Eintóm sæla

Búin að vera í skýjunum í dag. Við mæðginin lúrðum að sjálfsögðu frameftir og tókum því rólega framan af. Lafðin fékk sinn göngutúr, er alveg að missa sig yfir heimkomu Hafsteins. Þar sér maður skilyrðislausa væntumþykkju og virðingu. 

Haffinn var 5 mínútur að slá frímerkið sem tók mig tæpar 2 klst. um dagin og í þetta sinn var verkið vel unnið. Áttum okkar gæðastund, dunduðum okkur meira saman og ýmsu var lokið sem hafð beðið enda húsmóðirin búin að vera farlama.  Ég nýt þess í botn að fá líf í húsið. Þvílíkur munur, það finn ég núna.  Katan væntanleg á föstudag eða laugardag þannig að framundan er tóm sæla og gleði.Heart

Áframhaldandi framkvæmdir næstu daga, af nógu er að taka og margt beðið allt of lengi. Allt of margt sem ég hef ekki getað framkvæmt sjálf og ekki farið vel í frúnna. Verð þó að gæta þess að kaffæra ekki krakkana í skítverkum heima fyrir, þau verða að eiga sér eitthvert líf og fá að njóta vina sinna í sumar. Það er hins vegar auðvelt að missa sig í þessum efnum.Tounge

Mér hefur ekki fundist neitt tiltökumál að vera ein í vetur svona almennt séð en vissulega hafa sumir dagar verið drungalegir og daprir, því er ekki að neita. Rauðir dagar verstir eins og ég hef áður sagt. Síðustu vikur hafa tekið á, mér hefur líkað illa bjargarleysið en hef orðið að kyngja því. Hefði kosið meira úthald og betri líðan almennt en er þakklát fyrir það sem ég hef og sumarið leggst vel í mig.

Ýmiss mál hafa ekki verið að ganga sem skyldi og vonbrigðin nokkur upp á síðkastið. Nokkur óvissa um framtíðina en einhvern veginn er ég ekki að stressa mig á hlutum, þeir skýrast fyrr eða síðar. Ég hef enga ástæðu til að örvænta. 

Vonin er ósköp stillt,

en sterk. Hún getur lifað af litlu 

og dugir lítil týra.

Hún gerir lífið bærilegt.

(Charlotte Gray)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Blessuð þetta er ungt og hraust fólk.....um að gera að nota þau svolítið. Vona að hlutirnir gangi upp hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég samgleðst þér - að fá meira líf í húsið. Hafðu það gott Guðrún og njóttu unga fólksins þíns. Það er ómetanlegt að hafa börnin sín í kringum sig.

Sigrún Óskars, 23.6.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband