Strandaglópar

Þorrablótið tók sinn toll af krökkunum eins og við var að búast, eru strandaglópar í sinni fyrrum heimabyggð. Það væsir ekkert um þau, eru í góðu yfirlæti hjá vinum okkar. Ekkert annað að gera en að bíða veðrið af sér.  Keyri trúlega á móti þeim ef þau komast af stað í dag. Missum því miður af kvöldverðarboði hjá bróðurCrying

Eins og forvitinna manna siður er, hef ég reynt að toga upp úr þeim hvernig blótið var, vil auðvitað heyra öll skotin.  Það er enginn maður með mönnum nema að hann fái einhver skot. Hefur sveitarstjórn að öllu jöfnu legið vel við höggi, eins og skiljanlegt er. Ekki var mikið á krökkunum að græða, þau skildu ekki helminginn af því sem fram fór.  Þekktu í raun ekki marga, greinilegt um margt nýtt fólk í Dölum. Það er auðvitað hið besta mál, öllum samfélögum hollt á fá nýtt blóð. Það vakti hins vegar athygli þeirra að sveitarstjórn virtist hafa sloppið að mestu við öll skot. Það finnst mér fréttir og það miklar fréttir!Shocking

Oft hafa þau skemmt sér betur segja þau, þetta var allt í lagi. Katan fékk ekki frið fyrir hljómsveitarmönnum, hafði verið svo bíræfin á eigin bloggi að gagnrýna hljómsveitarvalið. Fannst hún fremur slöpp og vildi meira fjör. Fékk heldur betur að kenna á bíræfni sinni, tekin í nefið, fyrst á blogginu og síðan á ballinu.  Menn  greinilega eitthvað hörundssárir. Þeim tókst í öllu falli að skyggja á gleði hennar. Lýsir þeim náttúrlega og þess ber að geta að allt eru þetta fullorðnir menn, engir unglingar.W00t

Mér er sagt að samfélagsgerðin sé mjög breytt, einkennist af klíkum í kringum suma sveitarstjórnarmenn. Aðeins útvaldir eru vígðir inn í  þær klíkur.  Innfæddir Dalamenn fara ekkert gegn slíkum klíkum enda störf, álit og afkoma í húfi og mönnum er enn í minni útreiðin sem ég fékk. Fáir eru tilbúnir að leggja slíkt á sig þó skoðanafrelsi og lýðræðið sé í húfi. ,,Ef ég ætla að búa þarna, þá held ég mig á mottunni" sagði einn gamall vinur minn við mig um daginn.  Ekki nýjar fréttir fyrir mér  en er slegin af heyra hversu slæmt ástandið er. Búið að þagga niður í flestum mönnum. Sem betur fer stendur einn og einn við sannfæringu sína og tjáir sig. En þeir eru of fáir ennþá. Kaupverðið of hátt.

Margur heimamaðurinn sat því heima í gær, mætti ekki á blót. Samkoman með breyttu yfirbragði, andrúmsloftið stíft og ,,snobbað" var mér tjáð. Vantar gleðina og frjálslega framkomu, segja margir. Þeir sem  mæta,  gæta sín að vera innan rammans, með einstaka undantekningum þó. Einhverjum leyfist enn að vera í ,,annarlegu" ástandi. Mikið vildi ég að ég hefði drifið migBandit

Mér er spillingin ofarlega í huga. Það að sveitarstjórinn skuli selja sveitarsfélaginu glugga og ýmsilegt  til húsasmíða úr eigin fyrirtæki finnst mér forkastanlegt. Hvernig getur þetta gerst?  Reglur um útboð virtar að vettugi þegar hentar, samið við þá sem eru ,,inni" þá stundina og eru tengdir tilteknum sveitarstjórnamönnum.  Ég á ekkert að vera hissa, þegar sumir menn komast til valda, semja þeir sín eigin lög og reglur og framfylgja í krafti meirihlutans. Mér hefur oft verið tíðrætt um það á þessari síðu.

Spillingin teygir víða út anga sína. Hjúkrunarforstjórinnn ferðast ferðast vítt og breytt um að bifreið heilsugæslunnar, sem ætlaður er til vitjana eingöngu,  hvort heldur sem er í innkaupaferðir suður fyrir brekku, jafnvel til Reykjavíkur eða til og frá vinnu. Keyrir börnin sín til og frá skóla á sömu bifreið og fær aksturinn greiddan úr sveitarsjóði líkt og um eigin bifreið sé að ræða. Sést hefur til makans á heilsugæslubifreiðinni innan sveita þannig að augljóslega þykja þessi hlunnindi sjálfsögð. Stinga hins vegar í stúf við samninga og rekstrarleigu ríkisins á bifreiðum heilsugæslustöðva landsins. Þeim er ætlað að þjóna vakthafandi lækni, ungbarna- og heimahjúkrunarvitjunum. Menn eru frjálslegir í minni fyrrum heimabyggð. Hvar er eftirlitið með sveitarfélögunum og starfsemi þeirra???Police

En pólitísk spilling er víðar en í litlu samfélögunum eins og sjá má á pólitíkinni í Reykjavík. Aldrei hefði mér dottið í hug að slík spilling myndi komast upp á yfirborðið. Menn hafa hingað til falið hana og það vel. Menn eru hættir því, telja hana sjálfsagðan hlut enda lengi búnir að vera með pólitísk völd. Eigin leikreglur þykja því sjálfsagðar. Þegar ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og störfum fulltrúa hans, blasa þessar staðreyndir við. Þær æpa á okkur oog margur er miður sín. Kjörnum fulltrúum flokksins finnst þetta hins vegar eðlilegur hlutur. Samfylkingin í ríkisstjórn tekur beinan þátt.  Óafturkræfur fórnarkostnaður þar grunar mig. 

Mér heyrist margur vera reiður eftir áhorf Spaugstofunnar í gærkvöldi, aðrir eru hrifnir.  Missti af henni en bókstaflega verð að horfa á hana endursýnda seinni partinn ef ég er ekki komin af stað í björgunarleiðangur. Hef ekki verið dugleg að horfa á þá félaga, missti einhvern veginn áhugann fyrir þó nokkru síðan. Oft hefur þeim þó tekist að endurspegla pólitíkina á spaugilegan hátt. Það verður spennandi að fylgjast meðBlush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 27.1.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hreppapólitíkin er engu lík, þar virðist allt leyfilegt   Almúginn á bara að halda kjafti og samþykkja allt sukkið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband