Hlutur ríkisins

Ég hlýt að spyrja eins og flestir landsmenn; er ekki orðið tímabært að ríkið lækki sínar álögur á hvern líter bensíns og díselolíu til að draga örlítið úr skellinum fyrir fólk? Ríkisbuddan bólgnar stöðugt samfara hækunum á eldsneyti. Ég veit að fátt ræður við heimverðið en ríkið getur lagt sitt af mörkum.

Olís telur það skyldu sína að verð á markaði endurspegli heimverðið hverju sinni. Það sé skýringin á því að gamlar birgðir hækki jafnhliða nýjum. Eru það ásættanleg rök? 

Sé fyrir mér flótta úr stéttum atvinnubílstjóra og gjaldþrot hjá þeim sem þurfa að nota eldsneyti sem stóran hluta af rekstri sínum.

Við sjáum sæng okkar útbreidda þegar kemur að fluginu, það verður einungis á færi þeirra ríku að fljúga í náinni framtíð. Svo ekki sé minnst á sumarfrí á erlendri grundu. Það verður of dýrt fyrir meðal Jóninn að leyfa sér slíkan munað. Flugið verður mun dýrara en hótel og uppihald.

Mig grunar að ástandið eigi enn eftir að versna. Hvenær skyldi akstursgreiðslur til þeirra sem starfa hjá hinu opnbera hækka til móts við þær hækkanir sem hafa orðið á þessu ári?W00t


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar sterklega að sá dagur þar sem ríkið leggur sitt af mörkunum og lækkar álögur sem það leggur á einhverja vöru muni aldrei gerast. Staðreyndin er sú að íslensk stórfyrirtæki og ríkið vinna hönd í hönd, það er, ef heimsverð hækkar á einhverri vöru, þá hækkar það mun meir á íslandi, síðan þegar það loksins lækkar í heiminum þá lækkar það ekkert heima. Þannig það sterkasta sem íslendingar geta gert er að flytja frá íslandi í einhvern tíma (veit það er dálítið stórtækt), en ég hinsvegar neita að láta íslenska ríkið taka mig óbeint í rassgatið, orðinn þreyttur á að borga svona háa skatta og fá ekkert í staðinn, búinn að fá nóg svo og margir aðrir íslendingar.

Ósáttur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

SAMMÁLA YKKUR BÁÐUM!!! Þetta er náttúrulega að fara út fyrir öll mörk þessar álagningar á öllu. Maður veit bara ekki lengur hvað skal segja.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:23

3 identicon

NÚ ER BARA AÐ HÆTTA AÐ VERSLA VIÐ OLIS ....NEIÐA ÞÁ Í SAMKEPPNI!!!

palli (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:24

4 identicon

Miðað við þær upplýsingar sem komu frá FÍB í síðustu viku hefur álagning olíufélaganna á eldsneyti hækkað um allt að 17kr á lítra síðan í apríl í fyrra.  Á sama tíma hefur álagning ríkisins hækkað um rúmar 15kr á hvern dísilolíulítra í formi virðisaukaskatts.  Þarna eru rúmar 30kr sem við erum að greiða aukalega á hvern lítra í álagningu og skatt!  

Balsi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:29

5 identicon

Það kom líka fram að álagning olíufélaga í Svíþjóð er ekki nema 12kr á lítra.

Balsi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ríkissjórnin getur lækkað þessar álögur og ætti sennilega að gera það

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband