Ekki nógu gott

Úff, ég sem hélt að mér væri að skána!  Hiti, hósti og aftur hósti í dag.  Svaf út í það endalausa meira og minna í allan dag, ýmist skítkalt eða funheitt og sveitt, oj.....   Rifjar upp leiðinda minningar.  Virðist alltaf slá niður ef ég fer út.  Nú er það Siggi Bö á morgun, ef ég næ ekki í hann reyni ég að ná í Sigurð nafna hans lungnalækni. 3 vikur eru alveg nægur prófsteinn.  Þetta gengur allt tént ekki svona, í þetta skiptið þarf eitthvað meira að koma til en þrjóskan og að harka af sér. Sýklalyfin gagnslaus. Á ég að trúa því að inflúensan sé mætt á svæðið??? Ég trúi því ekki en óneitanlega minnir þessi krankleiki mig á hanaW00t

Hafsteinn kvaddi mig í nótt, ég man ekkert eftir því, umlaði eitthvað óljóst, er mér sagt. Crying  Var búin að vakna á klst. fresti til rúmlega 3 og þá greinilega steinsofnað eftir það. Þegar það gerist er óhætt að setja mig í hjólbörur og keyra mig út, ég rumska ekki við það.  Það er eins gott að við hittumst fljótlega eins og planað er.  Mér skilst að haustin í Búdapest séu æðisleg. Var að heyra í prinsinum, komin á leiðarenda, heill á húfi. 30°C hiti og mikill raki. Mig langar núna............

Náði að undirbúa það helsta fyrir kennsluna, svona rétt í tæka tíð. Ballið byrjar á morgun og kemur sér vel að fyrsta vikan verður stutt.  Hellings undirbúningsvinna eftir sem ég lýk væntanlega á næstu dögum og þá er hægt að anda léttar. 

Spennandi tímar framundan og miklar breytingar. Sumar kærkomnar og ánægjulegar á meðan aðrar eru súrari og erfiðari að kyngja.  Veit að söknuðurinn verður mikill þegar báðir krakkarnir eru farnir en það jákvæða við þetta allt er að þau eru að gera það sem þau hafa stefnt lengi að. Það gerir fjarveru þeirra mun bærilegri en ella auk þess sem þau eru orðin vel fiðruð.  En auðvitað verð ég lítil í mér til að byrja með, annað væri ekki eðlilegt.

Ennþá óvissa um stefnumörkun í ákveðnum málum, bíð afar spennt eftir viðbrögðum við atvinnuumsókn minni, allt mjög "duló".  Í öllu falli verðu kúvending á sumum sviðum, bíð með að tjá mig um það þar til málin skýrast.  Heima er bestWhistling

Hef verið fremur óvirk í að fylgjast með pólitíkinni heima, ekkert að græða á heimasíðu sveitarfélagsins enda lítið um fréttir, fundir fáir og fundargerðir loðnar eða hreinlega lítt upplýsandi. Þarf að taka mig á þeim efnum, álagið fer að minnka þannig að svigrúmið verður meira. Vona að menn átti sig á hæfisreglunni og kynni sér hana í botn.  Í öllu falli ættu að verða einhverjar breytingar á sveitarstjórninni í ljósi nýjustu stöðuveitingarinnar í sveitarfélaginu. 

Mér fannst reyndar svolítið skondið að hnjóta um umræðuvef heimasíðu Dalabyggðar en þar sendir maður í atvinnuleit póst á alla íbúa og spyr hvort ekki sé tekið vel á móti öllum í Dölunum. Sá maður hafði búið þar á árum áður en vonaðist til að geta snúið aftur.  Þessi fyrirspurn birtist á vefnum þann 14. ágúst og enginn búinn að svara honum í gær.  Auðvitað er tekið vel á móti öllum sem í Dalina vilja koma, skárra væri það nú Whistling

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband