Virðingarverð viðleitni

Mér finnst þessi ákvörðun menntamálaráðherra og stjórnar LÍN virðingaverð viðleitni til að koma til móts við nemendur erlendis og hér heima. Hnaut aðeins um skilyrðin sem sett eru; ,,Námsmenn þurfa að sækja sérstaklega um aukalán, en þau eru ætluð þeim sem eru í sárri neyð og verður hvert tilvik metið af stjórn sjóðsins". Hvergi kemur fram hvaða skilyrði flokkast undir ,,sára neyð" og þvði hætt við að mati á umsóknum verði huglægt, hverju sinni. 

Ég er ekki dómbær á það hvort að þessi viðleitni, sem hljómar upp á lán fyrir allt að 2 mán framfærslu erlendis og 1 mán hér heima, dugi til enda aðstæður nemenda ugglaust misslæmar, ekki síst reiknaðar  út frá  öðrum gjaldmiðli. Engu að síður er þetta skref í rétta átt.

Auk þess að þess að freista þess að bjarga því sem bjargað verður hjá mörgum,  er verið að undirbúa jarðveginn fyrir næsta skólaár með því að lækka tekjuskerðingu enda ljóst að fjöldi atvinnulausra verður stjarnfræðilegur og aðsókn í háskólanám nær hámarki. 

Í öllu falli tel ég að þessi ákvörðun stjórnvalda eigi eftir að létta mínum krökkum róðurinn í námi sínu í Debrecen. En talandi um krónuna í frjáslu falli og  veikingu hennar gagnvart evrunni, þá sýnist mér það vera barnaleikur einn miðað við stöðu forintunar, ungverska gjaldmiðilsins. Hún herðir víðar að; sultarólin, en hjá okkur.

 


mbl.is Stjórnvöld koma til móts við námsmenn erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katan

já forintan er sko í maraþoni.. hún er samt ekki aalveg búin að ákveða sig hvaða leið hún fer.. Gengið hefur ekki verið eins í 2 daga síðustu dagana.. spes..

Katan , 31.10.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skilyrðin verða sennilega mjög þröng og illtúlkanleg...skv. reynslu.  En ákvörðunin sýnir skilning á sárum vanda námsmanna.

Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vonandi verður þetta námsmönnum til bjargar

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband