Kemur á margt óvart

Ég er að mörgu leyti undrandi með niðurstöður þessarar könnunar.  Get ekki sagt að ég undrandi á því fylgishruni sem er hjá Sjáfstæðismönnum í þessari könnun, ég átti hins vegar von á því að það væri mun meira en þessar niðurstöður benda til.

Ég er ekki alveg að átta mig á stöðu Samfylkingarinnar; af hverju er fylgi þeirra  ekki að dala í sama mæli og hjá Sjálfstæðismönnum? Lækkar einungis um 1,7%. Hverju skyldi það sæta? Ráðherrar og þingmenn Samfylkingar verið duglegri að láta í sér heyra og leyft sér að vera á öndverðu meiði við forsætisráðherra en ekki hefur verið minna um ósamræmi og hreinar lygar beint fram í andlit þjóðarinnar.  Eftir hvaða mælistiku eru menn að fara í könnunum sem þessum? Báðir flokkar jafnábyrgir þegar kemur að öllum ákvöðrðunartökum og afleiðingum.

Fylgi VG kemur kannski ekki á óvart, þeir hafa verið í tísku og einver flokkur verður að vera vinsælli en aðrir. Mér finnst þeir reyndar ekki eigia innistæðu fyrir þeirri  5,3%  aukingu sem nú kemur fram. Lítið heyrst frá Ögmundi sem hefur verið upptekinn í störfum sínum fyrir BSRB og lítt uppbyggilegt komið frá Steingrími J. Hann er hins vegar alltaf reiður og notar hvert tækifæri til að láta reiði sína í ljós. Ég gæti reyndar trúað því að einhverjir kunni að meta bréfaskrifitir og símtal Steingríms til nágrannaþjóða okkar og ákall um hjálp. Við vitum hins vegar að þær bónleiðir skila engu til okkar beint, Steingrímur er nefnilega í stjórnarandstöðu og ræður engu.

Fylgisauking Framóknar kemur etv. ekki á óvart, sama og síðast um 10,4% , Guðni búinn að vera sýnilegur og  harðorður; nánast kjaftfor. Kannski ekki uppfullur af tillögum en þó, hann hefur varpað einhverjum fram. Innanbúðarátök hamla flokknum ennþá greinilega.

En þá er það rúsínan í pysluendanum, raunverulegur fallisti þessarar könnunnar; Frjálslynda flokksins. Mælist nú með 3,3% fylgi, gott ef það er ekki lægra en síðast. Flokkurinn á góðri leið með að þurrkast út. Hverju skyldi það sæta? Ekki heyrst múkk í mönnum frá því að síðasti miðstjórnarfundur var haldinn. Allir þegja þunnu hljóði.  Einstaka boffs í formanninum þegar aðspurður um helstu úrræði gegn fjármálakreppunni. Ekki eru nýstofnuð félög á höfuðborgarsvæðinu og víðar farin að skila sér í auknu fylgi flokksins. Ekki heyrst orð frá FF vegna þeirra kannana sem hafa verið gerðar upp á síðkastið og benda á sídalandi fylgi. Hvað skyldi valda þögninni og fylgishruninu í raun?

Íslandhreyfingin mælist með 1% fylgi, það skyldi þó ekki verða að það næði að hækka á næstu misserum??

En ég get ekki annað en spurt mig; hvað ræður vali þeirra sem taka þátt í könnunum sem þessari? Skyldi þetta snúst allt um ESB umræður og aðild?

 

 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna þjóðin er í áfalli....ekkert að marka skoðanakannanir.....

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Það er rangt að Samfylkingin beri jafn mikla ábyrgð á ástandinu og Sjálfstæðisflokkurinn. Það ætti að vera augljóst. Það var fyrst og fremst óstjórn D og B sem setti okkur á hausinn. Samfylkingin er hins vegar sek um að hafa látið Sjálfstæðisflokkinn halda áfram að ráða öllu í efnahagsmálum núverandi stjórnar. En flokknum er bjargandi. Verða að rjúfa stjórnarsamstarfið, stofna tímabundna átaksstjórn án Sjálfstæðisflokksins og kjósa snemma næsta ár.

Guðmundur Auðunsson, 31.10.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála Guðmundi

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

. kv .

Georg Eiður Arnarson, 31.10.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband