum ekkert bal en getum etv. haft óbein áhrif í kosningum á 4 ára fresti.  Engu treystandi í þeim efnum samt. Því er gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin óréttmæt og mismunar fólki eftir búsetu. Það sama gildir með Grímseyinga og Eyjamenn.

Hef auðvitað mínar skoðanir á því hverjir hagnast mest á þessu fyrirkomulag og það eru örugglega ekki neytendur. Vissulega breytt skilyrði í samgöngum við höfuðborgarsvæðið og þægindi en fyrir það verða menn að borga. Mér er ekki kunnugt um gjaldtöku í önnur göng á landinu.  Af hverju skyldi þessi mismunun vera?

Þeir eru ekki margir þingmennirnir í Noðrvesturkjördæmi sem berjast fyrir því að ríkið taki yfir rekstri Hvalfjarðargangna sem stóð reyndar alltaf til í upphafi og átti að gerast þegar göngin væru farin að borga sig. Þeir eru þó örfáir, þingmenn FF og einn þingmaður Samfylkingarinnar. Hef ekki heyrt mikið til VG manna um þessi málefni.  Eru kannski á móti göngunum almennt vegna umhverfisáhrifa en ég skal ekki um það segja.

Um 14 milljónir bifreiða hafa ekið um göngin frá opnum þeirra og tel ég víst að þau séu löngu búin að borga sig og farin að skila umtalsverðum hagnaði. Einhverjir púkar fitna á fjósbitanum og hagnast í bak og fyrir, bæði pólitískir og ópólitískir einstaklingar. Það þarf ekki miklar pælingar til að átta sig á því hverjir þeir eruWhistling

Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að útrýma misrétti landsmanna eftir búsetu þeirra og tryggja öllum sama rétt í samgöngumálum - eða hvað?


mbl.is Tvöfalda þarf Hvalfjarðargöng á næstu 5 til 10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þyrla upp moldviðri?

Er ekki fullseint í rassinn gripið að fara fram á að fyrverandi forstjóri skili inn gögnum sem ku vera trúnaðargögn? Komið fram í júlí mánuð og maðurinn yfirgaf svæðið í maí. Fram til þessa virðast menn ekki hafa haft neinar athugasemdir um þetta meinta eignarnám forstjórans sem virðist hafa farið fram fyrir opinum tjöldum þar sem menn vita að um einhverja kassa af pappír var að ræða.

Ég hygg að flestir geri sér grein fyrir því að forstjórinn var látinn axla ábyrgð þá sem stjórnmálamenn hefðu með réttu átt að gera. Bakari hengdur fyrir smið. Nú er þyrlað upp moldviðri út af gögnum og jeppabifreið sem hann hefur verið með síðan hann hætti störfum í maí. Ég hlýt að velta fyrir mér þeim hvötum sem liggja að baki þeim aðgerðum og fjölmiðlafári sem  málið hefur fengið síðustu sólahringana. Af hverju kom þetta mál ekki strax upp í maí og hver stendur á bak við moldviðrið?  W00t

Tek reyndar enga afstöðu til réttmæti þess að taka með sér gögnin enda ekki með neinar forsendur til þess. Forstjórinn telur þetta sín eigin gögn og á það ekki að vera þannig að menn séu saklausir þar til annað kemur fram? Mér sýnist borgarfulltrúum vera það kappsmál að gera málið tortryggilegt. Hvað varðar jeppabifreiðina er ekki ólíklegt að hún fylgi manninum á meðan uppsagnarfresti hans stendur, hafi hún verið hluti af launum og kjörum  nema að annað hafi komið fram í uppsögninni. Það er ekki flóknara en það.Shocking

Eðlilegra hefði verið að fjalla um málið innan OR en ekki í fjölmiðlum en úr því sem komið er skiptir mestu máli að allir fletir málsins komi upp á borðið til að gæta sanngirni. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að meiningin sé að gera forstjóran tortryggilegan. Hann er etv. ógn við OR og REY með alla sína sérþekkingu, reynslu og sambönd????

 

 


mbl.is Hyggst skila gögnunum eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátt!

Búin að lesa samninginn sem hljómar mun betur en fyrstu fréttir gáfu til kynna í gærkvöldi. Var hálf brugðið þá og alls ekki bjartsýn. Skildi ekkert hversu ánægður formaðurinn okkar var miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um samninginn, þ.e. 20.300 k. hækkun á alla, lækkun yfirvinnuprósentu en nokkurra prósentuhækkun á alla launatöfluna vegna kerfisbreytinga. 

Forystan hefur náð um 14% hækkun grunnlauna og sömu hækkun á vaktaálag. Á móti kemur að vísu að yfirvinnuprósetnan lækkar úr 1.038% niður í 0,95% en það er í raun algjörlega í takt við stefnu okkar um að auka vægi dagvinnulauna.

Mér finnst það raunar kraftaverki líkast að ná fram þessari hækkun launa í því samningsumhverfi sem ríkt hefur. Ríkið hefur verið með öllu ósveigjanlegt og ekki reiðubúið til að hlusta á neitt annað en flata krónutöluhækkun upp á 20.300 kr. á línuna. Það hefur því ekki verið auðvelt að kljást við samninganefnd ríkisins. Samninganefnd F.Í.H og forystan á því heiður skilið, haldið var klókt á þeim spilum sem voru uppi.  Ríkið hagnast  einnig þegar fram í sækir þegar fleiri hjúkrunarfræðingar geta aukið starfshlutfall sitt í stað  þess að treysta á yfirvinnu til að skrimta. 

Vissulega eiga hjúkrunarfræðingar langt í land með að fá kjör sín leiðrétt til samræmis við aðrar sambærilegar stéttir en það skref sem stigið var í gær er stórt og góð byrjun á því vandasama verki sem framundan er. Ég vil því meina að þessi samningur sé stór áfangi og í raun sigur. Kringumstæður gríðalega erfiðar og samningsumhverfið ósveigjanlegt. Það þarf kænsku, kjark og dug til að semja í slíku umhverfi. Öll vitum við hvernig fór fyrir samninganefnd BHM og þeim samningum sem þar var landað. Það sama gildir um samninga við Félag framhaldsskólakennara, snautlegir samningar, algjörlega úr takt við raunveruleikan og  ég treysti mér ekki til að samþykkja.

Ég verð því að viðurkenna að ég er örlítið ,,lúpuleg" eftir comment mitt í gærkvöldi þar sem mér fannst ekki tilefni til bjartsýni, hálf skammast mín eiginlega fyrir fljótfærnina en hafði þó rænu á að hafa einhvern  fyrirvara.

Ég mun mæta á kynningafund og setja mig vel inn í málið. Mér sýnist þessi samningur geta haft umtalsverð áhrif á mínar ákvarðanir í náinni framtíð. Ég er þess fullviss að félagsmenn muni samþykkja samninginn. Vonandi liðkar hann til fyrir samningaviðræðum ljósmæðra og ríksisins

á fundir ríkissáttasemjara

 Stjórnborð - Bloggfærsla

 

 

 

 

 

Ég get ekki annað en óskað samningnefnd okkar til hamingju með þennan sigur, ferlið hefur ekki verið auðvelt. Þvílík þrautseigja! 


Samningur í höfn

Fyrstu fréttir að berast, samningur í höfn. Ekki gefið upp um innihald hans annað en að grunnlaun hækki. Of snemmt að fagna þar sem innihaldið er óljóst en ég ber fyllt traust til forystunnar sem hefur sýnt að hún er sterk.

Meira seinna....................... 


mbl.is Hjúkrunarfræðingar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram er haldið...............

Enn annar þjónustusamningur um einkarekstur. Í þetta sinn innan heilsugæslunnar. Ekki kemur skýrt fram hver ávinningurinn er með slíkum samning umfram rekstur heilsugæslu á vegum hins opinbera. Það mætti etv. skilja þessa frétt þó með þeim hætti að samningurinn eigi að tryggja bættari þjónustu. Í raun þá verið að segja að opinber þjónusta á heilsugæslusviðinu sé ekki nógu góð - eða hvað? Whistling

Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála og spennandi að sjá um hvaða lækna er að ræða. Skyldu þeir tengjast Heilsuverndastöðinni (InPro)? Sterk tengsl þaðan inn í ríkisstjórnarflokkana.

Ætla mér ekki að taka afstöðu til þess hvort þessi þjónustusamningur sé jákvæður eða neikvæður fyrir skjóstæðingana en þeir eiga að skipta höfuðmáli. Það virðist vera á kristaltæru að heilbrigðisþjónustan verður einkavædd og vart lengi að bíða þar til þaf rekstrarform verði það að allt að 80-90% af allri heilbrigðisþjónustu. Ríkið mun sjá áfram um heilbrigðisþjónustu fyrir afmarkaðan hóp ef af líkum lætur. Þessa þróun höfum við séð í öðrum löndum. Í dag eru Bandaríkjamenn að gera hvað þeir geta til að losna út úr einkarekna rekstrarforminu, árangurslítið.  

Það fer enginn út í einkarekstur nema að hafa einhvern ávinning og arð af slíkum rekstri. Heilbrigðisþjónustan mun snúast  í auknu mæli um lögmál hag- og markaðsfræði þar sem arðsemi er lykilatriði. Það kæmi því ekki á óvart að senn fari tryggingafélögin að bjóða sérstakar sjúkratryggingar. Einhverjir munu fitna við kjötkatlana.

Hvernig skyldi fara með LSH? Einkahlutfélag eða opinbert?  Í öllu falli fækkar ríkisstarfsmönnum óðfluga og þar með mun þörfin fyrir starfsmannalögin minnka. Klókt hjá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingin dansar með í takt.

 

 


mbl.is Samið við heimilislækna um rekstur læknastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband