23.6.2008 | 17:24
Góð samstaða
Feiki góð samstaða meðal hjúkrunarfræðinga, tæplega 64% þátttaka í atkvæðagreiðslunni og um 95% þeirra fylgjandi yfirvinnubanni og þar með hertum aðgerðum vegna kjarasamninganna. Um leið yfirgnæfandi stuðningur við forystuna.
Ég er mjög sátt, segi þó ekki að ég hefði viljað sjá þátttökuna um 90% en engu að síður mjög ásættanleg niðurstaða, ekki síst í ljósi þess að margir eru í sumarfríum o.þ.h.
Til hamingju með samstöðuna hjúkrunarfræðingar, þetta er hægt
94,6% vilja yfirvinnubann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er flott. Bara yfirvinnustöðvun hefur strax víðtæk áhrif.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 17:52
Þetta er frábært - við getum staðið saman ef við viljum. Segi líka til hamingju með þetta, nú verður tekið á því og launin leiðrétt.
Sigrún Óskars, 23.6.2008 kl. 17:56
Nákvæmlega! Við höfum dregist svo aftur úr að það er lyginni líkast. Ég hef þá trú að almenningur átti sig ekki á því hversu lágt við röðumst. Starfsreynsla og menntun lítils virði og tækifæri til launahækkanna rýr nema að vinna ómælda yfirvinnu.
Hvaða háskólamenntaðar stéttir sætta sig um 250 þús í mánaðarlaun eftir 4 ára háskólanám svo ekki sé minnst á alla ábygðina og álagið sem fylgir starfinu?
Elflaust þarf stéttin að taka tillit til ástandsins í þjóðfélaginu en ég hef ekki trú á því að nokkur maður samþykki samninga sem fela ekki í sér mótvægi gegn minnkandi kaupmætti og óðaverðbólgu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 18:24
Þetta er bara frábært. Til hamingju með þessa niðurstöðu. Ég stend með ykkur!
Sigrún Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:19
Baráttukveðjur.
Georg Eiður Arnarson, 23.6.2008 kl. 19:39
Þetta er bara frábært og til hamingju
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.