7.2.2008 | 23:28
Pólitíkin
Hvernig í ósköpunum ætlar Villi sér að gegna stöðu borgarfulltrúa og síðar borgarstjóra eftir að niðurstöður hinnar ,,svörtu" skýrslu stýrihóps borggarfulltrúa var birt. Ekkert nýtt sem þar kemur fram segir vinurinn og beygði af. Allir eru vondir og ósanngjarnir. Common, hvort heldur sem er, þá er trúverðugleiki hans hruninn og forsendur hans sem kjörinn fulltrúi kjósenda hruninn. Þekkja menn ekki sinn vitjunartíma? Þetta er farið að vera eins og í sveitinni minni.
Núverandi borgarstjóri er fullur fyrirheita um að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð vegna REI málsins. Mín spá er sú að stjórnendur og einhverjir stjórnarmenn Orkuveitunnar verði látnir taka poka sinn en pólitísk kjörnir fulltrúar sitji áfram sem fastast.Yrði það viðunandi lausn? Ekki verður samstarfsmanni Ólafs refsað? Sjálfstæðismenn munu ekki una því og slíta samstarfi við Ólaf ef hann glefsar í flokksmann þeirra. Hvað getur maðurinn gert? Kominn í úlfakreppu
Mér fannst einkennilegt að hlusta á viðtal við Svandísi í VG í kvöldfréttum. Sú hefur heldur betur samið þegar nýi en fráfarandi meirihluti tók við störfum. Málefnasamningur væntanlega við Björn Inga sem fól í sér vægð í garð pólitískra fulltrúa, hef ég trú á. Gæti verið að hún gangi með meirihluta samstarf við Sjálfstæðismenn í maganum? Einhver skýring hlýtur að liggja að baki því að hún selur sannfæringu sína og kúvendist, blessunin. Slíkir stjórnmálamenn eru aldrei trúverðugir. Það er sjálfsagt að skipta um skoðun ef rök eru fyrir því en 360° án sýnilegrar ástæðu, nei!
Annars fátt eitt að frétta héðan úr Engjaselinu. Ófærð í dag þannig að ég komst ekki til að sinna verkefnum dagsins sem áttu að vera í Borganesi. Er orðin ragari að æða út í öll veður, hefði sennilega haft þetta en einhvern veginn hafa áherslurnar breyst. Svo virðist sem ekki megi blása á mig, þá er ég komin með einhvern krankleika. Hætti síður á kulda og bras í ófærðinni en ég gerði fyrir 2 árum. Lét fátt eitt stoppa mig á fram að þeim tíma. Nú er sem sé öldin önnur og ,,skynsemin" látin ráða för, eða þannig
Haffi að koma til eftir sína pest, komst loks út úr húsi í dag og heldur betur létt. Var að mygla hér fastur innan dyra yfir engu nema tíkunum á daginn, skjálfandi undir sæng. Hann á flug út í býtið á sunnudagsmorgun þannig að sælan er á enda. Katan á fullu úti, vitlaust að gera og stendur sig eins og hetja. Er ein að rolast þar sem sambýlingarnir eru hér enn á Fróni.
Er ekkert skárri af mínum krankleika, uppsögnin á veikindapakkanum virðist ætla að dragast á langinn. Hef reynt að kvabba á mínum mönnum og væla, án árangurs. Urr, hvað ég er pirruð á þessu. Veit að þetta er ekki alvarlegt en vont er það. Er ekki vön að rjúka til út af verkjum en þessir eru fjandanum verri, það verður að segjast eins og er. Tengi þá enn meltingarveginum, maga/galli, whatever! Með þessu áframhaldi þarf að endurskoða verkjalyfjameðferðina, það er á hreinu. Urr, garg og hvæs
. Ég er pirruð yfir þessu ástandi, sorrý.... Samræmist engan veginn nýja lífinu mínu. Hamlar mér á allan hátt. Ég skal ekki láta þetta stoppa mig í vinnu samt. Nóg að ófærðin geri það.
Helgi framundan, setti stefnu á þorrablót í minni fyrri sveit, er orðin svartsýn að sú áætlun gangi upp, bæði vegna verðuspár og ófærðar og svo setur þetta vesen á mér strik í reikninginn. Urr aftur!
Ég ætla að gera eins og Maddý bloggvinkona mín gerir, ég ætla að vera uber happy á morgun, jafnvel þó að það verði ófært. Mæta nýjum degi syngjandi kát og segja öllum verkjum stríð á hendur. Læt ekkert skemma daginn. Ætla að finna kápu handa Kötunni minni í staðinn fyrir flottu kápuna hennar sem var stolið síðustu helgi, fyrir framan hana. Hún var greinilega ekki með gleraugun Ótrúlegt hvað fólk er orðið býræfið
Rise and shine í býtið, tek skóflu með mér að vopni gegn veðrinu, uber hress og happy. Tomorrow, here I come
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2008 | 00:51
Svefn
Komin í gamalkunnugt mynstur, svaf í hádeginu og aftur í kvöld. Missti eiginlega af kvöldinu, glaðvakandi núna. Ég er ekki hægt eins og stendur einhvers staðar. Bév.... verkir á næturnar, kolrugla öllu prógramminu með þessum uppákomum. Komin á eftir með eitt og annað, hlýt að ná að vinna það upp á næstu dögum. Verð ósköp fegin þegar þessi vika er búin.
Haffi steinliggur með pest, hósta, kvef og slappleika. Ekki er móðirin að halda honum félagsskap en reyni þó að passa ungan þegar frúin er í vökuástandi. Held að hann sé hálf hneykslaður á móðurinni núna. Styttist heldur betur í brottför hjá honum, fer út á sunnudagsmorgun. Katan komin á fullt í skólanum og plummar sig fínt að vanda.
Ekkert annað að gera en að henda sér á koddan og vona að þessi nótt verði skárri en sú síðasta. Finnst lítið spennandi að standa í þessu næturbrölti, er búin að segja upp veikindapakkanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.2.2008 | 23:30
Orðlaus!
Hvernig má það vera að eigendur hrossa skilja þau eftir fóðurlaus í girðingum? Í öllum veðrum, etv. með lítið eða ekkert skjól og enga beit. Hvað er að? Hvar eru stjórnvöld og eftirlitið??
Sjálf hef ég þurft að láta hross mín ganga úti og tók út fyrir það. Við Katan sváfum ekki heilu næturnar fyrst eftir að hrossin okkar gengu úti og voru þau þó í besta atlæti, fengu nóg að éta, feit og sælleg. Amaði ekkert að þeim, við mægðurnar hins vegar ómögulegar að vita af hrossunum okkar út. Tepruskapur í okkur, vildum helst hafa hrossin inni hjá okkur, ef við hefðum fengið að ráða. Barnaskapur auðvitað enda ,,þroskuðumst" við fljótlega.
Það eru til reglugerðir og dýraverndunarlög sem eiga að fyrirbyggja slæma meðferð á hrossum og öðrum dýrum. Það virðist hins vegar standa á eftirfylgninni, á stundum. Ég hef vitað til þess að sauðfé hafi verið komið að niðurlotum af hor, hross vanrækt úti, vannærð og hrakin og hundar lokaðir inni svo vikum og mánuðum saman. Þó allir viti af illri meðferð dýra, eru menn ótrúlega ragir við að tilkynna slíkt til yfirvalda. Eru hræddir við nágrannan, óttast afleiðingarnar, vorkenna aumingja bóndanum sem vinnur svo mikið, er svo fátækur og þannig má endalaust halda áfram. Meira hugsað um viðbrögð mannskepnunnar en dýranna. Ég hef einnig vitað til þess að viðeigandi stjórnvöld hafi ekki tekið á málum, gefið eigendum dýra endalausa sjénsa. Finnst erfitt að ganga hart að viðkomandi, finnst of mikil fyrirhöfn að standa í brasi og þurfa að sækja og hýsa dýrin, óttast að missa pólitísk áhrif vegna óvinsælla aðgerða o.sfrv. Ég er ansi hrædd um að margur dýralæknirinn þurfi að streða við þar til bær stjórnvöld, oftar en almenningur gerir sér grein fyrir, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem minni líkur eru á að svona ill meðferð á skepnum líðist.
Urr, ég get hreinlega misst mig við tilhugsunina, hvað þá umræðuna. Þetta er hrikalegt. Viðurlög þurfa að vera strangari, bæði gagvart eigendum sem haga sér svona og því stjórnvaldi sem ber að taka á illri meðferð dýra.
(mynd tekin af mbl.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.2.2008 | 23:07
Spennufall
Þá er Katan komin út til Ungverjalands. Var að heyra í henni, nýlent í Búdapest og á eftir 3ja klst. akstur til Debrecen. Langt ferðalag síðan rúmlega 4 í morgun. Verður komin í hús um kl.2 á staðartíma og skóli í fyrramáli. Ætla rétt að vona að gasið og allt verði í lagi þegar heim er komið.
Haffi skutlaði skvísunni út á völl, eins gott því báðar þurftum við að skæla smá og þá er betra að vera heima við. Var hrædd um að sofa af mér brottför hennar þannig ég fór ekkert að sofa fyrr en hún var farin og komin í gegnum tékkið í Leifsstöð í morgun. Það var því sofið nokkuð frameftir þennan daginn.
Það er greinilegt að Orkuveitan hefur varla við þessa dagana, hér er búið að vera skítakuldi inni í húsi síðustu 2 dagana. Dugar ekkert minna en lopasokkar og peysa innandyra. Tíkurnar tolla ekki úti í 2 mín. algjörar kuldakreistur orðnar hjá mér. Ætla rétt að vona að spáin sé hagstæðari framundan, sé ekki betur en að það stefni í heitavatnsleysi hér á höfðuborgarsvæðinu.
Missti af Silfri Egils, mér heyrist þátturinn hafi verið góður og þess virði að kíkja á endursýninguna á eftir. Björn Bjarnason með háfleygar hugmyndir um nýtingu á björgunarsveitarmönnum. Ekki viss um að það samræmist þeirra hugsjón og sýn að gegna hlutverki varlaliða í óeirðum o.þ.h. Hugur Björns er greinilega hátt uppi þessa dagana. Nú á loks að fylgjast með flæði erlendra borgara til landsins. Löngu orðið tímabært og á ekkert skylt við rasisma.
Það má reyndar ekki segja neitt upphátt um fjölda þeirra útlendinga sem hafa sýnt mikla hörku í sínum glæpum að undanförnu. Það er hins vegar ekkert leyndamál að svokallaðar rafbyssur eru löngu komnar í hendurnar á lögreglunni byrjað að þjálfa menn til að nota þær. Skotvopn eru búin að vera lengi til staðar en ekki notuð nema af Sérsveitarmönnum. Nú er ljóst að lögreglan þarf að vígbúast, því miður. Glæpirnir eru orðnir harkalegri og alvarlegri.
Þessi dagur með skásta móti, verkirnir heldur minni ef eitthvað er. Hitt er svo annað mál að ég verð að bregðast við þessu ástandi sem fyrst, ekkert vit í öðru, er varla vinnufær í verstu köstunum. Það líkar mér illa enda samræmast veikindi ekki mínum plönum núna
Ekki laus við spennufall, framundan strembin vika svo fer ástandið vonandi að róast eitthvað. Ekkert mál að leggja á sig aðeins meira þegar gaman er. Nýt þess í botn að stunda mína vinnu. Eini ókosturinn er að ég þarf að vakna fyrir fyrsta hanagal, það er meira en að segja það fyrir rótgróna B manneskju og nátthrafn sem bósktaflega dýrkar það að sofa út á morgnana
Allt er þetta þó fyllilega þess virð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2008 | 02:17
Brottför
Erfiður dagur, áfram verkir og vanlíðan. Komst ekki í barnaafmæli hjá systursyni mínum, finnst það eiginlega ófyrirgefanlegt. Er heldur skánandi eftir miðnætti. Krakkarnir ekki of góðir til heilsunnar heldur en af öðrum ástæðum þó
Styttist í brottför hjá Kötunni, flýgur út til Köben kl. 7.20 þannig að hún verður að vera mætt á völlinn um kl. 5.30. Bíður í Kóngsins Kaupmannahöfn í 8-9 og flýgur þá til Búdapest. Kvöldið hefur tekið á hana, okkur báðar reyndar. Ég hef ætíð átt erfitt með að kveðja, hún virðist líkjast mér í þeim efnum. Auðvitað eigum við ekki að láta svona, stutt í vorið og við hittumst fljótlega aftur. Tíminn líður á ógnarhraða þannig að það verður komið sumar áður en maður veit af. Við erum ekki fyrstu mægður og mæðgin sem eru aðskilin og því síður þau síðustu. Aðskilnaður er hluti af lífinu og hluti af því að fullorðnast.
Ég held að brottförin hefði verið auðveldari fyrir Kötuna ef Haffi hefði farið samferða henni út. Hann getur það ekki, er í rannsóknum og bíður eftir niðurstöðum. Verður að klára það prógram, ekkert vit í öðru. Hann fer næsta sunnudag á sama tíma ef allt gengur upp. Kata er þó heppin að því leytinu að skólafélagi hennar fer samferða henni út. Veit að allt verður í fínu standi um leið og út er komið. Það er brottförin og það að kveðjast sem fer í hana og mig
Við erum sennilega alltof háð hvort öðru þessi litla famelía enda reynt margt saman. Einkennilegt að líta til baka og hugsa um liðna tíð. Mótlætið hefur einhvern veginn verið fylgifiskur okkar lengi og litað okkar tilveru. Við erum vön að þurfa að berjast áfram og oft hefur verið hart í dalnum. Við höfum hins vegar átt okkar gleðistundir sem ber að þakka. Stundum þarf ég að minna sjálfa mig á það.
Mér finnst reyndar það góð tilfinning hvað krökkunum gengur vel í sínu námi. Þau eru að plumma sig ótrúlega vel og eru sterkir karekterar. Vissulega ólík en samt lík. Ég veit að þau eiga eftir að standa sig frábærlega vel í starfi. Ég mun að sjálfsögðu láta þau snúast í kringum mig og kvabba miskunarlaust í þeim þegar fram í sækir. Er ekki dugleg að fara til læknis, er óttalega sérvitur í þeim efnum. Vil helst sjá um mig sjálf en verð stundum að láta í minni pokan og láta skynsemina ráða. Set öll veikindi á ,,hold" þangað til þau eru komin nógu langt í náminu til að sinna þeirri gömlu.
Síðustu vikur hafa flogið áfram, búið að vera frábær tími. Komumst ekki yfir allt sem var á dagskránni, verðum bara að gera betur næst í þeim efnum. Rannsóknir Haffa hafa nokkuð skyggt á seinni hlutan, óvissa er alltaf nagandi en sem betur fer virðist krankleiki hans ekki alvarlegur ef gripið er í taumana tímanlega. Hann er hins vegar hvimleiður og eitthvað sem hann verður að læra að lifa með ef grunur reynist réttur. Reyndar finnst mér komið nóg af brasi hjá okkur, litlu famelíunni.
Ég hlakka a.ö.l. til komandi tíma. Er smátt og smátt að finna mína stefnu, er ekki lengur eins og korktappi úti á sjó. Komin með áttavita um borð og byrjuð á læra á hann þannig að tilveran er ólíkt léttari. Síðustu 2 ár hafa verið erfið, árin þar á undan líka, sífellt hefur fótunum verið kippt undan okkur, allt tekið frá manni, endurtekið. En við stöndum alltaf upp aftur, byrjum upp á nýtt enda ekkert annað í stöðunni. Kannski við eigum 9 líf í þeim efnum. Í öllu falli er ég ákveðin í því að njóta þess sem framundan er. Er með margt á prjónunum og hlakka til að framkvæmdastigsins. Leita þó enn á rauðum ljósum eftir viðskiptahugmyndinni
Prinsessan á góðri stundu með Heiðrúnu vinkonu
Það verður óneitanlega tómlegra í kotinu þegar orkuboltinn er farin út en þess meira gaman að hittast á ný eftir nokkra mánuði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2008 | 00:17
Barlómur og aumingjaskapur
Bév.... verkir að hrjá mig, vekjandi mig upp alla nætur, yfirleitt á milli 5 og 6. Leyfi mér ekki að sofna eftir þá uppvakningu enda öruggt að ég sofi þá yfir mig. Er eins og draugur allan daginn, á erfitt með að halda mér vakandi upp úr hádeginu. Fólk örugglega farið að vera með einhverjar getgátur á þessari syfju minni.
Þetta ástand er farið að há mér nokkuð og pirra mig svo um munar. Veit að engin alvara er á ferð en fjandi er þetta hvimleitt. Kemur í köstum, get þá ekki legið, setið né staðið, er gjörsamlega í keng. Vont að borða en það er svo sem allt í lagi, á nægan forða. Svo virðist sem kuldinn auki á þessa verki þannig að ég er farin að skilja hvað gamla fólkið segir um gigtina sína sem versnar að þeirra mati í kulda. Finnur á sér veðrabreytingar á skrokknum á sér. Ég er farin að trúa því.
Ég hef ekki hugmynd í raun hvaða verkir þetta eru. Kannski það sé það versta við þá. Etv. að hluta til frá stoðkerfinu eftir aðgerðina og að hluta til frá maga/vélinda og galli. Það er bara ekki vitað annað en það að ekki eru þeir til komnir vegna illkynja vaxtar, að því er virðist. Ekkert að gera annað en að sætta sig við þetta ástand sem getur varað lengi enn. Fjandi er það erfitt samt. Stunda sund og hreyfingu var mér ráðlagt í desember. Hef ekki látið verða að því að skella mér í poll ennþá. Þarf að taka mig á í þeim efnum sem öðrum.
Verð flott þegar ég er farin að éta alla blómafrævlana, sólhattana, olíurnar svo ekki sé minnst á sundið. Ætti ekki að kvarta miðað við margan anna enda þetta ástand smá mál miðað við ástandið margra annarra. Er bara orðin pínu pirruð á þessu ofan í pestarfárið.
Unga fólkið úti á lífinu, þannig á það að vera, skemmta sér í góðra manna hóp. Katan flýgur út í býtið á sunnudag. Tíminn búinn að æða áfram, í bókstaflegri merkingu. Reynum að verja deginum saman á morgun þegar heilsan leyfir. Vona að ástandið bjóði upp á að við gerum eitthvað skemmtilegt.
Verð að fara upphugsa góða viðskiptahugmynd og flytja til heitari landa. Þar myndi ég njóta mín í tætlur. Peran hefur ekki kviknað enn, verð seint talin hugmyndarík þó ég sé vog, í bókstaflegri merkingu.
Ekkert annað í stöðunni en að leggjast á koddan snemma þetta kvöldið, hef lítið gert af viti enda ,,syfjuð" fram úr hófi. Búin að dotta ansi oft yfir tölvunni síðasta klukkutíman Ánægð þó að hafa náð að klára mína pligt síðustu 3 dagana.
Veikindin | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.1.2008 | 00:08
Í rétta átt
Heilsufarið á réttri leið, komin á ról um hádegið eftir leiðinlega nótt. Einkennilegt hvað maður velur næturnar til að vesenast í pestarfárinu. Er nokkuð viss um að þessi pest sé farin að syngja sitt síðasta. Afþakka með öllu fleiri pestar í bráð. Nóg komið af því góða.
Ekki nemar 4 dagar í brottför hjá Kötunni, búið að vera nóg að gera, tannlæknir og rannsóknir, reyndar hjá báðum krökkunum. Ekki laust við að hnúturinn sé að herðast í mallanum en ég er ákveðin að reyna að kíkja til krakkanna þegar fer að vora og verða hlýtt. Fremur ódýrt að fljúga og enginn kostnaður vegna gistingar þannig að það ætti að vera hægt.
Verðum að nýta vel þessa daga sem eftir er, höfum náttúrlega ekki gert helminginn af því sem til stóð en svona er það bara. Búið að vera fínt og það skiptir meginmáli.
Rólegt á pólitískum vígstöðvum, skyldi það vera lognið á undan storminum? Kannski það verði friður á næstunni????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2008 | 22:35
Pestaryksuga
Einn bloggvinur minn kom með ágætis orð yfir pestasækni mína, þ.e. pestaryksuga. Það er svo sannarlega orð að sönnu. Búin að liggja eins og drusla í dag og haldið mér inni við. Betri af magakveisunni (vonandi ekki NORO) en með flensulík einkenni og skelfilega slöpp. Svitna við minnstu hreyfingu. Lýsing sem margur kannast við þessa dagana, trúi ég. Tími flensu og allra handa pesta núna.
Það dugir víst ekki til að vera iðinn við kolann í hinum ýmsu lyfsölum, kaupandi blómafrævla og alls kyns sólhatta og dropa. Ég þarf að fara pína þessu ofan í mig, glösin og innihaldið gera lítið gagn uppi í hillu hjá mér. Ótrúlegt hvað maður blekkir sjálfa sig.
Er annars á því að ég sé hitabeltisplanta og eigi að búa á suðlægari slóðum í sól og hita. Mér líður best í slíku umhverfi. Þarf eiginlega að fara á fá einhverja brilliant viðskiptahugmynd og koma mér á þær slóðir. Nenni þessu pestafargani engan veginn. Verð bæði hundfúl og naga mig að innan með sektarkennd, þoli ekki að geta ekki mætt til vinnu og staðið mína pligt. Einfaldlega þoli það ekki
Það er þó sitthvað sem léttir lund mína á þessum síðustu og verstu tímum. Ég komst í kynni við Maddý, þann frábæra ljósmyndara og er heilluð upp úr skónum. Ætla svo sannarlega að eignast myndir hjá henni. Hér kemur ein sem ég er dolfallin yfir; The last dance
Vona að þú takir þessu ekki illa Maddý, ég bara má til
Fleira hefur verið að gleðja mitt litla hjarta, komin í samband við aðra bloggvinkonu mína, Helenu sem á blindrahundinn Fönix. Helena er mjög sjónskert en málar engu að síður. Hvernig hún fer að því, veit ég ekki. Ótrúlega þrautseig og hörð af sér. Listræn í meira lagi og ekki skemmir að hún er Garðhreppingur. Myndirnar hennar eru stórgóðar. Hér kemur ein: Kyrrð
NB!ég er búin að panta hana
Hef aldrei gefið mér tíma né leyft mér að gæla við svona fallegar myndir en nú er rétti tíminn enda nýtt líf hjá mér
Í þriðja lagi hef ég heyrt frá einni hetjunni sem barðist við lungnakrabbamein og hafði betur. 4 ár frá meðferð, horfur ekki beint upplífgandi hjá henni í fyrstu en hér er hún enn, eldspræk og laus við sjúkdóminn. Þó ég viti að tölfræðilega sé þetta möguleiki er alltaf raunverulegra að heyra í einhverjum sem hefur gengið í gegnum þetta ferli og haft betur. Ekki síst á þessum tímum þegar hver hetjan af fætur annari hefur mátt láta í minni pokann.
Spennandi tímar framundan þrátt fyrir pestafár sem ég hyggst komast yfir hið snarasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2008 | 23:25
Löng nótt
Síðasta nótt var með þeim lengri sem ég man eftir, náði að sofna um kl. 5 og komin á stjá um 6.30, algjörlega búin á því. Þvílík magakveisa. Mér skilst að hún sé búin að ganga víða mönnum til hrellingar. Í öllu falli fór ég ekki langt í morgun, reyndi mikið en án árangurs. Þoli ekki að geta ekki staðið við skuldbindingar mínar.
Þessi dagur hefur því farið í mest lítið, svaf fram eftir öllu, er farin að halda einhverju niðri og heldur í áttina. Skal vera orðin betri í fyrramálið.
Nú styttist heldur betur í brottför hjá prinsessunni, fer út á sunnudag. Kvíði svolítið fyrir en er þakklát fyrir þær vikur sem við höfum átt saman. Tíminn líður á ógnarhraða og áður en við vitum af, verður komið vor. Hafsteinn fer ekki út fyrr en 10. feb. enda kom hann seinna heim í fríið. Búið að vera líflegt í kotinu og nóg að gera. Farin að pikka upp fyrri getu í eldamennsku, var farin að glata niður allri getu á þeim vettvangi. Hef lítinn áhuga á því að elda ofan í mig eina. Lystin hverfur um leið og ég er búin að elda.
Eitthvað farið að róast í borgarpólitíkinni heyrist mér, spennandi verður að fylgjast með framvindu mála. Mér hefur fundist margur fara offari í gagnrýni sinni á Ólaf F. hvað varðar veikindi hans. Mér fannst rétt af honum að ræða þau opinskátt enda opinber persóna og umræðan orðin rætin. En af henni má ráða að andlegir sjúkdómar séu settir skör lægra en ,,líkamlegir" sjúkdómar. Það er umhugsunarefni nú á 21. öldinni. Fordómar birtast á margan hátt.
Hve margir hafa ekki kiknað undan álagi einhvern tíman á lífsleiðinni? Makamissir, skilnaður, atvinnumissir, fjárhagsörðugleikar, sjúkdómar og margt fleira geta sligað manninn. Fólk missir tímabundið fótanna við slík áföll og einstaklingar eru mis vel í stakk búnir til að takast á við þau. Auk þess er misjafnt hver stuðningur manna er við slíkar aðstæður. Er það einhver skömm að kikna tímabundið? Er það ekki viðringarvert að fók leiti sér hjálpar við slíkar aðstæður? Ég hefði haldið það. Þá sýnir fólk að það er tilbúið til að berjast áfram og byggja sig upp.
Ég er svo undrandi og miður mín yfir rætni og offorsi manna. Vilji mennn gagnrýna Villa, Ólaf eða einhverja aðra þá ber að gera það á málefnalegan hátt. Enginn er yfir gagnrýni hafinn og margt af því sem hefur gerst í borgarpólitíkinni að undanförnu er ógnvænlegt. Það ber líka að gangnýna og fólk á að láta í sér heyra. Niðurbrot og persónulegt níð telst ekki til gagnrýni.
Það er merkilegt að fylgjast með því hve margir eru tilbúnir að kasta fyrstir steininum úr eigin glerhúsi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2008 | 03:21
Andvaka
Krakkarnir komnir í hús eftir smá bras. Í öllu falli var lítið samræmi á milli raunverulegrar færðar og þess sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Allt hafðist þetta og við öll komin í ró um kl.00.30, að nafninu til. Eitthvað virtist dóttur minni heitt í hamsi þegar heim var komið, miðað við bloggið hennar. Næ ekki að toga neitt upp úr henni ennþá
Engin óró en andvökunótt hjá mér. Búin að vera á rjátli með magapest og næ ekki með nokkru móti að sofna, alla vega svona á milli. Spennandi dagur framundan eða þannig. Það verður alla vega einhver framlág eftir 4 tíma. Alltaf er ég jafnhissa á þessu pestarfári sem geysar allt árið um kring, að því er virðist.
Það virðist ekki mega blása á mig, þá er ég komin með þá pest sem sá sem andar í átt til mín er með. Krakkarnir urðu reyndar varir við sömu einkenni á fimmtudag og fram á gærdaginn, hafa væntanlega náð þessari skömm úr sér með þorramatnum en ég rétt að byrja
Komst á snoðir um frábæran vef í dag; http://madddy.blog.is/blog/madddy/
Þar er listakona á ferð. Þvílíkar myndir, ég er bókstaflega heilluð. Fæ eina lánaða hjá Maddý, vona að hún fyrirgefi mér en ég stenst ekki mátið.
Fríkirkjan í Reykjavík en myndin heitir Reflection.
Þvílík fegurð
Hvet alla til að kíkja á bloggið hennar. Hjá mér er næsta skref að reyna að ná nokkurra tíma svefni og vona að ég verði orðin betri í fyrramálið