Annir og batnandi heilsa

Held, svei mér, að heilsan sé að skána.  Fór í vinnu í morgun, frábært að hitta samstarfsfólkið sem tók mjög vel á móti mér.  Síðan tók við nákvæmisvinna sem fólst í undirbúningi fyrir fjölskyldumyndatöku.  Í fyrsta skiptið "ever", dreif litla famelían sig í myndatöku og gekk á ýmsu.  Frábær ljósmyndari hann Arnold og konan hans, sem annaðist förðunina, ekki síðri. 

Hef alltaf verið "myndavélafælin", fór síðast í myndatöku þegar ég kláraði stúdentinn og síðan eru liðin mörg ár.  Krakkarnir eiga enga mynd af múttu sinni og fáar myndir til af okkur saman.  Arnold og frú fóru á kostum, andrúmsloftið aflsappað en samt mikill húmor, mikið hlegið og skíkt.  Þetta var meiriháttar lífsreynsla, segi ég nú bara. Okkur krökkunum leið eins og við hefðum alltaf þekkt þau hjónin. Mæli hiklaust með Arnold og set veflóðina hér með, hvet alla, ekki síst foreldra ungra barna,  til að skoða listaverkin hans.

http://www.arnold.is/

Búið að vera fjör í kotinu í kvöld, Gunni Brynjólfur og famelía hans komu í kveðjugrill til Haffa, skemmtileg og notaleg stund.  En, úffff, Haffinn að fljúga út eldsnemma í fyrramálið.  Sælan búin í bili.  Væsir þó ekki um drenginn á leiðinni út til Köben, flýgur á Saga-Class en þann lúxus fékk hann fyrir frammistöðuna á heimleið í sumar þegar hann brást við neyðartilviki sem kom upp um borð í vél Ielandair.

Ekki laust við tárvot augu, mér finnst alltaf erfitt að kveðja þau bæði, er hálf fegin að þurfa ekki að fara með honum upp á völl í þetta skiptið, Í þetta skiptið verður hann samferða öðrum.   Brotna alltaf niður þegar ég horfi á eftir honum.   Skána lítt í þeim efnum.  Enn eru nokkrir dagar í að Katan fari, flýgur út á sunnudagsmorgun, fyrir allar aldir.

Haffinn búinn að pakka og kominn tími á "quality time" með krökkunum.  Það verður lítið um svefn í nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óska Haffa góðs gengis á 3. árinu sínu.  Er ótrúlega léleg að hafa ekki munað eftir að kveðja hann almennilega um helgina og mundi ekkert í gærkvöldi vegna anna í kennsluundirbúningi... þú þekkir það ;-)   Mun nú fá að fylgjast með honum í gegnum þig og auðvitað Kötunni. Gangi þér vel í kennslunni ... við verðum í heimsókn í skólanum þínum á afmælisdaginn minn, kennarar FS.. vona þú verðir þar !

Verðum í bandi.  Knús og kossar 

Sigrún sys (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Frábært að heyra að þér líður betur og MJÖG góð hugmynd að drífa sig í myndatöku. Fór sjálf í fyrsta skipti í svona...alvöru....myndatöku í mars þegar ég gifti mig. Það er svo gaman að eiga góðar myndir af sér og krökkunum.

Gíslína Erlendsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband