Færsluflokkur: Bloggar

Rúmlega hálfnuð

Vikan rúmlega hálfnuð, Guð sé lof. Er bókstaflega örmagna eftir síðustu dagana. Held að "Skipasunda"baugarnir séu komnir niður á höku, svei mér þáBlush  En allt er þetta að hafast, bara tveir strembnir dagar eftir. Hef ekki einu sinni horft á fréttir alla vikuna, ekki það að trúlega er ekki af miklu að missa, þingið ekki saman komið ennþá og engar nýjar fundagerðir á vef sveitarfélagsins síðast þegar ég gáði. Hef því ekkert til að fjarviðrast yfir.

Vaknaði á réttum tíma í morgun, náði meira að segja að fletta blöðunum í fyrsta sinn það sem af er vikunni. Upp kl.06 í fyrramálið þannig að  nú er það bólið. Er reyndar ánægð með að ég skuli hafa náð að standa mína pligt undanfarið. Heilsufarið ekki hrunið, einungis þreyta og meiri verkir sem er skiljanalegt. Ég er býsna sátt við sjálfa mig og stöðuna, mér er alla vega ekki að fara aftur. Get ekki farið fram á meira. 

Er farið að þyrsta í fréttir og spjall. Það verður tekið á því um helgina. Framvegis mun ég varast svona óhóflegt álag. Þó vinnan sé mér allt, verð ég að eiga mér eitthvert líf, þó ekki væri nema að fara í mína göngutúra með smádýrin og finna mér tíma til að skipuleggja stutta heimsókn til Debrecen. Svo ég tali ekki um að muna eftir því að fá mér að borða, svona endrum og eins. Hef ekkert skilið í  þessa líka svaka hunugtilfinningu í kringum miðnættið. Átta mig þá á því að síðasti bitinn var kannski að morgni eða í hádeginu,Whistling

Úps, varð á að kíkja á vef Dalabyggðar og rakst á fundargerð byggðaráðs. Hnaut um að menningafulltrúinn er enn aðalmaður þar inni og vék ekki sæti þegar erindi frá henni o.fl. var afgreitt og samþykkt. Ætlar stjórnsýslan aldrei að lagast?  

 


Rúmlega hálfnuð

Vikan rúmlega hálfnuð, Guð sé lof. Er bókstaflega örmagna eftir síðustu dagana. Held að "Skipasunda"baugarnir séu komnir niður á höku, svei mér þáBlush  En allt er þetta að hafast, bara tveir strembnir dagar eftir. Hef ekki einu sinni horft á fréttir alla vikuna, ekki það að trúlega er ekki af miklu að missa, þingið ekki saman komið ennþá og engar nýjar fundagerðir á vef sveitarfélagsins síðast þegar ég gáði. Hef því ekkert til að fjarviðrast yfir.

Vaknaði á réttum tíma í morgun, náði meira að segja að fletta blöðunum í fyrsta sinn það sem af er vikunni. Upp kl.06 í fyrramálið þannig að  nú er það bólið. Er reyndar ánægð með að ég skuli hafa náð að standa mína pligt undanfarið. Heilsufarið ekki hrunið, einungis þreyta og meiri verkir sem er skiljanalegt. Ég er býsna sátt við sjálfa mig og stöðuna, mér er alla vega ekki að fara aftur.

 


Orðin tölvunörd

Svei mér ef ég er ekki orðin eins og hver annar tölvunörd. Sit við blessaða tölvuna að meðaltali 8-10 tíma á dag. Stundum samfellt.  Reyndar ekki í tölvuleikjumWink

Þessi dagur byrjaði eins og sá síðasti, ég rumskaði með vekjaraklukkuna einhvers staðar í sænginni, hún löngu búin að hringja og ég svaf hringinguna af mér. Ekki vantar samt lætin í henni þegar hún fer af stað. Ég hef örugglega vaknað og slökkt á henni, ég man bara ekki eftir því.  Er svo með gemsan stilltan til vara, hann var einnig einhvers staðar grafinn í sænginni, ég heyrði aldrei í honum heldur. Geltið í tíkunum vakti mig.

Auðvitað vaknaði ég of seint og uppi var fótur og fit að finna síman og klukkuna til að athuga hvort ég næði á Skagann fyrir kl.08.30 og ég sem átti eftir að taka olíu. Úff, það gekk mikið á, fór í hendingskasti af stað, greiddi mér á leiðinni, með erfileikum. Enn með harðsperrur í öllum vöðvum síðan um helgina. Lenti á eftir trukkum og iðnaðarmönnum sem eru greinilega á launum við aksturinn í vinnuna, svo rólega fara þeir, með gemsan á eyranu, helst báðum.  Rétt marði inn í skóla 2 mín. fyrir hringingu og áttaði mig á því að ég hafði einungis sett mascaran öðru megin og það út a kinn og flíspeysan var á röngunni. Náði að snúa henni við á leiðinni í stofuna. Kennslan gekk stórslysalaust fyrir sig en mín ansi móð í byrjun, rétt eins og fýsibelgur. Eins gott að sólarpúðrið var báðum megin.

Mér er það ljóst að ég er óttarlegur aumingi þegar kemur að úthaldinu og hef greinilega farið framúr mér síðustu dagana. Til að bæta gráu ofan á svart er álagið extra mikið þessa vikuna, tók að mér smá aukavinnu frá 12.00-16.00  í nokkra daga út af neyð þannig að sólahringurinn er ekki nægilega langur. Átt reyndar lausa stund á milli kl. 11.00 - 12.00 og gerði ég eins og vörubílstjórarnir í Ameríkunni, ég lagði bílnum afsíðis og lagði mig. Það bjargaði deginumFootinMouth

Þetta má alls ekki hafa áhrif á starf mitt og því sit ég lengur en ella við tölvuna á kvöldin. Fór svo sjálf í aukatíma í kvöld enda orðið tímabært að sinna náminu.  Fæstir átta sig þó á því að þessi tölvuvinna mín heima er stór hluti af mínu starfi og hún verður að ganga fyrir. Í öllu falli verður þessi vika nákvæmlega svona; "hectic" og vinnudagurinn 14-16 tímar.

Álag sem þetta er ekkert nýtt fyrir mér, ég hef ævinlega þurft að vinna 2-3 störf í senn. Hjúkrunarfræðingar og framhaldsskólakennarar hafa ekki það há laun að þau dugi til að framfleyta meðalfjölskyldunni, allra síst þegar maður er eina fyrirvinnan. Vissulega hægðist aðeins á veturinn 2006 en þá var ég einungis í einni vinnu enda að ljúka tveim prófgráðum. Þvílíkur lúxux sem mér fannst sá tími.  Nú þarf ég að vinna upp tekjuskerðingu síðustu 10 mánuðina, fyrst vegna veikindanna og síðan vegna fráfalls Guðjóns.  Okkar skulbindingar miðuðust við tvær fyrirvinnur.

Ég er óendanlega lánsöm að komast til þeirrar heilsu að getað stundað vinnu sem er ekkert sjálfgefið.  Ég er því heppnari en margur annar og kvarta því ekki þó vinnan verði margföld á meðan ég næ upp dampinum og sætti mig vel við fórnarkostnaðinn sem felst aðallega í auknum verkjum og óendanlegri þreytu.  En eftir þessa viku gefst aukið svigrúm til að hreyfa sig og reyna að koma sér í betra form, ekki veitir af. Ég kæmist ekki upp Skólavörðustiginn, hvað þá að fjallsrótum Esjunnar eins og staðan er í dag. Hef reyndar alltaf verið óhemjulöt að ganga í gegnum tíðina en er bókstaflega orðin háð því núna. Það er m.ö.o. hægt að kenna gömlum hundi að sitjaShocking

Krakkarnir standa sig vel úti, Katan í smá tilvistarkrísu eins og eðlilegt er enda ekki bara flogin úr hreiðrinu heldur komin í annað land. Stundataflan hennar vægast sagt svínsleg, er flesta dagana í skólanum frá kl.08.00 - 20.00, líka á föstudögum.  SickHádegishlé og frímínútur þekkjast ekki og fleiri kílómetrar á milli bygginga við háskólann þannig að það er sprett úr spori. Hún ætlar að kaupa sér hjól við fyrsta tækifæri.  Auk þessa býr hún með bróður sínum og kunningja hans, sem sé tveim karlmönnum.  Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.Cool  Tímarnir heldur færri hjá Haffa og meira svigrúm til lesturs og tómstunda enda kominn á kaf í körfuna aftur, hef ég heyrt.

Vinnan næstum búin í kvöld, var heila 3 tíma að semja eitt próf! Á eftir að svara nokkrum tölvupóstum og síðan er það rúmið sem heillar óendanlega þessa dagana. Allt á fullu fyrir vestan, mínir menn og vinir klikka ekki frekar en fyrri daginn. Svakalega sakna ég þeirra og til að bæta gráu ofan á svart hef ég ekki tíma í uppáhaldsiðjunna; að tala í símann.  Það verður að bíða betri tíma eins og margt annað skemmtilegt.

 

 


Illt í efni

Mér þykir illt í efni þegar menn taka eigur annarra ófjrálsri hendi án þess að blikna eða blána.  Ekki síst þegar um er að ræða einstaklinga sem eru nátengdir og skyldir eigandanum sem gerir verknaðinn ljótari í mínum augum en ella.  Það verður seint hægt að segja að Guðjón hafi ekki þurft að hafa fyrir sínu, hann þurfti þess alla tíð.  Þegar menn sverta minningu látins manns með þessum hætti er fátt þeim til málsbóta.  Ekkert, satt best að segja.

Nú liggur sem sé fyrir að tilteknir menn hafa sótt sér heyvinnslutæki, verkfæri og önnur tól í leyfisleysi heim að Seljalandi.  Ekki einungis farið inn á landareign okkar í óleyfi heldur og tekið eignir ófjrálsri hendi.  Slungnir ábyggilega og telja sig hafa falið slóðina en svo gott er það ekki fyrir þá.  En nú skil ég betur en nokkurn tíman fyrr, hvað Guðjón átti við að etja og sem fór illa með hann.  Ég mun seint fara niður á plan þessa "slegts" og læðast í skjóli nætur svo ekki sé minnst á kjaftaganginn, meiðyrðin og lygarnar.  Eins og ég hef alltaf sagt þá kemur sannleikurinn alltaf í ljós. Þeir einstaklingar sem haga sér með þessum hætti eru siðblindir og algjörlega óverjandi. Ég mun ekki þaga yfir þessum verknaði en hinkra með nafnabirtingar þar til sekt er sönnuð.

Ég get alveg játað það að mér er brugðið yfir þessum atburðum.  Það sem mér þykir verst við þennan þjófnað er vanvirðing gagnvart eigum og minnngu látins manns og það af hálfu einstaklinga sem töldu hann til vina sinna og ættingja.  Verknaðurinn á hins vegar ekki að koma mér á óvart og  lýsir best grunuðum einstaklingum og segir allt sem segja þarf. 

Eins er dauði annars brauð
út um haf og völlu.
Þarna leiðir sauður sauð
sé ég það á öllu
.
                                Höfundur: Einar Sveinn Frímann, f.1883 - d.1948
En eins og einhverjum varð á orði þá er skítlegt eðli ekki glæpur, þjófnaður er það hins vegar.  Tekið verður á málum í samræmi við það. Það þarf meira til ef tilgangurinn á að vera að slá mig út af borðinu, enda þrautþjálfuð í slíkum tilraunum manna síðustu árin. Við skulum spyrja að leikslokum.
Er annars óðum að ná tökum á breyttu hlutverki, búið að vera mjög sérstakt að hafa ekki krakkana hjá mér.  Annríkið vegna vinnunnar er búið að vera mikið síðustu tvær vikurnar en nú sé ég fram á að ástandið verði stöðugra. Framundan hins vegar ný og krefjandi verkefni þar sem ég kem til með að vera í kapphlaupi við tímann.

Breytingarnar eru og verða óneitanlega miklar því er ekki að neita og sumar auðveldari en aðrar eins og gengur í lífi allra. Ég einblíni á þau tækifæri sem felast í þessum breytingum og fagna því þegar þær verða yfirstaðnar.

Hvað varðar blessuð áföllin sem dynja á manni, að því er virðist út í það endanlega, þá hafa þau vissulega neikvæð áhrif á mig, alla vega svona í fyrstu en það hvarflar ekki að mér að láta þau buga mig.  Áföllin eru stærri og meiri hjá mörgum öðrum en mér. Þessum þjófnaði fylgir vissulega fjárhagslegt tjón en ekkert í samanburði við tjón annarra. Mér fannst hrikalegt að frétta af bruna sumarbústaðs Gunna bróðurs sem brann til kaldra kola með tilheyrandi eignartjóni. Einhverjir óprúttnir þar á ferð.  Maður spyr sig daglega; hvað er að verða um þetta þjóðfélag? Dóp, ofbeldi, innbrot og þjófnaður, íkveikjur og pólitískar aftökur daglega i fréttum.


Dýraland

Hef ekki haft undan síðustu sólahringana, undirbúningur fyrir kennsluna sem sat á hakanum síðustu vikuna. Hef setið 10-12 klst. á dag í tölvunni við undirbúninginn. Annars frábært að vera komin í mitt umhverfi, hreinlega dýrka það að kenna. Ekki það að mér líður eins í hjúkruninni, ég gæti ekki gert upp á milli. Enda ætla ég mér að stunda hvorutveggja og jafnvel meira, hver veit? Joyful

Önnur verkefni hafa svo sem bæst á mína;  nú er ég ein með 3 tíkur, þ.a tvær sem ekki geta verið saman án þess að til blóðugra slagsmála komi.  Þau mál reyndar í vinnslu, eitthvað er að angra Lady Diönu, aldursforsetan sem stjórnar heimilinu með harðri hendi. Bíð eftir tíma á Dýraspítalanum þar sem framundan er allsherjartékk í svæfingu. Framhaldið ræðst náttúrlega af niðurstöðum.  Ungabarnið á heimilinu;Perla, er greinilega þrælsýkt í hálsi hægra megin og svo virðist sem aðgerð og penecillin sé ekki að virka sem skyldi. Trúlega aðgerð þar framundan, enn og aftur.  Ekki er þjónustan gefin á þeim bænum frekar en með okkur mannfólkið og ekki niðurgreidd með neinum hætti. Hika samt ekki við að gera allt sem hægt er til að koma þeim báðum til heilsu.

Það jákvæða við það að vera ein í "Dýralandi" er það að nú verður mín að standa sig og hreyfa tíkurnar og þar með sjálfa mig.  Auðvitað eftir kúnstarinnar reglum, ekki dugir að fara með þær allar saman og ekki sama hverjar fara í hverja ferð. Á meðan eitt hollið fer, grenjar hitt hástöfum þannig að tekur undir. Bíð eftir því að fá kvörtun frá nágrönnum. Ótrúlega sátt á meðan svo er ekkiWhistling      Í  öllu falli verður mín að fara að hreyfa sig og taka á því. Kominn tími til!  Skondin sjón ábyggilega; að sjá tíkurnar draga mig áfram, móða og másandi. Hef trú á því að þolið komi fljótt með þessu framhaldiCool

Hvað sem öðru líður þá er ég að drukkna úr verkefnum þessa dagana, hef ekki tíma til að vera einmanna og láta mér leiðast. Sakna auðvitað krakkana, ekki síst þegar um hægist  en svo ofboðslega sátt við það sem þau eru að gera að ég gef það ekki að sýta og væla.  Skárra væri það nú! Wink

Hlusta meira á útvarp núna þegar ég er komin í langkeyrsluna í vinnu,.. Hef þungar áhyggjur af afdrifum Íbúðalánasjóðs. Núverandi ráðherra búinn að skipa starfshóp sem á að fjalla um úrræði fyrir þá verst settu og þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð; þ.e. unga fólkið. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hvernig málum yrði háttað gagnvart meðal Jóninum og Gunnu. Mér segi svo hugur að þessi nefndarskipan sé fyrsta skrefið til að leggja Íbúðarlánasjóð niður en eftir standi úrræði fyrir þá verst settu. Aðrir verði að sækja sitt í bankana á "ránsvöxtum".  Vona innilega að mér skjátlist núna í þetta skiltið Blush


Áhrif alvarlegra veikinda

Það að greinast með alvarlegan sjúkdóm er mikið áfall fyrir hvern þann sem í slíku lendir sem og ættingja hans. Hjá flestum hefst baráttan gegn sjúkdómnum nánast samstundis, lífsviljinn rekur menn af stað og allt lagt í sölurnar til að sigra baráttuna.  Krabbameinssjúkir hika ekki við að undirgangast erfiðar aðgerðir svo ekki sé minnst á lyfjameðferð sem er ekkert annað en eitur í líkaman sem ræðst ekki einungis á sjúkar frumur, heldur og einnig heilbrigðar.  Afleiðingarnar eru skelfilegar, ógleði, uppköst, þreyta, slappleiki, lystarleysi, megrun, svimi, blóðleysi, aukin blæðinga- og sýkingarhætta og ég veit ekki hvað og hvað. Menn hika hins vegar ekki við að leggja þessi ósköp á sig, allt er lagt í sölurnar til að komast yfir sjúkdóminn. 

Afleiðingarnar eru hins vegar ekki einungis líkamlega.  Félagsleg færni minnkar, menn hafa hreinlega ekki heilsu og þrek til að vera jafnvirkir, öll orkan fer í að berjast við vágestinn og aukaverkanir lyfjanna. Margir þeirra sem veikjast af krabbameini verða óvinnufærir, a.m.k. tímabundið.  Sumir eru heppnir og halda sínum launum, aðrir ekki og verða að láta sér duga hungurlús frá TR sem enginn getur lifað af.  Sumir eru stöndugir fjárhaglslega og geta mætt tekjuskerðingu á meðan aðrir eru skuldugir og þurfa að greiða afborganir lána o.fl.  Sem sé hinn meðal Jón.

Í öllu falli minnka yfirleitt tekjurnar og möguleikar til aukavinnu þurrkast út.  Þar á ofan bætist við kostnaður vegna veikindanna per se.  Það er nefnilega einungis fyrir vel stæða Íslendinga að veikjast alvarlega án þess að fjármálin hrynji.  Þrátt fyrir niðurgreiðslu og afsláttarkort sem hver og einn fær þegar hann hefur  greitt 18 þús. kr. fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu, þarf sjúklingurinn alltaf að greiða ákveðinn hluta af lækniskostnaði og rannsóknum. Í mörgum tilfellum þarf hann að greiða fyrir lyf þó krabbameins- og verkjalyf séu greidd af TR.  Þeir sem búa á landsbyggðinni þurfa að leggja út fyrir öllum ferðakostnaði sem og kostnaði vegna gistingu þegar það á við en fá einhvern hluta endurgreiddan eftir dúk og disk.  Í flestum tilfellum verða maki eða börn að fylgja viðkomandi í meðferðir af ýmsu tagi sem þýðir aukinn kostnaður og hugsanlega tekjutap fyrir nánustu ættingja.

Óski sjúklingurinn eftir sálfræði- eða hjúkrunarþjónustu verður hann að greiða hana sjálfur að fullu, slík þjónusta er ekki greidd niður. Þeir sem þurfa að fara í endurhæfingu, greiða alltaf tiltekinn hluta af þeirri þjónustu sem er dýr. Á meðan lyfjameðferð stendur eða þegar sjúkdómurinn er virkur er matarlystin lítil, ef þá nokkur og allt gert til að finna "óskafæði" hvers og eins.  Það eitt er kostnaðarsamt þannig að verðið á innkaupakörfunni hækkar ískyggilega ef menn leggja sig fram við að koma einhverju ofan í sig.  Þeir sem ekki eru það heppnir að eiga góða "altmulig menn" sem gera við alla hluti eftir þörfum, þurfa að kaupa vinnu iðnaðarmanna á meðan þeir sjálfir eru óvígir og svona lengi mætti telja upp kostnaðarliðina.

Fyrir meðal Jóninn og Gunnuna þýða alvarleg veikindi eins og krabbamein, fjárhagslegir erfiðleikar. Þegar fram í sækir fer að bera á greiðsluerfiðleikum hjá mörgum, afborganir dragast aftur úr, yfirdráttarheimildin hækkar og vaxtakostnaður rýkur upp úr öllu valdi.  Blessaður vítahringurinn fer á fullt og allt í óefni.  Nú, þeir sem ekki njóta launagreiðslna í veikindum sínum, fara hreinlega á hausinn fyrr en síðar.

Það er nefnilega bláköld staðreynd að fjármála- og lánastofnanir hafa almennt ekki mikla þolinmæði gagnvart  viðskiptavinum sínum þegar alvarleg veikindi bera að.  Menn verða að borga sínar skuldir, ekkert múður og auðvitað verða allir að greiða sínar skuldir, um það er ekki deilt. En fjandinn hafi það, bankar og aðrar lánastofnanir gætu hæglega komið til móts við viðskiptavini sína með einhverjum sveigjanleika og skuldbreytingum til að gera mönnum lífið auðveldara.  Hagnaður þessara stofnana er það mikill að ætla mætti að hægt væri að sveigja eitthvað til, viðskiptavinurinn greiðir háa vexti fyrir skuldbreytingar og lengingu lána þannig að stofnanirnar tapa engu en viðskiptavinurinn fær kannski meira svigrúm til að standa í sinni baráttu upp á líf og dauða. Það er nefnilega miklu meira en nóg að standa í því að berjast fyrir lífi sínu, svo baráttan við lánastofnanir bætist ekki við.

Íbúðalánasjóður er eina lánastofnunin sem hefur það í stefnu sinni að koma til móts við einstaklinga í þreningum.  Bankarnir vilja sjóðinn  út enda hagnaðarvonin meiri þegar hann er farinn.  Sjúklingar missa örugglega hraðar húsnæði sitt en ella.  Skyldu sveitarfélögin þá vera reiðubúin að tryggja þeim húsnæði eins og þeim ber??  Ég tel að fæst þeirra séu í stakk búin til þess.  Það að LÍN skuli ekki taka tillit til alvarlegra veikinda og tekjuskerðingar finnst mér grafalvarlegt mál, lögreglumál eins og Einar Bárðar myndi kalla það.  LÍN fellir niður námslán ef lántaki deyr en það er ekki hægt að taka tillit til viðkomandi á meðan hann er að berjast og það með tekjuskerðingu ofan á allt annað álag.  Ótrúlegt!Shocking

Í öllu falli hafa veikindi eins og krabbamein alvarlegar afleiðingar fyrir fjárhag þess sem veikist.  Oft er um að ræða margra mánaða veikinda- og endurhæfingaferli, sumir ná aldrei fyrri starfsorku og því upp á náðir TR og örorkumats komnir.  Öll vitum við að enginn lifir á þeim greiðslum einum saman.  Fjárhagsleg áhrif verða margföld ef sjúklingurinn er eina fyrirvinnan á sínu heimili, það gefur auga leið.  Ekkert má út af bera, allur aukakostnaður sem hlýst af lífsbaráttunni verður óyfirstíganlegur og enginn "munaður" kemur til greina, þ.m.t. óhefðbundnar leiðir til lækninga sem sjúklingurinn verður að greiða að fullu sjálfur.

Það er mín skoðun og reynsla að þegar einstaklingur veikist af alvarlegum og lífshótandi sjúkdómi, beinist öll athyglin að honum sem slíkum og þeim hefðbundnu meðferðarúrræðum. Gerð er sú krafa að sjúklingurinn fari í gegnum allar hefðbundin meðferðarúrræði, hversu erfið  sem þau kunna að vera. Hins vegar gleymist all oft að menn hugsi út í aðrar afleiðingar veikindinna, t.d  félagslega einangrun og fjárhagsörðugleikana sem oft verða til þess að sjúklingurinn og fjölskyldan verður að fara úr eigin húsnæði, selja allt sem telst til eigna og ganga í gegnum erfiðar breytingar í ofanálag við áfallið og meðferðina sem fylgir sjúkdómnum og baráttunni við að halda lífi.  Krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum fylgir alltaf tekjulækkun/-missir í einhverjum mæli og kostaðarauki. Vissulega væri ástandið avarlegra ef stéttafélaga nyti ekki við en það er engu að síður alvarlegt og getur haft afdrífaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans.

Mér er það með öllu óskiljanlegt af hverju ekki er til einhver sjóður sem sjúklingar geta leitað í ef í harðbakkan slær. Mér er það einnig með öllu óskiljanlegt af hverju bankar og aðrar lánastofnanir geta ekki sýnt sveigjanleika og boðið fram úrræði þegar þess er þörf, ekki síst gagnvart viðskiptavinum sínum sem eiga eignir eða hafa aðra tryggingu. Þá er ég ekki að tala um vaxtalaus úrræði. Í flestum tilfellum myndi einhver tímabundin hliðrun og sveigjanleiki nægja til þess að fólk lenti ekki í slæmum málum og þyrfti ekki að selja ofan af sér eða aðrar eigur sínar. Í öllu falli ætti kerfið að sjá til þess að sjúklingar fengju ráðgjöf og aðstoð í fjármálum þegar veikindi steðja að og að þeir önnuðust samningagerð fyrir sína skjólstæðinga.  Félagsráðgjöf spítalanna er ekki nógu kröftug til að sinna því hlutverki, ráðgjöfin snýst fyrst og fremst um réttindi manna hjá TR og um aðengi  opinberri þjónustu.

Sem betur fer bregðast Íslendingar flestir vel við þegar beiðni um stuðning berst frá vinum og vandamönnum þeirra sem eru að kljást við erfið veikindi.  Með þeim stuðningi hefur ýmsum vandamálum verið útrýmt eða dregið úr þeim í það minnsta. Í mörgum tilfellum hefur slíkur stuðningur gert sjúklingum kleift að sinna baráttunni gegn sjúkdómnum og jafnvel leita annarra meðferðarúrræða en þeirra hefðbundnu hér á Fróni og það er frábært.  Í sumum tilfellum hefur stuðningur orðið til þess að sjúklingurinn á ofan í sig og á og enn öðrum tilfellum hefur hann komið í veg fyrir gjaldþrot sjúklingsins.

Ég vona að fólk taki vel við sér við beiðni vina og vandamanna Gíslínu sem ég fjallaði lítilega um í síðustu færslu.  Eins og hún segir hreinskilningslega sjálf þá er hún hvorki rík né fátæk en það eitt að bæta við kostnaði vegna óhefðbundins meðferðarúrræðis, ofan á allan annan kostnað og tekjutap, getur reynst mönnum ofviða.  Ég var því stolt af landanum þegar ég las á heimasíðu hennar að viðbrögð hafi verið góð fram til þessa og vona ég svo sannarlega að þau verði það áfram. Okkur munar ekki um að sleppa einni bíóferð eða djammhelgi.  Stuðningur getur gert gæfumuninn í baráttunni gegn þeim fjanda sem krabbamein er. 

 


Baráttukonur

Eins og tölfræðin sýnir eru ótal Íslendingar sem greinast með krabbamein árlega. Þeir eru á mismunandi aldri og sjúkdómurinn misskæður eftir tegund, staðsetningu og dreifingu.  Horfurnar eru því misgóðar/daprar skv. tölfræðinni.  En hún segir ekki allt.

Sumir hafa leyft öðrum að fylgjast með gangi mála á blogginu og kemur það sér oft vel, ekki síst ættingjum og vinum. Sá sem er að berjast við þennan vágest hefur oft á tíðum hvorki þrek né tíma til að vera í sambandi við alla til að leyfa þeim að fylgjast með og þá er bloggið mjög hentugt.  Það sem mér finnst einnig jákvætt er að með blogginu, t.d. hjá Ástu Lovísu, Hildi Sif,  Lóu og mörgum fleiri, hefur umræðan um krabbamein opnast og síður feimnismál en áður.

Ein af þeim hetjum sem hefur bloggað um sjúkdómsgang sinn er Gíslína Erlendsdóttir sem ólst upp í Miklahotshreppi á Snæfellsnesinu, einungis 46 ára að aldri.  Kjarnorkukona þar á ferð sem er að kljást við ólæknandi krabbamein í gallvegi.  Eins við má búast af slíkri kjarnokukonu, gefst hún ekki upp heldur berst áfram eins og ljónynja og hefur vakið aðdáun mína. Ég leyfi mér því að setja slóð hennar á forsíðuna mína og hvet alla til að kíkja í heimsókn til hennar.  Frábær penni með skemmtilegan og stundum "eitraðan" húmorWink

Gíslína er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til að öðlast bata og er ég þess fullviss að afstaða hennar á eftir að fleyta henni langt í baráttunni þannig að hún standi uppi sem sigurvegari. Ættingjar og vinir hennar hafa tekið af henni skarið og blásið til sóknar til að styrkja Gíslínu til að hitta Manning í Englandi.  Er sjónum beint að fyrirtækjum og einstaklingum í þeim efnum.  Bið ég sem flesta að styrkja hana til fararinnar.  Krabbameinssjúklingar eru tekjulitilir/-lausir, það þekki ég vel, þannig að þeir eiga fullt í fangi með að halda dampi.  Sumum tekst það ekki og er ég ein þeirra þannig að ég þekki slíkar aðstæður allt of vel.

SLóðin hennar Gíslínu er : http://www.blog.central.is/gislina 

Einnig er hægt að fara inn á slóðina hennar undir flipanum :Baráttukonur

Vona ég að hún fyrirgefi mér famhleypnina.

Ef einhver þekkir einhvern sem hefur lifað af lungnakrabbamein á lokastigi, sem ég veit að hefur gerst, bið ég hinn sama að setja sig í samband við Þórdísi Tinnu.  Reynsla annarra myndi koma henni vel núna.

Slóðin hennar er : http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/

 


Í kremju

Síðustu dagar búnir að vera erfiðir.  Búin að standa á mínum blessuðum krossgötum með blikkandi ljósum í allar áttir. Var loks búin að taka ákveðna stefnu, sátt við hana og létti verulega.  Lífið gjörbreyttist við það að vita hvert ég stefndi þó það væri ekki sársaukalaust að taka ákvarðanir.  Er hins vegar háð ákvörðunum annarra í því tilliti og hef verið í nagandi óvissu síðustu dagana.  Óvissu sem er óþolandi þegar mikið er í húfi.  Og það sem verra er, ég verð að sætta mig þetta óvissuástand enn, get ekkert gert til að hagga því né haft áhrif á gang mála. Ekki bætir úr skák að mig grunar að ég verði að hverfa af þeirri braut sem ég hafði markað og byrja upp á nýtt.  Enn og afturCrying

Mér finnst það kvíðvænlegt að kryfja málin til mergjar, enn og aftur og fara aftur á byrjunarreitinn.  Sumir halda því fram að örlögin séu fyrirfram ákveðin en ég hlýt þá að spyrja; af hverju getur maður einfaldlega ekki fengið þá að vita í hverju þau eru fólgin og getað gengið þá hreint til verks?  Spurningar sem ég fæ aldrei svör við, ætti svo sem að vea búin að venjast því.  Hlutirnir hafa heldur aldrei gengið snuðrulaust fyrir sig hjá mér þannig að þessi staða ætti ekki að koma mér á óvart. 

Leyni því ekki að ég er spæld og svekkt.  Það tók mig óratíma að komast að niðurstöðu og loks þegar ég var orðin sátt og tilbúin til að feta ákveðnar leiðir, klikka hlutirnir.  Urrrrrrrrrrrr, hvað þetta er pirrandi.  Ekki það að ég veit, af fenginni reynslu ,að ég mun rífa mig upp úr þessu svekkelsi og byrja upp á nýtt, er ekki vön að pompa niður í langan tíma en veit að næstu skref og aðrar leiðir verða mun flóknari. Pinch

Ég spyr mig stundum, líkt og flestir aðrir; "hvað hef ég gert til að eiga alla þessa erfiðleika skilið"? Ég veit að einhverjir væru tilbúnir með svarið en eina skýringu fékk ég um daginn af andlega sinnaðri manneskju.  Við, sem sé, veljum okkur það sjálf þegar við fæðumst að kalla yfir okkur alla heimsins erfiðleika til þess að vera þroskaðri sálir og betur í stakk búin til að halda áfram "hinum megin". Ég gat ekki stillt mig um að segja að það hlyti að vera eitthvað meira en lítið að hjá einstaklingum sem fyrirfram veldu sér slíkan farveg.  Sjálfeyðingahvöt á hæsta stigi í öllu falli.  Ekki það að ég geri lítið úr andlegum málefnum, spiritisma, indjánum eða hvaða nöfnum sem slík "trúabrögð" boða, ég kaupi hins vegar ekki þessa skýringu.  Kristinn trú  boðar ákveðnar skýringar á erfiðleikum mannanna en ég, satt best að segja, skil þær ekki alltaf.GetLost

Þrátt fyrir allar heimsins áhyggjur á herðum mér, skín sólin og því engin spurning að nýta sér góða veðrið  Ut skal ek, í þetta sinn að moldvarpast, reita arfa í gríð og erg og grafa gamla drauga.  Nóg er af illgresinu í víðasta skilningi þess orðs.Whistling

 


Nátthrafn

Hef löngum verið "B" manneskja, þótt gott að vaka á kvöldin og lúúúúrrrrrrrra á morgnanaGrin. Það hefur þó aðeins breyst síðustu árin og ekki síst það síðasta (kominn tími til).  Er orðin býsna sátt við að vakna kl. 06 á morgnana, hafa mig til í vinnu og leggja af stað um 7 leytið. Í veikindunum var ég vöknuð kl. 05, beið eftir Mogganum og lagði mig svo. Arrrrrrrrrr, hvað það var notalegt. Hins vegar er ókostur við að vakna svo snemma; ég þarf að leggja mig þegar heim er komið. Þannig hafa mörg síðdegin farið hjá mér í sumar og fram á rauða kvöld; lúrandi í sófanum, hef sjaldnast fréttirnar af.

Þetta kvöld sló ég met, við Kata sofnuðum um kl. 19.30 og vöknuðum upp úr kl. 22.00! Geri aðrir betur! Katan fljót að hátta sig enda í bullandi vinnu þessa dagana en ég reyndi að rétta úr kútnum enda löngu kominn tími til að hrella fólk með símtölum. Var ansi seint á ferð og mesta furða hvað ein mín best vinkona, hún Lóa, sætti sig við í þeim efnum.  Ofboðslega sakna ég hennar og fjölskyldu hennar.  Ég tengist fáum og er hún ein af þeim. Klettur í hafinu.  Frábært að heyra í Bæring og Mundu, ótrúlegt hvað þau líða mér að hringja seint. Alltaf jafn yndisleg.  Bæring búinn að vera bjargvættur, nú sem oft áður. Reddaði Blæju minni heldur betur með aðstoð góðs vinar síns sem ég stend í þakkarskuld við.  Hvenær skyldi ég drífa mig á bak??????????

Búin að vera með ofboðslega heimþrá undanfarið. Ég er algjör sveitartútta.  Ekki það að ég hafi ekki skemmt mér vel í Eyjum eða hafi ekki nóg að gera í vinnunni.  Það er einfaldlega ekki það sama og að vera heima. Krossgöturnar þvælast fyrir mér; stend á þeim miðjum, ljósin blikka í allar áttir og þarf að velja og hafna.  Hvar vil ég vera? Hvert stefni ég? Kostir og gallar?  Skynsemin? Hjartað? Tilfinningin? Fjármálin? Heilsufarið? Þrjóskan..............................???? Urrrrrrrrrrrrr, þetta er ekkert smá töff!

Heilsufarið ekkert til að hrópa húrra fyrir, mætti í morgun og stóð mína pligt en augljóst að "pest" er að angra mig. Gekk svo langt að skreppa í hádeginu og leggja mig í bílnum! Hresstist reyndar helling á því, náði að klára daginn sem fólst í ótal þroskaprófum. Ekki mitt uppáhald allan daginn, reynir virkilega á. Fínt að taka eitt og eitt enda krakkarnir skemmtilegir og ögrandi viðfangsefni en þarf að takast á við það hlutverk í smáskömmtum.  Ég er umfram allt þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna því sem ég kann best og leiðist það ekki.

Það er svolítið skrítið og um leið erfið tilfinning að fara yfir örlagavalda í lífi sínu. Reynsla mín síðustu 5 árin hefur verið erfið og á margan hátt svo óskiljanleg.  Spurningar vakna um það hvað fólki gengur til. Ætlar það aldrei að hætta? Hvað veldur þráhyggjunni? Hvað hef ég, í raun, gert því, hvað þá á sjúkrabeði síðasta árið? Linnir þessu aldrei? Hversu veikir eru sumir?  Heiftin, hatrið?  Nær óvildin yfir gröf og dauða? Einhvern tímann hljóta menn að átta sig. Snýst lífið ekki um það, einmitt, að mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir? Hver vill einsleit samfélög þar sem allt er fyrirsjáanlegt og óhagganlegt?  Í öllu falli tel ég eðlilegt að virða einstaklingana eins og þeir eru og kalla eftir fjölbreytileika.  Annað er svo tilbreytingasnautt og hrútleiðinlegt.  Sick

Menn verða hins vegar að gæta að valdi sínu.  Það er vand með farið.  Enginn ætti að misbeita því, sjálfum sér og sínum í hag, ekki síst í opinbera geiranum sem er háður stjórnsýsluögum.  Það getur beinlínis verið hættulegt í víðum skilningi þess orðs. Vona af einlægni að sumir menn sjái að sér. Það er heillavænna fyrir alla, ekki síst þá sjálfa.  Það er aldrei of seint að betrumbæta sig og snúa við blaðinu.  Slíkt kunna allir að meta og virða.

Það er Manning fyrir svefninn.  Ein hetjan; Gíslina, benti mér á hann,.  Ótrúleg hetja, sú kona.  Gjörsamega búin á því í bili , það verður sofið út í fyrramálið.  Komin í helgafrí, enn og aftur, tíminn flýgur áfram á hraða ljósins Gasp

 

 

 


Á batavegi

Ekki besti dagur í heimi, mér hefur orðið kalt í brekkunni, "bronchitisinn" verri í morgun. Lá eins og skata í mogun, marflöt og komst hvoki lönd né strönd. Þoli ekki að geta ekki mætt í vinnu, mér líður eins og Skuggabaldri, skríð með veggjum með þvílíkt samviskubit. Bandit Finnst hrikalegt að vera frá vinnu, eitt það versta sem ég upplifi.  Er þó öll að koma til, komin á lyf og stefni ótrauð í vinnu í fyrramálið. Manneklan mikil þannig að það munar um hvern þann sem dettur út.

Annars fer að styttast í annan endan á þessari afleysingu, verð fram í miðja næstu viku. Kennslan hefst svo hjá mér þann 22. ágúst en fyrir þann tíma þarf ég að vera búin að setja upp kennsluáætlanir o.þ.h. Hlakka mikið til, líður eins og krakka sem er að byrja í skóla.  Sýnist ég þó ekki fá jafn mikla kennslu og ég hefði kosið, fleiri um hitunina núna þannig að ég geri ráð fyrir því að vinna hlutastarf samhliða henni í vetur. Það er svo sem allt í fína, ég er ekkert óvön því að vinna á 2-3 stöðum. Aðeins flóknara enda mega störfin ekki stangast á í tíma en ekki endilega síðra. Strípuð laun framhaldsskólakennara eru ekki ekki til að reka heimili og lifa af þeim sem fyrirvinnan, svo einfalt er það.

Sé fram á skemmtilegan tíma framundan, við verðum heima fyrir vestan í meira mæli en fram að þessu enda nóg að gera þar. Eitt af markmiðunum er að komast í berjamó og hugsa stíft til Snæju, vinkonu minnar, í þeim efnum. Kominn tími til að uppfylla það makmið.  Ég þarf einnig að huga að hrossunum fyrir veturinn og finna úrræði fyrir þau hross sem við erum ekki fær um að eiga við enda við Kata ekki mjög vanarWhistling

Ég veit að næstu vikur eiga eftir að fljúga áfram, styttist ógnvænlega í brottför hjá krökkunum.  Svo margt að gera áður en þau fara.  Búin að lofa þeim að koma út til þeirra fljótlega í haust, vil auðvitað koma að hreiðurgerðinni hjá þeim og get kannski orðið þeim að gagni þó ekki væri nema til að sauma gardínur eða eitthvað.  Hlakka mikið til, enda Debrecen falleg borg og ekki er Búdapest síðri er mér sagt.  Heimsferðir fljúga til Búdapest í október og á vorin og skilst mér að þær ferðir séu vinsælar hjá landanum. Læt nokkrar slóðir um Háskólann í Debrecen og um borgina fylgja hér með.

http://www.youtube.com/watch?v=OldcYt37ae8

http://www.youtube.com/watch?v=GqP1pPZImSY

Búin að strengja þess heit að fara í ræktina á næstu vikum, þarf einkaþjálfara til að byrja með en það verður tekið á því. Ég var illþyrmilega minnt á úthaldið í brekkunni í Herjólfsdal, var eins og fýsibelgur þegar ég var að krönglast þetta og búin á því eftir helgina.  Svei attan, ég skal klífa Esjuna næsta vor, án hjálpar og  súrefniskúts W00t

Allt að færast í eðlilegt form, krakkarnir komnir og tíkurnar, hver af annarri á heimleið og orðið fjörugt í kotinu.  Nákvæmlega eins og hlutirnir eiga að vera.  Er smám saman að ná áttum eftir góður fréttirnar, leyfi mér að trúa því að ég sé sloppin fyrir horn.  Er á meðan er.  Verð auðvitað miklu öruggari ef ég fæ sömu fréttir í október, aðeins um 2 mánuðir þangað til Happy 

Ég ætla að njóta hverrar stundar og þeirra kaflaskila sem nú eru í mínu lífi.  Uppgjör þarf alltaf að fara fram og slíkt tekur tíma. Ég hlakka hins vegar til komandi tíma þó vissulega verði skrítið að hafa krakkana ekki hjá mér. Aðstæður verða breyttar en þurfa ekki að vera síðri.  Samvera og samskipti snúast um gæði en ekki magn.  Ég fagna í raun þeim breytingum sem bíða mín handan við hornið, veit ekki enn hverjar þær nákvæmlega verða en smátt og smátt fara málin að skýrast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband