Andvaka

Krakkarnir komnir í hús eftir smá bras. Í öllu falli var lítið samræmi á milli raunverulegrar færðar og þess sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Allt hafðist þetta og við öll komin í ró um kl.00.30, að nafninu til. Eitthvað virtist dóttur minni heitt í hamsi þegar heim var komið, miðað við bloggið hennar. Næ ekki að toga neitt upp úr henni ennþáWhistling

Engin óró en andvökunótt hjá mér. Búin að vera á rjátli með magapest og næ ekki með nokkru móti að sofna, alla vega svona á milli. Spennandi dagur framundan eða þannig. Það verður alla vega einhver framlág eftir 4 tíma.  Alltaf er ég jafnhissa á þessu pestarfári sem geysar allt árið um kring, að því er virðist. 

Það virðist ekki mega blása á mig, þá er ég komin með þá pest sem sá sem andar í átt til mín er með. Krakkarnir urðu reyndar varir við sömu einkenni á fimmtudag og fram á gærdaginn, hafa væntanlega náð þessari skömm úr sér með þorramatnum en ég rétt að byrjaSick

Komst á snoðir um frábæran  vef í dag; http://madddy.blog.is/blog/madddy/

Þar er listakona á ferð. Þvílíkar myndir, ég er bókstaflega heilluð. Fæ eina lánaða hjá Maddý, vona að hún fyrirgefi mér en ég stenst ekki mátið.

Reflection

 

 

 

Fríkirkjan í Reykjavík en myndin heitir Reflection.

Þvílík fegurðHeart

 

 

 

Hvet alla til að kíkja á bloggið hennar. Hjá mér er næsta skref að reyna að ná nokkurra tíma svefni og vona að ég verði orðin betri í fyrramálið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Maddy á frábærar myndir. Ég tók mér 2 svefntöflur á barnadeild til að taka í flugi. Segðu Kötu að heimsækja Droplaugarstaði annaðkvöld

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 03:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.1.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Skila þessi til Kötu Hólmdís.

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar hér að ofan og hlýjan hug

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband