Nú er úti veður vont

Það er aldeilis að veðrið geri vart við sig. Bara eins og í  ,,den" þegar allt var ófært og enginn komst eitt eða neitt. Man þá tíma úr Garðabænum þegar bílar sátu fastir í fleiri klukkutíma á Arnaneshæðinni. Oftar en ekki sat faðir minn fastur þar á leið heim frá vinnu og við krakkarnir lögðum á okkur að færa honum kaffi á brúsa með því að arka af stað frá flötunum.   Í öllu falli ekkert ferðaveður enn sem komið er, sit hér og bíð af mér versta hretið líkt og margur þennan morguninn. Mér var snúið við í morgun, áttaði mig ekkert á stöðunni.  Eitthvað eru menn farnir að hreyfa sig hér í Reykjavíkinni en víða ófærð um götur. Virðist í lagi hér í Seljahverfinu miðað við umferðina.

Katan veðurteppt í Keflavíkinni, brautin lokuð. Ekkert annað að gera en að vera róleg og kúra sig aftur. Það ætla ég einnig að gera í stutta stund.  Líst ekki nógu vel á þorrablótsáform vestur í Dölum þessa helgina, hætt við að einhverjir verði veðurtepptir, alla vega að því loknu. Brattabrekka kolófær í dag í það minnsta og spáin ekki góð fyrir sunnudaginn. Gef ekki upp alla von ennErrm

Ekki laust við að undanfarnir dagar hafi verið eftirminnilegir. Það er kannski við hæfi að veðrið sé í samræmi við átökinShocking Nú er viðeigandi að kveikja á kertum og hafa það ,,kósý"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn sys     Já, þetta veður minnir mann óneitanlega á gömlu dagana í bænum.  Ligg veik heima, gafst upp í morgun þegar ég vaknaði með kvef ofan í magapest og veðrið svona.  Hef ekki enn náð símasambandi við vinnustaðinn en það hlýtur að gerast á næstunni.   Sendi póst til öryggis   Örverpið veikur líka.  Missti af bólusetningu í gær

Áttirðu að fara upp á Skaga í morgun ?

Njóttu kertaljósanna

Sigrún sys (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það er ekkert sem toppar kósý kertaljós,reykelsi og heitt súkkulaði í svona veðri,það er bara æðislegt að vera inni í hlýjunni og hafa það sem allra best og horfa út í fallegan snjóinnkærar kveðjur og góða notalega helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

pólitískt gjörningaveður????

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já það var svo sannarlega notalegt að kúra undir teppi með kertaljós og alles. Samviskubitið yfir því að komast ekki til vinnu skyggði svolítið á, það verður að viðurkennast.

Leitt að heyra með pestina sys, mér skilst að það sé nóg af pestum; upp og niður og svo klár flensa. Farðu vel með þig sem og örverpið litla.

Sannkallað réttnefni Hólmdís: pólitískt gjörningaveður

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:19

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Uss hvað er verið að burðast með samviskubit nú til dags :)  bara slappa af og hafa það notalegt í heitu húsi með kakó og kerti :) það er alveg nauðsynlegt annað slagið. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband