20.4.2008 | 23:51
Kemur þetta eitthvað á óvart?
Ég hef löngum haft þann grun að til stæði að einkavæða allt heilbrigðiskerfið. 40% þegar komin skv. opinberum yfirlýsingum. Ég er ansi hrædd um að mörgum bregði í brún núna. Það jákvæða gæti gerst að þjónustan yrði hugsanlega mannsæmandi, mistökum myndi kannski fækka og líf landsmanna margra lengjast að sama skapi.
Eins og einhverjum varð á orði; ,,If you can´t beat them, join them"
Spái því að aðild í ESB verði undirbúin á þessu kjörtímabili með bindandi samningum. Frumvarp um opinbert hlutafélag fer í gegn sem og aðild að ESB. Ekkert stoppar núverandi ríkisstjórn enda í bullandi meirihluta á þingi. Þetta kaus þjóðin og þetta vill hún. Nú verða hraðar hendur. Gúrkutíð framundan hjá tryggingafélögunum, hverjir aðrir skyldu nú hagnast?
Einhver skýring hlaut að koma á brottrekstri forstjóra LSH. Þarf nokkuð fleiri orð
Landspítalinn opinbert hlutafélag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2008 kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Sé engan tilgang með einkavæðingu án virkrar samkeppni á markaði, og öflugs eftirlits með vönduðum gæðastöðlum.
Hef ekkert á móti einkavæðingu ef hún er almennilega undirbúin og fylgt eftir, en er ósáttur við einkavæðingu sem trúarbrögð.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.4.2008 kl. 09:11
Ameríska módelið er ekki það sem Samfylkingin hefur talað fyrir hingað til, það verður því ansi fróðlegt að sjá/heyra hvernig þeir munu snúa sér í þessu máli.
Sigrún Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:13
Ég hef þá trú og hef haft lengi að ekkert muni stoppa einkavæðinguna. Sjálfstæðismenn eru komnir á flug enda í draumastöðu. Ég er ekki á móti henni svo fremi sem hlutdeild sjúklinga eykst ekki. Samkeppni getur verið af hinu góða, engin spurning. Hins vegar hefur reynslan sýnt það að sjúklingar eru margir hverjir að greiða mun meira en áður, ekki síst vegna þess að ríkið er ekki að semja við sérfræðinga.
Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta að komast út úr sínu módeli á sama tíma og við ætlum að apa það eftir. Þeir efnameiri og vel tryggðu fá góða þjónustu, fagfólk streymir á einkastofnanir og þær sem verða á vegum ríkisins greiða lægri laun og hafa síðra starfsfólk á sínum snærum, það gefur auga leið. Ekki gefa veit ég hvað Samfylkingin er að gera í þessu stjórnarsamstarfi annað en að gefa forystusauðunum tækifæri til að uppfylla persónulega drauma og markmið. Þeir baða sig í frægðarljósinu og eru að bjarga heiminum á meðan allt er að sigla í kaldakol hér heima.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:49
Við viljum ekki bandaríska módelið hér. Ekkert heyrist í Samfylkingu. Ég er smeyk við framhaldið.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2008 kl. 11:04
Ástarkveðjur knús og kossar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:25
Kær kveðja .
Georg Eiður Arnarson, 22.4.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.